Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 18.12.1947, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. desember 1947 ÍSLENDINGUR 5 Allir núgildandi peningasefllar talla úr gildi frá og með 31, des. n k. NauðsynJegt að fólk tryggi sér nafnskírteini. Fjármálaráðherra hefir fyrir nokkru gefið úf reglu- gerð um framkvæmd eignakönnunarinnar. Er þar ákveð- ið, að allir peningaseðlar skuli ógildir um áramóf og hefst þá þegar afhending á nýjum seðlum. Undanfarið hefir farið fram afhending nafnskírteina um land allt, en slík skírteini verða alljr þeir að hafa, er þurfa að fá peningum skipt. Mjög er nauðsynlegt, að almenningur kynni sér rækilega reglurnar um framtölin, innköllun peninga og skrásetningu verðbréfa. Birtir blaðið í þessu skyni nokkrar helztu reglurnar hér að lútandi. Reglugerð þessi er í fimm köflum og þeim skipt niður í 26 greinar. Hér á eftir fer útdráttur úr ýmsum köflum og aðrir birtir i heild, er á þessu stigi málsins varðar almenn- ing mestu. FRAMT ALSSKYLDIR. Framtalsskyldir eru allir þeir að- ilar, sem fram eiga að telja til skatts samkv. gildandi skattlögum. Þar með talin böru, gamalmenni og aðrir, sem hvorki hafa talið fram áður né verið skattlagðir áður. Framtals- skyldir eru einnig sjóðir, félög, stofnanir og bú, sem eru undir skipt- um, og aðrir ópersónulegir aðilar, sem eignir eiga, enda þótt þeir reki ekki atvinnu eða njóti skattfrelsis að lögum. Fram skal talið, þó að eign aðila sé ekki svo mikil, að skattskyldu nemi. Eign barns innan 16 ára aldurs, sem ekki hefir verið sjálfstæður framteljandi, telst með eignum for- eldra, nema sannað sé, að barnið hafi verið orðið eigandi fjárins fyr- ir 1. september 1946, eða eignin sé sj álfsaflafé barnsins. Framteljanda er skylt að sundur- liða og sérgreina eignir sínar og skuldir í samræmi við það, sem krafist er á framtalseyðublöðum, svo að gefa framtalsnefnd og skattyfir- völdum allar þær upplýsingar, sem þessir aðilar óska um atriði, er snerta fjárhag hans. INNKÖLLUN PENINGA. Landsbanka Islands ber að kalla inn alla peningaseðla sína, sem í umferð eru á framtalsdegi. Hætta þeir frá upphafi þess dags að vera löggildur gjaldmiðill í greiðslur til opinberra sjóða og manna á milli, sbr. þó 3. gr. og 4. mgr. hér á eftir. Landsbankinn gefur út nýja teg- und seðla, og skulu ]jeir látnir í skiptum fyrir þá, sem innkallaðir eru. Innkallaðir seðlar halda gildi sínu gagnvart La;idsbanka íslands fram- talsdag og næstu tíu daga þar á eftir. Þann tíma er unnt að afhenda seðla til innlausnar í bankanum sjálfum og þeim stofnunum, sem bankinn veitir rétt til seðlainnlausnar í um- boði sínu. Sá, sem síðar fær í hend- ur seðla í peningabréfi, sem sett hef- ir verið í póst fyrir framtalsdag, get- ur þó innan mánaðar frá framtals- degi fengið þá innleysta, sé peninga- bréfsumslagið jafnframt afhent. Svo skulu og skipyerjar og farþeg- ar á íslenzku skipi, sem ekki hefir verið statt á innlausnarstað á fram- talsdegi eða næstu tíu daga þar á eftir, eiga þess kost að fá seðla sína innleysta á fyrsta innlausnarstað, sem skipið kemur til eftir þann tíma, enda votti skipstjóri skriflega um fjarveru skipsins og að maður sá, sem innlausnar æskir, hafi með því fylgst. Frá upphafi framlalsdags er af- hending, viðtaka og sérhver önnur ráðstöfun á innkölluðum peninga- seðlum óheimil, að undantekinni af- hendingu til innlausnar. Framtals- dag og tvo næstu daga þar á eftir er þó heimilt að nota 5 og 10 kr. seðla til greiðslu farmi-ða og flutnings- gjalds, kaupa á meðulum í lyfjabúð- um, nauðsynlegri matvöru í smá- söluverzlunum og þess háttar. Við- taka seðla þessa daga veitir þó ekki viðtakanda heimild til að skipta seðlum oftar en eitt sinn, sbr. 10. gr. Um auglýsingu innköllunarinnar fer eftir nánari ákvörðun Lands- banka íslands. NAFNSKÍRTEININ. Hver sá, er afhendir innlausnar- stofnun seðla til innlausnar, skal sýna stofnuninni nafnskírteini sitt. Innlausnarstofnun skal um leið og innlausn fer fram stimpla á nafn- skírteinið, að eigandi þess hafi neytt innlausnarréttar. Þá skal og sá, sem seðla afhendir til innlausnar, undirrita innlausnar- beiðni í tvíriti. Skal þar greind upphæð hinnar afhentu seðlafúlgu, fullt nafn af- hendanda ásamt fæðingardegi og fæðingarári, svo og 'heimilisfang hans. Hann skal einnig greina heim- ilisfang sitt við síðasta skattframtal. ef annað hefir verið. Giftar konur, sem sjálfar afhenda seðla til inn- lausnar, skulu auk nafns síns greina nafn og heimilisfang eigimnanns síns. í kaupstöðum og kauptúnum, þar sem innlausn fer fram, skulu ein- staklingar, 16 ára og eldri, afhenda sjálfir seðla sína til innlausnar, séu þeir um það færir. Ef eigandi seðla á heima utan nefndra staða, eða sé hann ekki fær um að afhenda seðla sjálfur, má bann fela öðrúm manni að innleysa seðlana fyrir sina hönd, enda af- hendi hann honum nafnskírteini sitt til sýnis og slimplunar í innlausnar- stofnun. Þeir, sem æskja innlausnar seðla fyrir börn innan 16 ára aldurs, skulu, auk þess að gera grein fyrir sjálfum sér, eins og áður segir, skýra frá fullu nafni og heimilisfangi eiganda seðlanna, svo og fullu nafni og heimilisfangi föður barnsins eða framfærslumanns. Innlausnarbeiðni ópersónulegra aðila, félaga, stofn- ana, sjóða o. s. frv., skal undirrituð af þeim stj órnarmönnum viðkom- andi aðila, sem lögum samkvæmt geta skuldbundið hann. UM NAFNSKRÁNINGU Á ÍNN- STÆÐUM í LÁNSSTOFNÚNUM. Hver sá, sem á íramtalsdegi á innstæðu á einum eða fleiri reikn- ingum í banka, sparisjóði eða ann- arri lánsstofnun, þar með taldar inn- lánsdeildir samvinnufélaga, skal af- henda hlutaðeigandi lánsstofnun yf- irlýsingu til staðfestingar á eignar- heimild sinni á innstæðunni og sýna samtímis nafnskírteini sitt. Samkvæmt þessu ber því innstæðu eigendum, hvort sem innstæður þeirra eru skráðar hjá peningastofn- ununi á fullt nafn og heimilisfang eigendanna eða skráðar þar á öðr- um nöfnum, eða nafnlausar, að gefa um það yfirlýsingu. Ef innstæðueigandi er gift kona, skal greina nafn og heimili eigin- manns hennar, og sé eigandi barn innan 16 ár aaldurs, skal greint nafn og heimili föður eða framfærslu- manns. | ý UV”!-]-;'-'1’* <*.( þ. t ■’ I <■ • . " .larðarför móður og tengdamóður okkar ' ;■ Ld ,! i: •1 ’ ■ : 1 ' ■ ■ , ' ■ Helgit Jónsdóttur, sem andaðist 11. des. fér frám föstudaginn 19. þ. m. og hefst frá heimili hennar Eyrarlandsveg 29 kl. 1 e. h. Soffía Jóhannsdóttir. Júníus Jónsson. Heiðraðir viðskiptaviirir vorír ern beðnir unr áð lrafa gert rei'kningsskil við oss úníiirritaða fyrir 24. þ. m. Er qss þetta nauðsynlegt vegna fyrirhug- aðrar eignakönmmar. VÉLSMIÐJAN ATLI H.F. VÉLSMIÐJAN ODDI H.F. Akureyri. Viöskipíanieiin! Allir ]ieir, sem skulda Dráttarbraut Akureyrar b.f. eru góðfúslega beðnir að gera skil nú þégar, annars verða reiknaðir 6 prósent vextir frá því að skuldin féll í gjalddaga. Dráftarbraut Akureyrar h.f. | Bílaskipti! Vil láta ameríská fólksbifreið í skiptum fyrir góðan ,,Jeppa“, ef samið er strax. PÉTUR JÓNSSON frá Hallgilsstöðum Aðalfnndúr Sjálfstæðisfélags Akureyrar Leiktöng Syrpa Matador Skipball Boltar Matarstell Þvottasett o. fl. Verzlun Björns Grímssonar, Sími 256. Sjálfstæðisfélag Akureyrar hélt aðalfund sinn 11. þ. m. Formaður gaf stulta skýrslu um starfsemi fé- lagsins sl. ár og gjaldkeri las upp og ræddi reikninga félagsins. Þá var gengið til slj órnar- og nefndakosninga. Helgi Pálssón, sem verið hefir formaður félagsins sl. tvö ár færðist eindregið undan end- urkosniiigu. I aðalstjórn voru kosnir: Jónas G. Rafnar, formaður Öskaf Sæmundsson. ritari, Sveinn Bjafnason. gjaldkeri. 1 vayastjójrn: Magnús Jónsgon, fotmaður, , Valganður Stefáipsson. ritavi, Magnús Bjarnason, gjaldkeri. . 4 r . i ' ' f'\ V ■' þ. I fulltrúaráð félagsins voru kosnir: . I’áll Sigurgeirssön, Valgarður Stefánsson. Indriði Helgason,. Helgi Pálsson, Karl Friðriksson. Til vara: Gunnl. Tr. Jónsson, Einar Sigurðsson. Í Naustaborgarráð voru kosnir: Magnús Bjarnason, Magnús Jónasson, Guðmundur Jónasson, Helgi Pálsson, Jens Eyjólfsson. Tif vara: Karl Friðriksson. < Þorvaldur Stefánsson. I skennntinefnd voru kosnir: Þorvaldur Stefánsson, Anton Ásgrímsson, Brjánn Jónasson. Að lokum mælti formaður nokk- ur h'vatningarorð til félagsmanna. Svavar Guðmundsson, bankastjóri, gekk í félagið á fundinum. Vegna þrengsla bíður mik- ié efrei rsæsta blaðs.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.