Íslendingur


Íslendingur - 31.05.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 31.05.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Föstudaginn 31. maí 1946 22. tbl. Þetta er síðasta blað „Islend- ings", sem jeg annast ntstjorn á, eins og u?n var samið í velur. Brynleijur Tobiasson. Frá bæiarstiórn EINING — - EKKI KLOFNING Andstæðingar Sj álf stæðisf lokks- ins hafa síðaslliSinn hálfan mánuS veriS aS kjamsa á því, að klofnir myndu SjálístæSismenn ganga til kosninga í Reykjavík. ÞaS var held- ur en ekki gómsætt! MikiS hlökkuSu þeir til. En svo rann 25. maí upp, og var þá listi SjálfstæSismanna í Reykjavík viS Alþingiskosningarnar 30. júní birtur,^þannig: 1. Pjetur Magnússon, fjárm.herra 2. Hallgrímur Benediktsson, alþm. 3. SigurSur Kristjánsson, alþm. 4. Jóhann Hafstein, framkv.stjóri Sjálfstæðisflokksins. 5. Björn Olafsson, fyrrv. ráSherra. 6. Bjarni Benediktsson, borgarslj. 7. AuSur Auðuns, cand. jur. 8. Axel Guðmundsson, form. ÓSins 9. CuSm. H. Guðmundsson, hús- gagnasm.m. 10. Ásgeir SigurSsson, skipstjóri. 11. Kristján Jóhann Kristjánsson, forstjóri. 12. Ragnar Lárusson, form. VarSar 13. Helga Þorgilsdóttir, kennari. 14. Björgvin Sigurðsson, cand. jur. 15. Mallhías Einarsson, læknir. 16. Bjarni Jónsson, dómkirkjuprest- ur. Listinn var samþykktur meS at- kvæSum nær allra fulltrúaráSsmanna SjálfstæSisfjelaganna í Reykjavík á fundi þeirra 24. þ. m. Bjarni borgarstjóri, sem fengiS hafði nær öll greidd atkvæSi viS prófkosningarnar, gerSi þaS aS sinni tillögu, aS hann yrSi í sjötta sætinu — baráttusœti listans. v Vonir andstæðinga SjálfstæSis- flokksins brugSust alveg. Það er eining, en ekki klofning, í HSi Sjálf- stæSismanna, bœði í Reykjavík og annars staSar í landinu við í hönd farandi Alþingiskosningar. Þeir risu upp aftur Frjetzt hafði fyrir nokkru, að al- þingismennirnir Barði Guðmunds- son, Björn Kristjánsson og Sigfús Sigurhjartarson yrði ekki í kjöri aftur við kosningarnar í vor. En þeir risu allir upp aftur og verSa í kjöri: BarSi á SeySisfirði, Björn í NorSur-Þingeyjarsýslu og Sigfús í Reykjavík. Formaður yfirkjörstjórnar í EyjafjarSarsýslu er ekki lengur Pjetur á HranastöS- um, heldur bæjarfógetinn í OlafsfirSi (eins og á stendur aS lögum, sbr. 1. frá 1942). Fundur 21. þ. m. Bæjarstjóri fjarver., Jakob Frímannsson, Þorst. M. Jónsson, FriSjón Skarphjeðins- son og Steingr. ASalsteinsson. I þeirra staS mættir: Þorsteinn Stefáns son bæjargjaldkeri (settur bæjar- stjóri), GuSm. Guðlaugsson, dr. Kristinn Guðmundsson, Jón Ingi- marsson og Albert Sölvasoix Byggingarnefnd Matthíasarbókhlöðu kosin: Jón G. Sólnes, Guðm. GuS- laugsson, Þórarinn Björnsson og Steingr. ASalsteinsson. Stúdentafje- laginu á Akureyri gefinn kostur á aS nefna tileinn mann í nefnina. Nefnd lil að gera lillögur um um- jerð í bœnum kosin: Svafar GuS- mundsson, Gunnar Jónsson og GuS- mundur Snorrason. Lögreglustj óri skal velja einn og Bílstjórafjelag Akureyrar einn til viðbótar í nefnd* ina. Kolasala og kolageymsJa. Þess óskað, að kolasalar bæjarins flytji kolageymslu og kolasölu burt af hafnarbakkanum, þar sem megn ó- þrifnaður stafar af kolunum á þess- um stað, aS dómi heilbrigSisnefnd- ar. Ný kolageymslusvæði verSi út- búin á Oddeyrartanga svo snemma, að kol, sem koma til bæjarins í haust, verði sett þar á land. Lokun sölubúða. Fjelag verzlunar- og skrifstofufólks fer fram á breyt- ingar á reglugerð um lokun sölu- búða. Svafar Guðmundsson flutti rökstudda dagskrá á þá leið, að þar sem samkomulagstilraunir hafi ekki farið fram "milli verzlunarfólks og verzlunareigenda, vænti bæjarstjórn þess, að slíkt samkomulag verði reynt, og taki hún því ekki afstöðu til málsins að sinni. Sþ. 6:5 alkv. Kommúnistar og Kratar vildu ekki, að samkomulag yrði reynt. Áburðarverksmiðjan. Lagt fram erindi frá áburðarverksmiSjunefnd ríkisins, þar sem hún skýrir frá, .aS gert sje ráS fyrir, aS væntaleg á- burSarverksmiSja muni nota nálægt því alla orku, sem fæst meS viSbótar virkjun í Laxá, samkv. áætlun Árna Pálssonar. Ennfr. aS Á. P. hefSi látiS áburðarverksm.nefnd í tje þaS álit sitt, aS á þessum tímum muni þaS ekki taka skemmri tíma en 2% ár, aS fullgera yiSbótarvirkjun við Laxá. Bæjarráði falið að fara suður út af þessum málum. Skógrœktarjjelag Eyjirðinga ósk- ar eftir landspildu, sunnan af Kjarna nýrækt, allt að 10 ha. að stærð og ennfr. móspildu fyrir ofan umrætt svæSi, norðan Brunnár. Sþ. aS leigja fjelaginu umbeSiS land eftir nánari útmælingu meS erfSafestukjörum. Bærinn leggur fram ræktun og girS- ingar til fjelagsins-sem framlag, en fjelagiS annast girðingu milli síns og bæjarlandsms. Fótslallur undir brjósllíkan. Skóg- ræktarstjóri fer fram á,-aS bærinn kosti fótstall undir brjóstlíkan af Páli Briem, sem á að setja upp í gróðrastöðinni. Samþ. að leggja fram 5 þús. kr., enda sje fótstallur- inn reistur og fullkomlega gengið frá honum og uppsetningu myndar- innar, jafnframt því sem brjóstlík- neski af Sigurði Sigurðssyni búnað- armálastjóra verði sett þar upp. Bqrnaleikvóllur. Samþ. uppdrátt- ur af barnaleikvellinum við Helga- magra-stræti með þeim breytingum, að gangstígir verði breikkaðir úr l1/^ m. í 3 m. og skúrinn stækkaður í ca. 4 x 12 m. — Á yfirstandandi sumri verður ekki hægt að koma upp leikvellinum við Lækjargötu, þar eS útlit er fyrir, aS allt þaS fje, er ætl- aS var til barnaleikvalla á árinu, gangi til vallarins við H.m.str. Kosin nejnd til forustu þjóðhátíð 17. júní: Árni Sigurðsson, Arnþór Þorsteinsson. Jón Hinriksson og Jón Ingimarsson. Starfi þeir með 2 mönn um frá íþróttabandalagi Akureyrar og einum manni frá hljómlistar- bandalaginu. Bærinn annast undir- búning hátíðahaldanna. S jómannadagsráði heimiluð afnot af túninu sunnan sundlaugarinnar til samkomubalds 2. júní. Bindindismálajundur. Samþ. sam- kv. tilmælum Stórstúku íslands að senda einn eða tvo fulltrúa á bind- indismálnfund í Rvík. Rafveitugjalda-innheimta. Um- sóknir höfðu borist frá 19 mönnum um innheimtumannsstöSuna, sem auglýst hafði verið, og hafði raf- veitunefnd lagt til, að Marteinn Sig- urðsson bæjarftr. yrði ráSinn sem innheimtumaður. — Svafar Guð- mundsson lagði til, að þessari til- lögu væri vísaS aftur til nefndarinn- ar til nánari athugunar, og var þaS sþ. meS 5 atkv. gegn 3. Merkilegur fornleifa- fundur AS KaldárhöfSa viS Úlflj ótsvatn hefir nýlega fundist gröf frá 10. öld meS mörgum vopnum og gripum. Kristján Eldjárn fornminjafræSing- ur, telur þetta merkilegasta forn- minjafund á Islandi. Þarna hefir ver iS grafinn mikill höfðingi og góðir gripir með honum, svo sem sverð, spjót, örvar, hnífar, axir og skjöld- ur. Skjaldarbólan var ein eftir af skildinum. Sverðið hefir verið nokk- uð á annan meter að lengd, hjöltun og sverSshnúSurinn úr bronze. Er þetta veglegasta sverSiS, er fundist hefir í jörS hjer á landi. Enn var þar í gröfinni beltissylgja og beltis- sproti úr bronze og skotsilfur höfS- ingjans við beltisstað: silfurþráður vafinn upp í hring. Svo voru þar fleiri gripir. Bátur hefir verið í haugnum. Bein mannsins voru öll rotnuð nema tveir jaxlar. SKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISMANNA (í Ryels-húsinu. Sími 354) verðu'r fyrst um sinn opin alla virka daga frá kl. 2 til 7 e. h. Fastlega er skorað á alla Sjálfstæðismenn og konur, að koma á skrif- stofuna og veita aðstoð sína við undirbún- ing Alþingiskosninganna. Athngið hvort þér eruð á kjörskrá! FULLTRÚARÁÐIÐ. Hvenær kynntust Islendingar fyrst rauða fánanum? ÞaS eru 319 ár síSan. — Svo segir í SkarSsárannál (1627). „. . . . Einninn þá síSar í JuliománuSi komu þrjú ræningjaskip tyrknesk aS Vestmannaeyjum,* fyrst sunnan að eyjunum, létu þar út 3 stóra báta, fulla af mönnum, og fóru þar upp á eyjarnar óvanalegu uppgöngu. Skrifar séra Olafur Egilsson, það muni verið hafa 300 manns. Þeir skiptu sjer í hópa um eyjarnar með sínum rauðum merkjum, herbúnaði, herópi og óhljóðum, inntóku þær allar, ráku fóIkiS sem fé að Dönsku- húsum, drápu sumt og söxuðu sund-v ur; suma skutu þeir til dauðs. Það merkilega skáld, Jón prest Þorsteins- son, líflátu þeir, en ræntu á brott hans konu, syni og dóttur . . . ." Þessar eru fyrstu minningar Is- lendinga um rauðu merkin, sem flokkar manna ganga undir. Það er nú ráðið, að forsprakki rauðliða á íslandi, hr. Brynjól}ur Bjarnason, verði í kjöri í Vestmannaeyjum við næstu Alþingiskosningar, af hálfu jlokksins með rauða fánann. Þetta er líklega nokkuð smekklegt og býsna nærgætnislegt við Vestmanna- eyinga! Ekki er því samt spáð nú, aS þeir, sem ganga undir „rauSu merkjunum", muni „inntaka" allar eyjarnar. Steindór Steindórsson menntaskólakennari verður í kjöri fyrir AlþýSuflokkinn hjer í bænum við Alþingiskosningarnar 30. júní. „Alþýðublaðið" og „Alþýðumaðurinn" eru alltaf að tala um vaxandi fylgi Alþýðuflokks- ins, er komið hafi í ljós við síðustu bæj arstj órnarkosningar. Hagtíðind- in — marzhefti — skýra frá úrslit- um þessara kosninga. Samkvæmt þeim hefir Alþýðuflokkurinn fengið 21,6% atkvæða við bæjarstjórnar- kosningœrnar 1946, en 1942 fjekk hann 24,4% atkvæða. Þetta sýnir þverrandi, en ekki vaxandi fylgi á þessum fjórum árum. Samsvarandi tölur um fylgi Sj álfstæðisflokksins eru 42,9% (1946) og 42,8 (1942). — Jeg trúi Hagtíðindunum betur en fyrrnefndum blöðum, að þeim ann- ars alveg ólöstuðum. FÆREYINGAR œtla að auka fiskiflotann. Lögþingið í Þórhöfn samþykkti 9.. þ. m. að leita fyrir sjer um lán í Englandi, að upphæð V2 milj. sterl- ingspunda, til endurnýjunar fiski- flotanum. Fólkaflokkurinn og Sósíal- demokratar greiddu atkvæði með lántökunni, en Sambandsflokkurinn og einn Sócialdimokrat (Davidsen) greiddu ekki atkvæði. Framboð af hálfu Sj álfstæðisflokksins, nýlega ráðin: / Skagafj.sýslu: 1. Jón Sigurðs- son, alþm. á Reynistað, 2. Pjetur Hannesson, sparisjóðsstjóri á Sauð- árkrók, 3. Haraldur Jónasson, bóndi á Völlum, 4. Eysteinn Bjarnason, oddviti á SauSárkrók. A Seyðisfirði: Lárus Jóhannes- son, alþm. í Rvík. / Suður-Múlasýslu: 1. Gunnar A. Pálsson, bæjarfógeti í NeskaupstaS, 2. Einar SigurSsson, skipasmiSur á FáskrúSsfirði, 3. Eiríkur Bjarna- son, frkvstj. á Eskifirði, 4. Páll Guð- mundsson, bóndi í Gilsárstekk. / Vestur-Isafj.sýslu: Axel Tulini- us, lögreglustjóri í Bolungarvík. Framboðsfrestur til Alþingis er útrunninn 2. júní n.k.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.