Íslendingur - 25.06.1947, Page 4
4
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 25. júní 1947
^ÞanhaSvot
FRÁ LIÐNUM DÖGUM.
9
Ur annálum
í SLE N D I N G U R
Ritstjóri og ábyrgðarmafiur:
MAGNÚS JÓNSSON.
Utgefandi: Utgáfufélag Islendings.
Skrifstofa Gránufélagsgata 4.
Sími 354.
Auglýringar og afgreiðsla:
SVANBERG EINARSSON.
Pósthólf 118.
PRENT8MIBJA BJÖRNS JÓNSSONAR HT
Eftirtektarvert
æskulýðsþing.
Ungir Sjálfstæðismenn héldu 9.
landsþing sitt hér á Akureyri um
síðustu helgi. Á annað hundrað full-
trúar, víðsvegar af landinu, sátu
þing þetta, og bar það glögg merki
þess mikla gróanda, sem nú er í fé-
lagssamtökum ungra Sjálfstæðis-
manna um allt land.
011 afgreiðsla mála á þinginu mót-
aðist af festu og raunsæi og þingfull-
trúar gerðu sér til hlýtar ljósa þá á-
byrgð, sem á þeim hvíldi gagnvart
æskulýð þjóðarinnar, er sífellt skip-
ar sér fastar um merki Sjálfstæðis-
flokksins og þau hugsjónamál, sem
einkenna Sjálfstæðisstefnuna. Það
var hlutverk þessa þings að túlka
viðhorf og lífssjónarmið Sjálfstæðis-
æskunnar, enda afgreiddi þingið
enga ályktun án ítar’legrar athugun-
ar. Einhugur og baráttuandi ein-
kenndi alla starfsemi þingsins, og
þótt fulltrúar gætu skýrt frá góðum
árangri og miklum sigrum á þessu
þingi, voru þeir allir staðráðnir í að
vinna enn stærri sigra fyrir næsta
Sambandsþing.
Segja má að ályktanir þingsins
beri vitni um tvennt: Annars vegar
einróma kröfur um vernd og eflingu
einstaklingsfrelsis og lýðræðis í
landinu og herhvöt til íslenzkrar
æsku um að sameinast gegn óvinum
þessara dýrmætu mannréttinda. Hins
vegar bjartsýni og trú á getu þjóðar-
innar og glæsta framtíð hennar, ef
allir leggjast ó eitt að vinna fyrir
þjóðfélagið og láta sérdrægni og
þröngsýn hagsmunasjónarmið víkja
fyrir hagsmunum og þörfum heildar-
innar.
Þingið lýsti sérstakri ánægju sinni
yfir því meginstefnumáli núverandi
ríkisstjórnar að halda ötullega áfram
þeim stórkostlegu umbótum og fram-
kvæmdum í atvinnumálum þjóðar-
innar, sem hafnar voru undir for-
ustu Sjálfstæðisflokksins í fyrrver-
andi ríkisstjórn. Það er mest um
vert fyrir æsku landsins, að þær
framkvæmdir nái tilgangi sínum, og
því hlýtur æskulýðurinn að snúast
einarðlegast gegn öllum aðgerðum,
er geta orðið þess valdandi, að þær
tefjist eða stöðvist, og því vítti
þingið sérstaklega svik kommúnista
við nýsköpunarstefnuna og þjóð-
hættulega starfsemi þeirra síðan.
Þingið varaði alvarlega við ein-
okun og ríkisafskiftum af allri hegð-
un borgaranna. Það lagði jafnframt
áherzlu á nauðsyn þess að efla frjáls
félagasamtök og gera sem víðtækast-
Sókn kommúnista.
ÍSLENZKIR veikamenn hafa jafnan
verið stéttvísir og skilið nauðsyn einingar-
innar, ef þeir ættu að fá málum sínum
framgengt. Þetta vissu kommúnistar gerla
og það mun ekki hvað sízt hafa hvatt þá til
þess að leggja út í það ógæfnsamlega ævin-
týri að hefja skemmdaraðgerðir gegn at-
vinnuvegum þjóðarinnar í því skyni að
velta úr valdastóli ríkisstjórn, sem þeim
var ekki þóknanleg. Þeint var ljóst, að
mörgum verkamanni myndi hrjósa hugur
við að beita lögvernduðum samtakarétti
verkamanna til aðgerfia, sem voru líklegri
til að spilla fyrir samtökunum en efla þau.
Hitt töldu kommúnistar víst, að ef þeim
tækist að ota einhverju verkalýðsfélagi út
í vanhugsað verkfall, gætu þeir með skír-
skotun til hollustutilfinningar verkamanna
vifi samtök sín og stétt fengið verklýðsfé-
lögin almennt til þess að styðja verkfalls-
ákvörðunina.
Þetta lierbragð kommúnista heppnaðist
í bili. Með skírskotun til stéttvísinnar og
með þeim blekkingum, að verkfallið hefði
engan pólitískan tilgang og myndi afieins
standa í fáa daga, fengu þeir „Dagsbrún“
út í verkfall. Undir hinu sama yfirskyni,
að þeir væru að vinna fyrir verkalýðinn,
höfðu þeir fengið ýms verklýðsfélög við
síldarverksmiðjurnar Norðanlands til þess
að fela sér nokkurs konar sjálfdænti um að
ákveða vinnustöðvanir við síldarverk-
smiöjurnar. Með stöðvun síldveiðanna þótt
ust kommúnistar nokkurn veginn öruggir
aö hafa ráð ríkisstjórnarinnar í höndum
sér. Verkamennina sjálfa töldu þeir sig
ekki hafa ástæðu til að óttast.
Verkalýðurinn mótmœlir.
EN ÞA tóku að gerast atburðir, sem
kommúnistar liöfðu ekki reiknað með.
Þeim hafði ekki dottið f hug, að verka-
menn myndu ekki taka góðar og gildar
falsröksemdirnar fyrir þessu verkfalls-
brölti og kaupkröfum, þegar dýrtíðin var
að sliga atvinnuvegina. Kommúnistar gættu
•þess ekki, að enn hugsar meiri hluti ís-
lenzkra verkamanna sjálfstætt, þrátt fyrir
allar tilraunir kommúnista að gera verka-
menn að viljalausum verkfærum sínum.
Þessir verkamenn skildu, að það var ekki
af fjandskap við þá, að þrjóskast var vií^
að greiða nokkra kauphækkun, heldur
vegna þess, að óumflýjanlegt var nú að
stemma stigu við sívaxandi dýrtíð, sem
var að gera okkur ókleift að standast sam-
keppnina á heimsmörkuðunum. • Þessum
verkamönnum var það vel ljóst, að það var
ar ráðstafanir til þess að efla félags-
legan þroska, ábyrgðartilfinningu og
manngildi einstaklinganna.
í ályktun þingsins er sérstaklega
bent á þörfina á því að vinna gegn
því misvægi, sem orðið er í þjóðfé-
laginu vegna óeðlilegrar stækkunar
höfuðborgarinnar og þeirra erfið-
leika, sem hin stórauknu afskifti op-
inberra aðila í Reykjavík valtla lands-
mönnum utan Reykjavíkur.
Það er sérstök ástæða til þess að
vekja athygli á ályktun þingsins um
minnisvarða vegna lýðveldisstofnun-
arinnar. Þar er um að ræða hug-
mynd, sem gera má ráð fyrir, að öll
mikilvægast fyrir verkalýðinn að atvinnan
væri örugg og því skynsamlegast fyrir
verkamenn að krefjast róttækra aðgerða
gegn dýrtíðinni í stað þess að hleypa bein-
línis af stað nýrri dýrtíðarskriðu.
Þessir menn skildu, að kommúnistar
voru nú teknir að reka hættulega skemmd-
arstarfsemi innan sjálfrar verklýðshreyf-
ingarinnar og verkalýðurinn yrði því að
efla samtök sín gegn kommúnislum innan
verklýðsfélaganna og forustuliði þeirra í
Alþýðusambandinu.
Kommúnistar
á undanhaldi.
SOKN kommúnista gegn lögum og rétti
í landinu og öryggi atvinnuveganna er nú
sífellt meir að snúast upp í algert undan-
hald tindan þeitn verkalýfi, sem kommún-
istar ætluðu að beita í valdabaráttu sinni,
en skilur nú, að sú valdabarátta er í and-
stöðu við hagsmuni verkamanna. Hvert
verkalýðsfélagið af öðru snýst gegn hinni
kommúnistisku stjórn Alþýðusambandsins.
Svo að segja daglega er tilkynnt í fréttum,
að samúðarverkföll séu afturkölluÖ eða
þau felld. í ýmsum verkalýðsfélögum hafa
verkamennirnir risið gegn hinttm kommún-
istisku stjórnum félaganna. Forseti Al-
þýðttsambandsins þorir jafnvel ekki að
bera undir atkvæði í sínu eigin félagi
„Hlíf“ í Ifafnarfirði, tillögu itnt samúðar-
verkfall. Fyrstu dagana eftir að verkfall
i „Dagsbrúnar“ hófst, birti Þjóðvilj-
inn feitletraðar tilkynningar um samúðar-
verkföll, og stjórn AJþýðtisambandsins
sendi út bréf til allra sambandsfélaganna
nteð tilmælum um samúðarverkföll um
allt land hjá Vinnuveitendafélagi íslands,
Skipaútgerð ríkisins og olíufélögunum,
en eftir að mótmœli 'tóku að streyma inn
frá verklýðsjélögunum, birti stjórn Al-
þýðusambandsins þá kynlegu yjirlýsingu,
að hún hefði aldrei beðið nein félög að
gera samúðarverkföll. Fátt sýnir betur
uppgjöf kommúnista.
Aðferðirnar í Borgarnesi.
GLEGGSTÁ dæmið um það, hversu
kommúnistar virða lítils sjálfsákvörðunar-
rétt verkamannanna, þegar þeir ertt ann-
ars vegar, eru hinar undraverðu ofbeldis-
lilraunir þeirra í Verkalýðsfélagi Borgar-
ness. Þar samþykkti hin kommúnistiska
stjórn og trúnaðarráð verkfall. Mikill
fjöldi félagsmanna sendi stjórn félagsins
skrifleg móttnæli og krafðist félagsfundar.
félagssamtök æskunnar í landinu
sameinist um að koma í framkvæmd.
Þetta glæsilega þing ungra Sjálf-
stæðismanna mun án efa verða til
þess að efla samtök þeirra að mikl-
um mun. Æskan skilur, að Sjálfstæð-
isstefnan ein er þess megnug að
tryggja farsæla framtíð íslenzku
þjóðarinnar og varðveita þau rétt-
indi, sem eru sérhverjum sÖnnum ís-
lendingi eðlisbundin nauðsyn. Með-
an Sjálfstæðisflokkurinn hagar starf-
semi sinni í samræmi við þessar hug-
sjónir æskunnar, er honum tryggt
forustusætið í íslenzkum stjórnmál-
2 697:
Kól lögréttumann í kyndilmessu-
fjúki, af honum bæði tær og fingur.
Lcstaferðir af norðlenzkum á góu
og einmánuði að kaupa fisk til fæðu
undir Jökli. Fiskileysi fyrir norðan,
eins djúpl og grunnt.
Mannfall af vesöld í Ólafsfirði
samantalið 80; Fljótum 84, Trékyllis-
vík 54, í Rifi vestra og á Hellissandi
undir Jökli 24, en þó mest mannfall-
ið á Langanesi og þar báðum megin
í nálægum sveitum.
Á alþingi líflátnir 5 menn, þar í
ein kona. Það voru 2 þjófar úr
Skagafirði og þeir 2 úr Dalasýslu,
sem myrtu þann vonda dreng, Jón
Ólafarson, og kona úr Árnessýslu
fyrir barns síns leynd og förgun.
Tveir menn ó Akranesi gáfu sig í
brennivínsdrykkju. Annar þeirra
drakk í einu 5 pela, annar 8. Sá dó
skömmu síðar, en sá, er 5 pela drakk,
hélt lífi.
1698:
Harðindi stór um landið af heys
og matar skorti. Dó fólk fyrir norð-
an í hallæri, einnig um Borgarfjörð,
helzt á Mýrunum, á milli bæja og
víðar, svo og líka austur á Síðu.
Rán og þjófnaður víða um landið
af umhleypings strákum og öðrum
ómildum. Stolið bæði fríðum og
dauðum peningum, brotin upp hús
og hirzlur, hýddir þjófar og mark-
aðir, karlar og kvinnur, ungir og
gamlir. Eftir páska hengdir tveir
þjófar, annar úr Hegranessþingi, en
annar úr Vöðluþingi, nálægt Þing-
eyrum, dæmdir af herra Lauritz lög-
manni.
Djákninn fró Reynistað, Oddur
Þorsteinsson, drukknaði í vatninu
fyrir vestan Þingeyrarklaustur.
Bóndinn: Eg fór fyrst til Jóns
hómópata, og hann gaf mér eitt róð.
Héraðstœknirinn: Ekki spyr ég nú
að ráðunum hans Jóns, þau hafa
mörgurn komið í rúmið og ef til vill
inn i eilífðina, eða hvað var það,
sem hann ráðlagði yður?
Bóndinn: Að leita til yðar.
#
Faðirinn: Mér er óskiljanlegt, að
þú skyldir fara að kyssa dóttur mína
í rökkrinu úti á svölunum.
Ungi maðurinn: M.ér var það
sjólfum líka óskiljanlegt, að ég skyldi
voga það, þegar ég sá hana síðar
standa undir ljósakrónunni í saln-
um.
*
Þjónninn (í veitingatjaldinu):
Óskar herrann að fá ennþá eitt glas
af öli?
Hann (við konu sína): Hvað seg-
irðu, heillin. Heldurðu að ég sé
þyrstur enn?
*
Djákninn fró Möðruvallaklaustri
drukknaði í Eyjafjarðará.
Átti hross á Arnarhóli ó Seltjarn-
arnesi folald með 5 fótum og fimm
höfðum, tveimur framfótum og þrem
ur afturfótum.
Þessa árs sumar var æskilegt, með
hitum og góðri veðráttu. Nýttust vel
töður.
1699:
Þá skeðu margir hræðilegir og fó-
heyrðir tilburðir.
Á þessum vetri sást á nætur óvenju
mikið stjörnuhrap af himni.
Fé hraktist mjög margt allvíða og
fennti, kafnaði í húsum. Líka heyrð-
ist, að hálsbrotið væri.
í Trékyllisvík, aðfangadagskvöld-
ið, jóladags, annars dags og þriðja
dags kvöld, urðu bráðkvaddir 4
menn, sitt kvöldið hver þeirra við
lestur. Þar í sveit og víðar ó Strönd-
um liafði þar ekki í fyrndinni fólk
tíðum sóttdautt orðið, því þegar
I nokkur varð bráðkvaddur, þá heyrð-
ist ógnarlegt hljóð, svo að fjöllin
tóku eftir, og kölluðu það náhljóð
eða nágaul.
Á þessum vetri misstu nokkrir
prestar sitt prestsdæmi fyrir barn-
eignarbrot.
Á þessum vetri sóust mörg teikn á
loftinu, vígabrandur og vígahnöttur,
þar með á björtum degi, að sólu
sjáandi, eldleg leiftran um loftið.
Hengdur þjófur á alþingi að vost-
an, en annar, Steingrímur Helgason,
nafnfrægur þjófur, til dauða dæmd-
ur, komst af þingi úr þrennum járn-
um. Náðist síðar norður í Víðidal,
og þar var hann hengdur.
Suður í BátSendakaupstað deyði
maður af brennivíns ofdrykkju. Sá
hét Erlendur.
A: Má ég biðja yður að rétta mér
blaðið þarna á borðinu hjá yður?
B (snúðugur): Hvað eigið þér
við? Þér haldið þó ekki, að ég sé
hér veitingaþjónn?
A: Nei, mikil ósköp, en ég hélt að
þér væruð kurteis maður, og ég bið
yður afsökunar á þeirri skyssu.
#
Kennarinn: Ef þú kaupir 25 álnir
af svörtu klæði fyrir 50 krónur, hvað
kosta þá 6 álnir?
KauprnannsSonurinn: Það get ég
eigi sögt yður, því að það'er hvergi
hægt að fá 25 álnir af svörtu klæði
fyrir 50 krónur.
*
Gesturinn við veitingasalann: Er
yður alvara að ætla að selja mér á
fimmtán krónur þetta rúmlán í nótt?
Eg liefi ekki getað sofnað blund í
þessu bannsettu fleti, og svo sveikst
þjónninn um að vekja mig kl. sex
eins og ég bað hann.
#
Framh. á 7. síðu.
(Efaman og alvara.
um.