Íslendingur


Íslendingur - 07.05.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 07.05.1947, Blaðsíða 8
Efst á bougi: Sívaxandi andúð verkamanna gegn upplausnartilraunum kommúnista, MiSvikudaeinn 7. maí 1947 /. 0. 0. F MessaS verður kl. 5 á Aknrcyri n. k. sunnudag. Séra FriSrik Friðriksson, dr. theol. prédikar. GuSsþjónuslur í Grundarþingapreslakalli Grund, hvítasunnudag kl. 1 (ferming). — Munkaþverá, annan hvítasunnudag kl. 1 (ferming). — Kaupangi, sunnud. 1. júní kl. 2 e. h.. — Hólum, sunnud. 8. júní kl. 1 e. h. — Saurbæ, sama dag kl. 3 e. h. — Fermingarbörn eru beðin -að koma til spurninga 14. maí. Séra Pétur Sigurgeirsson hefir beðið blaðið að geta þess, að hann sé til viðtals að Hótel Goðafoss kl. 6—7 virka dag'a. Kvenfélagið FramtíSin heldur fund í Samkomuhúsinu (bœjarstjórnarsalnum) n. k. föstudag kl. 8,30 e. h. Mætið stundvís- lega. Munið minningarspjöld nýja Sjúkrahúss ins og Elliheimilissjóðs Akureyrar. Fást hjá Þorst. Thorlacius. Ingibjörg Tryggvadóttir, Kristnesi, varð 75 ára 1. maí sl. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Pétri Sigurgeirssyni þau ungfrú Laufey Sigurðardóttir og Jónas Sigurðsson, bifreiðarstjóri, ungfrú^ María Ar-ngrímsdóttir <og Sigtryggur Steingríms- son, bóndi, Hjaltastöðum í Svarfaðardal. Sextug varð í gær frú Helga Hermanns- dóttir, Gilsbakkavegi 9, kona Tryggva Jónatanssonar, byggingafulltrúa bæjarins. / húsi Kristniboðsjélags kvenna (Zíon) verða almennar samkomur jöstud. 9. maí og sunnud. 11. maí kl. 8,30 e. h. — Bjarni Eyjólfsson og Gunnar Sigurjónsson tala. Allir hjartanlega velkomnir! Vorþing Umdœmisstúkúnnar rfr. 5 hejst hér á Akureyri n. k. laugardag kl. 8,30 síðdegis. Þess er óskað, að fulltrúar og aSrir umdæmisstigmenn mæti sem flestir og taki þátt í störfum þingsins. Áheit á Strandarkirkju. Frá eyfirzkri konu kr. 50,00. — Sent áleiðis. Hestamannajélagið Léttir fer hópferð fram á Kristnesöldu n. k. sunnudag kl. 1,30. FariS verSur frá ASalstræti 20. HjálprœSisherinn. Föstud. 9. maí kl. 8,30 Opinber samkoma. Sunnud. 11. maí kl. 11 Helgunarsamkoma, kl. 2 Sunnudaga- skóli, kl. 5 Barnasamkoma, kl. 8,30 Hjálp- ræSissamkoma. Mánud. 12. maí kl. 4 Lokafundur Heimilissambandsins, kl. 8,30 Æskulýðsfélagsfundur. Föstud. 16. maí kl. 3 BASAR. — Allir velkomnir! Námskeið fyrir handavinnu skólabarna verSur haldið að Svalbarði við EyjafjörS ogjhefst 28. maí n. k. í fjarveru Halldóru Bjarnadóttur veitir símstöðin á Svalbarðs- eyrí allar nánari upplýsingar. Leiðrétting. Sú villa hefir orSiS í skýr ingum viS verSlaunakrossgátuna í síSasta blaSi, aS nr. 3 lóSrétt er „reiSi", en á að vera „mála". LÍTILHRIFNING HJA DAGSBRÚNARMÖNN- UM. Á sunnudaginn fór fram al- menn atkvæðagreiðsla í Verka- mannafélaginu „Dagsbrún" í Reykjavík um 'þá Ullögu hins kommúnistiska trúnaðarráðs fé- lagsins að segja upp samningum og krefjast kauphækkunar. % Úrslit atkvæðagreiðslunnar sýna, að verkamenn eru raun- særri og hafa meiri ábyrgðartil- finningu heldur en- kommúnistar hafa gert ráð fyrir. Með gengdar- lausum áróðri tókst þeim að merja tillögu sína í gegn með 167 atkvæða meiri hluta. 937 greiddu atkvæði með uppsögn, en 770 á móti. Auðir seðlar voru 7 og 6 ógildir. Alls greiddu atkvæði 1730 af rúmlega 3000 félagsmönnum. (10 atkvæði komu ekki fram). Utkoman er því engan veginn glæsileg fyrir kommúnista, því að um 1500 verkamenn greiða ekki atkvæði, og má telja fullvíst, •vS þeir hafi flestir verið komm- únistum andvígir, því að komm- únistarnir eru vanir að skila sér á kjörstað, þegar mikið er í húfi. Þótt meiri hluti félagsmanna sé þannig tvímælalaust á móti póli- tísku brölti kommúnista, . veitir þessi niðurstaða hinni kommún- istisku stjórn félagsins rétt til verkfalls. Hin ábyrgu öfl í félag- inu verða því að vera samtaka um það að koma í veg fyrir, að pessi hæpna samþykkt verði notuð til pólitiskra skemmdarverka gegn atvinnuöryggi verkamanna. LEIÐRÉTTING. Verkamean og kommúojstar Framh. af 1. síðu. stöfunum núverandi ríkisstjórnar og að lokum ósæmilegar dylgjur^i garð Bandaríkjanna. Var naumasl hægt að brjóta öllu rækilegar hanniö við flokkspólitískum áróðri í fiutningi erinda. Er ekki að efa, að meiri hluta verkamanna hef ir gramizt það,' að f ramkvæmdastj óri heildarsamtaka þeirra, skyldi láta pólitískt ofstæki leiða sig svo í gönur, að hann mis- notaði traust útvarpsráðs í þágu flokks síns, og óvirti þannig þau sam- tök, sem hann talaði fyrir. Drg. föt Drg. nærföt Drg. skyrtur Drg. vesti Drg. vettlingar Drg. regnkápur Drg. blússur með hettu o. m. rrr. fi. BRÁUNS-verzSun Páll Sigurgeirsson. Hvípr s/oppar með hálf og heii- ermum. BRÁUNS-yersSyn Páll Sigurgeirsson Mfólkuikönnur Kartöfluföt nýkomið. ú VÖRUHÚSIÐh.f Laukur nýkominn. VÖRUHÚSIÐh.f TIL SÖLU Vörubifreiðin A-405 er til sölu og sýnis á Nýju bílastöðinni. . „íslendingur" kemur út vikulega, 8 síður, og kostar aðeins 15 krónur árgangurinn. Gerizt því óskrifendur þegar í dag. Axlabönd karlm. Gr drg. Vtnnufatnaður Vinnuvettlingar Regnkápur Síðstakkar (gúmmí og olíubornir) Sjóhattar Gúmmísvuntur Milliskyrtur khaki Handklæði khakilitur Gólfdreglar o. m. m. fl. Eg hefi orðið var við allvíðtækan >misskilning hjá bæjarbúum hvað við kemur atkvæðagreiðslu í Bílstjóra- félagi Akureyrar um vinnustöðvun. Þessi misskilningur er aðallega tvennskonar: I fyrsta lagi, að deila þessi slandi um hækkun á ökulaxta bifreiSa. Og í öðru lagi, aS hér sé um pólilískl verkfall að ræða. Vcgna þessa tel ég rétl að taka fram eftir- farandi: Hér er ekki um að ræða leigugjaltl bifreiða, heldur kaup og kjör launþega í Bílstjórafélagi Akur-. eyrar. Hér er eingöngu um faglegl mál að ræða, sem sést meðai annars á því, að kröfur þær, sem Bílstjóra- félagið gerði, voru settar fram áðiir en vitað var um þær tollahækkanir, sem nú eru orSnar að lögum. Hafsteinn Halldórsson. Góður aíli Síð'uslu daga Kefir veriö" ágætur afli norður af Flatey á Skjálfanda. Hafa mörg skip veitt ágætlega, en allmiklar skemmdir hafa orðið á veið arfærum sumra skipanna. ,,Narfi" kom hingað-inn til Akur- eyrar ,í fyrradag með 70 tonn fiskj- ar eftir tæþlega þriggja daga úti- vist. Veiddi skipið 40 tonn á einum degi og fékk 21 poka í einu kosti. Er hér um að ræða óvenju skjót- fenginn afla. Þá hefir „Eldey" einnig veitt ágæt- lega og kom ínn í fyrradag með 140 skp. Þá fékk „Andey" í fyrradag 40 skp. „Skjöldur", „Súlan" og „Sigurð- ur" frá Sigluíirði hafa og fengið góðan afla. ÁRBÓK Ferðafélagsins um Skaga- f jörð Árbók FerSafélags íslands fyrir árið 1946 er nýkomin út. Fjallar þessi árbók um Skagafjörð og er eftir Hallgrím Jónasson, kennara. o mm ei s ip í a . ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^ »sísí5ííw!«í5^rss^*vs«*5«í5í?^ VORUHÚSIÐh.f Kaffi Kaffibætir Kakó „Liptons" te Sykur Suita Saft Grænmeti niðursoðið og x fíurrkað % Kanell st. og ósteyttur ÞurrmióSk o. m. m. fl. VÖRUHÚSSÐh.f.' Raksett Rakblöð Raksápa Rakvatn Rakburstor SSípivélar. VÖRUHÚSSÐh.f ^<S<Sí&<SíSsSs<iíSí&<SSíS<SíS?S«íS!SíS<S^^ Kventöskur og Veski gott úrval. VÖRUHÚSBÐh.f Bókfiieniitafélapi bækurnar 1946 1 eru komnar. Hér nieð íilkyiinist að vegna jarSarfarar v.erður skrifstofu og af- greiðslum Axels Kristjónssonar h.f. lokað laug- ardaginn 10. þ. m. Bókaverzlun Gunnl. Tr. Jphssonar. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem auðsýndu okkur hlut- tekningu og samúð við andlát og jarðarför Valgerðar Jóhannsardóttur fró Hóli. Vandamenn. Heimilisiðnaðarsýning Vegna þátttÖku r Landbúnaðarsýningunni í Reykjavík í júnímán- uði næstkomandi verður heimilisiðnaðarsýning haldin á Akureyri á vegum Heimilisiðnaðarfélags Norðurlands dagana 24., 25. og 26. maí næstkomandi (hvitasunnu). — Upplýsingar gefur varaformaður félagsins, Ragnheiður O. Björnsson, í fjarveru formanns. Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.