Íslendingur


Íslendingur - 13.08.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 13.08.1947, Blaðsíða 6
ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 13. ágúst 1947. jGaníja- dreöíar 65 cm. og 70 cm. breiðir. K. £. A. Vefnaðarvörudeild. til Bæjarstjórn hefir ákveðið að gefa verzlunum í bænum kost á að sækja um nokkur gjaldeyrisleyfi fyrir raftækjum, sem hún hefir umráð yfir. Leyfýi eru 25500.00 fyrir þvottavélum, 10000.00 fyrir rafvélurri og 10000.00 fyrir heimilistækjum. Umsóknum sé skilað á skrifstofu bæjarstjóra fyrir 18. þ. m. Þeim fylgi upplýsingar um, hvenær viðkomandi tæki, sem levfi fæst fyrir, geti verið komin hingað. Akure'yri, 6. ágúst 1947. Bæjarsrjóri. Tilkynni frá Fjármálatáðtsneytinu Fjármálaráðuneytið vekur athygli á því, að ríkisskuldabréf þau, er umræðir í I. kafla laga nr. 67, 5. júní 1947, um eignakönnun, verða einungis seld til 15. þ. m. sbr. 4. gr. þeirra laga. Frestur þessi verður ekki lengdur. Þeir, sem eigi hafa keypt bréf fyrir áðurgreind- an dag geta því eigi notið þess, hagræðis í sambandi við skattafram- tal, sem bréfakaupum þessum fylgir. Fjármálaróðuneytið, 8. ágúst 1947. Hafnarbúðin er búð alSra Hrísgrjón í pk. Baunir í pk. Hálfbaunir í lausri vigt Kartöflumjöl Hveiti loibs. á8.00pokinn Blandað haensnafóður, nokkrir pokar óseldir. Hringið í síma 94! Sendum heim. Hafnarbúðin h. f. Skipagötu 4. — Sími 94. til viískiptamanna beasínafgreiðslu K.EA. Frá og með 5. ágúst hættum vér benzín-sölu frá benzínafgreiðslunni við Kaupvangstorg. Frá sama tíma hófst benzínsala frá ,,Esso"- dælunni við Nýju Bílastöðina, Strandgötu, og eru viðskiptamenn vorir vinsamlega- beðnir að beina viðskiptum sínum þangað hér eftir. Ka.upfélag Eyfirðinga. LÉREFTSTUSKUR Kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björng Jónssonar h. t Þorskalýsi Upsalýsi Lúðulýsi. ":íflkutvtíM?JÍpckk, '311 I'i"€'l "i^t Vd%ÍM^ Bifreiðaolíur, Bátaolíur, Frystivéloolíur, *< Iðnaðarolíur, Bifreiðafeiti, Feiti fyrir bátavélar, ýmsar tegundir. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. Véla- og varahlutadeild. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA 7. KAFLI. Barung soldán. Þegar Orme heyrði þessa þýðu rödd, opnaði hann augun og starði á hápa. „Þetta er einkennilegur draumur," muldraði hann. „Þetta hljóta að„ vera ein- hverjar austurlenzkar sýnir. Óvenjulega fögur kona. Og þetta gullskraut fer vel við dökkt hár hennar." „Hvað segir vinur þinn?" spurði Maqueda mig. Eftir að hafa fyrst skýrt henni frá, að hann væri veikur vegna stórkostlegrar sprengingar, sem hann hefði lent í, þýddi ég orð hans nákvæmlega. Maqueda eldroðnaði alveg upp að hinum yndislegu fjólubláu augum sínum og flýtti sér að draga slæðuna aftur fyrir andlitið. Það varð dálítið vandræðaleg þögn, en síðan heyrði ég Kvik segja við húsbónda sinn: „Nei, nei, hún er ekki nein ástadís í paradís Múhameds. Hún er raunveruleg drottning mcð holdi og blóði, og sú fegursta kona, sem ég nokkru sinni hefi augum lit- ið, þótt hún sé ekki annað en afríkönsk Gyðingastúlka. Vaknaðu, höfuðsmaður, vaknaðu. Þér eruð nú slopp- inn úr vítiseldinum. Þeir þarna niðri náðu í Fungana en ekki yður." „Já, nú skil ég," sagði hann. „Reykurinn af gasinu frá sprengingunni hefir lamað mi'g, en nú er það að líða frá. Adams, spurðu frúna, hversu marga menn hún hafi með sér. Hvað segir hún? Um fimm hundruð? Segðu henni þá að ráðast samstundis á Harmac. Bæði ytri og innri hliðin eru opin. Fungarnir halda, að sjálf- ur djöfullinn sé kominn á kreik og leggja því allir á flótta. Hún getur nú tekið í lurginn á þeim svo um 107 munar. En það verður að gerast undir eins áður en taugar þeirra kornast aftur í samt lag, því að það er í rauninni fremur óttinn en sárin, sem þjá þá nú." Maqueda hlustaði með athygli á ráð hans. „Þetta líkar mér, þetta er g»tt," sa^ði hún á hinu sérkennilega forn-arabiska máli, sem hún talaði. „En ég verð að spyrja ráðgjafa mína. Hvar er frændi minn, Joshua prins?" „Hér, drottning mín," svaraði rödd í þrönginni bak við hana. Og fram úr hóprtum reið þrekvaxinn mið- aldra maður á hvítum hesti. Hann var mjög hörunds- dökkur, og augun voru einkennilega kringlótt og fram- standandi. Hann var klæddur hinum venjulega skrautlega> út- saumaða ausfurlenzka búningi, en utan yfir var hann í hringabrynju. Á fföfði bar hapn hjálm með gimsteini í. Hann var einna líkastur krossfara frá fyrstu dögum Normannanna, en krossinn vantaði reyndar. „Er þetta Joshua?" spurði Orme, sem nú virtist aft- úr vera orðinn dálítið utan við sig. „Hann lítur út eins og drykkfelldur kokkur. Liðþjálfi, segðu honum, að múrar Jerikoborgar liggi nú niðri, svo að hann þurfi ekki að^blása í lúðurinn. Eg er raunar viss um, að hann er hinn mesti garpur við lúðurbláslur." „Hvað segir vinur þinn mi?" spurði Maqueda aftur. Eg þýddi nokkur af ummælum Orme, en sleppti þó bæði upphafi og endi. En jafnvel það, sem ég sagði, virtist skemmta henniy því að hún fór að hlæja og sagði, um leið og hún benti til Harmac, sem enn var hulin reykskýi: „Jæja, Joshua frændi, múrar Jeriko liggja niðri, og nú er spurningin aðeins sú, hvort þú 108 viljir hagnýta þér það? Þá getur verið, að við verðum dauð innan eins eða tveggja klukkutíma, eða þá, ef guð er með okkur, losnaðWið Fungana og ógnir þeirra í mörg ár." Joshua prins starði á hana stórum, framstandandi augum sínum og svaraði með loðinni röddu: „Ertu. orðin geggjuð, drottning mín, afkomandi konunga?' Við Abatierarnir erum hér aðeins fimm hundruð, eir Fungarnir þarna fyrir handan hafa yfir tíu þúsund^ manna lið. Ef við ráðumst á það, göngum við beint út í opinn dauðami. Geta fimm hundruð manns barizt gegn tíu þúsundn'm?" „Það lítur nú út fyrir, að þrír mcnn hafi einir feng- izt við þá í morgun og gert þeim mikla skráveifu. En það er satt, þessir þrír menn voru reyndar af öðrum. kynstofni en Abatierarnir," bætti hiin við með napurri háðsröddu. Síðan sneri hún sér að hinum og kallaði: Hverjir af foringjum mínum og ráðgjöfum vilja fylgja mér, ef ég, sem þó er aðeins kona, þori að ráðast á Harmac?" Einn og einn kallaði: „Eg vil." Og nokkrir skraut- lega klæddir menn riðu fram, en fónrsér þó hægt. Það var allt liðið. „Þarna sjáið þið liðsmenn mína, þið menn frá vestr- inu!" sagði Maqueda eftir nokkra þögn. „Eg þakka yður fyrir yðar snjalla afrek og ráð ykkar, sem ég þó ekki get fylgt. Því að menn mínir eru reyndar ekki — hermenn." Og hún huldi andlitið í höndum sér. Nú varð ógnarleg háreysti meðal fylgdarliðs henn- ar, og allir töluðu hver upp í annan. Það var einkum Joshua, sem lét munninn ganga, dró hið langa sverð

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.