Íslendingur


Íslendingur - 31.08.1949, Síða 6

Íslendingur - 31.08.1949, Síða 6
6 ÍSLÉNDINGUR Miðvikudagur 31. ágúst 1949 Gestsauga Mánudagsblaðsins. í Reykjavík er gefið út vikublað, er Mánudagsblaðið nefnist. Er það óháð stjórnmálaflokkunum, en birtir oft hvassar ádeilur á það, sem miður fer i ýmsum málum með þjóð vorri. Stundum er gagnrýni þess þó full af skætingi, er nálgast strákskap. Þá er eins og blaðið hafi allt á horn- um sér, og greinarhöfundur sé svo slæmur í maganum, að skapið um- hverfist. Kemur þetta einkum fram í nafnlausri skammargrein 22. ágúst um frægt sumarhótel á Suðurlandi og þekktan sögustað í Skaftafells- sýslu. Um hótelið segir m. a.: „. .. . í þau þrjú skipti, sem ég hef komið þangað, hefir maturinn, hvort sem það er kalt borð eða heitt, verið á borð við það, sem verstu sjoppur Reykjavíkur bjóða mönnum upp á. Kjötréttir allir meira eða minna skemmdir, kalda borðið fábreytilegt, hvað rétti snertir, og borði menn kvöldverð á þessu hóteli, þá geta þeir gert sér það til dundurs að athuga, hvað sá át, sem snæddi hádegisverð við sama borð. Borðdúkurinn ber glöggt vitni um það. Venjulega er hægt að fá sér brauðsneið með ein- hverju ofan á, en sneiðar þessar eru bæði Iitlar, dýrar og illa smurðar. Matseðill sézt ekki, en „hótel“-stjórn in ákveður, hverju skuli slett í gesti ó degi hverjum. Allt verðlag er mið- að við beztu hótel erlendis.“ Ekki er nú lýsingin fögur, en nið- urlag þessa reiðilesturs gefur til kynna, að þarna sé maður, sem álít- ur að unnt sé að biðja um gæsasteik, styrjuhrogn eða hvað sem vera skal á afskekktu sveitahóteli, og svo er eins og hann þekki ekkert til dýr- tiðarinnar í landinu, þegar hann fer að bera verðlagið saman við það, sem gildir á hótelum „erlendis“. Þá kemur brot úr kaflanum um sögu- staðinn: „... . Eg ætla ekki að fara mörg- um orðum um staðinn sjálfan. Mér er, um og ó að bregða slíkri hrylli- mynd upp fyrir bæjarbúa. Þetta er í þriðja skipti, sem ég kem þangað, og alltaf fer það versnandi, og við- urstyggðin eykst hröðum fetum. Síð- ast þegar ég kom þangað, var sunnu- dagur. Þegar ég keyrði úr hlaði, varð mér litið yfir staðinn. Húsin ó- máluð, en staðarmenn þjöppuðust saman í bæjardyrnar með pottlokin sín á hausnum og stönguðu úr tönn- unum. Við eldhúsdyr ,hótelsins‘ stóðu veitingastúlkurnar og gældu við svarta tík og hvolpa hennar. Onnur þeirra gaf tíkinni bein, en tikin og hvolpar hennar sleiktu hönd hennar í þakklætisskyni. ,Komið að bera á borð fyrir gestina‘, hvein í einhverri eldhúskerlingunni.“ Auðvitað var það ósköp Ijótt af „staðarmönnum“ að vera með „pott- lokin ó hausnum“, þegar þetta mikil- menni ók úr hlaði. Hefðu þeir haft sinnu á þeirri kurteisi að taka ofan og hneigja sig, rnundi varla hafa verið skrifað svo fruntalega um heimilið! En hvað sem um það er, — hreinlætisháttum gististaða verð- ur ekki breytt til batnaðar með svo strákslegum skrifum, sem hérna er birt lítið sýnishorn af. Og mjög ó- víst, að mark sé tekið á slíkum skrif- um. Og svo eru aðrar sögur, sem gjarna mættu fylgja frá þeim, sem gistihúsin reka eða ganga þar um beina, en þær eru líka til. Sögurnar af mönnunum, sem koma á veitinga- staðina á hvaða tíma sólarhrings sem er með fleiri eða færri gesti með sér, án þess að hafa pantað greiða eða gistingu fyrirfram, og hafa svo allt á hornum sér, ef ekki er allt til í „grænum hvelli‘. Og eins af því fólki, sem aldrei getur gengið um snyrtiherbergi á þessum veitinga- stöðum, nema að skilja við þvotta- og salernaskálarnar stíflaðar af vindlingapökkum, dagblöðum og öðru rusli. Hótelmenningunni er ó- neitanlega víða ábótavant, en þegar ráðist er á hana í þeim tón, sem Mánudagsblaðið gerir, er ekki úr vegi að þeir, sem reka veitingastaði úti á landi, segi álit sitt á umgengis- menningu sumra ferðamanna, sem þykjast yfir aðra hafnir. Ó. DRENGUR SLASAST Hestur fældist fyrir rakstrar- vél á VökuvöPum s.l. miðviku- dagskvöld. Vélinni stjórnaði 12 ára drengur; sonur Sigurðar Eiríkssonar lögregluþjóns. Er hesturinn fældist, datt drengur- inn fram af vélinni, og fór ann- að hjól hennar yfir höfuð hans. Var hann þegar fluttur í sjúk- rahúsið, og reyndist höfuðkúp- an brotin. Er drengurinn þungt haldinn síðan; en hefir þó lengst af haft meðvitund. LÉREFTSTUSKUR kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Bjöms Jónssonar h.f. Martin Larsen sendikennari við Háskóla ís- lands og blaðafuiltrúi við danska sendiráðið var hér á ferð um helgina. Fór hann austur í Borgarfjörð (eystra) í sumar- leyfi, og dvaldi þar um hálfs- mánaðar skeið. Bauð hann blaðamönnum hér á Akureyri til kaffidrykkju og viðtals s.l. laugardag. Martin Larsen er enn ungur maður; en fjölmenntaður og viðlesinn, einkum i sögu og bók- menntun. Lagði hann stund á norrænu við Hafnarháskóla, en kom til Islands fyrir 3% ári til að taka við sendikennarastöðu við Háskólann. Til þess að kynn ast nútíðarmáli voru og æfa sig í að tala það; fór hann í kaupa- v)hinu á sumrum, austur í Homa fjörð, norður í Skagafjörð og víðar. Talar hann nú orðið lýta- lausa íslenzku; svo að óvenju- legt er um Dani, sem ekki hafa dvalið hér lengri tíma. Hafði hann og orð á því við blaða- menn, ihve góð íslenzka væri töluð hér í sveitunum; og hve íslenzkum bændum léti vel að segja frá. Taldi hann vist sína meðal þeirra hafa létt sér íslenzkunámið. Talið barst m. a. að handrita- málinu, og kvað hann nú nefnd starfandi í því, er skila ætti áliti í haust. Þá skýrði hann nokkuð frá högum dönsku þjóð- arinnar, og kvað hann vöru- skort fara minnkandi í Dan- mörku. Sendikennarinn er óvenju geðfelldur maður og orðinn gagnkunnugur íslandi og ís- HÉR og ÞAR — Framh. af 3. síðu. ir vöru, og á það ekki síður við um kaupmenn en kaupfélög. En ef öll önnur verzlun en kaupfélagsverzlun heitir „brask“ á máli Framsóknar- manna, er ekki furða, þótt oft sé minnst á braskara í Tímanum,meðan Framsókn hefir ekki komið fram þeim vilja sínum að 'SÍS nái undir sig öllum innflutningi til landsins. Hverjir rifu stíflunaP Tírninn segir í svartleiðara sínum s. 1. sunnudag: „... . Það voru ein- mitt Framsóknarmenn, sem einir allra flokka sögðu það fyrir, að dýrtíðin yrði erfið, ef hún fengi að magnast og því væri bezt að sjá við því í tíma.“ Hver er sannleikurinn í þessu? Hann er sá, að Framsóknarmenn sáu um það í tíma, að dýrtíðin færi í al- gleyming, þegar þeir rifu stífluna, sem gengislögin svokölluðu höfðu byggl fyrir hana. Það gerðu þeir með því að fá ákvæðið um verðlag landbúnaðarafurða numið burt úr lögunum. Og þegar stíílan var rifin, valt hin mikla dýrtíðarmóða fram, og síðan reyna Framsóknarmenn að koma verknaði sínum á aðra. Þeim fer líkt og manni, sem hleypir óðu dýri út úr búri — og hrópar síðan á vegfarendur að stöðva skepnuna, því ef þeim takist það ekki, beri þeir ábyrgð á því, ef hún fari einhverjum að voða. lendingum. Er sæti hans við HáskóJann og 1 sendiráðinu tví- mælalaust mjög vel skipað. GREEPAR GLEYMSKUNNAR — fullviss; að Pauline hafði á einhvem hátt verið við- stödd, er hann var framinn. Síðustu atburðir höfðu rifjað þetta allt rækilega upp, og mig hlaut að hafa dreymt þetta og þá um leið birzt mér í draumnum einu mennirnir, sem eg vissi að voru á einhvern hátt kunnugir konu minni. * En þótt vera kunni, að menn dreymi hið sama tvis- var eða jafnvel þrisvar, þá voru þó engindæmiþessaö menn geti dreymt hið sama upp aftnr og aftur, eins oft og vera vill. Þannig var þessu hins vegar háttað með mig nú. Eg tók aftur i hendi Pauline og er eg hafði beðið þannig í nokkur augnablik, þá greip mig sama tilfinningin og eg sá sömu hræðilegu sýnina. Þetta endurtók sig ekki aðeins einu sinni eða tvisvar heldur mörgum sinnum. Þótt eg væri, og sé reyndar enn; vantrúaður á svona hluti, þá gat eg aðeins álitið. að á einhvern dularfullan hátt horfði eg þarna á hið sama, sem vesalings stúlkan hafði séð, er hún missti minnið og varð alveg sljó. Það var aðeins er eg hélt í hendi Pauline, að eg sá þessa sýn, og það styrkti hugmynd mina. Eg var þá þegar og er ennþá fullviss um; að hún er rétt, þótt eg viti ekki, hvaða líkamlegu eða sálrænu áhrif hafa valdið þessari skynjun. Aftur og aftur tók eg í hendi Pauline, og í hvert sinn sá eg hið sama fyrir mér í sömu stellingum. Eg sá Ceneri, Macari og manninn á bak við þá, alla star- andi á fómarlamb sitt. Útlit hans virti eg einkum vel fyrir mér. Þótt andlit hins deyjandi manns væri af- myndað, var þó augljóst að hann hafði verið mjög ó- venju myndarlegur. Hann hlýtur að hafa gengið mjög í augun á kvenfólki, og þrátt fyrir skelfingar sýnarinnar kvaldi sú spurning mig, hvert hefði verið samband hans við stúlkuna, sem sá hann allt í einu myrtan. Það var augljóst, að það var Macari; sem hafði myrt hann. Eins og eg hafði áður skýrt frá stóð hann næstur honum og staða hans sýndi, að hann var reiðubúinn að verjast árás. Það hlaut að hafa verið hann, sem hafði beitt rýtingnum. Blað rýtingsins stóð í hjartastað mannsins allt upp að hjöltum, svo það var augljóst; að hann hafði dáið nær samstundis. Þetta var það sem Pauline hafði séð og sá ef til vill aftur núna og einhver annarlegur máttur gerði henni kleift ar sýna mér það, eins og hún væri að sýna mér mynd. Allt síðan þessa nótt hefi eg undrast það, að eg skyldi hafa stillingu og kjark til þess að sitja þarna og kalla hvað eftir annað fram þessa furðusýn. Það hljóta að hafa verið áköf þrá eftir því að kryf ja þetta dularfulla fyrirbrigði til mergjar, löngunin til þess að komast til fulls að því, hvað svipt hafði konu mína heilbrigðri skynsemi; gremjan yfir þessu svívirðilega morði og vonin um að geta látið þorparana hljóta makleg málagjöld, sem gáfu mér kjark og þrótt til þess að framkalla þessa sýn nægilega oft til þess að eg vissi allt, sam hún gat gefið mér til kynna. Loks áttaði eg mig á því, hve fráleitt það væri að láta Pauline liggja þannig. Eg sveipaði kápunni um hana, tók hana upp; bar hana út úr herberginu niður stigann og út á götu. Það var ekki orðið mjög áliðið nætur og mér tókst því brátt, með aðstoð manns, sem gekk hjá, að ná í vagn og aka konu minni heim. Hún var enn meðvitundarlaus er þangað kom, og eg lagði hana í rúm sitt. Hver svo sem sá annarlegi máttur hefir verið, sem gerði henni kleift að sýna mér hugsanir sínar, þá hvarf hann jafnskjótt og við vorum komin út úr hinu ókunna húsi. Eftir það birtist mér engin draumsýn, vitrun ofsjón eða hvað á að kalla það, þótt eg héldi í hendi hennar. IX. KAFLI Er eg hafði falið Pauline forsjá Priscillu, þá flýtti eg mér að sækja hinn bezta lækni, sem eg vissi um, og var síðan með öllum ráðum reynt að vekja hana til meðvitundar aftur. Það leið á löngu áður en hún bærði nokkuð á sér, en þó raknaði hún við að lokum, og þarf eg ekki að lýsa því, hve mjög eg fagnaði því. Þótt hún nú raknaði við, þá varástandhennarmjög alvarlegt; og um morguninn var hún fárveik, en eg vonaði, að hún væri aðeins með óráði vegna sótthita. Læknirinn sagði mér, að það væri mjög tvísýnt um líf hennar, það væri að vísu von til þess, að hún lifði þetta af, en hinsvegar engin vissa. Þá fann eg það enn betur en nokkru sinni fyrr hve mjög eg elskaði hina ógæfusömu konu mína. Eg fann hve mjög eg þráði að henni batnaði, jafnvel þótt andlegt heilbrigði hennar yrði engu betra, en eg hafði kynnst því. óráðshjal hennar nísti hjarta mitt.Hún kallaði jafn- an á einhvern, ýmist á ensku eða ítölsku, tjáði ein- læga ást og sorgir og lýsti innilegri ástúð. Á eftir fylgdu sorgarkvein og stundum virtist mér óttahroll- ur fara um hana. Hún lét ekkert orð falla til mín og sýndi engin merki þess, að hún þekkti mig. Hve mikið hefði eg ekki viljað gefa til þess að hún nefndi nafn mitt að-

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.