Íslendingur - 11.08.1948, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 11. ágúst 1948
ÍSLENDINGUR
t
Það var margmennt að Svalbarði
síðastliðinn mánudag. Frændur og
vinir sLreymdu að höfuðbólinu úr
öllum áttum, til að gleðjast með
Stefáni bónda, sem þann dag liafði
þrjá aldarfjórðunga að baki.
Á heimili afmælisbarnsins ríkti
glaumur og gleði, og hvenær er ekki
glaðværð, þar sein Stefán fer? Það
er ekki að undra, þótt Slefáni bónda
verði gott til vina. Aldrei vantar
hann umræðuefni, því að hann er
fjölfróður, og þegar menn hlýða á
hin hnittnu tilsvör þessa góðlynda
og velviljaða bændaöldungs, finna
allir, að hér fer sannmenntaður
drengskaparmaður.
Lífsstarf Stefáns er helgað bú-
skapnum, og honum hefir auðnazt,
að sjá frumstæðan kotbúskap breyt-
ast í vélrænan nýtízku landbúnað,
torfkofana í vistleg steinhús, olíu-
og grútarlampa í glóandi rafkúlur
og nú síðast er stefnl að því, að gera
búskapinn óháðan duttlungum nátt-
úrunnar, með því að nota vélaaflið
lil að þurrka heyin.
Hin nýju viðhorf hafa ekki vald- ,
ið Svalbarðsbóndanum neinum erf-
iðleikum, hans meðfædda greind,
kennir honum að velja og hafna
rétt, tiieinka sér það sein nothæft
er, af því sem tæknin hefir að
bjóða, án þéss að reisa sér hurðarás
um öxl. Hið glögga búmannsauga
er fljótt að sjá, hver nýbreytni er
hagkvæm, hefir Stefán því jafnan
verið manna fyrstur til að hagnýta
þær nýjungar, sem fram liafa komið
í landbúnaði, enda ólatur að leggja
í smáferð, til að kynna sér reynslu
annarra um hvaðeina, sem að bú-
skap lítur.
Á sumrin unir Svalbarðsbóndinn
við búskapinn og fer þá sjaldan að
heiman, en þegar hausta tekur og
komið er fram á vetur, kemur í
hann ferðahugur, og er hann þá
alloft langdvöluin að heiman. Þessi
útþrá er sennilega ættarfylgja, því
að Vilhjálmur Stefánsson iandkönn-
uður er bróðursonur Stefáns, og
munu þeir vera líkir um fleira en
útlitið eitt. Á ferðum sínum hittir
Stefán að rnáli mikinn hóp vina og
kunningja og hefir ánægju að ræða
við þá sín hugðarefni, kynnast
reynslu þeirra og áliti á ýmsum
sviðum. Hafa þessi samskipti Stef-
áns við mikinn fjölda merkismanna
í öllum stéttum, víkkað sjóndeildar-
hring hans og aflað honum marg-
víslegrar þekkingar á hinum fjar-
skyldustu efnum.
Það lætur að líkmn, að spor Stef-
áns liggi víða í þessu byggðarlagi.
Skal ekki leitast við að rekja þau,
enda ógerlegt, því að hann mun
hafa lagt lið nálega öllum framfara-
rnálum byggðarlagsins síðustu 50
árin, Vil ég þó geta starfa hans fyrir
75 ára
Stefán Stefánsson
Svalbarði
héraðið í landbúnaðar- og sam-
vinnumálum.
Stefán var frá öndverðu einn af
forustumönnum Ræktunarfélags
Norðurlands og hefir átt sæti í stjórn
félagsins' frá 1924 og til þessa dags.
Alkunnugt er hvílíka þýðingu Rækt-
unarféiagið hefir haft fyrir allar
framfarir á sviði iandbúnaðar, síð-
asta mannsaldurinn og má raunar
segja að stofnun þess marki tíma-
mót í búnaðarmáluin hér um slóðir.
Ilefir það verið félaginu ekki lítil
stoð, að eiga Stefán meðal félaga
sinna, óþreytandi og síhvetjandi tii
nýrra átaka.
Á sviði samvinnunnar er Stefán
einnig í hópi brautryðjendanna.
Hann var einn þeirra merkisbænda,
scm fastast studdu Hallgrím heitinn
Krisrinsson, meðan hann var að
endurskipuleggja og byggja upp
myndarlegustu samvinnuverzlun
þessa lands, enda var þeirra vinátta
mikil og góð og hélzt, þar til Hall-
grímur féll frá.
Ifinn sívakandi áhugi Stefáns fyr-
ir málefnum Kaupfélagsins, var met-
inn að verðleikum af þeim, sem
Guðbrandur ísberg, sýslumaður
Ilúnvetninga, setti mótið og stjórn-
aði því. Hann flutti ítarlega ræðu
um slefnumál sljórnmálaflokkanna
og starfsaðferðir þeirra. Sérstaklega
ræddi hann stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins, sem hann sagði að fyrst og
fremst mólaðist af því, að vinna
jafnt að liagsmunamálum allra stétta
þjóðfélagsins.
Næstur talaði Gísli Jónsson alþm.
Ræddi hann sérslaklega viðhorfið lil
Framsóknarflokksins og minntist á
þau mál, sem Sjálfstæðismann og
Framsóknarmenn hefir greint á um.
Þá söng Jóhann Konráðsson nokk-
ur lög með undirleik Áskels Jóns-
sonar. Var söng hans mjög vel tek-
ið og varð hann síðar að syngja
brautina ruddu, og meðan félagið
átti f vök að verjast. Var hann fyrst
kosinn endurskoðandi félagsins ár-
ið 1906 og jafnan síðan fram til
ársins 1936. Á 30 ára starfsafmæli
Stefáns' gerðu nokkrir „Framsókn-
armenn“, sem þá nutu góðs af fórn-
fúsu starfi brautrvðjendanna, sam-
blástur um að fella hann frá kosn-
ingu.
Svalbarðsbóndinn tók þessum
mótgerðum andstæðinganna með
sinni venjulegu rógsemi, en hefir
síðan lagt meiri alúð við að hlú að
öðrum samvinnugróðri. Honum hef-
ir sennilega eins og ýmsum öðrum
fundizt orrnar vera farnir að naga
rætur hins græna trés. Víst er um
það, að Kaupfélagið á Svalbarðs-
ströndinni hefir færzt í aukana síð-
an Stefán flutti úteftir.
Eg vil enda þessar línur með því
að þakka Stefáni bónda góða vin-
áttu um fjölmörg ár og óska. að hon-
um endist aldur og heilsa til að
koma öllum sínum áhugamálum í
framkvæind, veit ég þá, að hann
verður ekki skammlífur.
mörg aukalög í viðbót.
Jónas G. Rafnar, formaður Fjórð-
ungssambands ungra Sj álfstæðis-
manna á Norðurlandi, flutti ávarp
frá ungum Sjálfstæðismönnum.
Jón Norðfjörð leikari las upp og
söng gamanvísur við ágætar undir-
tektir.
Héraðsmótið var fjölsótt, enda á-
kjósanlegt veður, og var samkomu-
húsið í Ásbyrgi þéttskipað áheyr-
endum meðan á ræðuhöldunum stóð.
Á héraðsmóti þessu kom það
greinilega í ljós, að Sjálfstæðismenn
í Vestur-Húnavalnssýslu ætla sér að
taka upp skelegga baráttu fyrir
næstu kosningar, enda er óvíst, að
fylgi Framsóknarflokksins standi
þarna svo föstum fótum, sem und-
Akireyrl fær listaverk
al gjðf.
Hjónin Barbara og Magnús
Á. Árnason, sem höfðu hér mál-
verkasýningu fyrir skömmu,
gáfu Akureyrarbæ að skilnaði
stærsta málverkið á sýningunni.
Málverk þetta er af Stokkalækj-
argili á RangárvöRum. Er þetta
höfðingleg gjöf og er ætiun gef-
endanna, að þetta verði fyrsti
vísir til listasafns á Akureyri.
Myndi það mjög ánéegjulegt að
geta komið upp slíku safni hér.
Mikið urn árekstra
í nágrenni Reykjavíkur
um síöustu helgi.
Alvarlegur árekstur varð um helg-
ina, er þrjár bifreiðar rákust saman
á Þingvallavegi. Meiddust þrjár
stúlkur veruiega og mun ein þeirra
hafa farið úr axlarlið, en hinar skár-
ust mjög af rúðubrotum. Dr. Ola P.
Hjaltested bar þarna að í bifreið
íjinni og gerði hann að meiðslunum
lil bráðabirgða, en síðan var hinu
slasaða fólki ekið til Reykjavíkur í
Landsspítalann.
Gífurleg umferð var á Þingvalla-
vegi um helgina og varð nokkur um-
ferðartöf við slysið, en lögreglu-
menn, er staddir voru í Valhöll,
komu brátt á vettvang og greiddu
úr fiækjunni.
Þá var einnig árekstur á Mosfells-
sveitarvegi í Helgafellshverfi svo-
nefndu, stutt frá Álafossi. Þar rák-
ust saman jeppabíll og áætlunarbíll.
Roskin hjón voru í jeppabílnum, er
fór út af veginum, og meiddust þau
talsvert og voru flutt í sjúkrahús í
Reykjavík.
Þá urðu einnig ýmsir minni hátt-
ar árekstrar.
Ohætt er að segja, að ekki verður
nógsamlega brýnt fyrir vegfarend-
um að sýna fyllstu varúð á vegum
úti. Það var tilviljun ein, að ekki
urðu banaslys um helgina, svo mikil
var umferðin og margir ökuinenn
sýndu fádæma kæruleysi og glanna-
skap.
BÆÍARBRUNI
í HÚNAVATNSSÝSLU
Bæjarbruni varð í Húnavatns-
sýslu síðari hluta vikunnar sem leið.
Kom upp eldur í bænum Þverár-
dal árla dags á fimmtudag og varð
ekki ráðið við hann, svo að bærinn
brann lil grunna. Hefir tjón bónd-
ans orðið mikið, því að verðmæti
var lítið vátryggt, eins og víða er
um sveitir.
anfarið hefir virzt.
Um kvöldið var dansað, og lék
hlj ómsveit fyrir dansinum.
Um næstu helgi halda Sjálfstæðis-
menn i Austur-IIúnavatnssýslu liér-
aðsmót sitt á Blönduósi. Meðal
ræðumanna þar verða Ólafur Thors
fyrrv. forsætisráðherra og þingmað-
ur kjördæmisins, Jón Pálmason.
Sv. G.
HéraOsmðt Sjálistæúis-
manna 1 Vestur - Húna-
vatnssjslu.
Síðastliði?in sunnudag héldu Sjálfstœðismenn í
Vestur-Húnavatnssýslu héraðsmút að Ásbyrgi í Mið-
firði. Um 40Ö manna sóttu mótið og er nú mikill
áhugi Sjálfstœðismanna þar vestra á að hefja mark-
vissa sókn til þess að vinna þetta kjördcemi flokknum
til handá.
Jóhannes
Jónsson
bóndi á Þorleifsstöðum
í Skagafirði
60 ára 2 júní 1948.
Þú verkbóndinn gódi
þig virði. ég í Ijóði,
er vaxtar þitt pund;
þú moldina dáðir
að gróðrinum gáðir
með geislandi lund.
Og uppskeru þáðir,
eins og til sáðir
á arðbœrri stund;
markinu náðir
og manndóm þinn skráðir
á móa og sund.
Eg sá þig á liesti
úr hlaði með gesli
sem hýrgaður er.
Djarflega fœtur
folinn ágætiir,
um foldina ber.
Þótt væri ’ann lítt sœtur
þá varð' liann þér mætur
sem víðkunnugt er.
Að taumhaldi lælur,
og tekur sér bætur
í tamning hjá þér.
Minningar streyma
um hugarins lieima
frá horfinni tíð;
er keyrðum um ísa,
og kveðin ei visa
af körlum úr ..Hlíð“.
Tónöldur rísa,
er tjáningu lýsa
hjá trúföstum lýð.
Þœr gleðina hýsa
til frjálslyndis fýsa
um farsviðiu víð.
Þú hjálpsami drengur,
hvert happ var þér fengur
í hamingjuleit.
Þú bœgðír oss gröndum,
í viðhorfum vöndum,
þá vá að oss hneit.
Með líknsömum höndum
þá leystir úr böndum
mörg líf hér í sveit.
A minninga löndum,
á meðan vér stöndum,
það maður hver veit.
Við sextigu ára
œvibraut klára
óskin er mín.
Að Ijósgeislinn bezti
í lífsfarar nesti
sé leiðsagan þin.
Þú höfðinginn mesti,
er hlynnir að gesti
unz hrollurinn dvín.
Aldrei þig bresti
ánœgja af hesti,
og angandi vín.
MAGNÚS Á VÖGLUM.