Íslendingur


Íslendingur - 13.08.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 13.08.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. ágúst 1947. ÍSLENDINGUR Stjórnarfarið í Rússlandi Eftir Paul Winterton, fréttaritara brezka útvarpsins. PAUL WINTERTON var fréttaritari brezka stórblaðsins News Clironicle og brezka útvarpsins í Rússlandi stríðsárin 1942—45. Frétiir hans og greinar vöktu þá jafnan mikla athygli, og „Þjóð- viljinn“ hœldi honum á hvert reipi. Nú hejir hann gefið út bók um dvöl sína í Rússlandi, sem nýlega er komin út á íslenzku undir nafn- inu „Myrkvun í Moskva“. 1 formála bókarinnar segir höjundur, að tilgangur bókarinnar sé að fylla í eyðurnar á jréttum hans frá Rúss- landi á stríðsárunum, en þá hafi liann ekki mátt senda annað frá sér en lét vel í eyrum hinna rússnesku valdhafa. Virðist bókin skrifuð af mikilli sakngirni og raunsœi þess manns, sem kynnt hefir sér allar aðstœður til hlýlar. Þjóðviljinn hefir stimplað Winterton „atvinnu- lygara“ fyrir þessa bók, en það gífuryrði mun ekki hagga gildi lienn- ar. „1slendingur“ birtir hér kafla úr bókinni um stjórnarfarið í Rússlandi. í Rússlandi er svo nærri algert einræði, að það, sem munar, skiptir ekki máli. Landinu er í raun réttri stjórnað af litlum hóp manna með Stalin í broddi fylkingar. Að svo miklu leyti, sem rödd þjóðarinnar getur látið til sín heyra, heyrist hún aðeins innan flokksins, þar sem meiri hlutinn ræður öllu og minni hlutinn má ekki láta á sér bæra. í rauninni ræður hinn óbreytti komm- únistaflokksmaður harla litlu um stefnuna nú á dögum og er lítið ann- að en áróðurstæki, sem beitt' er til að vinna ákvörðunum forsprakkanna hylli þjóðarinnar. Stalin er raunverulega einvald- ur. Eg á ekki við það, að hann birt- ist allt í einu samstarfsmönnum sín- um í stjórnmálanefnd flokksins, hendi í þá heilmiklu af fyrirskipun- um ög segi: „Hlýðið“. Eg er nefni- lega á þeirri skoðun, að Stalin sé mjög skynsamur maður, kunni að hlýða á rök annarra og velti fyrir sér skoðunum samstarfsmanna sinna, áður en hann slær botninn í umræð- urnar og kunngerir skoðanir sínar. En þegar hann lcetur uppi álit sitt, þá er málið útrætt. Og þar sem þjóð- in getur ekki með neinu móti mót- mælt fyrirskipunum hans, án þess að stofna sér í hættu, þá er þarna einræði á ferðinni. Að minnsta kosti er það skoðun mín. Það mætti rita heilmikið um þetta efni og ræða urn önnur orð, sem lýstu betur rússneska stjórnar- farinu. Eg get hugsað mér, að menn geti rætt af kappi og óratíma um það, hvort einræði Stalins sé byggt á góðvild eða ekki og hvaða leyti það sé frábrugðið hinum dauðu ein- ræðiskerfum Mussolinis og Hitlers — ef um nokkurn mun er að ræða. En það kemur ekki þessu máli við. Það, sem ég held fram, er að hvað sem þetta stjórnarfar kann að vera, þá er það ekki lýðrœði. Eg hefi tvisvar verið viðstaddur fundi æðsta ráðs Sovétríkjanna í Moskvu, sem er að nafninu til vold- ugasta samkundan í Sovétríkj unum. Ráðið klæðist fullkomnum lýðræðis- búningi. Þar fara fram „umræður", tillögur eru fram bornar og atkvæði greidd. Þrátt fyrir það ber aldrei á neinum neista sj álfsákvörðunar, svo að greint verði. Andmælum er aldrei hreyft, þegar mál eru. borin fram og allir eru samþykkir tillögum stjórn- arinnar. Þingfundur í ríkisdeginum á dögum nazista hlýtur að hafa ver- ið mjög keimlíkur. Meðlimir þessa sovétþings eru kjörnir úr hópi frambj óðenda, sem stjórnin hefir samþykkt. Um fram- bjóðendur stjórnarandstöðunnar er ekki að ræða. Kjósandinn getur skrif að nafn þess, sem hann vill kjósa, á kjörseðilinn, ef honum fellur ekki við frambjóðandann, en aðrir en op- inberir frambjóðendur eru aldrei kosnir. Þegar þessar blekkingakosn- ingar hafa fram farið, ákveður kommúnistaílokkurinn, hvað gera skuli og sovétþingið fellst á það. En að segja, að Sovétríkin séu ekki lýðræðisríki, er allt annað en að segja, að fordæma beri stjórnarfar þeirra umyrðalaust. Þetta kerfi virð- ist eiga mjög vel við Rússa, sem hafa aldrei kynnzt stjórnmálalýðræði eins og við, langar ekkert sérstaklega í það og munu áreiðanlega eiga í mikl' um erfiðleikum við að láta það starfa. Stjórnmálalýðræði er fyrst og fremst vestrænt fyrirbrigði og það er rétt að gera sér það ljóst þegar, að aldir geta liðið áður en það getur dafnað í hinu hálfausturlenzka Rússlandi, ef það getur nokkru sinni dafnað þar. Rússar kunna því vel að láta stjórna sér og leiðbeina. Þeir telja það sj álfsagt og rétt. Eg minnist þess, að ég spurði einu sinni gáfaða rúss- neska konu, sem vann við útvarpið í Moskvu, hvað henni findist um til- tekna tilskipun, er birt hafði verið í, blöðunum þá um morguninn. „Eg tel hana ágæta,“ svaraði hún. ,,Munduð þér samþykkja hvaða tilskipun stjórn arinnar, sem væri?“ spurði ég. „Auð vitað — hún veit betur en ég,“ svar- aði hún. Það er algengasta skoðun- in. Eins og rnenn geta gert sér í hug- arlund, leiðir af þessu, að umræður um stjórnmál í Rússlandi eru ósköp bragðdaufar, því að allir Rússar tala eins um þau mál. Þeir bergmála allir Pravda. Um skoðanamun í stjórnmálum er ekki að ræða. Hug- myndir manna eru allar steyptar í sama mót frá barnæsku og langi menn til að vita, hverjar þær hug- myndir eru, þá er ekki annað að gera en fylgjast með ræðum Stalins. Afstaða okkar til stj órnarkerfis Rússlands ætti að vera raunsæ og æsingalaus. Harðar árásir á það sýna ófullnægjandi skilning á þeim aðstæðum, sem sköpuðu það. Að skamma það og svívirða er að berja höfðinu við steininn. En jafnframt er hyggilegt af ökkur að gera okkur Ijósar hætturnar af því. Það er stað- reynd, að í einræðisríkjum er meiri hætta á að fram komi ábyrgðarlaus og alþjóðleg ævintýramennska en í lýðræðisþjóðskipulagi. Stalin er ekki ábyrgðarlaus ævintýramaður, en arf- taki hans gæti verið það. Eg tel, að friðvænlegra væri í heiminum, ef Rússland væri lýðræðisríki. En Rússland er ekki lýðræðisríki. Þar sem það er staðreynd, eigurn við ekki að leyfa Rússum að komast upp með að láta sem svo sé. Talsmenn Rússa munu vafalaust halda upptekn- um hætti að tala um Rússland sem lýðræðisríki, af því að það orð hljóm ar vel og virðulega nú á tímum og Rússum veitist með því auðveldara að afla stefnu sinni fylgis erlendis. Við ættum að gera okkur ljóst, hvað fyrir þeim vakir og vísa þessari kröfu þeirra á bug. Ymsir menn, sem eru allframar- lega í stj órnmálalífi okkar hafa leit- azt við að breiða út þá skoðun, að þótt í Rússlandi sé ekki „stjórnmála- lýðræði“ á okkar mælikvarða, njóti Rússar samt „efnahagslegs lýðræð- is“ eða jafnvel „raunverulegs lýð- ræðis“. Er þá gefið í skyn, að stj órn- málalegt lýðræði sé í rauninni lítils virði og að Rússar hafi fundið annað lýðræði, miklu betra og að öllu leyti -fullkomnara. Ef „efnahagslegt lýðræði“ táknar eitthvað, merkir það, að alþýða manna ráði yfir starfslífi sínu með því að hafa með-höndum stjórp þess hagkerfis, sem veitir henni atvinnu. Þetta er ekki uppi á teningnum í Rúss landi, hvorki í rúmum né þröngum skilningi. Iðnaður Sovétríkjanna er skipulagður og honum stjórnað af ríkisstofnun, sem er óháð vilja þjóð- arinnar, enda þótt hún starfi í nafni hennar. Alþýða manna er ekki að því spurð, hvort stofna eigi til nýrr- ar fimm-ára-áætlunar, hvort vinna eigi af kappi að aukningu iðnaðar- ins, hvort framleiða eigi meira eða minna af neytendavarningi eða hvort vinnuaginn ^igi að vera harður eða ekki. Hinar æðri deildir kommún- istaflokksins ákveða þetta í samráði við sérfræðinga, sem eru venjulega sjálfir meðlimir flokksins. Þegar stefnan hefir verið mörkuð, er hún framkvæmd af viðkomandi stjórnar- deild, stórkostlegum framleiðsluhring um ríkisins og verksmiðjustjórnum, sem eru einráðir á sínu sviði og segja verkámönnum fyrir verkum í stað þess að leita ráða hjá þeim. Ef verka- mennirnir sýna áhuga fyrir fram- kvæmd stefnu landsins eða verksmiðj unnar, verður það að vera undir eft- irliti og með samþykki flokksdeild- arinnar í verksmiðj unni. Ef menn eru óháðir og láta skoðanir sínar í ljós utan hins rétta ramma, þá mega þeir eiga á öllu von. Verkamenn í verksmiðjum Rússlands geta ekki bundizt samtökum til að fá fram stytting vinnutímans eða hærri laun, nema flokkurinn samþykki það. Verkalýðsfélög þeirra hafa lílil völd eða áhrif og beita sér aðallega við félags- og menningarmál. Meðlimir þeirra geta ekki gert verkföll. Vinnu- aginn er ákaflega strangur og stund- um ósanngjarn. Að kalla þetta iðn- aðarlega alræði „efnahagslegt lýð- ræði“ er að misnota þau orð alveg jafnmikið og þegar Rússland er kall- að „stjórnmálalegt lýðræðisríki“. En nú spyr einhver urn liinn fræga rússneska sið að beita „sjálfsgagn- rýni“ — hvað um veggblöðin í verk- smiðjunum, seni gagnrýna verk- smiðjustjórning, krefjast bættra vinnuaðferða o. þ. h.? Svarið er, að þessi sjálfsgagnrýni táknar aðeins, að þegar búið er að taka ákvörðun á æðri stöðurn, eru verkamenn hvattir lil að gagnrýna allt, sem virðist tefja fyrir skjótri framkvæmd þessara á- kvarðana. Allur áróðurinn verður að vera í samræmi við hina opin- beru línu. Verkamönnum er alger- lega frjálst að gera uppsteit vegna þess, að verksmiðjan afkasti ekki eins miklu og ætlað sé og þeim leyf- ist að saka verksmiðjustjórnina um sleifarlag eða heita að leggja meira að sér. En látum hóp verkamanna bindast samtökum urn að ráðast á hina opinberu línu í verksmiðj umál- um, krefjast styttri vinnudags, minni vinnu og hærra kaups, gegn vilja flokksins, og þá skulum við sjá, hversu mikið „efnahagslegt lýðræði“ þar er á ferðinni. Annað orð, sem Rússar hafa mjög notað og mjög misnotað á ófriðar- árunum, er orðið „frelsi“. Það er ljóst, að frelsi táknar margvísleg mismunandi gæði hjá ýmsum þjóð- um á ýmsum tímum og algert frelsi er óframkvæmanlegt. En við eigum flest við ákveðna hluti, þegar við tölum um ,,stjórnmálafrelsi“ og svo virðist, sem Rússar eigi við hið sama, því að í hinni frægu stjórnar- skrá Stalins frá 1936 er þegnum Sovétríkjanna í 125. grein tryggt „málfrelsi, prentfrelsi, fundafrelsi“ og í 127. grein „friðhelgi einstakl- ingsins“. En þessar greinar eru eins- kis virði í raun og veru — þær hafa aldrei verið framkvæmdar. Ef menn eru andvígir stefnu flokksins í ein- hverju atriði og láta ekki af þeirri andstöðu, þá er úti um þá. Það er hægt - og kemur oft fyrir - að hand- taka menn á laun og senda þá á brott — hvernig sem menn vilja skilja það — án nokkurrar málshöfðunar eða rannsóknar, unr ákveðinn eða óá- kveðinn tíma. Um þetta verður ekki deilt. Rússland er í stuttu máli það, sem átt er við, þegar talað er um „lögregluríki“. Þegar Rússar — eða við sjálfir — teljum Sovétríkin meðal „frelsiselsk- andi þjóða“, þá er það auðvitað hreinasta vitleysa. Eins og nú standa sakir, eru Rússar hvorki ,,frjálsir“ né „frelsiselskandi“. Eg efast ekki um, að margir rússneskir kommún- istar mundu hæglega geta borið fram margt til varnar núverandi skipulagi í Rússlandi. Það er allt annað. En þeir hafa ekki rétt til að lýsa sjálf- um sér með orðum, sem eiga ekki við þá. Enn eitt orð, sem mjög hefir verið þvælt og misnotað á stríðsárunum, er „óháður“. Okkur hefir oft verið sagt, að Stalin óski eftir „frjálsu, sterku og óháðu“ Póllandi. Idann óskar auðvitað ekki eftir því. Hann vill Pólland, sem má gera eins og það vill, rneðan það gerir ekkert, sem er Rússum á móti skapi. Það er vafa- laust eðlilegt markmið og verjandi, en það á ekkert sammerkt við að Pól- land verði ,,óháð“. Sannleikurinn er sá, að nú á dögum eru mjög fá lönd í heiminum algerlega óháð. Það orð táknar, að land geri það sem því sýn- ist, hvort sem öðrum líkar betur .eða verr. Sovétríkin eru óháð, Bandarík- in líka og ég vona, að Bretland sé það. En Pólland er það ekki. Jafnskjótt og við leyfum að merk- ing, sem á ekki við, sé4Iögð í eitt- livert orð líður ekki á lörigu, þangað til við förum að sæjtta okkur við verknaði, sem eru ekki réttlætanleg- ir. Við skulum taka sem dæmi, er Bretland og Bandaríkin samþykktu með samvizkunnar mótmælum þá kröfu Rússa, að þeir fengju þrjú at- kvæði í öryggisráðinu — eitt fyrir Sovétríkin, annað fyrir Ukrainu og hið þriðja fyrir Byelo-Rússland. Krafan um þetta er byggð á því, að Ukraina og Byelo-Rússland væru ó- háð lýðveldi. En þau eru það ekki. Ekkert lýðveldanna í Sovétsamband- inu er óháð. Satt er það að vísu, að stjórnarskrá Stalins mælir svo fyrir, að lýðveldi geti sagt sig úr samband- inu, alveg eins og liún kveður á um ,,friðhelgi einstaklingsins“. En í raun réttri er öllum lýðveldum So-vétsam- bandsins stjórnað af tveimur stofn- unum, sem taka við skipunum frá Moskvu — konnnúnistaflokknum og öryggislögreglunni. Óháður komm- únistaflokkur er hvorki í Ukrainu né Byelo-Rússlandi, né heldur óháð lögregla. Stefna hvors um sig er mörkuð af kommúnistaflokknum eða miðsfjórn lögreglunnar. Hvað sem stjórnarskráin segir um þetta, er það víst, að hver sá Ukraini, sem berð- ist fyrir því, að Ukraine gengi úr sambandinu eða hver sá Byelo-Rússi sem gerði það að tillögu sinni, að Byelo-Rússland yrði gert að sjálf- stæðu ríki, mundi eiga það víst að verða þegar höndum tekinn, annað hvort sem „fjandmaður þjóðarinn- ar“ eða eitthvað því um líkt eða bara sem „fasisti“. Rússar nota ekki orð þessi svo lauslega af fáfræði eða heimsku. Það geta menn reitt sig á. Stalin veit vel hvað orðið „óháður“ þýðir. En Rúss ar vita, að ef menn segja eitthvað nógu oft, þá munu margir trúa því, hvort sem það er satt eða ekki. Orð- ið „fasisti“ hefir réttilega orðið að skammaryrði og svívirðingu um all- an heim. Jæja þá, segja Rússar, ef einhver ræðst á okkur, móðgar okk- ur eða er okkur andvígur, þá köllum við hann „fasista“. Einhverjir taka Framhald á 8. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.