Íslendingur


Íslendingur - 30.04.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 30.04.1947, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGUR 5 Miðvikudagur 30. apríl 1947 Verkamenn rerða að vera á varð- bergi. - Kommúnistar ætía að reyna að efna til pólitiskra verkfalia. Allt til liaustsins 1944 voru komm- únistar ábyrgðarlausir í íslenzkum stjórnmálum. Þessi aðstaða var þeim að mörgu leyti einkar hagstæð. Þeir gátu óhræddir deilt á stjórn landsins fyrir allt, sem þeir töldu fara aflaga, því að þeir höfðu aldrei átt sæti í ríkisstjórn, og fólk vissi því ekki, hversu lítið var að marka glamur- yrði • þeirra. Byltingarstefna þeirra og ofbeldislmeigð gerði þó það að verkum, að friðsamir og lýðræðis- sinnaðir borgarar forðuðust þá. For- ingjar kommúnista skildu brátt, að einræðisstefna þeirra myndi aldrei megna að brjóta á bak aftur hina rót- grónu lýðræðisást og einstaklings- hyggju íslenzku þjóðarinnar, nema brögðum væri beitt Tóku þeir því upp nafnið „sameiningarflokkur al- þýðu — Sósíalistaflokkurinn“, og lýstu jafnframt yfir, að öll einræðis- hneigð og byltingaraðgerðir væru þeim víðs fjarri. Þessi nafnbreyting, jafnhliða þeirri barnalegu ályktun inargra, að barátta Ráðstjórnarríkj- anna við hlið vestrænu lýðræðisríkj- anna sannaði lýðræðisást kommún- ista, gerði það að verkum, að komrn- únistar fengu 10 þingmenn kjörna í kosningunum 1942. Kommúnistar hafa, hér sem annars staðar í heiminum, valið verklýðs- samtökin sem gróðurreit sinn. Þessi stétt hefir jafnan átt við misjöfn kjör að búa, og réttmætum kröfum hennar oft verið lítil sanngirni sýnd, meðan samtök hennar voru í molum. Kommúnistar hafa hins vegar lofað verkamönnum gulli og grænum skóg* um og reynt af fremsta megni að sann færa verkalýðinn um það, að þeir einir væru vinir hans, en allir aðrir sætu á svikráðum við alþýðuna. Með takmarkalausum blekkingum liefir þeim þannig tekizt að fá fjölda verkamanna til fylgis við sig og stuðnings við stefnu, sem þó miðar að stofnun þjóðskipulags, sem svipt- ir verkalýðinn öllu frelsi. Meginhluti þeirra þúsunda ís- lenzkra kjósenda, sem gaf kommún- istum atkvæði sitt 1942 og aftur 1946 treysti því, að mark væri tak- andi á glamuryrðum kommúnista um umbætur á kjörum alþýðunnar á grundvelli lýðræðis og mannrétt- inda. Kommúnistaforingjarnir voru því í miklum vanda staddir. Áttu þeir að snúa sér að ábyrgu umbótastarfi og láta baráttuna í þágu hins alþjóð- lega kommúnisma og Rússlands, móðurlands kommúnismans, víkja fyrir hagsmunum íslenzkrar alþýðu, sem sýnt hafði þeim svo óverðskuld- að traust? Það var auðvitað algert fráhvarf frá boðorðum hinna komm- únistisku kennifeðra að ganga til borgaralegs samstarfs, en kjósend- ur „sameiningarflokksins“ vildu ekki lengur láta sér orðin tóm nægja. Þeir vildu framkvæmdir loforðanna. Þeir féllu við prófið. Sj álfstæðismenn hafa alla tíð ver- ið höfuðandstæðingar kommúnista, enda lífsskoðun þeirra byggð á ,allt öðrum hugsjónum. Þeir hafa aldrei haft trú á einlægni kommúnista til lýðræðislegra umbóta. Þeir gerðu sér hinsvegar ljóst, að þjóðin yrði að reka sig á til þess að skilja hið raunverulega eðli kommúnista. Þeir buðu því kommúnistum samvinnu um framkvæmd stjórnarstefnu, sem miða skyldi að því að skapa íslenzkri alþýðu efnahagslegt öryggi á grund- velli lýðræðis og einstaklingsfrelsis. Væri nokkuð mark takandi á fjálg- legum prédikunum kommúnista um umhyggju þeirra fyrir verkalýðnum, hlutu þeir að vinna hér einlæglega að og láta öll önnur sjónarmið víkja. Því miður reyndust Sjálfstæðis- menn og aðrir andstæðingar komm- únista hér sannspáir. Umhyggjan fyrir velferð og öryggi íslenzkrar al- þýðu var aðeins á vöruin þeirra, en þjónkunin við sæluríkið í austri hjartans mál, sem allt varð að víkja fyrir.Og í því þjónustu starfi sínu svif ust kommúnistar þess jafnvel ekki að nota samtök verkalýðsins til upp- reisnaraðgerða gegn löggjafarþingi þjóðarinnar. Kommúnistar hafa því opinberað raunverulegt eðli sitt, svo að ekki verður um vilzt. Það er mikils um vert, að íslenzk alþýða skilji véla- brögð þeirra. Kommúnistar hafa ekki hikað við að beita valdaaðstöðu sinni í verklýðsfélögunum gegn hags- munum þjóðarinnar. Það var í raun- inni aldrei ætlun þeirra að fara fyrir fullt og allt úr ríkisstjórninni. Hins vegar voru þeir orðnir haldnir hinni sömu trú og Framsóknannenn forð- um, að landinu yrði ekki stjórnað án þeirra, og lýðræðisflokkarnir myndu aldrei þora að mynda stjórn án þeirra, meðan þeir hefðu völdin i verklýðshreyfingunni. Samtök ís- lenzks verkalýðs hafa aldrei verið þeim annað en áhrifaríkt tæki í valdabaráttu þeirra. Þetta verða verkamenn umfram allt að skilja, því að margt bendir til þess, að þeir hyggist nú nota þessi samtök til þess að skapa algert öngþveiti í landinu, enda þótt slíkt hlyti að valda verka- lýðnum sjálfum stórtjóni. Pólitísk verkföll. Kommúnistar voru allra flokka öt- ulastir við hækkun fjárlaganna, eink- um eftir að þeir fóru úr stjórninni. Eftir að stjórnarflokkarnir höfðu samþykkt verulegar tollahækkanir til þess að mæta hinum risavöxnu út- gjöldum, risu kommúnistar hins veg- ar upp til handa og fóta, og töldu þessar ráðstafanir stórfellda árás á alþýðu landsins. Tollahækkanir eru að sjálfeögðu vafasöm ráðstöfun og hreinasta hrossalækning á því vand- ræðaástandi, sem ríkjandi er í efna- hagsmálum þjóðarinnar, en það er harla hjákátlegt, þegar konnnúnist- ar, merkisberar fjársóunar og fyrir- hyggjuleysis, rjúka upp með ofsa, þegar ríkisstjórnin gerir ráðstafanir til þess að fá fé til þess að standast útgjöldin. Það er þegar orðið ljóst, að kommúnistar ætla að nota tollahækk- anirnar sem átyllu til pólitískra verk- falla. Bæði í Reykjavík og á Akur- eyri hafa hinar kommúnistisku stjórn ir verklýðsfélaganna tekið undir blekkingar foringjanna og hótað verkföllum. Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst, að tollamir koma fyrst og fremsl niður á þeim, sem kaupa ýms- an munaðarvarning, og að því leyti eru þeir réttlátir, því að það er vissu- lega rétt, að alþýða rnanna þolir yf- irleitt ekki meiri álögur, því að nóg er fyrir. Matvörur allar eru undan- þegnar tollahækkuninni. Þá er þess jafnframt að gœta, sem kommúnist- ar vandlega forðast að minnast á, að alla hœkkun á venjulegum nauð- synjavörum fœr fólk bcetta með hœkk aðri vísitölu, eða auknum niður- greiðslum úr ríkissjóði. Mikið i húfi. Takist kommúnistum með blekk- ingum að fá verklýðsfélögin til þess að gera pólitísk verkföll í því skyni að steypa núverandi ríkisstjórn, get- ur það haft örlagaríkar afleiðingar. Það er öllum vitanlegt, að dýrtíðin er að sliga atvinnuvegina, því að vér getum ekki lengur selt framleiðslu- vörur þjóðarinnar fyrir það verð, er framleiðendur þurfa að fá fyrir þær. Stöðvist atvinnuvegirnir, þýð- ir lítið að gera kaupkröfur. Þá er liins vegar draumur kommúnista um hrun og upplausn orðinn að veru- leika, en verkamenn og öll alþýða stendur eftir snauð og atvinnulaus. Það væri ömurlegt, ef Jiin merki- lega nýsköpun íslenzks atvinnulífs yrði kæfð í fæðingunni fyrir hand- vönnn eina. Það áfall yrði tilfinn- anlegast fyrir íslenzka alþýðu, því að aðeins með eflingu atvinnuveganna er liægt að tryggja henni sæmileg lífskjör. Kommúnistar vilja ekki, að alþýðan búi við góð kjör, því að þá vita þeir, að hún vill ekki hlusta á upplausnar- og byltingaboðskap þeirra. Yerkamenn verða því að vera vel á verði. Sarntökum þeirra hefir verið veitt mikilsverð viðurkenning af sjálfum löggjafanum, en um leið verður ábyrgð þeirra mikil. Einlægt samstarf verkamanna og atvinnurek- enda er eina leiðin að farsælli lausn dýrtíðarinnar og annarra vandamála atvinnuveganna. Allir þjóðhollir og lýðræðisunnandi verkamenn verða að sameinast gegn því, að hinum LÁRUS J. RIST: Synda eða sökkva Endurminningar. Akureyri 1947. Prentsmiðjn Rjörns Jónssonar. Á síðari árurn hafa margir hér á landi orðið til að rita og gefa út end- urminningar sínar. Hafa þær verið mjög misjafnar að gæðum, sem von er íil; skapgerðir, aðstæður og ævi- kjör eru eins mismunandi og menn- irnir eru margir. Alltaf er því eitt- hvað úýtt í hverju slíku riti, og er þá mesl undir því komið, hvernig með efnið er farið. Þessi bók, sem hér ure ræðir, er ein hin bezta á sínu sviði. Lárus J. Rist er landskunnur mað- ur, brautryðjandi á sviði skólaleik- fimi og sunds, og hann hefir aflað sér mikillar og víðtækrar þekkingar í þeim greinum bæði utanlands og innan. Lesandinn má því búast við margbreytilegu efni og að margt beri á góma í endurminningum þessum, enda bregzt Lárus ekki því trausti og hefir frá mörgu að segja. Hann elzt upp við fátækt suðvestan- Iands, fer átta ára gamall norður í Eyjafjörð, gengur í gagnfræðaskól- ann á Möðruvöllum og útskrifast það an tvítugur að aldri. Einn vetrartíma vinnur hann að klæðagerð í Noregi, en hverfur heim aftur vegna heilsu- brests. Þá fer hann að stunda sund- kénnslu. En hugurinn leitar lengra. Hann brýzt í að sigla við lítil efni til lýðháskólans í Askov og stundar þar nám í tvö ár; en honum finnst hann þurfa enn að fullkonma sig í þeim greinum, sem hann hefir fengið áhuga fyrir og telur nauðsynlegar þjóð sinni til þrifa, og nieð tvær hendur tórnar byrjar hann leikfimi- nám í Statens Gynmastik Tnstitut i Kaupmannahöfn. Bjartsýni lians og dugnaður og aðstoð góðra manna greiða svo götu hans, að 27 árá gam- all hefir hann náð fyrsta marki sínu á lífsleiðinni og er viðbúinn að hefja það þjóðþrifastarf, sem liann hefir unnið að fram að þessu. í 25 ár kennir hann leikfimi í gagnfræða- skólanmn á Ákureyri og auk þess sund á sumrin bæði þar og annars staðar. Laun hans eru þá svo lág, að hann verður að hafa ýmislegt fleira fyrir stafni, og um ára skeið er hann ráðsmaður spítalans á Akureyri. Þegar tímar líða, fer hann að langa lil að breyta. til og flytjast nær bernskustöðvunum; 56 ára gamall hverfur liann aftur til suðurlands, og sundlaugin í Hveragerði er sannorð- asta vitni verka lians síðustu 10 árin. Bókin hefir mjög mikið menning- argildi, hvar sem á hana er litið, enda ber hún það með sér, að hún er sönn og sanngjarnlega dæmt um menn og málefni, og margir kaflar liennar eru prýðilega ritaðir. Lárus hefir gott lag á að lýsa, hvernig ó- mikilvægu samtökum þeirra sé beitt í þágu pólitískra upplausnarafla, sem einungis skapa verkalýðnum ógæfu. framfærinn og hlédrægur unglingur með litlu sjálfstrausti, en heilbrigðri bjartsýni og margvísi, þroskast, þjólf- ast og verður að fullorðnum, mennt- uðum manni, sem veit, hvað hann vill, og kann að beita kröftum sínum og þekkingu. Sérstaklega virðist bók- in eiga erindi til ungra manna. Hún sýnir þeim, hvers einlægur og heil- brigður vilji er megnugur, þótt fjár- hagur sé þröngur og skilningur al- mennings takmarkaður og sljór; og hún bendir þeim á, hve nauðsynlegt er að vera bjartsýnn, stunda andlega heilbrigði og hafa nytsöm verkefni fyrir slafni. Ungir menn æltu að í- huga vel það, sem Lárus segir um leikfimi yfirleilt; hann varar þar við mörgu, sem ungum og lílt reyndum íþróttamönnum hættir við að hnjóta um og á ekkert skvlt við heilbrigða Hkamsmenntun. Lárusi hefir tekizl að gera bókina skennntilega frá upphafi til erúla. Hann er gæddur góðlátri kímni, sem hann beitir þó óvíða nema gagnvart sér, og hún ferst honuin alls staðar mjög vel. Má l. d. benda ú kaflann, þar sem hann fer alfarinn frá Akur- eyri, ríðandi á vélhjólinu, sem hann kallar Sörla: „Er út fyrir Glerána kom, ,spýtti ég í‘, eins og þeir kalla það bílstjórarnir, og fór að syngja um hið góða tungl, sem um loftið líður, þó að sjálf sólin væri i hádeg- isstað. Þá komst ég að raun um, að fararskjóti minn átti ennþá einn kost, sem ég hafði ekki talið honum - til gildis, en liann var sá, að svo hátt lét í lionum, að ég gat sungið fullum rómi án þess að verða fyrir því kval- ræði að þurfa að hlýða á minn eigin söng.“ Nafn bókarinnar er vel valið. Hún er í stóru broti, 297 bls. að lesmáli, prýdd 30 myndum, og frágangur allur af prentsmiðjunnar hendi er hinn vandaðasti. -— Hafi Lárus kæra þökk fyrir bókina, og hver sá, sem að útgáfu hennar hefir unnið! /. R. NÝ DRENGJABÓK Fyrir nokkru gaf Bókaútgáfan „Norðri“ út í íslenzkri þýðingu drengjabók, er nefndist Benni í leyni- þjónustu. Náði bók þessi miklum vin- sældum hjá unglinguin. Nú hefir ,,Nojðri“ gefið út aðra bók um ævin- lýramanninn Benna, og heiti.r hún í íslenzku þýðingunni ..Benni í frum- skógum Ameríku“. Er bók þessi full af „spennandi" ævintýrum, sem drengir munu án efa hafa gaman af. Gunnar Guðmundsson hefir þýtt bók ina, en prentuð er hún í Prentverki Odds Björnssonar. Frágangur allur er smekklegur. Herídavmnusýfttiig skóSa- barna. Sýning á handiðju, teikningum og vinnu- bókum skólabarna verður í barnaskólan- um næstk. sunnudag 4. maí frá kl. 2—8 s. d. — Athygli skal vakin á því, að þenn- an dag fer fram kaffisala í skólanum til ágóða fyrir skíðaskóla barnaskólans. Er þess vænZt, að bæjarbúar drekki þarna síðdegiskaffið, um leið og þeir skoða sýn- inguna,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.