Íslendingur


Íslendingur - 05.08.1948, Page 4

Íslendingur - 05.08.1948, Page 4
4 ISLENDINGUR Fimmtudaginn 5. ágúst 1948 »"1' '■ - 1 1 —--- ÍSLENDINGUR Rititjóri og ábyrgCarmaður: EGGERT JÓNSSON Útgefandi: Útgáfufélag íslendings Skrifstofa Gránufélogsgata 4 Sími 354 Auglýsingar og afgreiBsla: Svanberg Einarsson Pósthólf 118 PrentsmiSia Björns Jónssanar h.f. Þjóðarheiil og hrossakaup. Ríkisstjórnin hefir nú endan- lega ákveðið að hagnýta sér heimildina í 22. gr. fjárlaganna, til þess að lækka þau framlög til verklegra framkvæmda, sem ekki eru bundin í öðrum lögum, en fjárlögum. Nemur lækkun þessi 35%, en fjárveitingar til nýrra vega eru þó undanþegnar lækkuninni. Lækkun þessi er á- kveðin, þrátt fyrir það, að líkur eru til þess, að tekjuáætlun rík- isins muni standazt nokkurn veginn, ef ekkert sérstakt kem- ur fyrir, sem valdið gæti stór- íelldum breytingum. Hinsvegar telur ríkisstjórnin sýnt, að gjöld i'íkissjóðs muni fara fram úr á- ætlun, og það mun hafa ráðið mestu um þessa ákvörðun henn- ar. Það ber vissulega að harma, að ríkisstjórnin skuli nú hafa talið sig tilneydda að stíga þetta spor. Miklar verklegar framkvæmd ir h'jóta jafnan að verða einn helzti hyrningarsteinn heil- brigðs og gróandi atvinnulífs og er því sérstaklega örlagarikt að skerða þær, og rýra þannig likurnar fyrir vaxandi hagsæld almennings í næstu framtíð. Það er að sjálfsögðu skylda 1 ikisstjórnarinnar að gæta þess eftir föngum, að fjárhagsáætlun ríkisins standist, en það er engu síður sky'da hennar að gæta þess, að ekki raskist grundvöll- ur sá, sem þjóðin verður að byggja afkomumöguleika sína í framtíðinni á, og er þá mjög at- hugandi, hvort ekki hefði mátt finna heppilegri leiðir til sparn- aðar, en þá að skera niður verk- legar framkvæmdir. Það skal þó ekki dregið í efa, að ríkisstjórn- in hafi reynt að finna aðrar leið ir, og fullyrða má, að minnsta kosti hafi fjármá’aráðherra verið mjög óljúft að gripa til þessa ráðs, enda hefir hann um langt skeið verið ötull og fram- takssamur athafnamaður, og hann var, sem kunnugt er, einn af helztu forvígismönnum ný- sköpunarinnar. . Hitt er líklegra, að sumir ráð- herranna hafi eygt betri ráð, en ekki hafi náðst samkomulag um þau innan ríkisstjórnarinnar. — Ýmsar þær sparnaðarráðstafan- ir, sem þyrfti að gera, eru mjög óvinsælar af sumum og því er það, að valdhafarnir veigra sér við að framkvæma þær, af ótta við fylgistap og óvinsældir. Er það höfuðmeinsemd, sem á að miklu leyti rætur sínar að rekja til þess, að ekki er hægt að mynda ríkisstjórn, sem styðst við þingmeirihluta, nema meö margháttuðum hrossakaupum milli flokka. Er því helzt gripið til þeirra ráða, að láta niðurskurðinn bitna á óákveðnum fjölda, en forðast að ganga í berhögg við ákveðna einstaklinga, þótt það væri oft miklu réttari leið. Ekki er t. d. að efa, að mikið fé mætti spara, með því að draga saman starfsmannahald ríkisins, þar sem vitað er, að margir eru á launum hjá ríkinu án þess að gera nokkurt gagn. En það er erfitt að losna við þessa menn. Meginþorri þeirra er úr málaliði hinna ýmsu stjórnmá'aflokka, og þegar margir flokkar standa saman að ríkisstjórn, þar sem hver og einn vill vernda sín pela- börn, þá verður útkoman sú, aö ekkert er hreyft við þessum mönnum, en ef til vill bætt við nýjum. Þá eru ekki öll ríkisfyrirtækin arðberandi, og væri ekki úr vegi að selja sum þeirra ein- staklingum, sem hafa sýnt það, að þeir geti rekið samskonar iyrirtæki með hagnaði og greitt af þeim skatta í ríkissjóð. Má til dæmis nefna Landssmiðjuna, sem hefir verið rekin með þeim endemum, að ríkissjóður hefir tapað á henni milljónum á sama tíma, sem hliðstæð fyrrtæki í einkaeign svo sem vélsmiðjurn- ar „Héðinn“ og „Hamar“, hafa skilað nægum ágóða til þess að hægt væri að byggja yfir þær stórhýsi, auk þess sem þær hafa greitt til hins opinbera stórfé í sköttum og útsvörum. Það er ekki að efa, að menn eins og þeir, sem stjórna þess- um tveimur einkafyrirtækjum, gætu einnig stjórnað Lands- smiðjunni þannig, að hún gæfi góðan arð, en í stað þess hefir hún verið þungur baggi á ríkis- sjóði. Hitt er svo jafnvíst, að meðan þjóðnýtingarpostularnir í áða nokkru, þá munu þeir béita sér gegn því, að ríkið selji þetta íyrirtæki. Það væri heldur ekki úr vegi fyrir þá að nota þetta lyrirtæki sem sérstakt úrva's- sýnishorn til þess að sanna mönnum ágæti þjóðnýtingarinn- ar. Það væri sannarlega gaman að sjá, hvernig þeim tækist það. VEXTIR AF MARSHALL- LÁNINU LÆKKAÐIR Fjármálaráðuneytið hefir til- kynnt, að samningar hafi tekizt um það, að vextir af Marshailláninu skyldu verða 2%% í stað 3%, eins og áður liafði verið tilkynnt. Þegar hús yöar brennur. Hús eiga að vera þannig úr garði gerð, að hægt sé að komast út úr þeim í flýti, segja slökkviliðsmenn, og það mætti bæta því við, að sér- hver fjölskyldufaðir ætti að vita, hvernig hann á að koma fjölskyldu sinni út, þegar hættu ber að hönd- um. Ef yður finnst að ekki þurfi að taka þetta fram, þá ættuð þér að hugsa til tveggja hálfstálpaðra drengja, sem létu lífið utan við svefnherbergisdyr sínar, þegar heim- ili þeirra brann. Ur herberginu, sem var á annarri hæð, hefðu þeir mjög auðveldlega getað skriðið út á skúr- þak og stokkið þaðan niður í garð- inn. En þeir urðu frávita af skelf- ingu, og gerðu það sama, sem flestir aðrir hefðu gert, þeir reyndu að koinast niður stigann, en komust það aldrei. Þrír fjórðu hlutar allra dauða- slysa af völdum bruna verða á efri hæðum húsa, og stafa af hitanum, sem kemur neðan frá, en eins og kunnugt er þá leitar hitinn jafnan uj>p. Þegar kviknar í húsi, ])á verða stigagangarnir mjög fljótt fullir af hinum heitu lofttegundum, sem myndast við brunann, og, sem geta náð allt að 500 stiga hita. Það fólk, sem þýtur óltaslegið uj)j) úr rúmun- um og niður stigann, verður þess- um heilu gufum að hráð löngu áður en sjálfir logarnir ná því. Það myndi sj)ara fjöldamörg mannslíf, að fólk gæfi sér ofurlítinn tíma til þess að hugsa sig um, þegar eldsvoða ber að höndum. Ef þér vaknið og finnið reykjarlykl, þá í hamingju bænum sviptið ekki upp svefnherbergishurðinni. -— Þreifið fyrsl um dyrakarminn ofan við hurðina. Ef tréð er heitt, þá opnið alls cklci hurðina, - - þá er það þeg- ar of seint. Heitt tréð, eða heitl dyrahandfang gefur til kynna að fyrir utan sé loftið svo heitt að það sé hanvænt, og því alveg ógerning- ur að komast niður stigann. Nei, látið hurðina vera lokaða og reynið að komasl út um glugga. Sé það ómögulegt, þá reynið þó að kalla á hjálp út um gluggann. Með- I lokaða hurðina á milli yðar og elds- i ins hafið þér þó von um líf þar til j hjálp berst. | Sé hurðin ekki heit, þá ljúkið henni varlega upp. Spyrnið við henni fæti og mjöðm svo að þér ' getið skellt henni í lás fljótt aftur. Haldið annarri hendi við rifuna yfir höfði yðar og opnið aðeins lítið eitt. Ef þér finnið þrýsting á hurðina, eða þér fiunið heitl Joft leika um ] hendi yðar, þá skellið hurðinni aftur og leitið til gluggans. Næstum eins þýðingarmikið og að opna rétt hurðir í brennandi húsi, er það að loka þeim aftur. Það er mjög algengt, að sá, sem verður elds var i Iiúsi, verður frávita af hræðslu, æðir um og skilur allar hurðir eftir opnar. Þá fær hitinn og reykurinn lækifæri til ])ess að breiðast bindr- unarlaust um allt húsið. Væri hurð- unum strax skellt aftur, þá gæti það tafið fyrir eldinum og framherjum hans, hitanum og eitruðum loftteg- Framhald á 6. síðu. ÞANKABROT _ ★ ______ Sleifarlagið á póstmálunum. Ástandið í póslmálum okkar ís- lendinga er sannast að segja mjög bágborið. Samgöngur um landið eru nú yfirleitt góðar, og almenningur treystir því þess vegna, að póstur geti borist greiðlega á milli manna. Reynslan er þó alll önnur. Þótt dag- legar beinar ferðir séu milli staða, þá er jíóstur ofl þrjá til fjóra daga að berast þar á milli og stundum lengur. Það tekur t. d. oft svo lang- an tíma að koma pósti héðan til manna á Sauðárkróki, og eigi póst- urinn svo að berast þaðan út um héraðið, þá er hann oft orðinn viku- gamall, þegar hann kernst til viðtak- enda, ])ótt mjólkurbílar gangi til þeirra daglega. Póstur, sem hingað kemur frá Reykjavík, er tveggja og oftast þriggja daga gamall, þótt koma mætti honum hingað samdæg- urs með flugvélum. Ef menn í sveit- um hér fyrir norðan þurfa að koma pósti suður í Árnes- eða Rangár- vallasýslu þá getur það tekið alll að liálfum niánuði. Þóll daglega gangi áætlunarbílar um þessar sömu sveit- ir, þá finnst póststjórninni ekki taka því að senda póst með þessum bíl- um nema einu sinni eða tvisvar í viku. Þá eru þess mörg dæmi, að menn hafi fengið nýrri joóst frá öðr- um löndum, heldur en frá mönnum, sem húa í næsta nágrenni. Þetta ástand er með öllu óþolandi. Væri póststjórnin árvök í starfi sínu, myndi hún telja það eina sína rík- ustu skyldu að nota til hins ítrasta hinar góðu samgöngur, sem nú eru víðs vegar um landið. En því fer mjög fjarri að hún geri það. Skipun jíóstmála vorra er nú bersýnilega orðin úrelt, og ekki samboðin því menningarstigi, sem vér annars stöndum á. Nú undanfarið hafa ver- ið bornar fram margar og ítrekaðar kvartanir vegna þessa seinagangs, en það verður ekki séð, að þær hafi borið mikinn árangur. Mætti þó ekki minna vera, en póststjórnin reyndi eftir megni að sinna kvörtunum al- mennings, þótt henni hugkvæmdist ekki af sjálfsdáðun, að úrbóta væri þörf. Það verður nú þegar að gríj)a til róttækra aðgerða til þess að leysa þennan vanda. Islenzk póstþjónusta cr nú orðin svo úrelt, að það dugar ekkert kák til þess að kijjpa henni í lag, og það verður að búa þannig um hnútana, að jafnan verði kajjp- kostað að nota til hlítar beztu sam- göngutæki, sem völ er á, til þess að tryggja greiðar og öruggar póst- göngur um landið allt. Bréf. Hr. ritstjóri! Það var bjart yfir mánudeginum 2. ágúst, — hátíðardegi verzlunar- manna. En það var líka hljótt yfir honum. Eg gekk um bæinn þann dag til að njóta veðurblíðunnar. Umferð var lítil, — minni en á 'sunnudögum. I miðbænum var einn fáni á stöng, einn við ofanvert Þing- vallastræti og þrír á utanverðri Framh. á 7. síðu. GAMAN OG ALVARA Gömul kona, sem hafði fengið greidd 400 slerlingspund frá vá- tryggingarfélagi í bætur fyrir týnda skartgripi, skrifaði félaginu nokkr- um vikum síðar og sagðist hafa fundið skartgripina inni í skáj). „Mér fannst það ekki fyllilega heið- arlegl af mér að halda bæði pening- unum og skartgrrpunum, svo að ég hugsaði að þið mynduð verða glað- ir við að frétta að ég hefi sent pen- ingana til Rauða-Krossins“ skrifaði hún. Gainall lögfræðingur notaði alveg sérstaka aðferð frammi fyrir kvið- dómendunum. Hann hafði mjög hátt, sveiflaði handleggjunum eins og mylluvængjum og æddi fram og aftur. Dag nokkurn, cr hann var fyrir rétti, gekk sérstaklega mikið á fyrir honum. Þegar hann að lokum settisl niður alveg ujrpgefinn, reis andstæðingur hans á fætur til að svara. Ilann byrjaði á því að losa um flibbann, veifaði handleggjunum, barði saman hnefunum og æddi um fyrir framan kviðdómendurna í rúmar tvær mínútur, án þess að segja orð. Síðan fesli hann á sig flibbann, lagfærði hár sitL og sagði rólega: „Virðulegi kviðdómur. Þar sem ég hefi nú að fullu svarað slað- hæfingum þessa lærða andstæðings míns, þá ætla ég að ræða nokkuð um staðreyndir þessa máls.“ Prófessor í efnafræði sjrurði eitt sinn nemendur sína, hvað þeir teldu mikilvægast af því, sem efnafræðin hefði fært heiminum? „Ljóshærðar stúlkur“ svaraði einn samstundis. Kínverskur fulllrúi á þingi Sam- einuðu þjóðanna var umkringdur af blaðamönnum, er hann koin á La Guardia flugvöllinn. Meðal annars var hann spurður eftirfarandi spurn- ingar: „Hvað finnst yður einkenni- legast við Vesturlandabúa?“ Kínverjinn hugsaði sig um augna- blik en brosti síðan og sagði: „Mér finnst, að það sé, hvað augun í þeim eru einkennilega skásett.“ Tveir svissneskir verzlunarmenn voru teknir fastir í Japan á stríðs- árunum. Þeir mótmæltu þessu við japanskan embættismann, en hann brosti aðeins og sagði afsakandi og til skýringar: „Eg veit það vel, að þið eruð hlullausir, en þið cruð hlut- lausir óvinir.“ „Nú, en hvað teljið þið þá Breta og Bandaríkjamenn?“ „Þeir eru óvinir, sem við eigum í ófriði við,“ svaraði Japaninn stutt- ur í sjruna. „En hvað þá um Þjóðverja og Itali?“ „Það eru vinsamlegir óvinir,“ sagði japanski embættismaðurinn.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.