Íslendingur


Íslendingur - 07.05.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 07.05.1947, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR MiðVikudaginn 7. maí 1947 iÞanlía6rot FRA LIÐNUM DOGUM. Eyðing Guðrúnarsíaða ISLENDINGUR Ritatjórí og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON: Útgefandi: Útgáfufélag íslendings Skrífatofa Gránufélagsgötu 4. Sími 354. Auglýsinger og afgreiðsla: Svanberg Einarsson, Póttkólf 11«. PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H'F Upplausn eða þegnhollusta. EldhúsumræSurnar hafa hreinsaS loftiS. Ríkisstjórnin hefir hreinskiln- islega skýrt þjóðirtni frá ástandi og horfum í þjóðarbúskap íslendinga og heitið á þjóðina um samstarf um þau erfiðu viðfangsefni, sem nú bíða úrlausnar. Það er svo að verulegu leyti komið undir þegnskap hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins, hvort hér ríkir á næstunni blómlegt atvinnulíf og velmegun eða upplausn og fjár- málaöngþveiti. Það mun nú enginn vera lengur í vafa um það, að nýsköpun atvinnu- vega þjóðarinnar og kaup hinna nýju og fullkomnu atvinnutækja er sú undirstaða, sem efnahagslegt sjálf stæði þjóðarinnar hlýtur að miklu leyti að byggjast á í framtíðinni. Með þeim tryggjum vér framleiðslu- stéttum þjóðarinnar jöfn starfsskil- yrði við hliðstæðar stéttir annarra þjóða. Hvað þetta snertir verðum vér því fullkomlega samkeppnisfærir við aðrar þjóðir. Það er svo aftur þjóðarinnar sjálfrar að tryggja hin- um nýju framleiðslutækjum þau starfsskilyríi, að vár getum orðið samkeppnlsfærir við aðrar þjóðir. hvað verðlag snertir. Nú er svo komið, »ð hinar miklu inneignir þjóðarinnar erlendis eru að mestu eyddar. Þótt þar hafi ó- naitanlega verið farið nokkuð geyst í sakirnar, hlýtur þó öllum að hafa métt vera það ljóet, að ekki er bæði hægt að eiga hinn erlenda gjaldeyri og kaupa fyrir hann ný framleiðslu- tæki, eins og Ólafur Thors benti á í útvarpsræðu sinni. Nú verður það hlutverk hinna nýju framleiðslu- tækja að skapa nýjan gjaldeyri. Það er því að þessu leyti engin ástæða íil svartsýni um efnahagelega afkomu þjóðarinnar í framtíðinni — ef þjóð- in nú skilur sinn vitjunartíma. Það var vitanlegt, að margvíslegir efnahagslegir örðugleikar myndu fylgja í kjölfar styrjaldarinnar. Sam- keppni er nú að hefjast á ný um markaðina, og vér íslendingar verð- um þar að sjálfsögðu að beygja oss fyrir sömu lögmálum og aðrar þjóðir. Vér verðum því að vera við því búnir að standast þá samkeppni, Undir því er öll efnahagsleg afkoma þjóðarinnar komin. Hins vegar neyðumst vér nú til þess að horfast í augu við-þá geigvœnlegu staðre-ynd, að framleiðslukostnaður íslenzkta afurða er orðinn svo stórkostlegur, að flestar, e) ekki allar, aðrar þjóðir Sumarið komið. OG NÚ er loksins blessað sunjarið kom- ið, og er það orðið langþráð hér Norðan- lands eftir hina miklu snjóa. Undanfarna daga hefir verið sólskin og blíðviðri, þótt ’.eruleg sumarhlýja sé ekki enn komin í loftið. Snjórinn er nú óðum að þiðna, og jörðin og fólkið farið að fá á sig vorblæ. Gróðarilm er tekið að leggja upp úr jörð- inni, og ungu stúlkurnar okkar eru farnar að klæðast ljósum búningi og sumar- „drögtum". Og lóan er „komin að kveða burt snjóinn". Vorgróandinn er að byrja, og vorið hefir lífgandi áhrif á fólkið. Von- andi verður móðir náttúra gjöful við ís- lenzku þjóðina á þessu sumri. Garðarnir. AKUREYRI hefir löngum þótt sumar- fagur bœr, og valda þar miklu hinir fall- i egu garðar, sem víða eru við hús — þótt Listigarðurinn beri þar að sjálfsögðu af. Nú er garðvinnan að hefjast og mikils um vert, að rétt sé hlúð að hinum veikbyggða nýgræðingi, er hann fer að gægjast upp. í Reykjavík eru sérstakir garðyrkjumenn t þjónustu bæjarins. Er það til mikils hæg- lí-.ðia fyrir garðeigendur að geta leitað til séjfróðra manna í garðrækt. Virðist full ásíæða til þess fyrir Akureyrarbæ að ráða garðyrkjumann til starfa í bænurn. Ætti hann að hafa nóg verkefni, og myndu haja aðslöðu til þess að bjóða vörur sínar fyrir lœgra verð á heimsmark- aðinum. Það er því augljóst mál, að róttæk- mn aSgerðtun í dýrtíðarmálunum verður ekki lengur slegið á frest. ÞaS er óumflýjanlegt að lækka fram- leiðslukostnaðinn, ef framleiðslan á ekki að etöðvast, því að til lengdar verða framleiðslutækin ekki rekin með halla. Það er tilgangslaust að blekkja sjálfan sig með því, að hægt sé að halda lengur áfram á sömu braut og leyfa dýrtíð og verðbólgu enn að magnast i þeirri barnalegu trú, að allt kunni þetta að fara vel, og aðvörunarorð ríkisstjórnarinnar séu aðeins barlómur og hrakspár. Þótt fyllsta bjartsýrii sé látin ráða og gert ráð fyrir að framleiðsluvörur þjóðarinnar í ár seljist fyrir fram- leiðslukostnaðarverð, ættu það að vera j’afn augljós sannindi. að dýr- tíðin er sú meinsemd, sem hlýtur að valda stöðvim atvinnuveganna innan skamms, ef ekki er að gert, og á eng- an hátt viturlegt að fresta öllum að- gerðum þar til í óefni er komið. Það virðast öll líkindi til þess, að dýrtíðin verði sú Herkúlesarþraut sem þjóðinni reynist erfiðast að leysa, enda hafa allar tilraunir í þá átt hingað til reynzt árangurslausar, En þessi þraut verður óneitanlega prófsteinninn á getu íslendinga íil þess að lifa sern sjálfstæð þjóð í landi sínu. Bresti þjóðina gæfu iil þess að sýna þá þegnlund og fórn- fýsi, sem nauðsynleg kann að verða til úrlausnar þessu vandamáli, og neyðist þjóðin af þeim sökum að leita ásjár annarra þjóða um fjár- hagslega aðstoð, er sjálfstæði þjóð- arinnar hætt. Þjóðin hefir hér vítin garðeigendnr vafalaust fúsir fúsir til þess að greiða fyrir aðstoð lians, því að ýms garðstörf eru það sem helzt Jjgrf fagmann til. Ættu bæjaryfirvöldin að taka þetta til athugunar. Göturnar. OG NÚ er snjórinn ekki lengur til þess að hylja holurnar á götunum. Eru þær víða í svo þágbornu ástandi, að naumast verði fengi slegið á frest að gera eitthvað við þær. Miklu fé var á fjárhagsáætlun þessa árs varið tif gatnagerðar og við- gerða. Má vonandi vænta þess, að sem fyrst verði hafizt handa um umbætur á götum bæjarins. Er ekki sízt ástæða til að ráðast þegar í einhverjar framkvæmdir á þessu sviði, ef það er rétt, að enn séu hér margir atvinnulausir í bænum. Ifins- vegar Iná gera ráð fyrir því, að fuff þörf verði á meginhluta vinnuafls til fram- leiðslustarfa á sjó og landi I sumar, og ætti þann tíma að draga verulega úr gatna- gerð og annarri sfíkri vinnu. Óglœsileg sjón. ÞAÐ ER víst engin iiætta á því,- að neinn falli í stafi af aðdáun, er hann sér hafnarmannvirkin hér á Akureyri. Það er að minnsla kosti víst, að allt aðrar til- finnirigar vakna nú, er maður kemur nið- Framh. á 7. síðu. að várast frá hörmiingartímum fyrir- slríðsáranna. Nú reynir á þroska þjóðarinnar og manndóm, því að það er ekki nóg, þótt ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á þingi finni einhver ráð til úrlausnar. ef þjóðin sjálf er þeirn andvíg. Takist hins vegar að tryggja efnahagslega afkomu atvinnuveg- anna, er vissulega bjart framundan. íslenzk alþýða á hér mest í húfi. Nýsköpun atvinnuveganna átti fyrst og fremst að tryggja efnahagslega af- komu hennar og koma í veg fyrir at- vinnuleysi. Nú reyna einmitt upp- lausnavöfl kommúnista að fá samtök verkalýðsins til þess að stuðla að al- gerri þjóðfélagslegri upplausn og þannig grafa sér sína eigin gröf. Nú reyna kommúnistar að egna til póli- tískra verkfalla og skapa þannig það hrun, er þá ætið hefir dreymt um og verið boSskapur postula þeina.Kaup verkamanna er sízt of hátt, en það er öllum vitanlegt, að framleiðslan þol- ir ekki hærra kaupgjald, og slöðvist liún, blasir ekki armað við verka- mönnum en atvinnuleysi.Ef það væru hagsmunir alþýðunnar, sem réðu gerðum kommúnistaforingjanna, ættu þeir fremur að beita sér fyrir samvinnu stéttanna um lausn dýrtíð- armálsins til þess að tryggja þannig atvinnuöryg’gi verkalýðsins. En það eru fyrst og fremst hin kommúnist- isku upplausnarsjónarmið, sem ráða gerðum kommúnistanna. 011 þjóðholl öfl verða einhuga að styðja sérhverja viöleitni ríkisstjórn- arinnar til lækningar á þessari mein- semd. Það er svo aftur hennar skylda að sjá um, að kvaÖir verði lagöar á borgarana í réttu hlutfalli við getu þeirra. Þannig hagaði Guðs mildiríka for- sjón því til, að engin mannegkja tap- aði lífinu í þvílíku yfirdynjandi dauð ans fári, svo jafnvel þótt ekkert væri sjáanlegra í fyrstujeVi gjörvallar eign ir fólksins óg lífuppeldismeðul væru í skriöunni misstar og undir ofur- dyngju þessa grúalega jarðfalls ó- frelsanlega urðaðar, yfirgnæfði þó gleði sú alla tilhugsun ókominna nauða', að allir ástvinir fundust þar lífs og heilir á hófi, sem þótti, eins og það var, dásamlegt merki almætt- is og gæzlufullrar tilhlulunar skapar- ans, að allir héldu því eignabezta og dýrmætasta, lífinu og limanna heil- brigði. Og — ekki einungis manneskjanna líf, heldur og velflestra, ef ekki allra lifandi skepna, sem þessu heimili íil- heyrðu, — þeirra líf geymdist ó- skaddað, mitt í þessum skriÖufalls- ins skelfingum, sem þó hótuðu öllum í fyrstu bráðum hana og óumflýjan- legasta fjörtjóni. Því búsmali, sem vanur var annars þrávallt að ganga á beit: í liögum þeim, sem skriðufallið ruddist yfir, liafði sjálfkrafa, áður það féll, lagt Lurt í aðra staði, þar engin gangandi skepna hefði með fótafinileika getaö forðað lífi sínu undan skriðunnar liörðu rás, sízt þær, sem efstai' verið hefðu og næst- ar fjallsrótunum. Undir eins og þes3Í stórskaðatil- hurður sást frá næstu bæjum, eink- um þeim gagnvarl hinum rnegin ár- innar standa, sem glöggvast átti íil að sjá, flykktist þangað múgur manns, þar allra hjörtu skárust mest af ótta og kvíða fyrir því, aö þetta blöskrunarlega skriðufall hefði svelgt og sálgað manneskjunum. Meðal þeirra aðkomnu var preeturinn séra Magnús Jónsson í Saurbæ og Mr. Frúin: ..Manstu eftir því, Edvard, að við þessa myndastyttu beiðzt þú ávallt eftir mér þegar við vorum trú- lofuð?“ Herrann: ,.Jú, ég lield nú það. En sérðu ekki, að þarna stendur nú annar heimskingi og bíður.“ * A: „Eg heyri sagt, að þú ætlir að skilja við konuna þína.“ B: „Já, það er það eina, sem við höfum verið sammála urn nú í lang- an tíma.“ '# Hún: „Maðurinn, sem ég giftist, verður að vera hetja.“ Hann: „Já, það þarf hann sannar- lega að vera.“ * Presturinn: „Það var skammar- legt, hvað Árni hraut hátt í kirkj- unni í dag.“ Bjttrni: „Víst var það skammar- legt, enda kvörtuðu margir um, að hann hefði vakið sig.“ Páll Jónsson á Vatnsenda, sem rétt um sama skeið og skriðan féll, reistu þar gagnvart til kaupstaðarins. l’L-lta húsvillta og sérhverju nema lífinu einu. eftir öllum þá sjáanleg- uin líkindum alsnauða fólk, var flutt til næsta bæjar þar á móts við, Mel- geröis, og veittu þau æruhjón Ólafur Björnsson og Guðríður Ólafsdóttir, því kærleiksfulla viðtöku. Fregnin um þetta stórkostlega skaðatilfelli fyllti nú allra hjörtu heitustu méSlíðunar tilfinningu, sVo hver þóttist sá góðu bættur, sem nokkra aðstoð gat sýnt og í té látið þessum nauðþrengdu manneskjum og af þeim aðkomnu kepptist rétt hver um annan fram að fá nokkra af Jjeim í hús sín til að svala sínu af meðaumkun tendraða hjarta með nokkrum góðgerSum við þá. Náttúrlegt einkenni sannkallaðrar mannelsku er, nær hjnrtað brennur af meðlíðun yfir bræðra mannraun- urn. Meðlíðunin vekur þreyjandi löngun til að létta undir þeirra böls byrði, og löngun sú vottar sig í við- leitnisfullum atburðum með ráð og dáð að koma þeim íil aðstoðar. Allt- eins sýndu þau ráðvöndu og valin- kunnu hjón, Stefán og kona hans, í öllum þessum svo voveiflegu og stór- hættulegu atburðum, þar sem sagt er, ekkert var í fyrstu líklegra en að þau gersamlega svift myndu öllum eign- um og lífsbjargarefnum fyrir sig og sín mörgu börn, þau sýndu, segi ég, kristilega og hrósverða hugprýði, sem vottaði sig með öllu ánægða og rólega yfir þessum þeirra líkamlegu gagni svo mótföllnu forsjónarinnar ráðstöfunum, sem þau trúðu og við- urkenndu hafa mundi hulinn tilgang beztu afdrifa að lokunum. Var svo Framh. á 7. síðu. Faðirinn: „Steini hangir hér á hverju kvöldi aðgerðarlaus fram á nótt. Klara, hvað segir móðir þín eiginlega um það?“ Dóttirin: „Hún segir, að háttalag piltanna sé nákvæmlega það sama nú og þegar hún var ung.“ # Hreppstjórinn: „Eg hefi heyrt, að Gunnar í Dal hafi stolið frá þér svartri gimbur í haust. Ætlarðu ekki að kæra hann?“ Jóhann gqjnli: „Jú, það hefi ég hugsað mér, en ekki fyrr en skjátan er orðin veturgömiil.“ # Húsfreyja (við beiiningamann): „Þér eruð víst steinblindur, vesa- lingur.“ Beiningamaðurinn: „Fyrirgefið, frú. Það er bróðir minh, Sem er blindur, en ég er heyrnarlaus og mál- laus.“ yaman og aivara.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.