Íslendingur - 31.08.1949, Qupperneq 8
GJALDDAGI blaðsins
var 1. júní.
Miðvikudagur 31. ágúst 1949
ÍBtÐ ÓSKAST
sem fyrst. Fyrirfram-
greiðsla, ef óskað er.
Snorri Sigfússon
Fjólugötu 10. — Sími 311
„Kristindómnrinn
í tramkvæmd“
Kirkjan: Messað á Akureyri n.k. sunnu-
dag kl. 2. — F. R.
70 ára varð 29. þ. m. Eggert Melstað
slökkviliðsstjóri.
65 ára verður í dag Snorri Sigfússon,
námsstjóri.
40 ára varð 29. þ. m. Hjálmar Helgason
bílstjóri.
SlökkviliSiS var kallað að húsinu Strand
götu 51 s. 1. laugardagskvöld. Halði kvikn
að þar í viðtæki. Brann tækið, en aðrar
skenmidir munu litlar hafa orðið.
Strandakirkja. Áheit frá N. N. kr. 50,00.
Móttekið á afgr. íslendings. Sent áleiðis.
Frá kvenjélaginu Hlíj. Bæjarbúar, mun-
ið hlutaveltu lilífar næstkomandi sunnu-
dag. Þar getið þið eignast, ef heppnin er
tneð, margan ágætan lilut, fyrir aðeins 2
krónur og um leið styrkt dagheimili barna;
sem að öllu forfallalausu tekur til starfa
næstkomandi suinar.
Leiðrétting. I greinina — Að kveðja —
í 30. tbl. íslendings, hafa slæðst tvær vill-
ur, sem þarf að leiðrétta: Litlidalur er í
Austur-Húnavatnssýslu, en ekki í vestur-
sýslunni.* Fremst í 6. línu að neðan í 4.
dálki er orðið „e/að“, — á að vera: efnt.
Breytist efni viðkomandi máfsgr. svo við
þetta, að allt önnur meining kemur fram.
S. G. S.
Sjónarhœð. Samkoma á sunnudaginn
kl. 5 e. h.
Allir velkomnir.
Hjáípmðisherinn. — Almenn samkoma
sunnudaginn 4. september kl. 8,30. Frú
kapt. Ingibjörg Jónsdóttir stjórnar útisam-
komu ef veður leyfir kl. 4. — Merkjasölu-
dagur Hjálpræðishersins er á föstudag og
laugardag. Vinsamlegast kaupið merki
dagsins.
Sjáljboðavinna er nú að hefja6t við
íþróttasvæðið. Stjórn í. B. A. óskar eftir,
að þeir, sem hafa gefið loforð fyrir vinnu-
framlögum og aðrir, sem vildu leggja fram
sjálfboðavinnu, setji sig í samband við
formann I. B. A. — sími 464, — eða Stein-
grím Hansson, Brekkugötu 12, — sími 216
— til samkomulags um hvenær vinnan
verði innt af hendi. Næstu daga er mikil
þörf fyrir vinnu við undirbúning hlauþa-
brautar. Kvöldvinna verður eftir samkomu
lagi við sjálfboðaliða.
Happdrœtti templara. Fyrri dráttur í
Happdrætti templara fór fram hjá Borg-
arfógeta í Reykjavík 9. ágúst s. 1. og hlutu
eftirtalin númer vinning: 69201 — 55640
— 14554 — 4477 — 60766 — 20307 —
27558 — 77572 — 58593 — 54727 — 37799
— 29294 — 36727 — 21833 — 51297.
* svo í handriti. (Ritstj.).
Birglr Halldúrsson.
S.l. mánudagskvöld hélt Birg-
ir HaUdórsson söngvari söng-
skemmtun í Nýja Bíó með að-
stoð Ragnars Björnssonar. Á
söngskránni voru 17 lög, 10 er-
lend og 7 islenzk.
Rödd Birgis er ekki stórbrot-
in( en hann kann að syngja og
meira en það. Hann á þann
reista að ná með sinni mjúku
og elskulegu rödd, hug allra er
á hann hlusta. Hver gleymir
Sólskríkjunni eftir Laxdal,
Móðir við barn, eftir Björgvin
Guðmundsson. Ave María( eftir
Schubert, svo að nokkur lög séu
r.efnd.
En hyar voru hinir söngoisku
Akureyringar þessa kveld-
stund? En hvað um það, það er
víst að enginn, sem hlustaði á :
Birgi Halldórsson á mánudags-
kvöldið( sá eftir því.
Var honum forkunnarvel tek-
ið af þakklátum áheyrendum.
Undirleikur Ragnars Björns-
sonar var athygliverður. Er
þetta nýr undirleikari, sem má
vænta mikils af. Hafi þeir báð-
ir þökk fyrir komuna.
A. b.
GÓÐ FRAMMISTAÐA
ÍSLENZKRA SUNDMANNA
Um miðjan ágústmánuð var
háð Sundmeistaramót Norður-
landa í Helsingfors i Finnlandi.
Tóku þátt í því 6 keppendur
frá Islandi, þ. á. m. nafnarnir
Sigurðui' Þingeyingur og Sigurð
ur KR-ingur og Ari Guðmunds-
son. Sigurður Jónsson Þingey-
ingur varð Norðurlandameistari
í 200 m. bringusundi á 2,49,1
mín. 1 4 X 100 m. boðsundi varð
íslenzka sveitin hin 3. í röðinni.
Á öðru sundmóti í Finnlandi
varð Atli Steinarsson fyrstur í
200 m. bringusundi á 2,52,9 mín
en annar Sigurður Þingeyingur
á 2,53,0 mín. Þá kepptu Isiend-
ingarnir á móti í Aabo og urðu
þar sigursælir. Varð Ari fyrstur
í 100 m. frjálsri aðferð, Hörður
Jóhannsson annar í 100 m. bak-
sundi( Ólafur Diðriksson annar
í 400 m. frjálsri aðferð á sama
tíma og sigurvegarinn, Sigurður
Þingeyingur fyrstur í 200 m.
bringusundi á 2,47,0 mín. en
Atli annar. 3 x 100 m. boðsund
unnu Islendingarnir á 3,37,2
mín.( og sigruðu úrvalslið frá
Helsingfors. Loks tóku þeir
þátt í sundmóti í Svíþjóð, og
urðu þar fremstir í öllum grein-
um. Þar settu þeir nýtt ísl. met
í 3 X100 m. boðsundi á 3,36,6
min..
(Grein þessi birtist nýlega í hafn-
firzka Sjálfstæðisblaðinu „Hamri“,
og leyfir íslendingur sér að taka
hana upp).
Kommúnistar um allan heim hafa,
þegar hentugra þykir, breitt yfir
nafn og númer og skotið sér á bak
við ýms menningar- og tilfinninga-
mál til að dylja sitt rétta eðli og sinn
rétta tilgang. Hér á landi gangu þeir
ekki undir sinu rétta nafni, þótt hins
vegar koini það daglega í ljós, hvert
hugur þeirra hneigist. Á þann hótt
reyna þeir að blekkja fólkið til fylgis
við flokk sinn og nota svo tiltrú þess
1,1 að koma því í framkvæmd, sem
það sjálft sízt vildi.
Nú fyrir skönnnu átti frú Sigríður
Sæland, ljósinóðir hér i bæ, sextugs-
afmæli. í tilefni af því birti Þjóð-
viljinn viðtal við hana, sem út af
fyrir sig er ekki í frásögur færandi.
En tilefni þess, að á þetta er minnst ■
hér, eru eftirfarandi orð, sem frúin !
lætur hafa eftir sér:
„Þegar ég kyiuitisl sósíalism-
anurn, skildi ég, að hann var
lcristindómurinn í jramkvœmd.“
Sósíalisininn er „kristindómurinn
í framkvæmd“, segir frúin. Þjóðvilj-
inn er málsvari sósíalismans, er að
reyna að koma honum á hér á landi
eða með orðum frúarinnar að fram-
kvæma kristindóminn á meðal ís-
lenzku þjóðarinnar. Þelta er lítið
dæmi þess, hve lágt er lagzt til að
blekkja auðtrúa fólk. Það er ekki
úr vegi, að fólk hugleiði lítillega það
kristniboð, sem Saineiningarflokkur
alþýðu — Sósíalistaflokkurinn rek-
ur hér á landi svo og félagar þeirra,
kommúnistar, erlendis.
Föðurland allra kommúnista,
Rússland, er að mestu leyti lokað
erlendu fréttafólki, það má ekki
segja dýrðarsögurnar þaðan um
„kristindóminn i framkvæmd“. Rúss
neskar eiginkonur brezkra manna
fengu ekki að fara úr landi til að
búa með mönnum sínum. Hefði þó
mátt ætla, að þær hefðu frekar flutt
með sér bætandi áhrif fyrir hin
syndmn spilltu lönd vestan járntjalds
ins. Nei,.þær máttu ekki segja frá
kristindóminum í föðurlandi sínu.
— Hefði þó mátt ætla, að fram-
i
, kvæmendur kristindómsins vildu
gjarnan ná sem flestum eyrum til að
efla hann sem mest. En það er fleira
einkennilegt en það, að fólk fái ekki
að fara frá þessu dásamlega landi
sósíalismans, heldur eru mörg dæmi
þess að það fólk, sem kemst burtu,
vill ekki fara þangað heim aftur,
heldur lifa og deyja fjarri ættlandi
sínu. Eitt gleggsta dæmið um það er,
þegar frú Oskana Stepanovna Kosen-
kina varpaði sér út um glugga á
þriðju hæð í rússneska sendiráðs-
bústaðnuin í New York og lagði
þannig líf sitt í hættu til að losna
\ið að koma heim til Rússlands aft-
ur. Hún hefir ef til vill þekkt, hvern-
ig kristindómurinii er í framkvæmd
þar. Hér eru aðeins tvö lítil dæmi af
fjölda mörgum, sem sýna ljóslega,
að það er eitthvað annað en kærleik-
ur til allra manna og þjóða, sem er
ríkjandi í föðurlandi sósíalismans,
sem mest er gumað af i blöðum
sósíalista hér.
Þegar vikið er að forsvarsmönn-
um sósíalismans hér á landi, sem
eru þá samkvæmt því, sem kemur
fram i áður nefndu viðtali, að koma
„kristindóminum í framkvæmd“
meðal íslenzku þjóðarinnar, þá verð
ur ekki hægt að segja, að kærleikur-
inn og trúarleg umbun sé alltaf full-
komin í ræðuin þeirra og ritum. Að
vísu er sagt, að kommúnistar hugsi
öðruvísi en annað fólk og má því
vel vera,‘ að orð eins og hér fara á
eftir og kommúnistar hafa notað í
Þjóðviljanum um andstæðinga sína
hljómi eins og nokkurskonar engla-
söngur í eyrum þeirra. Þessi orð eru
m. a.: Ragmenni, auðnuleysingjar,
blóðþyrstir, grimmir, trylltir, fól,
fantar, fúlmenni, glæpamenn, þræla-
pískarar, fífl, illþýði, ræningjar,
morðþyrstir, svikarar o. fl. Oll þessi
orð og miklu fleiri af svipuðu tagi
má finna í Þjóðviljanum, málgagni
sósíalismans hér á landi. En þessir
frainkvæmendur kristindómsins hafa
ekki látið sitja við orðin tóm. At-
burðirnir 30. marz s. 1. sýndu ljósar
en nokkur orð fá lýst, hvert innræti
kommúnista er. Þeim er alveg sama,
hvort þeir beita ofbeldi, ósannind-
uin, blekkingum eða öðru slíku, að-
eins ef þeir ná tilgangi sínum. M. ö.
o. lögmálið, sem þeir lifa eftir er
það, að tilgangurinn helgi meðalið.
Þess vegna hika þeir ekki við að
fela sig bak við ýms nauðsynja- og
tilfinningamál, til að villa á sér heim
ildir. Þeir fara jafnvel laumulega,
þegar þeir fara að hitta húsbaSnd-
urna, því við og við þarf að afneita
þeim, sé það hentugra í svipinn o. s.
frv.
Hér að framan hefir verið drepið
á örfáar staðreyndir. Að lesendum
finnist, að sósíalisminn og fram-
kvæmd hans sé á þann veg, að hægt
sé að tala um hann sem „kristindóm-
inn í framkvæmd“, er fráleitt, enda
hefir reynslan verið sú, að þar er
um fullkomnar andstæður að ræða.
YMSAR
FREGNIR
PRENTARAR hafa ákveðið
að segja upp kaup- og kjara-
samningum frá morgundeginum
að telja, en núgi.dandi samning-
ar ganga úr gildi 1. október n.k.
Sjötugur varð 26. ágúst Stein
grímur Arason kennari og upp -
eldisfræðingur í Reykjavík. Er
hann landskunnur uppeldismála
frömuður og barnavinur. Var
aðalhvatamaður að stofnun
Barnavinafél. Sumargjöf í Rvík.
Hefir ritað margt barna- og
unglingabóka( og nýlega komu
út eftir hann bækurnar „Mann-
bætur“, „Landnám í nýjum
heimi“ og „Ljóðmæli". Stein-
grímur hefir dvalið langdvölum
í Ameríku við nám og rann-
sóknir í uppeldisvísindum. Hann
er eyfirzkrar ættar( sonur Ara
Jónssonar leikritahöfundar í
Víðigerði.
Miklir skógareldar geisuðu
nýlega í Suður-Frakklandi, er
eyddi heilum þorpum og blóm-
legum ræktarlöndum. Yfir 80
manns fórust í eldinum. Slökkvi
lið og her unnu að því að ráða
niðurlögum eldsins, en það tók
marga daga.
Ung stflika
g*etur fengið atvinnu i Hattabúð Ákureyrar nú þegar. Gagnfræðapróf eða hliðstæð menntun æskileg. Sigríður Krístjánsdóttir.
SlLDARAFLI
Akureyrarskipa um síðustu
helgi var sem hér segir:
Bjarki Mál og tn. 2010
Akraborg 1275
Auður 3560
Erna 1268
Gautur 589
Ingvar Guðjónss. 6129
Kristján 1176
Narfi 2157
Njörður 2774
Snæfell 2880
Straumey 1959
Súlan 3500
Sædís 2132
Sæfinnur 1984