Íslendingur


Íslendingur - 13.08.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 13.08.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. ágúst 1947. ÍSLENDINGUR 3 amband ungra Siálfstæðismanna Jónas G. Rafnar: Islenzkur æskulýður verður að reynast hlutverki sínu vaxinn. Ræða, flutt ó héraðsmóti Sjólfstæðismanna í Skaga- firði 10. ógúst 1947 Hin síðari ár hefir þálttaka æsk- unnar í stjórnmálalifi þjóðarinnar stöðugt farið vaxandi. Það er ekki ýkja langt síðan, er það þólti næsta óviðeigandi, að ungir menn, svo ekki sé minnst á konur, hefðu af- skipti af opinberum málum, svo að nokkru næmi. Þar áttu hinir eldri og reyndari einir að sitja í fyrirrúmi. Lengi framan af höfðu ekki aðrir en rosknir menn kosningarrétt og kjörgengi. Í stjórnarskránni frá 9. maí 1920 var þó kosningaréttur og kjörgengi miðað við 25 ára aldur og árið 1934 er aldurstakmarkið fært niður í 21 árs aldur, sem enn situr við. 0 ísjenzkur æskulýður hefir átt því láni að fagna, að efnahagsleg að- staða lians hefir stórum hatnað jafn- framt því, sem pólitískt frelsi hans hefjr aukizt. Lífsskilyrði æskunnar í landinu eru nú í flestu harla ólík þeim aðstæðum, sem fyrirrennararn- ir urðu að sætta sig við. Til skamms tíma var næsta ógerlegt fyrir aðra en ríkismanjissyni að leita sér skóla- menntunar. Fátæklingurinn hafði alla jafna enga möguleika á því að leita sér frarna, þrátt fyrir hæfileika og námsvilja. Atvinnuhættir þjóðarinnar voru einhliða og fátæklegir. Að brjóta nýjar leiðir var ekki heiglum hent Alls þorra æskunnar beið langur erf- iðisdagur án tillireytinga. Vegna úr- •eltra tækja og óhagstæðrar verzlun- ar gátu atvinnuvegirnir ekki risið undir nema mjög lágu kaupgjaldi, og oft og tíðum, er liart var í ári, voru laun erfiðisins aðfeins fæði og klæði af skornmn skammli. Þegar aaskan, sem nú hyggir land- ið, lítur um öxl, verður hún að við- urkenna, að betur er að henni búið, en nokkru sinni áður í sögu þjóðar- innar. Réttur æskunnar til pólitískra af- skipta er viðurkenndur og allir stjórn málaflokkar verða að taka sanngjarnt tillit til vilja liennar og óska. Aðstaðan til þess að leita sér franta, að liafa sig áfram í lífinu, eins og það er kallað, er öll önnur. Æskumenn, hvar i stétt sem eru, geta leitað sér menntunar, ef þeir Iiafa nægan vilja og dugnað til að bera. í landinu hafa risið upp fjölda marg- ar nvjar atvinnugreinar, scm þarfn- ast starfandi manna og kvenna. Vegna þess hefir Iiver og einn betra tækifæri, en áður, til þess að leggja það starf fyrir sig, sem hugur hans hneigist helzt að. Með stórum betri efnahag þjóðar- innar nýtur æskan vaxandi þæginda. Hún elst nú upp við betri húsakynni og betra lífsviðurværi en áður og hefir tómstundir til ýmissra hollra iðkana eins og t. d. íþrótta. Eg geri ráð fyrir því, að margir æskumenn eigi erfitt með að átta sig á umskiptunuin í þjóðfélagshögum okkar Islendinga, sem hér er á drep- ið. Æskumaður, sem elsl upp við alls nægtir og þægindi, á að vonum erfill með að skilja þær aðstæður, sem hann hefði orðið að búa við, ef hann hefði fæðst í þennan heim fyrir einum 50-70 árum. Skólapiltar úr Eyjafirði og Skagafirði fóru þá iðu- lega fótgangandi til Reykjavíkur, urn vikuferðalag, oft í misjöfnu veðri. Skólamaður nútímans sezt inn í flug vél, sem fer sömu leið á einni klukku- stund eða bifreið sem fer á 10 tím- um, svo eitt dæmi sé tekið. Náms- maður, sem hefir góða atvinnu yfir sumarmánuðina, getur með hagsýni lifað á afrakslri hennar yfir veturinn. Þó þarf hann ekki að neita sér um neitt, sem talizt geta lífsnauðsynjar. Slíkl hefði verið ógerlegt fyrr á tímum. íslenzka Jijóðin hefir með starfi sínu á liðnum árum búið vel í hag- inn fyrir æskuna. Þjóðin getur því tvímælalaust gert kröfur til hennar, og þá fyrst og fremst, að hún varð- veiti Jiað vel, sem áunnist hefir með striti margra kynslóða. En —- æsk- unni ber einnig ótvíræð skylda til þess að halda starfinu áfram. Tak- markið hlýtur jafnan að vera Jiað sama, að auka sem mest hagsæld allra landsins barna. Æskan verður að Ijá hinum stórfelldu framkvæmd- um til sjávar og sveita, sem hér hafa einkum gerzt seinustu þrjú árin, lið- veizlu sína. Með hin nýju framleiðslu tæki að bakhjarli getur æskan litið framtíðina bjartari augum en nokkru sihni áður í sögu þjóðarinnar, ef haldið er á málunum með gælni og festu. Verði örðugleikar í veginum ber að mæta þeim með karlmennsku, og liugsa til þeirra tíma, er íslenzka Jijóðin háði lífsbaráttu undir oki erlendrar þjóðar og án allrar lækni. Ef leskan reynist nú ekki hlutverki sínu vaxin mun hún án efa hljóla ómilda dóma komandi kynslóða. Stjórnmálaflokkarnir hafa á síðari árum lagt mikið kapp á að vinna æskuna til fylgis við stefnur sínar í landsmálum. Leiðtogar flokkanna hafa gert sér Jiað ljóst, að það er æskan, sem erfir landið. Framtíðar- gengi flokkanna er Jiví í höndum æskunnar. Snúi hún við þeim bak- inu, eru dagar Jreirra senn taldir. Aðhyllist æskan hins vegar hugsjón- ir einlivers flokks á liann fyrir hönd- um glæsilega framtíð 'og forustuað- stöðu í þjóðfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn, sem stend- ur að þessu móti okkar hér í dag, hefir einkum gert sér far um að kynna æskunni baráttumál sín og stefnu. Ungum mönnum og konum, hvar sem eru á landinu, hefir verið gefinn kostur á að taka virkan Jiátl í starfi flokksins og að móta stefnu hans í landsmálum. Undirtektir æsk- unnar við stefnu Sjálfstæðisflokks- ins hafa alltaf verið góðar,- en þó aldrei. jafn eindregnar og einmitt nú seinustu árin. Astæðan mun ótví- rætt vera sú, að stefna Sjálfstæðis- flokksins er í beztu samræmi við hugsj ónir æskunnar. Það er í fullmikið ráðist, að ætla að skýra stefnu ungra Sjálfstæðis- manna í fáuni orðum, • en Jió má segja, að megin atriðið í stefnu ungra Sjálfstæðismanna sé að vinna að alhliða hagnýtingu gæða lands- ins til hagsbóta fyrir allar stéttir landsmanna. Ungir Sjálfstæðismenn telja, að atvinnu- og efnahagsmálum Jijóðarinnar sé bezt borgið með Jiví, að hver og einn hafi sem frjálsastar hendur á athafnasviðinu, en sé ekki íþyngt með ójiarfa hömlum af ríkis- valdsins hálfu. Ungir Sjálfstæðismenn vilja fyrst og fremst að sköpuð séu þau skil- yrði til sjávar og sveita, að allir, sem vinna vilja, liafi jafnan næga og örugga atvinnu. Ungir Sjálfslæð- ismenn hafa því af alhug stutt þá stefnu, sem kölluð hefir verið „Ný- sköpun“ atvinnuveganna, eins og sú stefna var möi'kuð undir forystu Sjálfstæðisflokksins liaustið 1944. Ungir Sjálfstæðismenn hafa jafn- an talið það megin styrk Sjálfstæð- isflokksins að hann er flokkur allra stétta þjóðfélagsins, þar sem aðrir flokkar hafa að meiru eða minna leyti talið sig stétta-flokka. Þar af leiðandi hefir Sjálfstæðisflokkurinn aðstöðu til þess að koma á víðtækari og gagngerri umbótum í Jijóðfélaginu en nokkur annar stjórnmálaflokkur landsmanna. Ungir Sjálfstæðismenn vilja stefna að Jrví, að kjör þegn- anna í þjóðfélaginu verði sem jöfn- ust en hver beri það úr bítum, sem hann á skilið vegna eigin atorku og hæfileika. Ungir Sjálfstæðismenn telja, að Jiessu takmarki verði ekki náð með valdboði ríkisvaldsins, heldur með því móti, að hverjum og einum séu veitt skilyrði til gagn- legra framkvæmda. Alltaf frá því að Landssamband ungra Sjálfstæðismanna var stofnað á Þingvöllum árið 1930 liefir Jiað tekið eindregna afstöðu í- sjálfstæð- ismálum Jijóðarinnar. Ungir Sjálf- stæðismenn fögnuðu Jiví af alhug slofnun lýðveldisins og sambands- slitunum við Danmörku. Megin ástæðan fyrir fylgisaukn- ingu ungra Sjálfstæðismanna mun þó einkum eiga rót sína að rekja til þess, að þeir hafa jafnan íyrst og frernst talið Jiað skyldu sína að berj- ast mót vaxandi áhrifum kommúnista hér á landi. Lýðræðissinnaður æsku lýður hefir gert sér grein fyrir þeirri hættu, sem stjórnskipulagi okkar og frelsi stafar af lífsskoðun og -stefnu konnnúnista. Æskulýðurinn hefir einnig gert sér það ljóst, að Sjálf- stæðisflokknum ' er bezt treystandi til þess að korna í veg fyrir áform kommúnista. Frá því . er kommúnistar hófu starfsemi sína hér á landi, hafa þeir haldið uppi mik/um áróðri meðal æskunnar. Fyrst í stað varð þeim allmikið ágengt, en eftir að ungir Sjálfstæðismenn hófu baráttuna gegn þeim, og þá einkum í bæjunum, hefir fylgi þeirra hrakað. í þessu sambandi má minnast á hina óvenju legu félagaaukningu í Heimdalli, félagi ungra Sj álfstæðismanna í Reykjavík, fyrir síðustu bæjarstjórn- arkosningar, og í samtökum ungra Sjálfstæðismanna hér á Norðurlandi á þessu ári. Ungir Sjálfstæðismenn munu ætíð verða fremstir í víglínu í átök- unum við kommúnista. Kommúnist ar liafa hér á landi, sem alls staðar annars staðar, sýnt Jiað, að þeir bera enga virðingu fyrir lýðræði og mann réttindum. Nái þeir yfirtökunum.hér, hlýtur íslenzka þjóðin að glata frels- inu, sem hún hefir barizt fyrir um áratugi. Eg vil ljúka Jiessum fáu orðum mínúm með því að óska þess, að æskulýður landsins megi reynast hlutverki sínu vaxinn og þá fyrst og frernst ungir Sjálfstæðismenn. Fram- undan bíða fjölda mörg verkefni úrlausnar. Þjóðin hefir þegar sigr- ast á mörgum erfiðleikum, en betur má ef duga skal. Æskan verður að feta dyggilega í fótspor athafnamannanna, sem hafa rutt veginn og komið þjóðinni yfir örðugasta hjallann. Haldi æskan starfinu áfram með dugnaði og fyrir hyggju, þarf íslenzka þjóðin áreið- anlega ekki að örvænta um hag sinn á komandí árum. Þökkum hjartanlega vinarkveðjur og hlýhug á silfurbrúðkaupsdegi okkar 7. þ. m. Sigríður Oddsdóttir. Páll Sigurgeirsson. mm 1 1 TilboO úskast é i I i i í mjólkurflutning úr suðurhluta öngulsstaðahrepps frá 1. nóv. n. k.'til 1. maí 1 948. . Tilboðum sé skilað fyrir 15. sept. n k. til undir- ritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. Laugalandi 9. ágúst 1947. Björn Jóhannesson. éésiaMaiiaagœiaæggj BYLIÐ YALLHOLT á Dalvík er til sölu og laust til ábúðar 1. október n. k. Býlinu fylgir iún 41/2 dagsl., fjós og fjárhús ásamt hlöðum. Upplýsingar gefur Kristinn Jónsson, Dalsmynni, Dalvík. Tilboðum sé skilað iil undirritaðs, sem einnig gefur nánari upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Kristófér Vilhjólmsson, Flugfélagi Islands h.f., Akureyri. i 1 8

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.