Íslendingur


Íslendingur - 03.09.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 03.09.1947, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagurinn 3. september 1947 í SLENDINGUR O^anícaSrot ÍSLENDIN GUR Hitstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag íelending*. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: SVANBERG EINARSSON. Pósthólf 118. PRENTSMIÐJA BJÖRKS JÓNSSONAR H * F Ftamtíð landbúnaðarins. Oldum saman hefir landbúnaður- inn verið undirstöðuatvinnuvegur ís- lenzku þjóðarinnar. Þótt sjávarútveg- urinn megi nú teljast meginstoðin undir efnahagslegri afkomu þjóðar- innar, stundar þó fleira fólk land- búnaðarstörf en nokkra aðra alvinnu grein. Það er því ljóst, að afkoma þessa atvinnuvegar og fólksins, sem hann stundar, skiptir miklu máli fyr- ir þjóðarbúskapinn í heild. Á síðari árum hefir mjög á því borið, að gildi landbúnaðarins væri vanmetið. Síðustu árin hafa land- búnaðarafurðir ekki verið nema lít- ið brot af útflutningsverðmæti þjóð- arinnar. Þá hefir verðlag landbún- aðarafurða á innlendum markaði verið margfallt hærra en verð hlið- stæðra afurða erlendis. Miljónatug- um hefir verið varið úr ríkissjóði til niðurgreiðslu á verði landbúnaðar- vara. Allt hefir þetta verið notað sem rök fyrir þeirri fullyrðingu, að landbúnaðurinn væri orðinn hálf- gerður baggi á þjóðinni, og ýmsir hafa jafnvel látið þau orð falla, að bezt væri að hætta hér öllum bú- skap, flytja allt sveitafólk á mölina og kaupa landbúnaðarvörur erlend- is. — Það væri of langt mál að ræða hér til hlýtar gildi landbúnaðarins fyrir íslenzku þjóðina. Sú fullyrðing, að réttast væri að leggja allan landbún- að niður og flytja inn erlendar land- búnaðarvörur er of barnaleg til þess að þörf sé að eyða um hana mörgum orðum, enda hefir hún einkum verið fram borin af vissum upplausnaröfl- um í þjóðfélaginu, sem lítinn hljóm- grunn hafa fengið með boðskap sinn í sveitum landsins og myndu því ekki gráta, þótt sú kjölfesta þjóðarskút- unnar væri upp rifin og fyrir borð kastað. Hitt er rétt, að þörf væri á að taka landbúnaðarmálin til rækilegri athugunar en gert hefir verið og reyna að gera sér grein fyrir því, hvernig landbúnaðurinn verði stund- aður á hagkvæmastan hátt. Hið háa verð á landbúnaðaraf- urðum er að sjálfsögðu liður í hinni miklu verðþenslu, sem verið hefir hér á landi síðustu árin. Það er eng- in von til þess, að verð landbúnaðar- vara sé sambærilegt við verð þeirra í löndum, sem hafa miklu minni framleiðslukostnað. Ef menn vilja af þessum sökum láta flytja inn land- búnaðarafurðir, gætu þeir alveg eins látið sér hugkvæmas't að flytja inn erlent vinnuafl til þess að þurfa ekki að greiða hin háu vinnulaun hér. Agalaus þjóð. ERLENDUR sendiherra, sem hér var fyrir nokkru, lét í Ijós mikla undrun yfir því, hvað kommúnistar hefðu hér mikið fylgi. Hann sagðist hafa kynnzt fjölda þjóða og enga þeirra teldi hann ólíklegri til þess að þola kommúnistiskt þjóðskipu- lag en íslendinga, því að þeir gerðu allt og segðu allt, sem þeim dytti í hug, hvern- ig sem á stæði. Það er áreiðanlega mikið satt í þessum ummælum sendiherrans, enda hafa kommúnistar öðlazt fylgi sitt með því að dulhúa sem mest liina komm- únistisku einræðisstefnu sína, og síðan tók að glitta í hana á ný, hefir fylgi kommún- ista stórhrakað. Það er mikill kostur á Islendingum, að þeir eru sjálfstæðir í hugsun og skoðun- um. Hinu er því miður ekki liægt að leyna, að þetta sjálfstæði birtist of oft í agaleysi, sem getur verið hættulegt hverri þjóð, ekki sízl smáþjóð, sem ætlar sér að búa við sjálfstæða stjórn. Agaleysið er jafn hættulegt og blind foringjadýrkun. Ís- lendingar eiga erfitt með að hlýða lögum og fyrirskipunum, þótt mjög sé það mis- jafnt. Þeir hafa aldrei kynnzt heraga eða þegnskylduvinnu og láta því oft illa að stjórn. Þetta er hættulegt í landi, þar sem framkvæmdavaldið er svo að segja mátt- laust, ef eitthvað kemur fyrir, því að slíkt ástand reynir mjög á þegnskap borgar- anna. Gœtum lcert af Bretum. NÚ ER SVO ástatt í landi voru, að töluvert reynir á þegnskap borgaranna. Nauðsynlegt hefir reynzt að gera ýmsar sparnaðarráðstafanir vegna gjaldeyris- Þetta er hvort öðru háð og breytir engu um gildi vinnunnar eða fram- leiðslunnar. Niðurgreiðslur á verði landbúnaðarafurða hafa tíðkast í flestum löndum að undanförnu, enda eru slíkar niðurgreiðslur þáttur í baráttunni gegn dýrtíðinni en enginn styrkur til bænda. Það er þó augljóst, að koma verð- ur landbúnaðinum á traustari grund- völl en hann nú stendur á. Efnahags- legt öryggi þjóðarinnar er undir því komið, að atvinnulífið sé sem fjöl- þættast. Landbúnaðurinn verður ætíð mikilvæg stoð þjóðarbúsins, auk þess sem sveitalífið hefir rnikið menningarlegt gildi. Bændur kæra sig ekki um að lifa á styrkjum, enda verður engri atvinnugrein til lengd- ar haldið uppi á þann hátt. Islenzka gróðurmoldin er sérstaklega frjósöm, og það hlýtur að vera hægt að gera landbúnaðinn að lífvænlegri atvinnu- grein. Bændur hafa jafnan búið við fremur kröpp kjör og sveitafólkið þurft mikið að strita. Á síðustu ár- um hefir orðið hér mikil hreyting til batnaðar. Hið háa verðlag landbún- aðarafurða hefir gert bændum kleift að losna af skuldaklafa fyrirstríðs- áranna og bæta vinnuskilyrði sín. Húsakostur í sveitum hefir verið bætt ur stórlega og bændur hafa verið mikilvirkir þátttakendur í nýsköpun atvinnuveganna. Bændur hafa kom- skorts. ErfiðleiRar íslendinga eru þó ekki jiema barnaleikur á móts við erfiðleika margra annarra þjóða, sem þó eru marg- fallt staerri og voldugri en Islendingar. Því miður getum vér ekki verið sérlega stolt yfir því, hvernig íslenzka þjóðin hefir brugðizt við tilmælum ríkisstjórnar sinnar um meiri sparnað. Margir hafa gengið / berserksgang að draga að sér vörur með öllum ráðum, án þess að hirða nokkuð um náungann. Þá hafa opinberir embættis- mbnn einnig látið „leka“ úr fréttir um fyr- irhugaða skömmtun, og er hvorttveggja jafn skammarlegt. Það er lærdómsríkt að taka hina ensku heimsveldisþjóð til samanburðar. Þar eru allar nauðsynjar skammtaðar. Alþýðu- blaðið skýrir frá samtali við Islending, sem nýkominn er frá Englandi og hafði dvalið þar í nokkurn tíma. llann átti all- marga reiti eftir í skömmtunarbók sinni, er hann fór úr landi og bauð fjölskyldunni, sem hann dvaldi hjá, að fá þessa skömmt- unarseðla. Vitanlega hefir fólkið tekið við 'þessu fegins hendi, munu sennilega flestir Islendingar hugsa. Nei, það var eitthvað annað. Það sagðist ekki kæra sig um að hafa rneira en aðrir, og því ætti hann að skila bókinni. Húsbóndinn sagð- ist að vísu skyldi þiggja kjötmiðana, en annað ekki. Islenzkur prestur, sem einnig er nýkom- inn frá Englandi, segist hafa komið inn í verzlun og beðið um tvo eldspítustokka. Afgreiðslumaðurinn horfði undrandi á hann og sagði síðan, að hann hefði sýni- lega verið stutta stund í Englandi, því að ella hefði hann ekki beðið um tvo stokka. Hann fékk heldur ekki nema einn. Þó eru Framh. á 7. síðu. izt að þeirri niðurstöðu, að véltækn- in ein geti tryggt afkomu landbún- aðarins og bætt vinnufólksekluna í sveitunum. Eftirspurn eftir dráttar- vélum og öðrum landbúnaðarvélum hefir verið miklu meiri en svo, að hægt væri að fullnægja henni. Aukin véltækni, ásamt bættri skipu lagningu framleiðslunnar og betri nýtingu á ræktanlegu landi er áreið- anlega lykillinn að öruggri afkomu þessarar atvinnugreinar. Allur hey- fengur þarf að fást af ræktuðu landi. Raforkan þarf að leiðast um allar sveitir landsins og sveitafólkið þarf að njóta sömu lífsþæginda og aðrar atvinnustéttir. Þá fyrst er þess að vænta, að það geti unað hag sínum. Það er ástæðulaust að eyða starfs- orku í að byggja harðbýlisjarðir og ástæðulaust að harma það, þótt af- dalakot fari í eyði. Forganga búnað- arfélaganna um stórfellda ræktun er mjög athyglisverð og vel mætti hugsa sér þann möguleika, að ríkið tæki stór landsvæði til ræktunar og seldi síðan með sanngjörnu verði undir nýbýli, því að það verður áreiðan- lega farsælt, að sjálfseignabændur séu sem flestir. Það er ekki hægt að byggja hér upp blómlegt þjóðfélag án blómlegs landbúnaðar. Sjávarútvegur og land- búnaður er hvorttveggja þjóðinni ómissandi. ★ FRÁ LIÐNUM DÖGUM. annálum 1756: Yetur frá jólum einn sá harðasti með frostum og snjóum, utan þrjár vikur á góunni með lini. Vorið mjög hart og kalt til sólstaða, svo að fólk- ið mundi ei annað eins. Þjófnaður fór vaxandi, þó víða væri straffað- ur, og svo gekk hann almennt, að bágt var að fá, helzt af ungu og upp- vaxtarfólki, það er skýlaust væri fyr- ir ófrómleika, og fáir blygðuðust, þó þeir undir þjófastraff kæmust. Tveir þjófar voru hengdir í Rangárþingi. I ýmsum stöðum um landið dó fólk í vesöld og varð líka úti, því hallæri mátti heita, bæði til lands og sjóar, sem ráða má af því, að hrossakjöt var sumstaðar étið. Margt var og á bjáti almúganum til þyngsla, því bannað var að yrkja skóga, en skikkuð akuryrkja. Vandlæti var og um ullarvörunnar tilbúning, samt eitt og annað fleira, með hótun straffs, ef ei hlýtt væri. Tilburðir margir og stórir utan- lands. Séð mörg lungl á himninum í senn. Maður svaf þrjár vikur. Hala- stjarna sást. Jarðskjálftar víða. Jarð- eldar komu víða upp í ýmsum lönd- um. Vatnsskjálftar skeðu og, þó land ið skylfi ekki. Borgin Lissabon í Portúgal hrapaði og dóu mörg þús- und manna, en áður en það skeðí, urðu þar margir fyrirburðir og með al annars, að járnnaglar, grónir af ryði í tré, drógust út sjálfkrafa. Fjall eitt hrapaði í Noregi og stíflaði vatn. Stríðsurg var og í Norðurálfunni. Sjór gekk og sumstaðar yfir lönd og eyjar. • Um vorið var hér mjög mikill hafís fyrir vestan, norðan og aust- an. Líka kom hann um Jónsmessu- skeið austan með sunnanlands allt út á Reykjanes, en var þar ei lengi. Eftir hann rak firni af selum, líka nokkuð af trjám, út með sjónum. Þann 5. júlí var mikill landssynning- ur með regni, svo víða runnu skrið- ur, en daginn eftir var stórviðrishríð á vestan. Kroppnaði þá víða sauðfé og sumslaðar kálfar. Sumarið kalt, graslítið og vætusamt, svo nýting var mjög bág á því litla, sem hcyjað- ist. Haustið var mjög úrkomusamt. Skemindust þá hey í görðum, og líka varð víða hey úti, hvers vegna fólk felldi peninga sér til stórskaða, og horfðist þá til mikils hallæris. Um- ferð af fátækum og sveitaþyngsli var nær því óbærilegt um landið. En fyrir norðan dó á þessu ári úr ves- öld og harðrétti fjöldi fólks, svo og nokkuð víðar. Skúli (Magnússón) sigldi enn um haustið á duggu sinni. Sá góði kóngur, Friðrik 5., sendi hingað um haustið tvö skip með 2000 tunnur mjöls og 400 tunnur brauðs, sem hann gaf hér fátækum og nauðstöddum til lífsbjargar. 1757: Vetur frá jólum í harðara lagi, sérdeilis af frostum. Heys og matar- skortur almennt um sveitir og þess Framh. á 7. síðu. yaman og aLvara. Kvikmyndahús eitt í París hefir fundið ágætt ráð til þess að fá kven- fólk til þess að taka ofan hattana á meðan á sýningu stendur. Áður en sýning hefst, kemur eftirfarandi aug- lýsing á sýningartjaldið: „Til þess að valda eldri konum ekki óþæginda, leyfa eigendur kvikmyndahússins, að þær sitji með hattana á höfðinu.“ # í Roxbury í Englandi er stærsta rúm í heimi. í rúmi þessu sofa stund- um um 100 manns. # í Sýrlandi, þar sem menn kaupa sér konu, hafa nú afborgunarvið- skiptin einnig haldið innreið sína. Konan er þá fyrst afhent, er fyrsta afborgun hefir verið greidd. Það- er þó ekki alltaf, að þetta fyrirkomulag gangi vel, því að margir kaupend- anna hafa neitað að greiða afgang kaupverðsins í von um það, að konan verði þá tekin aftur. # Eitthvert ægilegasta eldgos í sögu mannkynsins var jjann 8. maí 1902, þegar eldfjallið Mont Pellier á eynni Martinique, sem menn héldu að væri útbrunnið, rifnaði allt í einu í sund- ur á margra kílómetra svæði og stór- kostlegir mekkir af glóandi ösku og eitruðum brennisteinsgufum gusu upp úr gígnum og gerðu níðamyrk- ur um hábjartan dag. Eítir aðeins örfáar mínútur-voru allir íbúar bæj- arins St. Pierre — 35 þúsund manns — horfið úr tölu hinna lifandi. Að- eins einn maður lifði af þessar skelf- ingar. Var það svertingi, sem 'var fangi í hinum djúpa kjallara ráð- hússins. En hann varð svo ofsaglað- ur yfir þessari undraverðu björgun, að hann missti vitið og dó skönnnu síðar. # Cistus-blóm eru stærstu blóm, er menn þekkja. Geta þau orðið allt að einn meter í þvermál og eru því ekki vel til þess fallin að bera þau í hnappagatinu. # — Þegar ég kom heim til kær- ustunnar í gærkvöldi, komst ég að raun um, að einhver hafði verið á undan mér að ná í legubekkinn. — Það hefir auðvitað vejrið versti keppinautur þinn? — Nei, það var lögtaksmaðurinn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.