Íslendingur - 19.06.1947, Qupperneq 2
2
ÍSLENDINGUR
Fimmtudagur 19. júní 1947
KAUPUM DAGLEGA
meðalaglös, hálfflöskur, pelaflöskur,
smyrslaglös, tablettuglös, pilluglös og
bökunardropaglös. — Akureyrar
Apótek. Sími 32.
H.f. Eimskipafélag íslands:
Arður fyrir árið 1946
Aðalfundur félagsins, sem haldinn var 7. þ. m. samþykkti að
greiða hluthöfum 4% — fjóra af hundraði — í arð fyrir árið
1946. Arðurinn verður greiddur á aðalskrifstofu félagsins í
Reykjavík, og hjá afgreiðslumönnum þess um land allt gegn
framvísun arðmiða.
Ennþá eiga allmargir hluthafar eftir að sækja nýjar arðmiða-
arkir fyrir árið 1943—1961. Eru það vinsamleg tilmæli félags-
ins að hluthafar sæki arðmiðaarkirnar hið fyrsta, en þær eru
afhentar gegn framvísun arðmiðastofnsins, sem fylgir hluta-
bréfum félagsins, á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, stofn-
unum er ennfremur veitt viðtaka hjá afgreiðslumönnum þess
um land allt.
Þá skal á það minnst, að arðmiði er ógildur, ef ekki hefir
verið krafizt greiðslu á honum áður en 4 ár eru liðin frá gjald-
daga hans.
H.f. Eimskipafélag íslands.
BHstjórar
Þeir sem vilja dvelja í sumar-
heimili Bílstjórafélags Akureyr-
ar í sumar, snúi sér til Þórhalls
Guðmundssonar, Þórshamri. ■—
Sími 353 og 484.
NEFNDIN.
BÍLL TIL SÖLU
5 manna Studebaker, model
1931, nýuppgerður og nýskoð-
aður, til sýnis og sölu að
Munkaþverárstræti 7 n. k. laug-
ardag milli kl. 3—4. Tilboð
óskast.
TIL SÖLU:
Útvarpsfæki
Ryksuga
Dívan
75X19« cm.).
T œkijœrisverð.
Haraldur Sigurgeirsson,
Brauns-verzlun.
Hús tll söln
Húsið Sðlheimar í Glerárþorpi
sr til sölu og laust til íbúðar í
Kaust. — Tilboðum sé skilað fyrir
22. þ. m. — Allar nánari upplýs-
ingar gefur
Anton Benjamínsson
Sólheimum.
TIL SÖLU
TÓM EIKARFÖT.
Öl og Gosdrykkir h.f.
A u g I ý s i n g
um umferðareglur
Samkvæmt tillögum bæjarstjórnar Akureyrar
er hér með ákveðið að Brekkugata og Strandgata
skuli vera aðalbrautir og ökutæki um þær götur
njóta forréttar fram yfir ökutæki úr aðliggjancli
götum.
Ákveðinn er einstefnuakstur suður Skipagötu
undir Samkomuhúsbrekkunni og norður Hafnar-
stræti á sama svæði.
Þar sem ekki hafa þegar verið sett umferðar-
merki í samræmi við þetta ganga reglur þessar í
gildi jafnótt og þau verða sett.
Bæjarfógetinn á Akureyri 14. júní 1947.
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
eiginmánns míns
Garðars Þorsfeinssonar.
Sérstaklega þakka ég öllum þeim Eyfirðingum og Akureyringum,
sem heiðrað hafa minningu hans á ýrnsan hátt.
F. h. vandamanna
Anna Pálsdóttir.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við hið sviplega
fráfall og úlför elskulegrar dóttur okkar og systur,
Guðlaugar.
Fyrir hönd vandamanna
Maren og Einar Gunnarson.
Innilegustu þakkir til allra þeirra fjær og nær, sem sýnt hafa
okkur samúð og hjálp við fráfall og jarðarför
Sigtryggs Helgasonar,
Gránufélagsgötu 28.
Sigrún Sigurðardóttir. Hallfreð Sigtryggsson.
Jarðarför konu minnar
Ólafíu Bjarnadóttur Hjaltalín
fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 21. þ. m.
húskveðju að Grundargötu 6, kl. 1 e. h.
Hefst rneð
Fyrir liönd vandamanna
Kristján Ásgeirsson.
Þrjár nýjar bækor
FEÐGARNIR Á BREIÐABÓLI, 3
GrœnJands-kóngurinn nefnist lokabindi þessa merka og vin-
sæla sagnabálks, sem hófst með sögunum Stórviðri og Bcerinn
og byggðin. Segir hér frá liarðri og erfiðri baráttu Hákonar
unga til að skapa nýtt ættaróðal í einum hinna sólmyrku fjall-
dala, sem áður höfðu legið undir Breiðaból. Lýkur þar sög-
unni, er yngsti ættarhlynurinn, Litli-Hákon, heldur heim á
leið til Grænadals, í afturelding, frá brunarústunum á Breiða-
* bóli, — þar sem afi gamli, hann Stóri-Hákon hefur brunnið
inni í „gömlu stofu“, í rafljósadýrð nýja tímans. — Grœna-
dalslcóngurinn er svipmikil og áhrijarnikil saga.
DAGSHRÍÐAR SPOR
nefnast 12 sögur eftir vestur-íslenzku skáldkonuna Guðrúnu
H. Firmsdóttur. Sögur þessar eru kanadiskar að umhverfi en
íslenzkar í anda. Sögupersónurnar eru flestar íslenzkt fólk,
sögugildi þeirra, tíðum innri barátta milli íslenzkra eðlisþátta
og áhrifa umhverfisins. Stundum verður minningin um Is-
land ljúf draumsýn. Kelly, í sögunni Sall jarðar, geymir óljósa
sögusögn um móður sína íslenzka, sem hann hefir aldrei þekkt,
og í huga hans rennur hún saman við hugmj^dina um ætt-
landið í norðri, veitir honum þrek, hjálpar honum að finna
sjálfan sig.
í ANDLEGRI NÁLÆGÐ VIÐ ÍSLAND
eftir Einar Pál Jónsson, ritstjóra, hinn kunna vestur-íslenzka
blaðamann, er skennntilegur þáttur um för ritstjórans til New
York 1944 á fund forseta íslands, er hann var staddur þar í
boði Roosevelts forseta. Lýsir höf-
undur hátíðahöldum íslendinga þar
í borg í sambandi við komu forset-
ans og segir frá ýmsum merkum ís-
lendingum, er þar voru saman komn-
ir. Hér er eftirtektarverð heimild um
einstakan atburð í sögu íslands.