Íslendingur


Íslendingur - 07.05.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 07.05.1947, Blaðsíða 6
ISL&NDINGUR Miðvikudaginn 7. maí 1947 Miklar hrakfarir kommunista i eld- hftsumræOniram. Ríkisstidrnin einhnga um ú tryggja efnahags- legt öryggi þióðarinnar á grundvelii nýsköp- unarstefnunnar. Það mun flestra dómur, a'S aldrei hafi srjórnarandstaða fengið jafn herfilegd útreið og kommúnistar í eldhús- umræðunum um daginn. Sóknin á hendur ríkisstjórn- inni snéríst þegar í byrjun í vörn, og seinna kvöldið brast alger flótti á lið þeirra. Einhugur og rökstuddur og hrein- skilinn málflutningur einkenndi ræður róðherranna, og sýnilega hefir ríkisstjórnin einlægan vilja á áð leysa vandamólin, hver sem árangurinn verður. Málílutningur aðalleiðtoga komm- ista, Brynjólfs Bjarnasonar, var meS slíkum endemum, að þess munu eng- in dæmi, að slíkur ósómi hafi verið á borð borinn fyrir þjóðina, og á hún þó ýmsu að venjast frá kommúnist- unum. Bar ræðan þess glögg merki, hversu kommúnistar fkma sig standa höllum fæti eftir svik sín við nýsköp- unina hagsmuni verkamanna. Var ræSan öíl hið sóSalegasta nið um forsætisráðherra, og hefði verið full ástæða til þess fyrir forseta þingsins að víta harðlega ummæli þingmanns- ins. „Verkamaðurinn" og „Þjóðvilj- inn" eru mjög ánægSir með umræSur þessar. Má segja, að lítilþægir gerist nú þeir kommúnistar, ef þeir telja þessar hrakfarir sigur. „VerkamaS- urinn" undrast þaS, aS ráSherrarnir skyldu hafa vítt Brynjólf félaga fyrir níS hans um forsætisráSherra. ÞaS er von, aS þeir undrist, því aS slík heilindi og drengskap í sarnstarfi hafa þeir lítt tamiS sér. Til yfirlits skal lítillega drepið á helztu atriði umræðnanna. Fjárhagur ríkisins góður. Fjá'rmálaráðherra flutti langa og greinargóða yfirlitsræðu um fjárhag ríkisins. Leiðir bráSabirgSayfirlit um tekjur og gjöld ríkisins sl. ár í ljós, aS afkoma ríkissjóSs þaS ár hefir veriS góS. Tekjur voru áætlaSar rúmar 122 milj. kr. en urSu rúmar 197 milj. kr. og hafa því fariS um 75 milj. kr. fram úr áætlun. Skattar og tollar fóru 45 milj. kr. fram úr áætlun, þar af áfengisverzlunin rúmar 16 milj. kr. Gjöld voru áætluS rúmar 127 milj. kr. en urSu tæpar 158 milj. kr. og hafa því fariS um 30.5 milj. kr. fram úr áætlun. Þar viS bætast svo rúmar 15 milj. kr. vegna ýmissa heimildar- laga. Tekjuafgangur hefir því orðið rúmar 24,4 milj. kr. Skuldir ríkisins hafa hækkaS á ár- inu um rúmar 9 milj. kr. en áætla má, aS eignir ríkisins séu um 25 milj. kr. meiri en um næstliðin áramót. Til marzloka í ár hafa tekjur orS- iS rúmar 30 milj. kr. en gjöld rúmar 20 milj. kr. Fjármálaráðherra vakti sérstaka athygli á þeirri staSreynd, aS sl. ár eru tekju- og eignaskattur, stríSs- gróðaskattur, aðflutningsgjöld og hagnaSur áfengis- og tóbakseinka- sölu um 88% af heildartekj um ríkis- sjóðs. „Þetta er mjög athyglisvert, því aS'einmitt þessir tekjustofnar eru sérstaklega háSir afkomu atvinnu- veganna og greiSslugetu almennings. Gjaldeyrismálin. Uppíýst var, að erlendur gjaldeyr- ir þjíSðarinnar-væri aS mestu þrotinn, nema þaS, sem enn stendur inni á nýbyggingarreikningi. Hins vegar liefir safnazt fyrir í landinu mikið magn óseldra sjávarafurða, vegna tregðu á viðskiptasamningum, svo að þar er um allmikla gjaldeyriseign aS ræða, þótt eigi horfi vænlega um nægilega hagstæða sölu. Mermtamálaraðherra, Eysteinn Jónsson, gaf þær eftirtektarverSu upplýsingar, aS öll stríSsárin hefðu íslendingar eytt andvirði allra út- flutningsverSmæta. sinna til kaupa á erlendum varningi, og allar hinar er- lendu innstæSur stöfuSu af viðskipt- um við setuliSin í landinu. VerSur því skiljanlegri hin mikla skerSing á gjaldeyriseign landsmanna síSan þessar tekjur hurfu, og margvíslegar framkvæmdir í landinu hafa haft í för meS sér mikinn innflutning, t. d. hinar miklu byggingar, fram yfir þaS, sem beint færist á nýbyggingar- reikning. Þá hafa allt aS 100 milj. kr. fariS til greiSslu á erl. skuldum landsmanna, enda eru erlendar ríkis- skuldir nú ekki nema rúmar 5 milj. kr. Horfir því engan veginn óvæn- lega, ef nægilega skjót lausn fæst á dýrtíðarmálunum og ýmsum öSrum vandamálum innanlands. Áki og útskipunarmaðurinn FullyrSa mg, aS ræSur utanríkis- ráðherra hafi vakið mesta athygli, einkum rökstuddar upplýsingar hans um það, hversu allt gaspur kommún- ista um örugga sölu allra íslenzkra afurSa til Rússlands væri úr lausu lofti gripiS og hið undraverSa frum- hlaup Áka Jakobssonar, er hann hélt sig vera aS gera víStækan viSskipta- samning viS Rússa, en þegar til kom^ var viSsemjandi hans fiskútskipun- areftirlitsmaSur. Þessum manni af- henti svo Áki trúnaðarupplýsingar frá íslenzkum útvessmönnum. Utanríkisráðherra skýrði frá því, aS torvelt reyndist að fá það verS, sem íslendingar þyrftu aS fá fyrir afurðir sínar, en þó væri cngin á- stæða til þess að örvænta. Þess mætti geta, aS verShugmyndir Rússa væru ekki í samræmi viS frásagnir komm- únista hér heima. Svo vesæl voru árásareíni komm- únista á stjórnina fyrir viSskiptasamn inga hennar, aS þeir báru fram þá hlægilegu fullyrðingu, að stjórnin vildi ekki selja vörurnar, þar sem bezt verð fengist fy-rir þær, því að hún vildi kreppu. Það er víst alger nýlunda, ef ríkisstjórn óskar eftir kreppu. Tollarnir. Tollahækkanirnar áttu að vera að- alvophið gegn ríkisstjórninni, en einnig það vopn' snerist í höndum kommúnista. Sýndi fjármálaráð- herra fram á það meS skýrum rök- um, aS verShækkun á nauðsynjavör- um almennings kemur fram í hækk- aðri vísitölu, og verSa það því fyrst og fremst peningamennirnir, sem mest nota af alls konar munaSarvör- um, er verSa aS greiSa iollana. Bar- átla kommúnista gegn tollunum er því fyrst og fremst í þágu hinna efn- aðri þjóðfélagsborgara. Væri rétt fyrir verkamenn að hafa þetta í huga, er kommúnistar reyna aS æsa þá til pólitískra verkfalla. Dýr en dýrmæt reynsla. Það kom skýrt í ljós í þessum um- ræðum, hversu réttmæt sú stefna var aS taka kommúnista í ríkisstjórn haustið 1944, svo að alþýðu lands- ins, sem um of hafði látið glepjast af fagurgala þeirra, gæti fengiS á- þreifanlega sönnun um getuleysi þeirra og viljaleysi til ábyrgra stjórnarathafna. Afglöp þeirra vitna nú hvarvetna gegn þeim. Þeir tala um svik fyrri samstarfsflokká sinna við nýsköpunina, en svikust sjálfir unJan merkjum, vegna ímyndáðra hagsmuna erlends ríkis, sem þeir íil- biðja. Þeir saka aSra um hrunstefnu, en ætla sjálfir aS stuðla að fjárhags- hruni meS ábyrgðarlausum verkföll- um og kaupkröfum og þannig leiSa ógæfu yfir íslenzka alþýSu. Þeir saka stjórnina um þjónkun viS hags- muni hinna ríku, en ætla sjálfir að beita valdaaðstöSu sinni í samtökum verkalýSsins gégn tollaálögum, sem fyrát og fremst koma niSur á auð- mönnum. Þeir tala fjálglega um um- hyggju sína fyrir útvegsmönnum og sjómönnum, en hafa með dæmalausri fjársóun fyrrverandi atvinnumálaráð herra við byggingu síldarverksmiðj - anna lagt þungan bagga á herðar öll- um síldarútvegsmönnum og sjómönn- um, er þá veiði stunda. 011 þeirra fortíð og nútíð, bæði í ríkisstjórn og heillavænlega boSskap þeirra. Far- sæld þjóðarinnar í framtíðinni get- ur verið undir því komin, aS ís- lenzk alþýSa láti blekkingar þeirra eigi glepja sér sýn. Orðsending til bifreiðaeigenda Að gefnu tilefni viljum vér hér með taka fram: Ástæður fyrir því, að vér sjáum oss fært að taka upp þá nýbrey.tni í bifreiðatryggingum, að lækka iðgjöld á þeim bifreiðum, er sjaldan valda tjóni, eru meðal annars: Odýr og hagkvæmur rekstur. Framúrskarandi hagkvæmir endurtryggingarskilmálar. Að hagnaður, sem kann að verða af tryggingarstarfseminni, verður notaður til þess að lækka iðgjöldin, en ekki til þess að greiða háan arð til hluthafa, svo sem tíðkast í tryggingarhlutafélögum. Samvinnutryggingarnar gerðu endurtryggingarsamning við sænsku samvinnutrygg- ingarfélögin, og eru þessir samningar sérstaklega hagkvæmir, enda byggjast þeir ekki á gróðavon endurtryggjenda, heldur samhjálp fyrir góðu málefni. Samningarnir eru gerðir til margra ára og tryggja afkomu Samvinnutrygginga eins vel og hægt er. Það má geta þess, að hin sænsku samvinnutryggingarfélög greiða sænskum bifreiðaeigendum allt að 50% afslátt af iðgjaldi fyrír þær bifreiðar, sem ekki hafa orðið fyrir tjóni í 4 ár. Samband ísl. samvinnufélaga hefur tryggt afkomu Samvinnutrygginga með 500.000 kr. framlagi í tryggingarsjóð. Hafi orðið tap á bifreiðatryggingum hjá þeim félögum, sem rekið hafa þá starfsemi hér á landi, hefir slíkt tap orsakað iðgjaldahækkun, samanber hækkun þá, er Almennar Tryggingar h.f. og Sjóvátryggingarfélag Islands auglýstu fyrir nokkrum dögum. Umferðamálin hér á landi eru mjög aðkallandi vandamál. — Daglega koma fyrir um- ferðaslys og ekki ósjaldan berast fregnir um dauðaslys á mönnum. Þegar Samvinnutrygg- ingar tóku upp hið nýja fyrirkomulag um iðgjaldaafslátt, vildu þær stuðla að auknu ö'r- yggi í umferðamálum. Fyrirkomulag þetta er mjög algengt erlendis og gefst alls staðar vel. Er ekki sanngjarnt, að eigendur þeirra bifreiða, er sjaldan valda tjóni, fái ó d ý r a r i tryggingu? SAMVINNUTRYGGINGAR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.