Íslendingur


Íslendingur - 30.04.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 30.04.1947, Blaðsíða 6
6 Í8L1ND1NGÚR MiSvikudagur 30. apríl 1947 ORÐSENDINQ til bifreiðaelgend Vegna margítrekaöra fyrirspurna um það, hvort félög vor rnuni taka upp sama fyrirkomulag á bifreiöatryggingum eins og Samvinnutrygging- ar, viljum vér hér með tilkynna, að _vér munum ekki að svo stöddu gera það, meðal annars sökum þess, að vér álítum það vafasaman hagnað fyrir viðskiptavini vora, að gefa þeim von um endurgreiðslu, ef engin tjón verða, þar sem því hlyti að fylgja kvöð um greiðslu á aukaiðgjaldi, ef halli verður á tryggingum, eins og Samvinnutryggingar hafa áskilið sér skv. auglýsingu í Lögbirtingablaðinu, þ. 26. september 1946, þar stendur ,,Verði um að ræða meiri halla á rekstrinum en svo, að hann verði bættu.r úr varasjóðum, skal leggja auka- iðgjald á tryggingartaka stöfnunarinnar, þó eigi hærri en svo, að nemi árlega helmingi hins árlega iðgjalds, sem tiltekið er í vátryggingarskírteinunum.“ Eins og mönnum er kunnugt hafa félög vor ekki innheimt slík auka- iðgjöld, enda þótt halli liafi verið á tryggingunum. Þess skal ennfremur getið, að Samvinnutryggingar eru aðilar að iðgjaldahækkun þeirri, sem ákveðin var frá og með 14. apríl 1947. * N Almennar Tryggingar h.f. Sjóvátryggingaíélag íslands h.f. 1 I I Frá kvenfélaginu Hlff. Akureyri. Háttvirtu bæjarbúar! Kvenfélagið Hlíf þakkar yður á- gætan stuðning við fjáröflunina á sumardaginn fyrsta, með því að þér sóttuð vel þá staði, er félagið hafði sér til tekna — kaffisöluna, bazar- inn og kvöldskemmtunina, sem og góðar undirtektir við merkjasöluna. Margur lagði fram ríflegan skerf, og kunnum vér yður öllum þakkir fyrír. Sérstaklega vill „Hlíf“ þakka Klæða- gerðinni Amaro h.f., sem gaf kr. 10.000.00 í sumardagheimilissjóð fé- lagsins, og ennfremur hr. prentmeist- ara Sigurði O. Björnssyni hans miklu höfðingslund og skilning á starfsemi félagsins, þar sem hann (og einnig faðir hans heitinn) hafa frá því fyrsta ætíð gefið Hlífarfélaginu helm- ing alls prentkostnaðar við auglýs- ingar, og eru þær orðnar margar öll árin. í þetta sinn gaf hann allan kostn aðinn. Sömuleiðis þakkar félagið hr. Erik Kondrup hótelstjóra örlæti hans og velvild, er hann lánaði Hótel Norðurland frá kl, 10—19, með hljómsveit í tvo tíma, ásamt öllum á- höldum, endurgjaldslaust. Einnig lék hljómsveitin í sínum tíma án nokk- urrar þóknunar, og vill ,.Hlíf“ hér með færa hinum erlendu listamönn- um kærar þakkir. „Hlíf“ þakkar og öllum þeirn, sem komu fram á kvöld- skemmtunum félagsins í Samkomu- húsi bæjarins og skemmtu þar með söng. undirleik, upplestri og listræn- um harmónikuleik, allt án endur- gjalds. Fjársöfnun barnadagsins að þessu sinni nam kr. 11.942.11, og er það meiri fjársjóður en Kvenfélagið Hlíf hefir áður séð á einum degi. Sumardagheimilissjóðui' Hlífar er nú að upphæð kr. 73.700.00. Heill yður, Akureyringar, í nútíð og framtíð! F. h. Kvenfélagsins Hlíf Nefndir barnadagsins. E■ NÝJA BÍÓ Næsta mynd: KLUKKAN (THE CLOCK) Skemmtileg og hrífandi amerísk kvikmynd tekin af Metro Goldwin' Mayer. Aðalhlutverk leika: JUDY GARLAND ROBERT WALKER KEENAN WYNN JAMES GLAESON Atvinna Reglusamur og laghentur mað- !ur getur fengið ársatvinnu á. > smurningsstöð vorri. B. S. A.-verkstæði h.f.j Kr. Kristjánsson. LÉREFTSTUSKUR I NÝr VÖrubíil Kaupum við hœsta verði. Prentsmiðja Bjömg JónMonar h. f. Fordson, fjögurra tonna,\ með vökvasturtum, er tilj! sölu fyrir sanngjarnt verð. . Upplýsingar á lögreglu- varðstofunn-i. Utför móður minnar, Ólafar Sigurjónsdóttur, sem andaðist að heimili mínu Oddeyrargötu 13 hinn 25. apríl síðastl., fer fram frá Akureyrarkirkj u föstudaginn 2. maí næstk. og hefst kl. 1 e. h. Elín Einarsdóttir. Mínar innilegustu og béztu þakkir lil allra, sem veittu mér hjálp og aðstoð í veikindum og við jarðarför móður minnar, Sigþrúðar Pétursdóffur, Bjarkastíg 6, Akureyri. Solveig Jónsdóttir. Jarðarför föður okkar og lengdaföður. Aðalsteins Einarssonar, sem andaðist á heimili okkar, Hafnarstræti 37, 24. apríl síðastliðinn, er ákveðin mánudaginn 5. maí kl. 2 e. h. frá Glæsibæjarkirkju. Einar Aðalsteinsson. Sigríður Björnsdóttir. Skráning atvinrsuiausra fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni dagana 5. -7. maí næstk. kl. 2-6 síðdegis. Til skráningar mæti allt verkafólk og iðnverkafólk, sem ekki hefir fasta atvinnu og gefi upp atvinnu sína þrjá sl. mánuði, og annað það, sem krafist er við venjulega atvinnu- leysisskráningu. Akureyri, 29. apríl 1947. BÆJARSTJÓRI. AÐALFII F/ug'téfag's Is/ands h.f. verður haldinn í Oddfellowhúsinu (uppi) í Reykjavík, föstudaginn 30. maí 1947, kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Afhending aðgöngumiða og atkvæðamiða fer fram á skrifstofu félagsins, í Lækjargötu 4, Reykjavík, dagana 28. og 29. maí n. k. STJÓRNIN. Ibúö vantar mig til leigu sem fyrst. Fyrirframgreiðsla eftir samkomulcigi. Tilboð óskast send í pósthólf 74. ÞORLEÍFUR THORLACfUS, Ráðhústorg 3. I - Auglýsið í „íslendingi11 - CBKBW-SBKB£-fiB?fi8?-fi8KH2fiBKBKBKBKBKBKBKBKBKBJfiBKtfiB2fiB3~# WftWWBKH;

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.