Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1946, Page 4

Íslendingur - 19.12.1946, Page 4
4 í SLENOIIÍGUR Fimmtudaginn 19. desember 1946 ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgejandi: Útgájujélag Islendings Skrifstofa Gránufélagsgötu 4. Sími 354. Auglýiingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. Stjðrnmáia- ðngþveitið Jólin eru nú að ganga í garð, og ekkert bólar á nýrri ríkisstjórn. For- seti íslands hefir bent tólf manria nefndinni á, að bezt muni fyrir hana að hætta störfum, því að engar lík- ur virðast vera til árangurs af störf- um hennar. Þingmenn eru nú að hverfa heim í jólaleyfi og litlar lík- ur til, að neinnar stjórnar sé að vænta fyrir áramót. Framsóknarmenn og kommúnistar hafa reynt að saka Sj álfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn um þetta öng- þveiti. Sennilega má að einhverju leyti saka alla flokka um það, að þingið skuli sitja aðgerðalaust viku eftir viku, án þess að starfhæf ríkis- stjórn sé mynduð. Hitt er aftur á móti staðreynd, að hvorugur hinna síðarnefndu flokka verður sakaður um að vera orsök þessa ófremdar- ástands. Kommúnistar rufu stjórnar- samstarfið vegna þess, að mikilvægt utanríkismál var leyst í samræmi við hagsmuni íslenzku þjóðarinnar en ekki hagsmuni Rússa og hins alþjóð- lega kommúnisma. Framsóknarmenn hafa sýnt það nú sem áður, að þeir eru tækifæris- sinnaður flokkur, sem hefir þá eina stefnu að reyna að ná sem mestum völdum og braska með þau. Hann kom í veg fyrir myndun fjögurra flokka stjórnar haustið 1944. Síðan hefir hann haft allt á hornum sér af gremju yfir því, að Sjálfstæðisflokkn um skyldi takast að fá Jafnaðarmenn og kommúnista til stjórnarsamstarfs. Hefir flokkurinn ýmist verið vinstra megin við kommúnista eða langt til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálf- stæðismenn hefir hann skammað fyr- ir samstarf við kommúnista og kommúnista fyrir samstarf við Sjálf- stæðismenn. Þess á milli hafa mál- gögn hans barið sér á brjóst og sagt: „Ó, þú vanþakkláta þjóð. Okkur, sem getum leyst öll þín vandræði, hefir þú hafnað.“ Já, laun heimsins eru vanþakklæti. Síðan kommúnistar rufu stjórnar- samstarfið, hafa málgögn Framsókn- arflokksins kjassað þá á alla lund. Er líka komið í ljós nú, að Fram- sóknarforingjarnir hafa engan áhuga á myndun fjögurra flokka stjórnar, þótt þeir hafi setið við samninga- borð tólf manna nefndarinnar. Draumur þeirra hefir verið sá að sitja í forsæti „rauðrar“ ríkisstjórn- ar, og hafa öll skrif blaða þeirra bent á þann tilgang. Öll dýrtíð í landinu og fjármálaerfiðleikar eiga að vera Sjálfstæðisflokknum að kenna. „Dagur“ hefir komizt að þeirri gáfulegu niðurslöðu, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi ekki lengur þorað að stjórna fjármálum þjóðar- innar og halda áfram nýsköpunar- stefnunni, alveg eins og það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn, sem rauf stjórnina. Málgögn Framsókn- armanna leyfa sér nú að halda því fram, að sá flokkurinn, sem ekkert hefir gert annað en nudda og nöldra og draga úr þjóðinni kjarkinn, sé henni þarfari en Sjálfstæðisflokkur- inn, sem allt frá þeim tíma, er Fram- sókn bað hann hjálpar árið 1938, hefir ætíð verið reiðubúinn til á- byrgrar stjórnarsamvinnu, þegar Framsókn hefir skotið sér undan merkjum af ótta við erfiðleikana. Þessi óheilindi og brasktilhneig- ingar Framsóknarflokksins eiga ef til vill mestan þátt í þeim erfiðleik- um, sem nú hafa verið á myndun ríkisstjórnar. Ætla hefði mátt, að flokkur, sem jafn gífurlega hefir ráðizt á Sjálfstæðisflokkinn fyrir samslarf við kommúnista, myndi fús lega grípa hvert tækifæri til þess að rýra áhrif þeirra, en því fer fjarri. Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú sem endra nær tjáð sig reiðubúinn til stjórnarsamstarfs við hverja þá flokka, sem vilja vinna að fram- kvæmd þeirra umbótamála, sem byrj- að var á undir stjórnarforustu hans. Barnalegar fullyrðingar Framsóknar blaðanna um það, að hann vilji ekki Ieysa dýrtíðarvandamálið eru svo fjarstæðar, að þær verða ekki á borð bornar fyrir aðra en stækustu Fram- sóknarmenn. S j álfstæðisf lokkurinn hefir einmitt lagt áherzlu á það, að þetta og önnur þjóðfélagsvandamál verði ekki leyst á happasælan hátt, nema með víðtæku samstarfi allra stétta. Þetta hefir „samvinnuflokkn- um“ gengið erfiðlega að skilja. Barátta Sjálfstæðisflokksins fyrir stjórnarsamstarfi allra flokka er án efa í samræmi við vilja og óskir meginþorra þjóðarinnar. En þelta samstarf getur auðvitað aldrei tek- izt, ef einn flokkur á að ráða öllu í þeirri stjórn, eins og „Dagur“, sagði um daginn að væri krafa Framsókn- arflokksins. Þjóðin getur ekki til lengdar un- að því öngþveiti, sem ríkjandi er á Alþingi. Það verður með stjórnar- skrárákvæði að reyna að tryggja það, að landið geti ekki orðið stjórn- laust mánuðum saman, því að slíkt ástand felur í sér geigvænlega hættu fyrir lýðræði og þingræði í landinu. Seta Alþingis allan þennan tíma hefir verið algerlega gagnslaus sóun á almannafé. Vonandi koma þingmenn úr júla- leyfi sínu með einlægari vilja til samstarfs en þeir fóru heim. Verði svo ekki, er þingsela þeirra tilgangs- laus. Jólasamkomur í Zíon. Jóladag kl. 8.30 e. h. 2. júladag kl. 8.30 e. h. Gamlárskvöld kl. 11. Nýársdag kl. 8.30 e. h. Sunnud. 5. jan. kl. 10.30 f. h. sunnudagaskólinn. Kl. 8.30 e. h. almenn samkoma. Allir vel- komnir. PEARL BUCK: Með austanblænum Bókaútgáfa Pálma II. Jónssonar. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar er tekin að gerast alluntsvifamikil, og hefir hún að undanförnu sent hverja bókina eftir aðra á markaðinn. Hafa bækur þessar yfirleitt verið vandað- ar og góðar, en þó mun hin síðasta þeirra, Með austanblœnum, vera einna bezt. Pearl Buck er heimskunn skáld- kona, sem hefir ritað fjölda bóka, er allar hafa náð miklum vinsældum. Hafa ýmsar skáldsögur hennar, eins og t. d. „Gott land“ og „Drekakyn“, verið kvikmyndaðar og taldar i hópi beztu kvikmynda. Báðar þessar skáld sögur og fleiri hafa verið þýddar á íslenzku, og munu þær vera alveg eða næstum uppseldar. Pearl Buck hefir ritað margar smásögur ogþykja ýmsar þeirra það bezta, sem hún hefir skrifað. Með austanblœnum eru 14 úrvalssmásög- ur eftir hana, teknar úr amerískri úrvalsútgáfu af sögum hennar. Sög- ur þessar gerast í Austurlöndum, þax sem hún hefir lengstaf dvalið og bera allar merki þeirrar innilegu samúðar, sem hún hefir með hinni erfiðu lífsbaráttu og frumstæðu lífs- venjum kínverskrar alþýðu. Frásagn- ir Pearl Buck gefa oss ómetanlegt tækifæri til þess að kynnast hinym einkennilegu siðvenjum þessarar fornú menningarþjóðar. Þetta smásagnasafn hinnar merku skáldkonu, verður án efa mörgum kærkomin jólagjöf. Bækur Félagsútgáfunnar Félagsútgáfan á Akureyri hefir ný- lega gefið út sex barna- og unglinga- bækur. Er snotur frágangur á bók- um þessum, og verð þeirra hóflegt. Tvær þessara bóka, Tumi þumall og Stígvéla-Kisi eru gamlir kunningj- ar íslenzkra barna, en Ríkarður enski og Kolskör munu ekki hafa komið áður út á íslenzku. Allar eru bækur þessar myndskreyttar. Þá gefur Félagsútgáfan út drengja- bókina Víkinginn eftir Marryat, sem er vel þekktur höfundur hér á ís- landi. Munu flestir unglingar kann- ast við sögurnar Percival Keene, Jakob ærlegan og Jón miðskips- mann, sem allar hafa verið þýddar á íslenzku og náð miklum vinsældum. Mun höfundarnafnið eitt vera nægi- leg meðmæli með þessari bók. Skemmtilegust og eftirlektarverð- ust þessara bóka eru Barnasögur séra Jónasar jrá Hrajnagili. Séra Jónas er löngu þjóðkunnur maður fyrir skrif sín og lipran frásagnarstíl. Er h'ka léttur og viðfelldinn blær á þess- um barnasögum hans. Er bókin skreytt mörgum skemmtilegum mynd um eftir Orlyg Sigurðsson. Er það ekkert skrum, þótt fullyrt sé, að þessi bók sé með beztu barnabókum, sem komið hafa út fyrir þessi jól. Bjarni hugði Jón þó eigi hafa fengið nóg, velti honum upp í loft og keyrði broddinn á staf sínum í brjóst honum svo fast, að inn úr gekk bringubeininu. Dró hann síðan líkið til sjávar, fleygði því af skör- inni í hann og brotunum yf staf sín- um á eftir. Jón hafði verið svo búinn þenna dag, að hann hafði bláa húfu á höfði, var í bol úrsaumuðum og síðhempu sauðsvartri utan yfir, i stuttbuxum úr eltiskinni, fornum og bættum, hárauðum sokkum, með roðskó á fótum. Næst sér var hann í prjónaskyrtu hvítri, með hálshnöpp- um úr silfri, er voru festir saman með silfurhlekk. Skömmu fyrir miðj- an dag kom Bjarni heim aftur; sagði hann Steinunni og konu sinni, að Jón hefði farið inn í Skorarhlíðar að vita, hvort þeir myndu vegna harðfennis geta náð heyi, er þeir áttu þar báðir, og kvaðst hann hafa léð honum staf sinn, er var sterkari en Jóns. Bjarni kallaði Steinunni á ein- tal, og vissi enginn, hvað þau töl- uðu. Síðan snæddi hann mat sinn og settist að því búnu að sjóbrókarsaum. En er leið á daginn, lét Steinunn sem sér væri farið að lengja eftir manni sínum og bað Guðrúnu að fá Bjarna til að leita hans. Bjarni var fús til þess og lagði af stað með staf Jóns í hendi. Um háttatíma kom hann aft- ur og sagði þá konu sinni einglega, að hann væri sannfærður um, að Rússland: Einn mesti erfiðleiki rússnesku stjórnarinnar í aukningu iðnaðarins í landinu, eru hin litlu framleiðslu- afköst rússneskra verkamanna. Hefir komið í Ijós, að rússneskur verka- maður afkastar ekki nálægt því eins miklu og hliðstæður verkamaður í Bandaríkjunum. Hinsvegar gera að sjálfsögðu hin tíðu verkföll í Banda- ríkjunum mikinn usla í framleiðslu þeirra. Einn amerískur kolanámu- maður afkastar meiru en sjö rúss- neskir, einn landbúnaðarverkamaður meiru en fjórir rússneskir og einn stáliðnaðarmaður meiru en þrír rúss- neskir stáliðnaðarmenn. Þýzkaland: Rússnesku yfirvöldin í Þýzkalandi hafa lagt undir sig ýms stærstu iðju- ver Evrópu og reka þau nú sem rúss-- neska eign. Rússneskir forstjórar hafa verið settir yfir Zeiss gleraugna verksmiðjurnar og Krupps verk- smiðjurnar í Magdeburg. Þýzku verkamönnunum í verksmiðjum þess um hefir verið tilkynnt, að þeir væru í þjónustu Rússa. Rússland: Húsbyggingar í Rússlandi eru langt á eftir áætlun. Enn éru ófull- Jón hefði hrapað til bana í Skorar- hlóðum í sjó niður. Saga þessi þótti alltrúleg, því að Skorin og hlíðarn- ar vestur af henni eru með hamra- beltum og grasrákum bröttum á milli, allt ofan frá fjallsbrún og nið- ur að sjó, en þegar harðfenni legg- ur í rákirnar, er ekki ójárnuðum mönnum fært að ganga þær. Þegar Guðrún heyrði þessa sögu, setti að henni grát mikinn, og fór til Stein- unnar og sagði henni, hve komið var. Steinunn lét sem sér yrði hverft við og var nokkuð fálátari en hún var vön nokkra daga á eftir, en tók brátt aftur gleði sína, og hélt áfram uppteknum liætti. Engin leit var gjörð eftir Jóni, og rak lík hans ekki. Þótti það kynlegt. Mjög voru þau saman um dagana, Bjarni og Steinunn, og eftir að hjúin voru burtu um páskana í aðra sveit, sváfu þau saman á nóttunni. Guðrún þorði þar ekkert um að tala, og léti hún nokkra óánægju á sér heyra, skip- uðu þau henni að þegja og hótuðu að drepa hana, ef hún léti nokkurn mann verða áskynja um athæfi þeirra. Eigi fékk hún heldur að fara neitt úr af heimilinu, og kæmi gest- ur á Sjöundá, höfuðsátu þau Bjarm og Steinunn svo Guðrúnu, að hun þorði aldrei að segja neitt. Þeir, sem þekktu hana bezt, gátu aðeins ráðið í, að hún mundi eitthvað bágt eiga. Framh. gerð mörg þeirra húsa, sem ætlunin var að ljúka við á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. í byrjun sept- ember hafði aðeins um 2% af bygg' ingaráætluninni fyrir 1946 verið framkvæmt. Nítján af hinum stóru byggingarfyrirtækjum ríkisins luku ekki við eitt einasta hús i apríl eða maí. Stjórnin í Moskva skellir skuld- inni á sovétstjórnirnar í UkrainU, Armeniu, Turkmeniu og Byolorus- SÍu, því að þær hafi ekki séð um að hraða framleiðslu byggingarefnis. Frakkland: í Frakklandi hefir fundizt mikið af uranium, en það er sem kunnugt er aðalhráefnið, sem notaÖ er við kj arnorkuframleiðslu. Uraniumnám- ur þessar ná yfir víðáttumikið svæði í Limoges. Verkfræðingar álíta, að auðvelt muni að vinna uranium þarna, því að það er aöeins um 10 fet undir yfirborði jarðar. Viðskiptasamningur við Pólland FYRIR nokkru síðan undirritaði Pétur Benediktsson, sendiherra >s‘ íands í Varsjá, viðskiptasanming milli íslands og PóIIands. Samkvæmt samningi þessum selja íslendingar Pólverjum ull og gæl 111: en. fá kol í staÖinn. . ...J lé - um'.-J ■" — IJtan úr heimi

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.