Íslendingur


Íslendingur - 29.01.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 29.01.1947, Blaðsíða 4
4 MiðVikudaginn 22. janúar 1947 ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarraaður: MAGNÚS JÓNSSON. Úlgefandi: Útgáfufélag Islendings Skrifstofa Gránufélagsgötu 4. Sími 354. Auglýaingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. Hvert stetnir? Undanfarna mánuði hefir fólki orðið tíðræddast um stjórnmálaöng- þveitið og sundrungina á Alþingi. Virðast þær kröfur verða háværari með degi hverjum, að stjórnmála- flokkarnir verði nú að leggja flokks- sjónarmiðin á hilluna og hefja sam- starf um lausn vandamálanna. Ef undanfararfdi stjórnarkreppa megnar að færa þjóðinni heim sann- inn um það, að stéttum og flokkum heri að vinna sarnan í stað þess að ala á sundrung og úlfúð hver í ann- arrar garð, þá er vel farið. Það er að sjálfsögðu fujl ástæða til þess að átelja Alþingi fyrir flokkadrætti og ábyrgðarleysi, en þjóðin verður jafn framt að gera sér ljóst, að víðar eru hættulegar meinsemdir í þjóðfélag- inu en á Alþingi. Því miður hefir þó þjóðin hingað til kunnað því illa, ef henrii hefir verið bent á þessar mein- semdir, og því eru þær sjaldan gerð- ar að umtalsefni. Hefir það þótt væn- legra til fylgis að skjalla en gagn- rýna. Islendingar láta illa að stjórn. Það er að vísu kostur að láta ekki leiða sig sem viljalausar verur, en að vissu marki er þjóðfélagsagi óum- flýjanlegur, ef auðið á að vera að mynda heilsteypt þjóðfélag. Aga- leysið hefir leitt til þess, að oft er borin takmörkuð virðing fyrir lög- um og rétti, en fullkomin virðing og hlýðni við lögleg fyrirmæli þeirra stjórnvalda, sem þjóðin hefir sjálf valið sér, er undirstaða réttarríkisins. Bæði þessi hugsunarháttur og eins hitt, að íslendingar hafa aðeins skamma hríð stjórnað-málum sínum sjálfir, orsakar það, að engar fast- ar stjórnmálavenjur hafa skapazt í landinu. Það hefir í rauninni aldrei tekizt að skapa þá festu i störf Al- þingis, að það gæti öðlast þá virð- ingu og það traust hjá þjóðinni, sem óhjákvæmilegt er að það njóti, ef vel á að fara. Oft hefir verið sagt, að þingið væri spegill þjóðarinnar. Þessi um- mæli eru alltof sönn. Það er að vísu eðlilegt, að þing lýðræðisþjóðar mót ist af þeim sjónarmiðum, sem sterk- ust ítök eiga hjá þjóðinni, en það er alls ekki æskilegt, að þingið hagi öll- um athöfnum sínum á hverjum tíma í samræmi við vanhugsaðar kröfur þjóðarinnar. ÞingiS verSur aS stjórna þjóSinni, en ekki láta þjóSina sljórna sér. Það er jafn fráleitt og börnin eigi að stjórna kennaranum. Þjóðin kýs á UbanlíaSrot FRÁ LIÐNUM DÖGUM. Nafnarnir i Fagurey Enn vex dýrtíðin. ÞAÐ cr oft kvartað yfir því, að stjórn- völdin skipti sér af ölhi í þessu landi, en þau v.erða þó sannarlega ekki sökuð ura of mikil afskipti af dýrtíðinni. Hún fær að vaxa í friði meðan stjórnmálamennirn ir sitja með sveittan skallann við að hugsa upp herbrögð til þess að fella andstæð- ingana með. En það er annars merkilegt fyrirbrigði þessi vísitala og gott dæmi um það, bversu forustumönnum þjóðarinnar liættir oft til þess að gleyma því, að enn þrjóskast all- rnargir landsmenn við að flytja til höfuð- borgarinnar, enda þótt ötullega virðist unnið að því að flytja alla landsbyggðina þangað. Hér skal ekkert um það rætt, hversu réttmætur sjálfur grundvöllur vísitölunnar er. Ilinsvegar kemur fólki úti á lands- byggðinni það æði spánskt fyrir sjónir, þegar blöð og útvarp tilkynna því, að vísi- talan hafi nú hækkað um eitt eða tvö stig vegna hækkunar á fargjöldum með strætis- vögnum í Reykjavík eða hækkunar á rafmagnsverði í Reykjavík. Launafólki úti á landi kann að vísu að þykja þetta gott, en óneitanlega er það einkennilegt fyrir bónda í Eyjafirði að þurfa að hækka kaup vinnumanns síns, vegna þess að fargjöld hverjum tíma þá menn til þingsetu, sem hún ber mest traust til. Eftir að þeir hafa verið kosnir, mælir stjórn- arskráin sjálf svo fyrir, að þeir skuli starfa samkvæmt sannfæringu sinni. Ef nægilegur stjórnmálaþroski væri ríkjandi hjá þingi og þjóð, myndi Alþingi skipa hliðstæðan sess og fiæstiréttur. Sérhver þroskaður þjóð- félagsborgari gerir sér ljóst, að virð- ing og traust á æðsta dómstóli þjóð- arinnar er undirstaða heilbrigðrar réttarvörzlu. Hlýtur ekki sérhverjum að vera ljós nauðsyn þess, að sjálf- ur löggjafinn skipi hliðstæðan virð- ingarsess? . Meginorsök stjórnmálaspillingar- innar í landi voru er sú, að aldrei hefir tekizt að skapa Alþingi þann sess hjá þjóðinni. Ef Alþingi hefði reynzt hlutverki sínu trútt, hefði stjórnmálavizka, réttsýni og fram- sýni átt að ráða þar ríkjum, þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hefðu lagt sig fram um að leysa hvert vanda mál með þjóðarfarsæld fyrir augum, en ekki flokksgengi eða stundarvin- sældir fólksins, sem oft og tíðum hef- ir ekki aðstöðu til þess að kryfja málin til mergjar. Þjóðin hefði orð- ið að skilja það, að hún hafði valið sér hina mikilhæfustu menn sína til þingsetu, svo að þeir gætu verið henni leiðarljós, en ekki viljalaust verkfæri, sem hún gæti leikið sér að. Ógæfa vor er sú, að þingið hefir ekki haft mánndóm til þess að rífa sig úr viðjum lýðskrumsins og láta sannfæringu og skynsemi ráða gerð- um sínum, og þjóðin liefir ríghald- ið í þá kenningu, að þingið ætti að láta eftir öllum dutlungum hennar og þingmenn vera hálfgerðir skó- sveinar kjósendanna. Þessar staðreyndir verður þing og þjóð að horfast í augu við. Þingið með strætisvögnum í Reykjavík hafa hækk að. Hinsvegar láta vísitölnfræðingarnir í Reykjavík sig það að sjálfsögðu engu varða, þótt rafmagnsverð stórhækki á Ak- ureyri eða annars staðar úti á landi. Þá er heldur engin hliðsjón höfð af því, að verð erlendra vara er oft liærra úti á landi en í R,eykjavík, vegna aukins tilkoslnaðar. Verðlag ríkisverzlana. í SÍÐUSTU „Þankabrotum" var á það hent, hversu óviðunandi það væri, að olíu- notendur úti á landi þyrftu að greiða mun hærra verð fyrir benzín og olíur en notend- ur í Reykjavík og Hafnarfirði. I áfram- haldi af því er rétt að benda ríkiseinkasöl- unum á, að það er hin mesta óhæfa, að vörur einkasalanna skuli ekki allar vera seldar sama verði, hvar sem er á landinu. Aðrir landsmenn eiga ekki að gjalda þess, þótt einkasölunum s é valinn staður í Reykjavík, og álagning þeirra er ekki svo lílil, að þær gætu ekki staðið undir að greiða flutningskostnað varanna af heild- arálagningunni. Iðgjöld skólanema. HAFIN er nú innheimta iðgjalda til al- mannatrygginganna. Við ákvörðun iðgjald- anna virðist liafa gleymzt að hafa hliðsjón Framh. á 7. síðu. hefir algerlega vanrækt forustuskyldu sína. Lýðskrumið hefir um of ein- kennt alla baráttu stjórnmálaflokk- anna. Enginn þorir að segja þjóð- inni rækilega til syndanna af ótta við að missa kjörfylgi. Þingmönnum finnst sjálfsagt að reyna að fram- fylgja öllum kröfum kjósenda sinna, þótt þeir séu sannfærðir um það, að þær séu óhýggilegar fyrir þjóðfélag- ið. Þingið er þá þannig raunverulega orðið viljalaust verkfæri í höndum kjósendanna. Sannfæringin verður að víkja fyrir óttanum við háttvirta kjósendur. Þetta óþolandi ástand er frumorsök þeirrar sundrungar, sem ríkjandi er nú á Alþingi, og það er full ástæða fyrir þjóðina að horfast í augu við þá staðreynd, að sjálf- stæði þjóðarinnar er stefnt í veru- lega hættu, ef áfram verður haldið á þessari braut. En það er fleira rotið en stjórn- málin. Þjóðin hefir að verulegu leyti glatað virðingunni fyrir tveim und- irstöðuatriðum efnalegrar velmegun- ar einstaklinga og þjóða: Vinnusemi og sparsemi. Peningaflóð stríðsár- anna hefir blindað þjóðina. Allir reyna að græða sem mest, en leggja sem allra minnst á sig. Þjóðin fer ráðleysislega með efni sín. Fórnar- lundina skortir. Kröfupólitíkin gref- úr sér sífellt dýpri rætur. Þjóðin verður að íhuga alvarlega, hvar hún er á vegi stödd. Þingið verður að skapa sér þann sess, sem þjóðinni er lífsnauðsyn, að það skipi. Ef þing og þjóð þora að horfast í augu við staðreyndirnar og leggjast á eitt um að uppræta meinsemdirnar í þjóðfélaginu, þá á íslenzka þjóðin glæsta framtíð. Annars er ógæfan vís. Svo sem kúnnugt er, er mikið af hrakningasögum í munnmælum manna á meðal hér á landi, frá ýms- um tímum, sumar ýktar og ógreini- legar, en sumar sannar og glöggar, sem ættfæra má og rekja til skilríkar heimildir, þótt gamlar séu og hvergi hafi verið skrásettar. Saga sú, er hér verður sögð, getur raunar eigi gömul heitið, og mundi eflaust hafa komizt í letur samtímis, ef þá hefðu verið til fréttablöð hér á landi. En hún gerist fyrir rúmlega hundrað árum, eftir að Sunnanpóst- urinn var undir lok liðinn og áður en nýrri tímarit hófust. Þá bjuggu í Akureyjum við Skarðsströnd bændur tveir, er Stefán hétu báði rog voru náskyldir, annar Björnsson, Einarssonar, bónda í Dagverðarnesi ,og Ragnheiðar Magn úsdóttur sýslumanns Ketilssonar, en hinn Eggertsson prests Jónssonar á Ballará og Guðrúnar Magnúsdóttur, systur Ragnheiðar, — bróðir síra Friðriks Eggerz, fyrrum prests í Skarðsþingum. Þeir voru þá á fer- tugsaldri, kvæntir og áttu sína syst- urina hvor, dætur móðurbróður síns, Sigmundar bónda Magnússon- ar. Hét kona Stefáns Eggertssonar Ragnheiður, en hin Kristjana. Þeir voru vaskir menn báðir, og Stefán Eggertsson þó hrauslari, manna harð fengastur og kjarkmikill. Tæp ein vika sjávar er á milli Ak- ureyja og lands á Skarðsströnd, og leggur sundin oft í frostavetrum. Það bar til á Þorláksmessu fyrir jól árið 1842, að þeir nafnar lögðu af stað úr Akureyjum til lands að Vakan á Hólum í Hjaltadal. (í tíð Gísla biskups Magnússonar og Hálfdanar skólameistara Einarsson- ar.) Halfdán kembdi í holunni, húsfreyjan var að spinna, biskupinn svaf á sænginni, sitt hefir hver að vinna. VeSurspá. Gott veður fyrst og síðast í janúar- mánuði halda sumir góðs vetrar teikn. Þurr skyldi Þorri, þeysöm Góa, votur Einmánuður, þá mun vel vora. Konur segja um karlmenn. Hægra er að finna saumnál í sátu en kanna vegu karlmanna í ásta- málum. Um konur hejir þetta veriS kveSiS. Hægra er að passa hundrað flær á hörðu skinni en píkur tvær á palli inni. Hann: Eg hefi aðeins þekkt einn mann, sem hafði vit á kvenfólki. Hún: Og hvað var um hann? Hann: Hann kvongaðist aldrei. hitta frændur og vini, og ætluðu að dveljast þar um jólin. Röst er mikil fyrir innan Akur- eyjar og hættuleg og leggur eigi nema í mestu aftökum. Með aðfalli liggur harður straumur inn sundið milli lands og eyja, inn að röstinni, eink- um þegar stórstreymt er, og hvergi nein fyrirstaða, svo sem sker eða eyjar. Ber þá oft við, að spildur leysir frá ísnum innanverðum og rekur inn röst. Þykir því óvarlegt að leggja á sundið um aðfall. En með útfalli er það hættulaust, því að þar standa sker og eyjar fyrir, svo að ís- inn getur eigi rekið út, þótt los komi á hann. En með því að dagur var stuttur og illa stóð á sjó, var komið harða-aðfall, er þeir félagar voru komnir í efstu eyna við sundið, er heitir Hrappsey. Þeir klifruðust ofan af fjörumóðunum, og var ísinn far- inn að verða landalaus af aðfallinu, en þó gátu þeir stokkið út á hann. En þar við eyna er straumurinn harð- astur. Stefán Eggertsson gekk á und- an. Er þeir voru skammt komnir, verður fyrir þeim rifa í ísnum. Varð þeim þá litið aftur til eyjarinnar, og sáu þeir, að isinn ,sem þeir voru staddir á, var kominn á flugferð inn að röstinni. Þeir sneru að vörmu spori til eyjarinnar aftur og ætluðu að hafa þar land. En þá var spöngin lónuð svo langt frá, að tvísýnt var, hvort hlaupa mætti yfir. Stefán Egg- ertsson treysti sér til þess, en nafni hans ekki, og vildi hann þá engan veginn við hann skilja. Þeir urðu því að láta fyrirberast á spönginni, og Framh. Pétur prakkari og Jón rauði ætla að fá sér í gogginn, og er Jón send- ur eftir tveim bjórum, en missir annan og brýtur hann. Jón rauði: Já, hvert í helv... . þarna fór bjórinn þinn, Pétur. Spákerlingin: Mannsefnið yðar er hár, ljóshærður og bláeygður. Stúlkan: Guði sé lof, þá er það ekki kærastinn minn, sem nú er. Faðirinn: í dag ertu kominn yfir lögaldur sakamanna, og hérna gef ég þér hegningarlögin, það er ljóm- andi falleg bók. Hún: Nei, herra minn, ég er ís- lenzk stúlka, og get engan elskað nema hann sé íslenzkur, trúr, ljós- hærður, bláeygur, vel líftryggður og með rétt til eftirlauna. Faðirinn: Hvað er að sjá þetta drengur, þú ert enn að slæpast í bæl- inu, og klukkan er langt gengin 2. Stúdentinn: Vertu góður, pabbi, ég geri það í bezta skyni. Það er ó- dýrast fyrir þig, að ég sé ekki á fót- um. yaman og aívara

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.