Íslendingur


Íslendingur - 03.09.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 03.09.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagurinn 3. september 1947 ISLENDIN.GUR Samvinnuréttlæti o annað réttlæti. Undanjarið hafa staðið yfir allmiklar deilur út af skiptingu inn- jlulningsins milli hinna ýmsu innflytjenda. Hafa fulltrúar Fram- sóknarflokksins vakið aflur til lífsins hina fáránlegu höjðatölureglu, sem samvinnufélögin ein eiga þó að fá að hagnýla sér. „íslending- ur" birtir hér meginhlula greinar, sem birtisl í Morgunblaðinu fyr- ir skömmú, þar sem höfðalölureglan er tekin til athugunar og benl á ranglœtið í því að œtla að einoka verzlunina í þágu ákveðins aðila. Hér í blaðinu hefir oft áður >verið lýst þeirri skoðun. að sá eða þeir aðilar eigi að annast innflutitinginn, sem gera hagstœðust innkaup. Þessi regla hefir hlotið staðfestingu í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkissljórnar, og munu bœði allir réttsýnir samvinnumenn og aðrir telja þá stefnu í verzlunarmálunum þjóðinni farsœlasta. I innflutn- in gsverzluninni á að ríkja heilbrigð samkeppni á jajnréllisgrund- velli, en ekki einokun, hvorki ríkis, félagasamtaka né einslaklinga. Vöruþörf kaupfélaganna. „Dagur" ber sig illa út af því, að kaupfélögin hafi skort vörur á und- anförnum árum. En hverja skortir ekki vörur? Alla skortir vörur, sem verzluðu, hvort sem voru „stærri" eða „smærri" kaupmenn og svo kaup félögin líka. Almenningur bað um vörur, sem ekki fengust, kaupmenn og SÍS báðu um gjaldeyrisleyfi — stundum fengust þau, en stundum ekki, en þó skal á "það bent, að árið 1946 var mesta innflutningsár í sögu landsins. Vegna hvers skorti kaup- félögin vörur? Væntanlega af sömu ástæðu og alla aðra skorti vörur. Kaupgetan í landinu var mikil, og al- menningur bað um meiri vörur en hægt var að láta í té. Þetta er kallað að eftirspurn sé meiri en framboðið. „Dagur" segir að það sé hróplegt ranglæti, að kaupfélög hafi orðið að verzla við heildsala. Þao er ekki víst, að sá, sem skrifaði hina áminnslu grcin í „Dag", hafi gert sér grein fyr- ir að viðskipti kaupíélaga við aðra innflytjendur en SÍS eiga sér langa sögu, sögu sem nær tugi ára aftur í tímann. Kaupfélagsstjórar, sem Ieggja á það nokkurt kapp að hafa sem fjölbreyttastar vörur, leita vit- anlega til þeirra stórkaupmanna, sem hafa umboð til að selja hér á landi þær erlendar vörur, sem kaupfélög- um þeirra væri fengur að fá. Milli margra kaupfélaga og stórkaup- manna hafa orðið til rótgróin verzl- unarsambönd. Kaupf élagsstj órinn lælur ekki prentþvaður Framsóknar- manna um verzlun villa sér sýn, þótt hann sé kaupfélagsstj óri og fylgi Framsóknarílokknum af meiri eða minni sannfæringu. Viðskipti kaup- félaga við stórkaupmenn hafa ekki verið nein nauðungarviðskipti, held- ur þvert á móti. „Dagur" segir að „gróði heildsalanna af viðskiptum við kaupfélögin kunni að vera þeim nokkurs virði." Hér hefði „Dagur" átt að athuga orðin betur. Það hefir ekki verið nein nauðsyn fyrir heild- sala að selja kaupfélögum fyrir svo mikið sem eina krónu á undanförnum árum, sem „Dagur" ber sig verst út af. SÍS heldur öllum sínum vörum til kaupfélaganna, en aðrir innflytjend- ur líafa verið það frjálslyndir, þrátt fyrir svívirðingar samvinnumanna í þeirra garð, bæði í „Tímanum" og „Degi", að verzla einnig mikið við kaupfélög. Heildsalar ¦ hefðu getað ¦ selt kaupmönnum allar þær vórur, sem þeir hafa flutt inn og 'sniðgengið kaupfélögin gersamlega, ef þeim hefði sýnzt svo. En þeim datt ^það ekki í hug. Þessir innflytjendur eru ekki á kafi í pólitískri prentsvertu, þeir mynda enga pólitíska klíku, hafa engan privat-flokk í þinginu, ekkert privat-blað handa sér, enga 'privat-prentsmiðju, sem smyr áróðri á hvers manns dyr, enga privat- þjóna, sem gánga um borg og bý og rægja keppihautana. Þessir innflytj- endur eru óbundnir öllu slíku, þeir líta á viðskiptin eins og þau liggja fyrir, halda tryggð við góinlu verzl- unarsamböndin, sem vel hafa reynzt, hver sem í hlut á. „Dagur" segir að viðskipti kaup- íélaga við kaupmenn hafi orðið til að „AUKA dýrtíðina". Það er hezt, að „Dagur" úlskýrði þelta nánar, áður en eylt er orðum að öðrum eins þvættingi. Nokkrir kaupfélagsstjórar hafa. gert sig að þeim börnum í verzlunar- málum, svo að ekki sé meira sagt, að telja, að kaupfélógin ættu að fá um 40% til sín af helztu nauðsynjavör- um landsmanna, sem þeir kaupa frá útlöndum, öðrum en kornvörum, og er þetta miðað við „sölu á skömmt- unarvörum". Það getur hver heilvita maður séð, hve haldgóður slíkur mælikvarði er. Ef nokkrum húsmæðr um líkar vel að skipta við kaupfélög um einhverjar vörur, sem eru skammt aðar, segir það vitanlega ekkert til um hver er*þörf þessarar verzlunar fyrir byggingarefni eða pappír svo tekin séu dæmi úr upptalningu „Dags". Þessar konur, eru auk held- ur ef til vill alls ekki í kaupfélagi, ekki menn þeirra, ekki synir þeirra eða dætur. — Það hlýtur að vera skrýtið að koma á kaupfélagsstj óra- fund. En í sambandi við vöruþörf kaupfélaganna er ekkf úr vegi að minnast á atriði, sem of mjög hefir legið í láginni. Kaupfélögin eiga ein- ungis að njóta skattfríðinda af verzl- un sinni við félagsmenn en ekki af því, sem þau verzla við utanfélags- menn. Fróðlegt væri að vita, hve mikið af vöruveltu kaupfélaganna stafar af verzlun þeirra við utanfé- lagsmenn. Skyldu kaupfélögin greina þetta nægilega skýrt í sundur? Ef svo er ætti að vera auðvelt að sýna fram á. hvort kaupfélögin þarfnist aukins innflutnings handa félögum sínum, því meðan slíkt liggur ekki hreint fyrir, er ekki hægt að slá neinu föstu um vöruþörf kaupfélag- anna. „Dagur" talar um rannsókn á verzlunarháttum kaupmanna.og kaup félaga í sambandi við lögin um fjár- hagsr4ð. Það geta vitanlega komið til mála alls konar rannsóknir sam- kvæmt þeim lögum, en það gæti líka vel komið til mála að rannsóknar þyrfti við út af rekstri kaupfélaganna viðvíkjandi verzlun þeirra við utan- félagsmenn. Má að sjálfsögðu búast við, að þau tækju þeirri rannsókn jafri vel eins og „Dagur" ætlar kaup- mönnum að gera, ef rekstur þeirra yrði rannsakaður að tilhlutun fjár- hagsráðs. Hvað eru kaupfélagsmenn margir? „Tíminn" og „Dagur" munu telja þá milli 20 og 30 þúsundir. Það hefir verið margskorað á „Tímann" að upplýsa, hvernig þessi tala væri feng- in, en það er alltaf sama þögnin. Af hverju kemur þetta? Skýringin, sem næst liggur er sú, að talan sé ekki fengin með vel hreinum hætti. Fé- lagar munu vera taldir t. d. allir helmilismenn, a. m. k. fulltíða, í stað þess að telja heimilisföður einan og það jafnvel þó sumir, sem telja sér lögheimili á tilteknum ^XbS, komi þar sjaldnast og verzli allt annars staðar, en slíkt fólk er í þúsunda og aftur þúsundatali. Kaupfélögin eigna sér heilt heimili með húð og hári, ef heímilismenn eru félagar, enda þótt þeir verzli jöfnum höndum við kaup- manninn. Dæmi um þetta er í þús- unda og aftur þúsunda tali. Kaup- maðurinn getur sýnt að ótal menn, sem eru í „höfðatölu kaupfélagsins", hafa ef til vill reikningsviðskipti hjá honum, utan kaupa gegn slað- greiðslu, eins og gerist og gengur. Ekki væri úr vegi að „Dagur" upplýsti, hve ínikið að fjölgun kaup- félagsmanna er í Reykjavík. Þar'hef- ir KRON þanizt út á stríðsárunum. Stundum hafa Framsóknarmenn tal- ið það félag kommúnistabæli. Vill ekki „Dagur" gera grein fyrir þessu, því að hann getur það, ef hann vill. Þetta sem „Tíminn" og „Dagur" kalla með stolti „sína höfðatölu", rétt eins og bóndi kastar tölu á sauði, er tóm vitleysa. Og raunar er þessi „höfðatala", sem á að vera grund- völlur nýrra krafna urn innflutning meira en blekking — hún er fölsun. Ef allt fleypur fyrrnefndra blaða um Framhald á 6. siðu. Utan úr beimi Norður-Afríka: Áformað er að hefja í stórum stíl kolavinnslu í Marocco til þess að bæta úr eldsneytisskortinum í heim- inum. Talið er, að þar séu í jörðu um 40 milj. smálestir kola. Holland: Fyrsti hvalveiðaleiðangur Hollend inga eftir stríð er nú kominn aftur heim til Hollands með um 13 þús. smálestir af hvallýsi. Veiddir voru rú'mlega 750 hvalir. Nokkuð af hval- kjöti hefir verið soðið niður og mun verða selt í Hollandi og Belgíu. Ann- ar leiðangur er áformaður á næsta ári. Júgóslavía: Mikið -hefir verið rætt um afrek „æskulýðssveita" þeirra, sem unnið hafa að því að lagfæra járnbrauta- kerfi Júgóslavíu, og hafa kommún- istablöð víða um heirn birt fjálglegar lofgreinar um þessi afrek. Reyndin er þó sú, að Tító marskálkur er mjög óánægður með vinnu þessara flokka, enda mun gleðin ekki vera mikil hjá öllum, sem þar vinna. Þá hefir frá- gangur víða verið svo lélegur á brautunum, að sumar brýrnar hrundu rétt eftir að þær voru opn- aðar til umferðar. Þýzkaland: Bandaríska herstjórin í Þýzkalandi er orðin sannfærð um það, að Stalín vilji reyna að neyða Bandaríkjamenn og Breta til þess að yfirgefa Berlín. Grunur leikur á því, að hann valdi sjálfur óeirðum og upplausn í borg- inni til þess að hafa átillu til að fjölga rússneskum hermönnum þar. Rússneskir embættismenn í Berlín halda því fram, að þeir þurfi að minnsta kosti 100.000 herinönnum fleira en hin hernámsveldin. Hers- höfðingjar Breta og Bandaríkja- manna hafa báðir neitað að fallast á þessa staðhæfingu Rússa. Tékkóslóvakía: Hið svokallaða heimssamband lýð- ræðissinnaðrar æsku kom saman til þings í Prag fyrir nokkru. 30 þúsund æskumenn v*íðsvegar að sátu þing þetta. Ut á við var látið svo heita sem þing þetta miðaði að því að efla lýðræðishugsjónina meðal æsku- lýðsins í heiminum, en undir niðri var tilgangur forustumannanna sá að endurreisa alþjóðasamband ung- kommúnista í dulargerfi. Bar öll starfsemi þingsins þess ljósan vott. Margir fulltrúanna komu að vísu til þessa þings j góðri trú, en þeim mun naumast hafa dulizt, hvernig í pott- inn var búið, eftir að þeir höfðu set- ið þingið. Rúmenía: Hin komrnúnistiska ógnarstjórn Rúrneníu heldur áfram að uppræta alla andstöðu í landinu. Fyrir nokkru voru allir ' leiðtogar frjálslynda bændaflokksins handteknir, og for- ingi flokksins, hinn aldni bænda- leiðtogi Maniu (74 ára), var hafður í haldi í Malmaison fangelsinu. I byrjun ágúst mánaðar voru svo allir fulltrúar bændaflokksins, sem hefir um 70% allra atkvæða í landinu, reknir af þingi. Hinn kommúnistiski innanríkisráðherra, Georgescu, lét fyrir skömmu lögreglu sína handtaka 5.000 manns, sem voru taldir fylgis- menn Maniu. Ruddalegum pynding- um var beitt við f ólk þetta i því * skyni að fá það til að játa það, að Bændaflokkurinn hefði haft sam- særi í huga gegn leppstjórn Rússa í landinu og Ráðstjórnarríkjunum. Ana Pauker, sem er aðalleiðtogr kommúnista í Rúmeníu og auðsveip- ur skósveinn Rússa, stjórnar öllum þessuni ofbeldisaðgerðum. Þúsundir stúdenta og annarra frelsissinna búa nú við hungur og þjáningair í fang- elsum Rúmeníu. Bæði Bandaríkin og Bretland hafa mótmælt þessum of- beldisaðgerðum. Þýzkaland: Borgarstjórinn í Hamborg hefir skýrt frá því, að rússnesku hernað- aryfirvöldin hafi tekið fangabúðirn- ar í Buchenwald aftur í notkun og sitji þar nú meðal annarra 800 flokks menn þýzka jafnaðarmannaflokksins "fyrir pólitíska starfsemi síná. Brau-; er, borgarstjóri kvaðst hafa þessar upplýsingar frá mjög áreiðanlegum heimildum. Chile: ' Gonzales Videla, forseti Chile, hef- ir fengið mjög aukin völd 'um 6 mán- aða skeið — næstum alræðisvald — vegna kommúnistahættunnar í Chile. Samþykkti þingið í Santiago þetta með 82 atkv. gegn 29. Forsetinn nýt- ur því stuðnings yfirgnæfandi rneiri hluta þjóðarinnar. Kína: Fjármálaöngþveitið í Kína er orð- ið óskaplegt. Áður voru reiknaðir 3 kínverskir dollarar í þeim banda- ríska, en nú 12 þús. og allt að 30 þús. á svörtum markaði. Utgjöld ríkisins skipta trilljónum, ög mena eru hættir að telja peningana, þeg- ar um meiri háttar kaup er að ræða. Eru seðlarnir bundnir saman í smá- böggla, og er hálf miljón í hverjum. Um miðjan júlí kostaði pundið af þurrmjólk í Shanghai 30 þús. kínv. dollara, en daginn eftir var það orð- ið 45 þús. dollarar. Manntalsskrifstofa kínverska inn- anríkisráðuneytisins hefir tilkynnt, að íbúar Kínaveldis séu nú rúmar 461 milj. Belgía: Belgíustjórn hefir hætt niður- greiðslum á landbúnaðarvörum. Hef- ir viðreisnin í landinu gengið svo vel að þar eru nú engin verzlunarhöft, en með því að hætta niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum sparar ríkið um 650 milj. kr. ,á ári.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.