Íslendingur - 19.06.1947, Síða 4
4
~ í-*r
ÍSLEND.INGUR
Fimmtudagur 19. juní 1947
í S L E N D I N G U R
Ritstjóri og ábyrgSarmaður:
MAGNÚS JÓNSSON.
Útgofandi: Útgáfufélag íslendings.
Skrifstofa Gránufélagsgata 4.
Sími 354.
Auglýsingar og afgreiðala:
SVANBERG EINARSSON.
Pósthólf 118.
PRENTSMIBJA BJÖBNS JÓNSSONAR H'F
17. júní
I fyrradag hélt þjóðin hátíðlegt
þriggja ára afmæli íslenzka lýðveld-
isins. Þá minntist þjóðin unninna
sigra í sjálfsteeðisbaráttunni og þá
einnig þess manns. sem mest og bezt
hefir barizt fyrir réttindum íslenzku
þjóðarinnar.
En það er ekki nóg að fagna unn-
um sigrum og fengnu frelsi. Meðal
erlendra þjóða þótti það undraverð
dirfska af íslenzku þjóðinni að ætla
sér að standa ein og óstudd. Víst
sýndi þjóðin mikla dirfsku, er hún
stofnsetti hér sjálfstætt lýðveldi vor-
ið 1944, en aú ákvörðun var nauð-
synleg, ef íslenzka þjóðin átti að eiga
nokkra framtið. En það er oft engu
auðveldara að gæta fengins fjár en
afla þess, og mjög er vufasamt, að
þjóðin hafi til hlýtar gert sér ljósa
þá ábyrgð og þann vanda, er hún tók
sér á herðar, þegar hún ákvað að
stofna hér sjálfstætt lýðveldi. Reynsl-
an hefir margoft sýnt og sannað,
hveréu erfitt það er fyrir þjóð —
ekki sízt jafn fámenna og varnar-
iausa og íslendingar eru — að varð-
veita.sjálfstæði sitt í hinum rángjarna
heimi, þar sem rétturinn er ekki ætíð
mikils metinn. Lítil þjóð verður því
að aýna mikla árvekni og einhug, ef
hún á ekki að verða einhverju á-
gengu stórveldi að bráð.
Það er því mikils um vert, að 17.
júní verði þjóðinni ekki aðeins
skemmtidagur, heldur einnig tími al-
varlegrar íhugunar um það, hversu
hún er á vegi stödd með gæzlu þess
sjálfstæðis, sem hún öðlaðist með
stofnun lýðveldisins. Þeirrar íhugun-
ar er ekki sízt þörf nú, þegar ýmsar
hættur steðja að öryggi hins unga
lýðveldis.
Utanríkismálin og sambúðin við
aðrar þjóðir er eitt vandasamasta
viðfangsefni hvers sjálfstæðs rrkis,
einkum þeirra, sem ekki hafa að-
stöðu til þess að berja í borðið í
krafti valds síns. Tilvera íslenzka lýð-
veldisins er háð því, að réttur en
ekki ofbeldi, ráði í samfélagi þjóð-
anna. Fullyrða má, að íslendingar
hafi yfirleitt haldið með festu og
skynsemi á utanríkismálum lýðveld-
isins. ísland hefir lagt kapp á að
gerast aðili að þeim samtökum, sem
líklegust eru til þess að tryggja frið
og réttlæti í heiminum. Þeir hafa með
friðsamlegum samningum losnað við
heri tveggja stórvelda úr landi sínu,
hafnað beiðni annars þeirra um her-
stöðvar, en þó tryggt sér mikils-
verða vináttu beggja þessara vold-
ugu nágranna. ísland verður í fram-
tíðinni að fyigja sömn stefnu, kapp-
O^aníiaSrot
FRÁ LÍ&NUM DÖtíUM.
Úr annálum
Það var ekki SÍS að þakka.
,,DEGI“ finnst það mjiig í frásögur fœr-
andi, að „Varg“, p.em SÍS mun liafa á
leigu, bafi komið hingað beina leið til Ak-
ureyrar frá Bandaríkjunum og skipað hér
é land hátt á annað hundrað bifreiðum og
ýmsuni öðrum varningi. „Er þetta fyrsta
iigling á vegum SÍS með allekyns verzlun-
arvarning beint hingað, án urohleðslu í
Reykjavík", pegir blaðið. Verður ekki bet-
ur eéð en blaðið telji þessa siglingu hing-
að hafu verið fyrirfram úkveðna af stjórn
SÍS, sem með þessu sýni mikinn skilning
á haggmunum landsmanna utan Reykja-
víkur.
Því miður er „Dagur'1 hér að eigna SÍS
heiður, sem því ekki ber. Ásteeðan til þess,
að „Varg“ kom beina leið hingað var eng-
in önnur en 3Ú, að óttazt var, að verkfall-
ið í Reykjavík myndi stöðva affermingu
skipsins. Liggur það líka í hlutarins eðli,
því að langflestar þeirra bifreiða, sem með
skipinu komu, óku héðan beina leið til
Reykjavíkur, eftir að þær höfðu verið sett-
ar saman á verkstæðum hér. Meiri hluti
bifreiðanna voru vörubifreiðar, en einnig
komu nokkrar amerískar fólksbifreiðar.
Þær munu allar fara til Reykjavíkur, nema
ein eða tva,-r, sem fróðlegt verður að sjá,
hverjir eignast. Væntanlega verða það
læknar eða aðrir, sem mesta þörf hafa
fyrir þær!
Það er vissulega rétt lijá „Degi“, að
þessi skipakoma getur gefið nokkra hug-
mynd uin þá miklu vinnu og tekjur, sem
Reykvíkingar hljóta að liafa haft af hin-
um beinu vöruflutningum þangað, en það
væri víst miklu nær sanni að þakka verk-
fallsmönnum í Reykjavík en SÍS fyrir
þessa skipakomn.
ómakleg aðdróttun.
FYRIR skömmu ritaði Magni Guð-
mundsson, viðskiptafræðingur, grein í
kosta vinsamlega sambúð' við allar
þjóðir, án þess þó að fórna nokkru
af landsréttindum sínum.
A vettvangi innanlandsmála hefir
gengið á ýmsu, og þar eigum vér nú
við mestan vanda að stríða. Stofnun
lýðveldisins fylgdi mikil alda fram-
taks og framfara, sem sýndi, að
þjóðin trúði á land sitt og getu sína.
Sú skoðun varð ráðandi hjá megin-
hluta þjóðarinnar, að nota bæri þá
fjármuni, sem þjóðin hafði eignazt
á atríðsárunum, til þess að búa svo í
haginn fyrir þjóðina, að allir lands-
menn gætu búið við lífvænleg kjör
og atvinnuleysi og skorti yrði fyrir
fullt og allt bægt frá dyrum íslenzki-
ar alþýðu. Sumir töldu að vísu, að
hin miklu kaup margvíslegra fram-
leiðslutækja væri óskynsamleg, en
nú, þegar margs konar vélar til þæg-
inda og aukinna afkasta fyrir bænd-
ur og sjómenn og glæsileg skip eru
að streyma til landsins, hafa allar
slíkar raddir þagnað, og allir skilja
nú, að aukin véltækni er undirstaða
blómlegs atvinnulífs í framtíðinni.
En því miður hefir nokkurn skugga
dregið fyrir þá sól bjartsýni og
glæstrar framtíðar, sem skein yfir ís-
landj. Það er þó gleðilegt, að ís-
Morgunblaðið, þar sem liann gagnrýndi
mjög álit hagfræðinganefndarinnar. Ólaf-
ur Björnason, hagfræðingur, sem var full-
trúi Sjalfstæðisflokksins í þeirri nefnd,
svarsði þessari gagnrýni. Magni ritaði síð-
an aðra grein og íór þar mjög ómakleguni
orðurn um Ólaf Björnsson persónulega, og
vændi hann um óheiðarleik sem vÍ6Índa-
man». Gaf hann í skyn, að' skipun Ólafs í
dósentsembætli við Viðskiptadeild Háskól-
ans væri gönnun þess, hversu hann hefði
reynt uð þóknast Framsóknarmönnum í á-
litsgjörð hagfræðinganna.
Ólafur Björnsson er almennt viðurkennd
ur einn allra gleggsti hagfræðingur lands-
ins. Hann hefir allra manna rökfastast
varað við ríkiskúgun sósíalismans,* enda
hafa kommúnistar óttast mjög skrif hans.
Ólafur átti fyrir löngu skýlausan rétt á
því að vera skipaður dósent við Háskólann
og Háskólaráð hvað eftir annað farið fram
á það, en kommúnistar hafa sjaldan hirt
mikið um að þóknast réttlætinu, og Brynj-
ólfur Bjarnason neitaði að skipa hann í
embættið. Varð Ólafur þar að gjalda hinn-
ar 9njöllu gagnrýni sinnar á stefnu komm-
únista. Það var því ekki nema sjálfsagt
réttlætismál, að Eysteinn Jóneson, mennta-
malaráðherra, skipaði hann nú þegar í
þetta dósentsembætti, sem hann hefir
rækt mcð prýði undanfarin ár. Er Ólafur
Bjömsson flestum rnönnum ólíklegri til
þess að kaupa sér embætti ú kostnað heið-
urs síns setn vísindamanns.
Framsókn og gjaldeyririnn
FRAMSÓKNARMENN hafa gert gjald-
eyrismálin að höfuðárásarefni sínu ú fyrr-
verandi ríkisstjórn. Núverandi viðskipta-
málaráðherra, Emil Jónsson, flutti nýlega
r»ðu á fundi Verzlunarráðs íslands, þar
setn hann skýrði frá því, að gjaldeyrir
landsmamta væri nú þrotinn, og gerði
valdi aS eyða þeim skugga. Dýrtíð
og fjármálaöngþveiti ógnar atvinnu-
vegum þjóðarinnar. Því miður hafa
íslendingar um of dýrkað gullkálf-
inn undaníarin ár og eiga því eríið-
ara með að sýna þegnskap og fórn-
fýsi við þjóðarheildina en margar
aðrar þjóðir. Miður þjóðholl öfl
reyna nú að rífa niður það, sem upp
hefir verið byggt. Þjóðin kallar nú
á þegnhollustu og skilning þess al-
þýðufólks, sem reynt hefir verið að
fá til athafna, er hættuleg geta reynzt
efnahagslegu öryggi þjóðarinnar og
um leið sjálfstæði. Alþýðan á mest í
húfi, ef atvinnuvegirnir stöðvast
vegna dýrtíðarflóðsins. Það væri öm-
urlegt, ef hún yrði sjálf til þess að
kalla yfir sig þá ógæfu. Látum
þriggja ára afmæli lýðveldisins verða
ölluru þjóðhollum öflum hvatning til
samstarfs og sameiginlegra átaka íil
verndunar sjálfstæði þjóðarinnar og
eflingar þeirri þjóðhollustu, sem ein
megnar að tryggja framtíð hins unga
lýðveldis. Það er á valdi þjóðarinn-
ar sjálfrar, hvort hér ríkir blómlegt
atvinnulíf og velmegun eða fjárhags-
öngþveiti og kreppa.
★
SETBERGSANNÁLL
1692:
Frost voru svo hörð, að hesta og
sauði fraus til dauða á sumum stöð-
um, svo vel syðra sem á öðrum stöð-
um, svo hross lágu þá allvíða dauð,
þó feit væri, því frostin gripu þau til
dauðs. Þá lágu og svanir við sjóar-
víkur og við vötn dauðir af hungri
og harðindum. í Borgarfirði og um
suðurlandið fengu þá margir menn
stóran skaða af fellir fjár og fær-
leikapenings.
Austur í Hreppum var fátækur
maður, hrumur á fótum og bólginn
mjög. Hann bað sér væri tekið blóð
á fótum. Þá þess var freistað dróg-
ust þaðan ormar. Hann bað þá
höggva af sér fæturnar, en til þess
vildi enginn verða. Fékk hann þá
öxi og dróst í einhýsi, fannst þar
dauður, en fóturinn annar höggvinn
mjög.
1693:
A þeim vetri var mikill þjófnaður,
svo að í þeirri sýslu (Arnessýslu)
voru hýddir og markaðir, með þeim
eina, sem hengdur var, alls 19 þjóf-
ar. En í Rangárvallasýslu 10 eður 11
þjófar.
Reykir sáust síð dags úr Heklu-
fjalli. Var ætlan manna, að þar
mundu hverir upp komnir.
/ „Norðra“ 1855 er birtur svo-
hljóðandi kafli úr bréfi frá presti
nokkrum:
„Hvað veldur því helzt, að nýgipt-
ir bændur eru vest staddir með hey
og matbjörg nú í skorpunni, en höfðu
þó efni í sumar einB og aðrir. —
Svar: Það var einasta vanspilun og
ráðdeildarleysi, að þeir í vinnu-
mennskunni lærðu ei hjá góðum
bændum að brúka búreglur. Hvar
eru ráð til þess að upphvetja bænda-
syni og vinnumenn til að sýna það
með óræku hegðunardæmi, að þeir
geti gengið í bónda stað og sagt
haganlega fyrir heimilisverkum, líka
hversu haganlegá og drjúglega þeir
hafa varið kaupi sínu? Nú þarf eigi
annað en biðja löggjafara, að bæta
því atriði við hjúskapartilskipunina,
að þeir einir fái hjónaband, sem með
trúverðugum vitnisburðum góðra
bænda geta sannað, að þeir hafi sýnt
það með dugnaði, ráðdeild og hóf-
semi, að þeir geti stjórnað búi, vit-
um svo til hvort kauðar fara ei að
sjá í kringum sig og taka sér fram,
þegar þetta svo meinlega Hggur við,
og sama ískylda ætti að viðliggja
fyrir ógiptar stúlkur, er vildu kom-
ast í hjónaband, að þœr hefðu og
vitnisburði um góða hegðun, dugn-
að og ráðdeild frá 1 eða fleirum dá-
indiskvinnum.
Búi bændur vel með forsjá, þá
líður öllu fólki vel, en búi þeir illa,
1694:
Á þessu ári kom ekkert skip á Ak-
ureyri fyrir norðan.
Á Vestfjörðum var kennt 2 mönn-
um, að myrt hefði einn ódáðastrák,
Jón Ólafarson, að nafni, sem marga
hesta drepið hafði, stolið og strokið
um margar sveitir og margt stráks-
verk unnið. Var haldið honum mundi
í sjó sökkt verið hafa.
Á Holtum átti 16 eða 17 vetra
gamall piltur barn við karlægri konu
spítelskri, sem varla var flutnings-
fær.
1695:
A þessu haústi riðu 2 menn á róta-
fjall, hverjir malpoka með sér höfðu,
en nær þeir langt frá byggð voru
og nálguðust á eina, þá datt hestur
annars niður dauður undir honum.
Strax þar eftir hestur hins mannsins
með sama hætti. Svo varð þessum
báðum mönnum mjög ólystugt og
þungt, en hugðu þó að ná malpokum
sínum. Til þess reyndu þeir þrisvar
og gátu ekki það gjört fyrir veik-
leika sakir, því nær þeir fjarlægðust
þessa dauðu hesta, batnaði þeim, en
þá til þeirra ganga vildu, þyngdi
þeim, svo að til byggða fótgangandi
fara urðu. Nokkrum dögum síðar
fengu þeir fleiri menn hugdjarfari
þá er lands velgengni þrotin. Sönn
ástæða og hennar undirstaða er, að
læra að búa.“
#
Smnarið 1863 voru spítalarnir í
Kanton í Bandaríkj unum troðfuliir
af sjúkum og særðufn hermönnum.
Heldri konur vitjuðu þeirra daglega,
færðu þeim allskonar sælgæti og
gerðu allt, sem þeim var unnt til þess
að hressa sjúklingana og hjúkra
þeim. Einu sinni var falleg ung stúlka
að útbýta blómum í einum spítalan-
um og segja ýms hughreystingarorð
við þá, sem umhverfis hana voru. Þá
heyrði hún hermann einn hrópa upp
yfir sig: „ó, Drottinn minn.“ Hún
gekk að rúmi hans og sagði við hann:
„Voruð þér ekki að nefna nafn Drott
ins? Eg er ein af dætrum hans. Er
það nokkuð, sem ég get beðið hann
um fyrir yður?“ Hermaðurinn leit
framan í yndislega andlitið á henni
og svaraði: „Eg er ekki alveg frá
því.“ „Jæja,“ sagði hún, „hvað er
það þá?“ Hann leit inn í augu henn-
ar, rétti út hendina og sagði: „Gerið
svo vel að biðja hann að gera mig
að tengdasyni sínum.“
*
Hún: „Og það er ekki meira en
mánuður síðan þú sagðist alveg geta
étið mig.“
Hann: „Ó, að ég hefði þá gert
það.“
Framh. á 7. síðu.
Framh. á 7. síðu.
yaman og aivara.