Íslendingur


Íslendingur - 04.06.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 04.06.1947, Blaðsíða 8
A t h u g i ð! Gjalddagi blaðsins var 1. júní. Miðvikudagur 4. júní 1947 „íslsndingur" komur út vikuloga, 8 síður, og kostar aðeins 15 krónur órgangurinn. Gerizt því óskrifendur þegar í dag. Hjúskapur. Síðastliðinn sunnudag gaf séra Ingólfur Þorvaldsson í Ólafsfirði sam- an í hjónaband ungfrú Fanney Jónsdóttur og Rafn Magnús Magnússon, húsasmíða- nema. Fimmtugur varð 27. f. m. Kristinn Gunnlaugsson, verkstjóri og hreppsnefnd- armaður á Sauðárkróki. Fjöldi vina og samstarfsmanna heimsótti hann á afmælis- daginn. 75 ára varð 27. f. m. frú Margrét Pét- ursdóttir, Sauðárkróki. Hún hefir urn langt skeið starfað mikið að ýmsum félags- og menningarmálum í hænum. 75 ára varð þann 2. júní sl. frú Jako- bína Jóhannsdóttir, Sauðárkróki. Mesta myndarkona. Sextug varð í gær frú Guðrún Árna- dóttir frá Lundi á Sauðái'króki. Hún er orðinn landskunn fyrir skáldsögu sína „Dalalíf". Heimili og skóli, 2. hefti 6. árg. er ný- komið út. Efni: Skyldurnar við þá ófæddu, eftir Hannes J. Magnússon — „Hvað er þá orðið okkar síarf?“ eftir Þórgný Guð- mundsson — Góð íþrótt — Skriftarreglur fyrir börn — Foreldrarnir taka til máls — Bókafregnir o. fl. Aheit á Strandarkirkju. — S.. M. B. 200.00 (gömul áheit). Móttekið á afgr. ísl. og sent áleiðis. Hjónaefni. 17. maí sl. opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Þorgerður Brynjólfs- dóttir frá Krossanesi og Knut 0. Garnes frá Aalesund. Hjúskapur. Þann 31. maí voru gefin saman í hjónaband af séra Pétri Sigur- geirssyni, ungfrú Guðlaug Elín Hallgríms- dóttir og Haraldur Tryggvason, bóndi. Búa þau á Svertingsstöðum í Öngulsstaða- hreppi. Hjúskapur. Þann 31. maí sl. voru gefin saman i hjónaband af séra Pétri Sigur- geirssyni, ungfrú Hulda Jónsdóttir og Pét- ur Hallgrímsson, skrifstofumaður. Daglegar bijreiðaferðir milli Reykja- víkur og Akureyrar hefjast n. k. laugardag. Vormót í knattspyrnu hefst í kvöld kl. 8.30 með kappleik milli Þórs og K. A. Hjúskapur. Þann 1. júní sl. voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Stefáns- syni á Möðruvöllum, ungfrú Emelía Sig- urðardóttir, verzlunarmær hjá KEA og Steindór Jónsson, skipstjóri á m.s. Drang. — Ennfremur ungfrú Svanhildur Þórodds- dóttir, Dagverðareyri og Vilhjálmur Þor- steinsson, stýrimaður á m.s. Snæfelli. Gráiíkjon í pökkum nýkomnar. VÖRUHÚSIÐ h.f Tónlistarskólanum slitið Tónlistarskóla Akureyrar var slit- ið sl. laugardag. Skólastjóri, írú Margrét Eiríks- dóttir, skýrði frá starfi skólans í vet- ur og þakkaði kennurum og nemend- um fyrir ágætt samstarf. Hún gat þess, að einn af kennurum skólans, ungfrú Þórgunnur Ingimundardóttir, hefði í hyggju ttð fara utan til fram- haldsnáms næs'.a vetur og óskaði henni fararheilla. Þetta er anrað starfsár skólans. Nemendur voru 35, flestir í píanó- leik, en 4 í fiðluleik. 8 nemendur tóku þátt í námskeiði í söng og fiðluleik hjá Gösta Myrgart fyrri hluta vetr- ar. Fjögur hlj ómleikakvöld nemenda voru haldin á vetrinuin og nokkur „grammophone“ kvöld, þar sem Ræða séra Péturs Sigurgeirssonar Framhald af 1. síðu. við yður, kæru vinir, einmitt á þess- ari stundu: Kristur er kominn til þess að bera þessa byrði með yður, því að hann sagði: Eg er upprisan og lífið, hver sem irúir á mig mun lifa þótt liann degi. Og hann reis upp til þess að bera þessa byrði. I trúnni á hann, ber hann þessa byrði með þér, og þá verð ur byrði þín aldrei óbærileg. * Þegar séra Matthías Jochumsson stóð í þeim sporum, sem vér stönd- um nú, að hafa misst það, sem hon- um var kærast í þessum heimi, þá kvað hann þessi orð, sem vilja einn- ig brjótast fram sem ákall trúarinn- ar í vorri eigin sál: Eg trúi á Guð, þó titri hjartað veika og tárin blindi augna minna Ijós; eg trúi, þó mér trúin jinnist reika og titri líkt og stormi slegin rós; eg trúi, því ao allt er annars farið og ekkert, sem er mitt, er lengur til og lífið sjálft cr orðið eins og skarið, svo eg sé varlc handa minna skil. I trúnni finnum vér bæði huggun og von, í trúnni eigum vér vissuna um að hinn látni lifir.---Biðjum því Drottinn um þá trú. * Eg hefi veriö sérstaklega beðinn um að bera hingað samúðarkveðj ú framkvæmdastjóra og stjórnar Flug- félags íslands. Var ætlun forráða- manna félagsins sú, að vera hér sjálf- ir viðstaddir þcssa aíhöfn, en flug- skilyrði hafa ekki verið þannig í dag, að úr því gæti orðið. Senda þeir ætt- ingjum hirma Mtnu fyllstu samúð sína, og eru þeir með oss í anda í hinni dýpstu scrg á þessari stundu. Biðjum Drotlinn um að vaka yfir þeim, er hurfu sýn, og yfir þeim, er syrgja við burtjör þeirra. leikin hafa verið af hljómplötum verk eftir ýmsa tónsnillinga. Kennarar voru fjórir. Theo Ander- sen kenndi fiðluleik, Áskell Jónsson tónfræði, Þórgunnur Ingimundar- dóttir og Margrét Eiríksdóttir píanó- leik. Hátíðahöld Sjómanna- dagsins á Sauðárkróki Sjómannadagsins var minnst á Sauðárkróki sl. sunnudag. Kl. 1.30 hófst skrúðganga sjómanna frá bryggju að kirkju og kl. 2 messa. Séra Helgi Konráðsson prédikaði. Kl. 4 hófst samkoma í Bifröst. Séra Helgi Konráðsson flutti ávarp, Kristó fer Eggertsson erindi, nokkrar ung- ar stúlkur sungu og léku á guitar, sýndur var stuttur sj ónleikur: „Brotn ir bekkir“ og að lokum dansað. Sáttasemjari kvaddur til Siglufjarðar. Allörðuglega mun ganga með samninga við síldarverksmiðjur rík- isins á Siglufirði, og hefir fjórðungs- sáttasemjari, Þorsteinn M. Jónsson, verið kvaddur til Siglufjarðar. Samn ingar bíða við flestar aðrar síldar- verksmiðjur, þai; til samningum á Siglufirði er lokið. GÍSLI SVEINSSON sendiherra í Noregi Svo sem kunnugt er hefir sendi- herra íslands í Bretlandi jafnframt verið sendiherra þess í Noregi, en þar hefir ekkert sendiráð verið og ekki verið séð fyrir fyrirsvari lands- ins á annan veg. Hefir þessi háttur þótt ófullnægjandi og þessvegna lengi staðið til að setja á stofn sér- stakt sendiráð í Oslo. Utanríkisráðu- neytið hefir nú ákveðið, að svo skuli gert frá 1. júlí n. k. og er ráðið, að Gísli Sveinsson sýslumaður verði fyrsti sendiherra íslands með aðsetri í Noregi. (Frétt frá utanríkisráðuneytinu). ATHUGASEMD. Stjórn Bílstjórafélags Akureyrar hefir beðið blaðið að geta þess, að erindreki Alþýðusambands íslands hafi ekki gert neina tilraun til þess að fá samninganefnd félagsins til þess að gera hærri kaupkröfur en nefndin sjálf setti fram í samningum sínum við vinnuveitendur. Piugslysið Framhald a£ 1. síðu. yfir í Fjörðu, og víðar mun hafa ver- ið leitað á landi. Talstöð er í Héðinsfirði, en eigi náðist í hana fyrr en á fimmtudags- kvöld. Voru þá gerðar ráðstafanir til þess, að þaðan yrði einnig leitað. Fréttir bárust um það frá Krist- nesi og Laugalandi í Eyjafirði, að þar hefði heyrzt í flugvél um eitt leytið. í Bólstaðahlíð í Húnavatns- sýslu þóttust menn hafa séð flugvél um tvö leytið. Héldu því ýmsir, að flugvélin hefði haldið suður aftur, og varð þetta til þess, að þrjár flug- vélar frá Flugfélaginu, sem hófu leit á fimmtudagskvöld eða föstudags- nótt, þegar létta tók í lofti hér norð- anlands, leituðu fyrst all-lengi eftir flugvélinni í fjalllendinu milli Skaga- fjarðar og Húnavatnssýslu. Lítil flugvél, eign Flugskóla Akureyrar, leitaði milli 1—5 á föstudagsnóttina um vestanverðan Eyjafjörð og allt til Ólafsfjarðar og að austan allt út í Fjörðu. Flugvélin finnst. Um átta — hálfníu leytið á föstu- dagsmorgun fann annar Catalínu- báturinn, sem var í leitinni, flakið af Douglasvélinni í Hestfjalli við Héð- insfjörð. Var flakið í klettaskoru um 200 m. fyrir ofan sjó og auðséð, að flugvélin mundi hafa rekizt á fjallið og brunnið, og allir, sem í vélinni hefðu verið, mundu hafa far- izt samstundis. Strax og Catalínubáturinn hafði tilkynnt um fundinn, voru sendir bát ar frá Ólafsfirði og Siglufirði á slys- staðinn, og voru læknar og hjúkrun- arlið með. Þangað fór og vélskipið Atli. Erfitt reyndist að athafna sig í fjallinu, sem er illgengt þarna, einn- ig var brim í fjörum. Um fjögur leytið á föstudag voru öll líkin komin um borð í vélbátinn Egil frá Ólafsfirði, er sigldi með þau þangað, en þar voru þau flutt í Atla, eftir að búið hafði verið um þau og þau sveipuð íslenka fáanum. Virðuleg móttökuathöfn. Klukkan 10 á föstudagskvöld kom Atli með líkin til Akureyrar og lagð- ist að hafnarbakkanum. Þúsundir manna höfðu safnazt þar saman. Hefir ekki sézt annar eins mannfjöldi saman kominn hér á Akureyri. Ríkti mikil alvara og kyrrð yfir mann- þyrpingunni. Kvenskátar stóðu heið- ursvörð á bryggjunni, en Lúðra- sveit Akureyrar lék sorgarlög. Þeg- ar skipið var lagzt að bryggju, söng Karlakórinn Geysir „Hærra minn guð til þín“, en séra Pétur Sigur- geirsson flutti stutta ræðu. Auk hans voru þarna staddir prestarnir séra Sigurður Stefánsson, séra Benjamín Kristjánsson, séra Stefán Snævarr og séra Magnús Már Lárusson. Lúðrasveitin lék „Allt eins og blómstrið eina“ og líkin voru borin í land og sett á bifreiðar, tvö og þrjú saman. Var síðan ekið með þau í kirkju. Lék Lúðrasveitin sorgarlag, meðan bifreiðarnar óku upp bryggj- una. Kvenskátar gengu með bifreið- unum, en meðal hinna látnu var kven skátahöfðingi íslands, Brynja Hlíð- ar. Mannfjöldinn fylgdi þögull á eft- ir og mátti sjá alvöru þessarar átak- anlegu stundar á hverju andliti. Framkvæmd athafnarinnar var öll með mestu prýði. Hafði Hreinn Páls- son annazt allan undirbúning og að miklu leyti stjórnað leitinni. Loknn sfllubtiða Sölubúðir á Akureyri verða lokaðar næst- komandi fimmtudag frá kl. 3 og á föstudag- inn frá kl. 12. Stjórn Verzlunarmannafélagsins á Akureyri. Dyravarðarstaðan við bamaskóla Akureyrar er laus til umsóknar. — Umsóknarfrestur til 1. júlí 1947. SKÓLANEFNDIN.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.