Íslendingur - 07.05.1947, Blaðsíða 7
Miðvik-udagmn 7. maí 1947
Eyðlng Quð rúnarstaða
Framh. aí 4. síðu.
þessu fólki niðurskipað samdægurs
í ýmsa staði um tíma, inntil þess
frekari ráðstöfun yrði ger á um hús-
næði þess og lífsbjargir.
Strax. næsta dags eftir að þetta
minnilega skriðufall skeð var og þeg
ar færi gafst, safnaðist saman grúi
manns, og það flestir óbeðnir, til að
leita þeirra mÍ9Stu fjármuna í skrið-
unni, og fyrir það ágæta fylgi og
framgöngu, sem margur í því verki
sýndi, var vonum framar rnikið á-
gengt með að bjarga töluverðu af
fólksins eignum.
Allt eður flest, er brolnað gat af
húsgögnum, bækur allar, sem í leir-
forinni gagnblotnuðu, allur votur bú-
matur og því um líkt, af þessu tapað-
ist sumt gersamlega, sumt stór-
skemmdist, en af rúmfötum, klæðn-
aði og átmeti náðist, á9amt nokkrum
eldsgögnum, hinn mesti hluti, flest
allt bætanlega skemmt. Húsaviður
allur að líkindum mölbrotnaði, þar
skriðán ruddi yfirgrind húsanna
langt burtu, svo hér og hvar um
skriðuna, langt frá bæjarstæðinu,
mátti sjá spýtna- og raftastúfa úr
húsuntun, en tóttirnar aftur fylltar
og kýfðar þvíiíkri leirdyngju, að
enginn ókunnugur hefði kunnað að
greina mót til þess, hvar bæjaraf-
staðan verið hafði. Og svo var skrið-
an þykk, áður síga tók, að barmar
hennar að utanverðu tóku víða hvar
meðalmanni í öxl. Hefir hún numið
burtu hér um helming túns, og það
miðpart þess, sem bezt var ræktaður
kringum bæjar- og fjósstæði, og þar
fyrir utan góðan part af engjalandi
og ærið mikið af bithaga.
Fyrir utan það, sem áður sagt er,
að nokkrir um tíma skutu skjóli yfir
þetta húsnæðislausa fólk, hafa þar
ÞÁNKABKOT
ur á Torfunesbryggjuna — aðalbryggju
bæjarins. Þar blasir viS augum stærðar
gat á miðri bryggjunni, eins og eftir
sprengju. Þannig hefir tréátan grafið und-
an aðalhafnannannvirkjum bæjarin9, og
það er eins hér með tómlæti okkar íslend-
inga og víða annars staðar, að ekki er haf-
izt handa fyrr en komið pr í óefni. Nú er
aðstaða til affermingar ekipa svo bágborin
í öðrum stærsta bæ landsins, að rneðal-
stórt flutningaskip tekur niðri, er það
ætlar áð leggjast að bryggju.
Það er óumflýjanlegt-að hraða eftir
megni nauðsynlegum umbótum í liafnar-
málum bæjarins. Góð hafnarmannvirki eru
lífsnauðsynleg fyrir bæ, sem á jafn mikið
undir útgerð og verzlun og Akureyri. Það
er tilgangslaust að ætla að gerá béðan út
mörg skip án þeas að tryggja þeim bryggju
rúm til affermingar. Þetta er mál, sem
bæjarstjórn þarf að taka föstum tökum.
Enn um rafmagnið.
OG SVO er það rafmagnið. Fólk hefir
liaft orð á því, að ekki mætti koma gola,
þá væri rafmagnið horfið út í veður og
vind. AS vísu er bér nokkuð djúpt tekið í
að auki niargir aðrir, bæði yfir- og
undirmenn utan lnepps og innan, og
ferðafólk auðsýnt bróðurlegt kær-
leiksþel sitt í því að bæta töluverðu
þeim fróma barnamanni Stefáni og
náungum hans skaða þeirra með
gjöfum klæðnaðar, peninga og ann-
arra nauðsynlegra hluta, hverra
manna nöfn þó hér sé of langt að
uppteikna, ógleymd eru hjá honum,
sem lengst og bezt minnugur er allra
góðgerða, er hreinskilinn vilji í té
lætur eftir efnum.
(Minnisverð tíðindi 1797—1798J.
árinni, en hinar langvinnu rafmagntbilanir
í vetur eru óneitanlega alvarlegt umhugs-
unarefni fyrir forráðamcnn rafmagnsmál-
anna í bænum. Háspennulínan frá Laxá
liggur víða um óveðrasamt 9væði. Er því
vafasamt, livort nokkrar úrbætur fást í
þessu efni með öðru móti en leggja lín-
una í jörð. Með viðbótarvirkjun Laxár
mun verða lögð ný háspennulína til bæj-
arins, en eftir því, sem bezt verður vitað,
er ætlunin að leggja bana einnig ofan-
jarðar. Eg er ekki fagmaður i rafmagns-
málum, en mér er tjáð af fróðum mönnum,
að bægt sé að leggja háspennulíntina í
jörð, en jtað ltafi þótt of kostnaðarsamt.
Mér er heldur ekki kunnugt um verð slíkr-
ar jarðlagnar, en augljóst má það vera
hverjnm manni, að það er ekkert smá-
ræði, sem hver rafmagnslaus dagur kostar
allan verksmiðjurekstur í bæmun auk
þeirra óþæginda, sem það hefir í för með
sér fyrir alla íbúa bæjarins. Má því jarð-
lögnin áreiðanlega vera dýr, ef hún ekki
borgar sig fljótlega. Getur því naumast ver-
ið álitamál að leggja hina nýju háspennu-
línu í jörð, ef ekki er á annan bátt hægt
að koma í veg fyrir hinar tíðu rafmagns-
bilanir.
Eydal um ritfals.
í NÆSTSÍÐASTA blaði „Dags“ kem-
ur Ingimar Eydal fram á ritvöllinn og fer
geyst. Er ástæðan aðsend grein, sem birt-
ist í „íslendingi" fyrir skömmu og nefnd-
ist „Kosningar og kosningafyrirkomulag".
Var í grein þeirri nokkuð vikið að ræðu,
sent Ingimar Eydal ltafði flutt á liátíð
Framsóknannanna á Akureyri, og „Dag-
ur“ liafði birt. Var Eydal þar að reyna að
telja kjark í liðið eftir kosningaófarirnar
í vor með þeirri röksemd, að það góða
sigraði alltaf „að lokum“. Höfundur hinn-
ar aðsendu greinar í „íslendingi" tekur
þessi ummæli Eydals lítillega til athugun-
ar, og telur Ó9Ígur Framsóknar í fyrravor
benda til þess, að stefna flokksins sé ekki
góð. Hinsvegar telur Eydal hér vera um
svívirðilegt ritfals að ræða, því að höf-
undur „íslendingsgreinarinnar'1 sleppi
„að lokum" úr binni tilvitnuðu setningu,
og það hafi aldrei verið meining sín, að
hið góða hefði átt að sigra í fyrra, heldur
einhvern tíma seinna.
Það er engan vegin ætlunin að fara að
svara Eydal hér rækilega vegna þessarar
greinar. UppÍ9taða hennar er hin rótgróua
andstaða Framsóknar gegn lýðræðislegum
kosningum, sem allir þekkja. Annars
megna orðin „að ]okum“ ekki að hrekja
neitt af meginefni nefndar gteinar í „ís-
lendingi“. Sannleikurinn er iíka sá, að
það góða sigraði eiamitt í kosningunum í
fyrra vor, og það einmitt vegna þess, að
Framsóknarmenn biðu ósigur. Þjóðin
lýsti þar fylgi sínu við þá stefnu atvinnu-
legra umbóta og stórhuga framkvæmda,
sem þáverandi ríkis9tjórn beitti sér fyrir
undir foru9tu Sjálfstæðisflokksin9. Nú hef-
ir það góða einnig sigrað í Framsóknar-
flokknum — í bili að minnsta ko9ti — og
hin ábyrgu öfl flokksins hafa gengið til
stjórnarsamvinnu um þá umbótastefnu,
sem foru9tumenn flokksins áður beitlu sér
gegn. Nú keppast þeir um að lofsyngja
nýsköpunarstefnuna, og er það vel. Ber
að fagna þessu samstarfi lýðræðisflokk-
anna í landinu, og vonandi auðnast þeim
að koma nýsköpunarframkvæindunum í
örugga höfn, þrátt fyrir allar tilraunir
kommúnÍ9ta til þess að koma þeim fyrir
kattarnef.
Sorphaugurinn horfinn.
ÞAÐ ER svo oft búið að átelja yfirvöld
bæjarin9 fyrir meðferð á sorpinu úr bæn-
um, að það er ekki nema sanngjarnt að
minnast einnig á það, sem vel er gert í
því málí. Nú hefir verið rækilega sléttað
með sandi og möl yfir sorphaugana inn
við vegamótin og smekklega frá öllu geng-
ið. Vonandi rfsa þarna ekki upp nýir sorp-
haugar.
Bæjarráð synjar Shell
nm byggingu olíu-
tanka
Shell-olíufélagið hefir sótt um
leyfi bæjarráðs til þess að byggja 60
tonna tank fyrir flugvélabenzín í
benzínporti félagsins á Oddeyri.
Að ráði brunamálastjórnarinnar
ákvað bæjarráð i júní 1946 að leyfa
ckki að geyma meir en 400 tonn af
benzíni í oliugeymsluporti Shell og
B. P. á Oddeyrartanga. þar af 200
tonn í væntanlegum geymi B. P.
Þar sem Shell mun bafa meira
tankrými fyrir benzín en það hefir
heimild til að geyma á hverj um tíma,
taldi bæjarráð ekki hægt að veita því
leyfi til frekari tank-bygginga fyrir
benzín á þessum stað.
Kvöldskemmtun
Gagufræðaskólaus
Síðasta vetrardag efndi Gagn-
fræðaskólinn til fjölbreyttrar kvöld-
skennntunar í Samkomubúsi bæjar-
ins. Fyrst söng fjölmennur blandað-
ur kór nemenda og síðan stúlknakór
undir stjórn Áskels Jónssonar, söng-
stjóra. Ungfrú Sigríður Ólafsdóttir
(Thorarensen, bankastjóra) lék ein-
leik á pínnó. Var leikur bennar bæði
léttur og lipur, og hefir liún sýnilega
góða hæfileika til þess að ná leikni
í slaghörpuleik.
Flokkur stúlkna sýndi leikfjmi
undir stjórn ungfrú Þórböllu Þor-
steinsdóttur, og flokkur jiilta undir
stjórn Haraldar Sigurðssonar. Voru
sýningar beggja flokka samstilltar
og fágaðar. Að leikfimissýningunum
loknum var dansað fram eftir nóttu.
Mikill fjöldi fólks sótti samkomu
þessa.
HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA
sama í mínum huga. Eg drakk góðan sopa, að vísu
ekki eins mikið og ég vildi, en eins rnikið og ég fékk.
Eg reis upp við dogg og svipaðist um. Bjarminn frá
stjörnunum var óvenjulega mikill í tæru eyðimerkur-
loftinu, og ég sá móta fyrir andliti Kviks liðþjálfa,
sem beygði sig yfir mig. Eg sá einnig Orme sitja upp-
réttan og stara bjánalega í kringum sig, meðan stór,
gulur hundur sleikti hendina á honum. Eg þekkti
hundinn undir eins. Þetta var hundurinn, sem Orme
' hafði keypt af innfæddum förumönnum og kallaði
Farao, af því að hann réðist á alla hunda, sem hann
sá. Eg þekkti einnig úlfaldana tvo, sem stóðu skammt
frá. Það var því ljóst, að við vorum ennþá á jörðinni.
„Hvernig funduð þér okkur, liðþjálfi?“ spurði ég -
lémagna.
„Það var ekki ég, sem fann yður, læknir. Það var
hundurinn Farao. í slíkri leit er hundurinn manninum
fremri, því að hann finnur lykt af því, sem hann ekki
getur séð. En ef þér eruð dálítið að hressast, læknir,
þá lítið á Higgs. Eg óttast næstum, að hann sé alveg
búinn að gefa upp andann."
Eg leit á hann, og þótt ég ekki sæi mikið, var ég
sömu skoðunar. Neðri vörin hékk niður, og hann lá
alveg máttlaus. Augun sá ég ekki vegna bláu gleraugn-
anna.
„Vatn,“ sagði ég, og Kvik helti dálitlu vatni inn á
milli vara hans.
En hann hreyfði sig samt ekki. Eg losaði um föt
hans til þess að athuga, hvort hjartað slægi ekki. Fyrst
fann ég ekkert, en svo veikan hjartslátt.
„Það er von,“ svaraði ég spyrjandi augunum í kring-
65
um mig. „Það vill líklega ekki svo vel til, að þér hafið
brennivín tneðferðis, liðþjálfi?“
„Eg veit ekki til, að ég hafi ennþá íarið í ferðalag
án brennivíns," svaraði Kvik móðgaður og dró upp
málmflösku.
„Gefið honum dálítið,“ sagði ég. Liðþjálfinn hlýddi
fúslega og það verkaði með undraverðum hraða. Higgs
reis upp, greip andann á lofti og hóstaði.
„Brennivín! Hvílík ósvífni! Eg, sem er alger bind-
indismaður! Oþokkabragð! Aldrei meðan ég lifi fyrir-
gef ég það! Vatn, vatn! bablaði liann lágt og ógreini-
lega.
Við gáfum honum vatn, og hann drakk áfergjulega,
þar til við ekki töldum heppilegt að gefa honum meira*
Smám saman áttaði hann sig til hlýtar, Hann reif af
sér bláu gleraugun, sem hann hafði verið með allan
tímann og starði fast á liðþjálfanm
„Nú, ég skil, við erum þá ekki dauðir. Það er næst-
um gremjulegt, úr því að við vorum komnir í gegnum
hinn hræðilega hreinsunareld. Hvað hefir komið fyr-
ir?“
„Veit það ekki nákvæmlega, spurðu Kvik,“ svaraði
Orme.
En liðþjálfinn var önnum kafinn við að kveikja eld,
og setti hann síðan yfir hann lítinn hermannaketil.
Ketilinn fylti hann með þykku kjötseyði, sem hann
hafði tekið með sér af birgðum okkar, ásamt ýmsu
öðru. Gat verið gott að hafa þetta, ef hann fyndi okkur,
hafði hann hugsað. Stundarfjórðungi seinna sátum við
og borðuðum súpu. Eg bannaði að borða nokkuð kjarn-
meira ennþá. En hvílík dásemdar máltíð! Eftir mál-
66
tíðina sótti Kvik nokkur teppi, sem voru á úlföldun-
um, og kastaði þeim yfir okkur.
„Leggist þið nú útaf, herrar mínir,“ sagði hann.
„Við Farao getum haldið vörð.“
Það síðasta, sem ég sá, var liðþjálfinn, er kraup í
sandinlim og baðst fyrir, því að hann var í rauninni
mjög trúaður maður. Hann skýrði þetta síðar svo, að
hann væri að vísu örlagatrúar og vissi vel, að allt,
sem gerðist, væri fyrirfram ákveðið. Samt hefði hann
talið rétt við svona tækifæri að þakka forsjóninni, sem
hafði komið því svo fyrir, að endalokin urðu góð, en
ekki slæm. Við vorum allir sannnála um þetta. Beint
á móti honum sat Farao alvarlega hugsandi og horfði
trygglyndum augum sínum á Orme. Þar sem hann var
austurlenzkur hundur, skyldi hann sennilega tilgang
opinberrar bænar. Ef til vill hefir honum líka fúndizt,
að liann ætti að fá nokkurn skerf af þakklætihu.
Þegar við vöknuðum var sól hátt á lofti, og við sá-
um að þetta hafði ekki allt verið draumur, því áð þárna
stöð Kvik og steikti niðursoðið svínslærij en Farao sat-
og hafði auga með honum — eða svínslærinu.
„Sjáið þið nú,“ sagði Orme_ og benti til fjallanna.
,,Þau eru enn í nokkurra mílna fjarlægð. Það.var brjáb.
æði að ítnynda sér, að við hefðum komizt þangað.“
Eg kinkaði kolli, en snéri mér svo að Higgs, senx
nú var að vakna. Og ég sat og starði á hann, því að.það
var sannarlega sjón að sjá. Hárautt hár hans var fullt
af sandi, neðri hlutinn af klæðum hans var horfinn,
sennilega hefir hann á göngunni rifið eitthvað af þeinT
burtu af því, að þau hafa núið sára limi hans. Oll hin
fallega húð hans f— einnig á andlitinu — var þrútin