Íslendingur


Íslendingur - 29.01.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 29.01.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. janúar 1947 ISLENDINGUR 3 Samband unára Siálístæoismanna Timarnir breytast- en kommúnistar ekki Aðalfundur Varðar „FORINGJARN Þau ummæli eru höíð eftir þjóð- kunnu íslenzku skáldi, að föðurlands ást kommúnista væri í rauninni meiri en allra annarra íslendinga, því að þá munaði ekkert um að elska er- lent stórveldi auk sinnar eigin ætt- jarðar. Æði oft virðist þó ástin á ættjörðinni færaát í skugga barna- legrar og auðmjúkrar tilbeiðslu á stórveldinu í austri. Er dýrkun komm únista á einræðisríkinu í austurvegi slík, að Ameríkudýrkun einstakra íslendinga kemst ekki í hálfkvisti við það. Eitthvert álakanlegasta dæmi þess, hvernig þessi óeðlilega dýrkun á er- lendri þjóð getur svipt menn öllu raunsæi og skynsemi, er grein, sem birtist á æskulýðssíðu „Verkamanns- ins“ í síðustu viku og nefnist „Tím- arnir breytast“. A grein þessi að slcýra fyrir ungum kommúnistum heimsmálanna eftir stríð. Kemst hinn ungi sérfræðingur í alþjóðamálum að þeirri niðurstöðu, að Rússar beri slíkan ægishjálm yfir allar aðrar þjóðir heims eftir stríð, að vafasamt er, hvort rússneska stjórnin sjálf hef- ir gert sér ljóst þetta mikla veldi sitt. Er snúið svo við í grein þessari hin- um augljósustu staðreyndum, sem öllum eru kunnar, að furðu gegnir. Höfundur segir að vísu í upphafi greinar sinnar, að hann segi það eitt, er hann bezt viti að séu staðreyndir. Er ekki að furða, þótt málflutningur „Verkamannsins“ sé oft bágborinn, ef rithöfundar hans hafa allir sama mat á staðreyndum og þessi ungi kommúnisti. Það er hvorki tími né rúm til þess að elta ólar við allar fjarstæður þessa nýja sögufræðings „Verka- mannsins“, en nokkur dæmi skulu nefnd lil þess að sýna hversu tak- markalaust Rússadýrkunin hefir blindað hann. Sögufræðingur „Verkamannsins“ segir: „Atvikin höguðu því svo, að Bretland og Bandaríkin urðu banda- rnenn mesta andstæðings nazismans, Sovétríkjanna .... En heilindin voru ákaflega vafasöm í því sam- starfi.“ Ef við læsum þessa frásögn í sagn- fræðiriti, kæmi okkur naumast ann- að til hugar, en Rússar hefðu átt allt frumkvæði i baráttunni gegn Þjóð- verjum. Það vill reyndar svo illa til fyrir hinn unga kommúnista, að þess- ir atburðir eru öllum í svo fersku minni, að fólk brosir aðeins góðlát- lega að þessari sögufræðslu. Hinar sönnu staðreyndir eru þær, að árás nazista á Ráðstjórnarríkiri olli því, að Rússar urðu bandamenn vest- rænu lýðræðisþjóðanna í baráttu þeirra gegn yfirgangi þýzku nazist- anna. Það muna enn allir eftir þýzk- rússneska vináttusamningnum, þeg- ar islenzkir kommúnistar töldu það „smekksatriði“, hvort menn væru á móti nazistum eða ekki. Það varð ekki fyrr en Rússar urðu að verja sitt eigið land, að þeir urðu „rnestu and- stæðingar“ nazismans, og sú and- staða var ekki ákveðnari en það, að þeir voru jafnvel reiðubúnir að semja sérfrið við þá, ef þeir fengju nógu stór landsvæði að launum. Slík voru heilindi þeirra. Þegar Bretar stóðu einir gegn ofureflinu, reyndu brezku kommúnistarnir að telja kjark úr þjóð sinni, því að þá voru Rússar og Þjóðverjar vinir. Þessu hefir brezka þjóðin ekki gleymt, og því eru brezku kommúnistarnir fylgislausir þar í landi. Betur að íslenzka þjóðin hefði sama skilning á eðli kommúnismans. Sögufræðingur „Verkamannsins“ heldur því fram, að innrásinni til meginlandsins hafi verið frestað í tvö ár til þess að lama Rússa. Það væri fróðlegt að vita, hvaðan hann hefir þessar upplýsingar. Veit hann ekki, að Bretar og Bandaríkjamenn sendu Rússum hergögn fyrir tug- miljarða króna? Veit hann ekki, að hundruðum brezkra skipa var sökkt, er þau voru að færa Rússum marg- víslegar birgðir? Rússneska stjórnin liefir sjálf viðurkennt þá ómetanlegu hjálp, sem Bretar og Bandaríkin veittu þeim, er þeir áttu mest í vök að verjast? Veit hann ekki, að stór- sókn Rússa úr austri og innrás banda manna úr vestri voru samræmdar hernaðaraðgerðir ,er ákveðnar höfðu verið af æðstu leiðtogum þessara þjóða löngu fyrirfram? Ef liann veit þetta ekki, ætti hann sannarlega ekki að rita um alþjóðamál. Sögufræðingurinn segir, að Ráð- stjórnarríkin hafi verið einangruð og lítils ráðandi í heiminum fyrir stríðið, „en nú eru þau annað mesta stórveldið, ef litið er á hernaðarleg- an og pólitískan styrk, en langsam- lega slyrkust á sviði jjármála og 'við- skipta.“ (Leturbr. vor). Þetta mun eiga að vera aðalrúsín- an í greininni og óræk sönnun þess, hversu tímarnir liafi breytzt. Osköp held ég rússneska stjórnin yrði sögu- fræðingi „Verkamannsins“ þakklát, ef hann gæti sannfært hana um það, að Rússar væru „langsamlega“ sterk- astir „á sviði fjármála og viðskipta.“ Það er lítt skiljanlegt, hvernig nokkrum heilvita manni getur til hug ar komið að halda fram svona fjar- stæðu. Allt framleiðslukerfi Rússa er í molum vegna styrjaldarinnar og þeirra óhemju spellvirkja, sem Þjóð- verjar unnu. Endurreisnarstarfið gengur seinna en rússneska stjórnin gerði róð fyrir, og þjóðina skortir margar brýnustu lífsnauðsynjar. Framleiðsluafköst hafa reynzt miklu minni hjá rússneskum verkamönnum én t. d. verkamönnum í Bandaríkj- unum, enda skortir þá margvíslegar hjálparvélar. Þá er þjóðin einnig stórskuldug, skuldar t. d. Bandaríkj- unum hvorki meira né minna en 11 miljarða dollara og hefir óskað eftir að fá einn miljarð dollara í viðbót- arlán. Það er vandséð, hvar sögufræðing- ur „Verkamannsins“ hefir uppgötv- að þessa „staðreynd“. Það rnunu víst fáir vera í vafa um það, hvaða þjóð er sem stendur langvoldugust á sviði fjármála og viðskipta. Rússneska stjórnin hgfir ekki dregið þetta í efa, enda hefir hún margsinnis leitað aðstoðar þessarar þjóðar. Banda- ríkin eru nú það land, sem allar þær þjóðir,.er við skort búa, hafa mænt vonaraugum til. Hinar óhernju auð- lindir þeirra og verksmiðjur eru ó- skemmdar. Framleiðsla þeirra er því meiri en nokkurrar annarrar þjóðar heimsins. Bandaríkin hafa lánað Rússum og flestum þjóðum Evrópu stórfé. Hj álparstarfsemi UNRRA var borin uppi af þeirn. Allt eru þetta eðlilegar staðreynd- ir. Rússar þurfa að vinna stórkost- legt endurreisnarstarf, og það mun taka langan tíma að koma þar öllu í sama horf og var fyrir stríð, hvað þá að þeir geti tekið forustu á sviði heimsviðskiptanna. Sögufræðingur „Verkamannsins“ heldur því fram, að auðhringar Bretlands og Banda- ríkjanna kaupi hráefni fyrir neðan sannvirði, en í Ráðstjórnarríkjunum sé það þveröfugt. Hvernig getur þess- um unga manni þá til þugar komið að halda því fram, að Ráðstjórnar- ríkin hafi betri aðstöðu til þess að keppa um heimsmarkaðinn. Hinn ungi kommúnisti bendir á það, að það liafi aukið styrk Ráð- stjórnarríkjanna, að ríkin í Austur- Evrópu séu að „byggja upp þjóðfé- lög sín á svipuðum grundvelli.“ Þetta er víst eini ljósi bletturinn í grein- inni. Rússar hafa dyggilega hagnýtt sér auðsveipni hinna kommúnistisku leppstjórna sinna í Austur-Evrópu. Þeir hafa flutt verksmiðjur i stórum stíl frá Þýzkalandi. Þeir fá kol frá Pólverjum fyrir hálfvirði. Þeir hafa náð tangarhaldi á olíulindum Rúm- eníu. Þeir flytja margsvísleg verð- 'mæti í stórum stíl á brott frá Júgó- slavíu með góðu samþykki Titos, sem segir Júgóslava aldrei geta full- borgað Rússum vináttu þeirra og að- stoð. Svona mætti lengi telja. Sögufræðingur „Verkamannsins“ lætur í upphafi greinar sinnar í ljós ótta um það, „að margir telji ýmis- legt, sem ég segi hér, pólitískan áróð- ur.“ Já, það verða víst æði margir í þeim flokki, kæri ungi konunúnisti. Það efast enginn um réltmæti þeirra orða, að tímarnir breytist, en það er jafnvíst, að íslenzku kommúnistarn- ir breytast ekkert. Sjúkleg dýrkun þeirra á „sæluríki“ kommúnista í austri er alltaf sú sama. félags ungra Sjálfstæðismanna á Akur- eyri var haldinn mánudaginn 20. janúar sl. Formaður félagsins, Indriði Þorsteins- son, gaf skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári. Hefir félagið verið í örurn vexti þenna tíma. Gjaldkeri skýrði frá fjárhag félagsins, og er hann góður. Samþykkt voru á fundinum ný lög fyrir félagið. Síðan fór fram stjómarkosning. f aðalstjórn voru kosnir: Magnús Jónsson, ritstj., formaður, Indriði Þorsteinsson, Hugi Ásgrímsson, Snorri Kristjánsson, Sigurpáll Helgason, Þorvaldur Arason, Sigurður Ringsted. I varastjórn voru kosnir:' Sverrir Svavarsson, Baldvin Tryggvason, Kristján Róhertsson. I fulltrúaráð félagsins, en í því eiga sæti 10 menn, auk stjórnar og varastjórn- ar, voru kosnir: Birgir Jóhannsson, Friðjón Karlsson, Gunnar Schram, Guðný Björnsdóttir, Halldór Jónsson, Hálfdán Guðmundsson, Hörður Sigurgeirsson, Magnús Oskarsson, Margrét Oddgeirsdóttir, Pétur Hallgrímsson. Frá því „Vörður“ hóf starfsemi sína. að nýju á síðastliðnum vetri hefir félagið stöðugt fært út kvíarn- ar. Hér á Akureyri virðist jarðveg- urinn vera góður fyrir stefnu Sjálf- stæðisflokksins meðal yngra. fólks- ins. Vöxtur og viðgangur kommún- ista seinni árin hefir opnað augu allra lýðræðissinna fyrir ógnuninni úr austri, og gert þeim ljóst að nauð- syn er að stofna til öflugra samtaka, sem veitt geti viðnám. Sjálfstæðis- flokkurinn hefir jafnan litið á komm únistaflokkinn sem höfuðandstæð- ing, enda eru stefnur þessara tveggja flokka harla ólíkar. Kommúnistar vilja ríkiseinokun í öllum greinum athafnalífsins, afnám eignarréttar- ins, og taki þeir upp stjórnarhætti Sovétríkjanna, sem beinast liggur við, nái þeir meirihluta, hefir það í för með sér afnám lýðræðisins eins og það hugtak hefir verið skilið. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefir í stórum dráttum gengið út á, að efla „FORINGJARNIR FARA ÚT AF LÍNUNNI“ í 12. tbh „Verkalýðsblaðsins“ 1934 er skýrt frá fundi pólitísku nefndar K. F. í. (Kommúnista- flokks íslands). Á fundinum virð- ist hafa komið fram megn óá- nægja með útbreiðslustarfsemi flokksins og stjórn flokksmálefna. Þar segir: „Fundurinn sló því föstu, að á- byrgðin á þessum veikleikum væri hjá flokksforustunni, þar sem hún hefir ekki verið nægilega einhuga um stefnu flokksins. Ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá fél. Brynjólfi Bjarnasyni, pólitískum leiðtoga flokksins, sem sýnt hefir sáttfýsi við tækifærisstefnuna í flokknum, og einkum þó við tæki- færissinnaðar skoðanir og villur fél. Einars Olgeirssonar, sem ekki hefir gert nein fullnægjandi skref í áttina til sjálfsgagnrýni síðan á landsfundinum.“ Rammi Sérstök skemmtinefnd var kosin, og er llalldór Kristjánsson formaður hennar. Sextíu nýir félagar gengu í „Vörð“ á þessum fundi. Ávarpaði formaður fund- armenn að lokinni stjórnarkosningu og hvatti þá til þess að halda áfram þeirri sókn, sem þegar væri hafin. efnahagslegt og andlegt frelsi ein- staklingsins. Frjálsir þegnar í frjálsu landi. Stj órnmálaþróunin á Akureyri er í samræmi við þróunina annars stað- ar á landinu. Æskulýðurinn skipar sér undir merki Sjálfstæðisflokksins, en færri og færri ganga í fylkingar konnnúnista. Á aðalfundi „Heim- dallar“, sem haldinn var fyrir skömmu gengu um 170 nýir meðlim- ir í félagið, en á síðastliðnum vetri fjölgaði félögum um 1000. Annars staðar af landinu er sömu söguna að segja. I sveitunum hafa verið stofn- um samtök ungra Sjálfstæðismanna, sem víða starfa af miklu fjöri. Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri niunu enn herða baráttuna og við næstu Alþingiskosningar tryggja flokki sínum glæsilegan meirihluta. „Vörður“, félag ungra Sjálf- stæðismanna á Ak. í örum vexti * A aðaltundi bætast við 60 nýir télagar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.