Íslendingur


Íslendingur - 26.04.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 26.04.1950, Blaðsíða 4
ÍSLENDINCUR miðvikudagur 26. apríl 1950 Útgefandi: Útgáfuíélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob 0. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Árdís Svanbergsdóttir. Skrifstofa Cránuíélagsgata 4. Simi 354. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Sama verð á sömu vöru. -"f; Fyrir síðustu heimsstyrjöld var mikið talað um dýníðina í Reykja- vík, og það ekki að ófyrirsynju. Margar vörur voru þá dýrari í Reykjavík en nokkurs annars staðar á landinu, svo sem mjólk og mjólk- urvörur, kjöt og kjötvörur, garð- ávextir og fleira. Nú eru allir steinhættir að tala um „dýrtíðlna í Reykjavík" sem eitthvert óhugnanlegt fyrirbrigði, enda miklu nær að tala um dýrlíð- ina ulan Reykjavíkur. Því að strax og verðlagseftirlit er tekið upp á vörum, er venjulega auglýst hámarks verð í Reykjavík og Hafnarfirði, en síðan bætt við þeirri „klásúlu", að utan þessara staða megi leggja 3% eða hvað það nú er á vöruna, „vegna flutn.'ngskostnaðar". A þessum sömu árum er tekinn upp útreikningur framfærsluvísi.ölu og þá að sjálf- sögðu miðað við verðlag í Reykja- vík, þar sem það er lægst á landinu, og þannig haft af því fólki, er utan höfuðstaðarins býr. Þessi ósanngirni hefir nú loks ver- ið tekin til meðferðar, og nýlega hafðist það fram, að tóbaksvörur væru seldar sama verði, hvar sem væri á landlnu. Var þetta ekki ann- að en réttlætismál,, sem enginn hefir viljað á móti mæla. En tóbakið út af fyrir sig er ekkert aðalatriði. Það eru ýmsar aðrar vörur, sem telja verður til nauðsynja, er enn eru seldar hærra verði utan Reykjavík- ur. Má þar til nefna benzín og olíur, og mun benzínverð nú vera a. m. k. 7 aurum hærra hér á Akureyri en í höfuðstaðnum. Veldur þetta að von- um almennri óánægju hér. . Fyrir Alþingi liggur nú þings- ályktunartillaga þess efnis, að ríkis- stjórnin hlutist til um, að verðlag á benzíni og olíum um allt land, á þeim stöðum, er olíuskip geta losað farm sinn í tanka, verði hið sama. Telja flutningsmenn, áð þetta mundi kosta 1 eyris hækkun á benzlni í Reykjavík, en flutningsmennirnir eru Jónas G. Rafnar, Bernharð Stef- ánsson, Finnur Jónsson og Stefán Jóhann. Einnig er frumvarp fram komið á þingi, er lýtur að hinu sama. Allir landsmenn utan Reykjavíkur munu fylgjast með afgreiðslu þessa máls af áhuga. Þeir munu enga á- stæðu sjá til að búa möglunarlaust við meiri dýrtíð en höfuðstaðarbú- ar, þar sem þeir fá hana í engu bætta Tuniiuverksniiíjumálið tyrir Alþingi Fyrir Alþingi liggur nú tillaga til þingsályktunar um rekstur tunnuverksmiðju á Akureyri. Hafa komið £ram nefndarálit frá fjárveitingarnefnd í málinu, en nefndin klofnaði um það. Skilar minnihlutinn, Jónas G. Rafnar og Ásmundur Sigurðsson sérstöku áliti, þar sem beir leggja til, að tillagan verði samþykkt. Hefir blaðið spurt Jónas G. Rafnar um álit minnihlutans á málinu og efni álitsgjörðar hans, og lét hann blaðinu í té eftirfarandi greinargerð: Þegar tillaga þessi til þingsálykt- unar var borin fram í byrjun þessa árs, hafði Síldarútvegsnefnd, sem fer með stjórn Tunnuverksmiðja rík- isins, enn ekki hafið neinn undir- búning að rekstri tunnuverksmiðj- unnar á Akureyri, sem starfrækt hef- ir verið undanfarin ár. Hins vegar var þá vitað, að tunnuverksmiðjan á Siglufirði yrði rekin og þar smíð- aðar allt að 30—40 þús. tunnur. Var tillögunni þegar í stað vísað til Fjárveitinganefndar, sem leltaði umsagnar Síldarútvegsnefndar. Hjá Síldarútvegsnefnd fengust þær upp- lýsingar, að nefndin hyggðist ekki að smíða tunnur í Akureyrarverk- smiðjunni, þar sem Siglufjarðarverk smiðjan ein gæíi framleitt þær tunn- ur, sem á þyrfti að halda. Fyrir nefndinni lá áskorun frá Akureyrarkaupstað um að þegar í stað yrði hafin tunnusm.ði í verk- smiðjunni. Við Ásmundur Sigurðsson höfum lagt til, að tillagan yrði samþykkt af eftirfarandi ástæðum: 1. Þegar stjórn Tunnuverksmiðja ríkisins festi kaup á tunnuverk- smiðju Akureyrarkaupslaðar haustið 1946, var út frá því geng- ið af seljanda hálfu, að um ár- legan rekstur verksmiðjunnar yrði að ræða, enda veitti bæjar- félagíð verksmiðjunni allveruleg fríðandi, svo sem afslátt á raf- magni, forgangsrétt að bryggju- plássi og undanþágu á hafnar- gjöldum.. Um margra ára skeið hafði tunnusmíði verið stunduð á Ak- ureyri. Ef þær upplýsingar eru réttar, sem ég hefi fengið, var fyrst hér á landi byrjað á tunnu- smíði á Akureyri, og var þessi alvinnugrein orðinn verulesrur þáttur í atvinnulífi bæjarbúa með hærri vinnulaunum eða afurða- verði. Það, sem keppa verður að nú og í næstu framtíð, er samræming verðlags og kauplags um allt land, svo að misræmi slíkra hluta verði ekki orsök óeðlilegra flutn'nga fólks frá framleiðslustörfunum við sveit og sjó til höfuðs'aðarins, í von um að geta fengið lifibrauð sitt við talningu skömmtunarmiða, dyra- vörzlu við Þjóðlelkhúsið eða blástur í 8ymfoníuhljómsveit. vetrarmánuðina. Það er því meira en ólíklegt, að bæjarstjórnln hefði farið að selja verksmiðj- una, ef hún hefði haft minnsta grun um, að með því yæri verið að uppræta þennan atvinnurekst- ur í bænum, sem verið hafði meg- instoð ýmissa verkamanna verstu atvinnuleysismánuði árslns. 2. Við teljum, að Síldarútvegsnefnd hafi ekki borið fram nægileg rök fyrir þeirri staðhæfingu sinni, að tunnur smíðaðar á Akureyri séu það miklu verri en tunnur frá Siglufirði, að forsvaranlegt sé af þeirri ástæðu að leggja með öllu niður tunnusmíði á Akureyri. I viðræðum við S.'ldarútvegsnefnd hefir það og komið í ljós, að ef eitthvað má finna að Akureyrar- tunnunum, þá stafi það af því, að stjórn verksmiðjunnar hafi ekki sem skyldi hugsað um að búa verksmiðjuna úr garði. Fyrir nokkru síðan var til dæmis lofað, að reist yrði tunnugeymsluhús á Akureyri — stálgrindahús. — Voru þá tvö slík hús í pöníun og áttu að koma til Akureyrar og Siglufjarðar. Nú er það upplýst, að ekki fæst nema eitt slíkt hús og þá á að reisa það á Siglufirði, enda þótt Síldarútvegsnefnd telji sig þar hafa haft aðs.öðu til þess að geyma tunnur inni í húsum Síldarverksmiðja ríkísins. Af þessu dæmi er full ástæða til þess að ætla, að Síldarútvegs- nefnd hafi síður en svo gert báð- um verksmiðjunum jafn hátt und ir höfði. 3. Teljum við það hagsmunamál fyrir síldarsaltendur á Norður- landi, að tunnur séu smíðaðar á Akureyri, þar sem tunnuflutning- ar með bllum eru miklu ódýrari en með skipum. Munu tunnur hafa verið flu.tar á bílum frá Akureyri allt til Raufarhafnar. Sem dæmi má geta þess, að flutn- ingsgjald með bifreiðum frá Ak- ureyri til Dalvíkur var kr. 1,25 til 1,50 á tunnu og til Húsavíkur kr. 2,75, en sjóleiðis um kr. 5,00 á tunnu. Það er því augljóst hags- munamál fyrir síldarsaltendur ^norðanlands, og þá einkum við Eyjafjörðinn, að tunnur séu ein- mitt smíðaðar á Akureyri. Á síðastllðnu hausli voru eng Veðurfregnalestur. — Þurjum hent- ugri lögreglubíl. — Keðjubréfadell- an enn. — Nútímalýrikk. LESTUR VEÐURFREGNA vlrðist ekki vera í höndum neinna ákveðinna manna. Langoftast eru þær lesnar af illa læsum og flámæltum eins'.aklingum," sem hvorki virðast áður hafa lesið nema í hljóði og aldrei komið nálægt hljóðnema. Það var um hádegið ekki alls fyrir löngu, að tveir einstaklingar, karlmaður og kvenmaður, lásu veðurfregnirnar með stuttu mlllibili, og var þar um nýjar raddlr að ræða, cem þurfa myndu mikla skólun, ef úr þeim ætti að geta orðlð sæmileg úlvarpsrödd. Litur út íyrir að lestur veðurfregna sé einskonar tilraunastarfsemi, og er það illa farið. Z SKRIFAR mér bréf út af lögreglu- bílnum, sem hann telur mjög óhentugan til síns brúks. Getur hann um eitt dæmi því til sönnunar. Kveðst hann hafa verið áhorfandi að því, ekki alls fyrlr löngu, að einn lögregluþjónn hafi þurft að taka öl- óðan niann úr umferð í miðbænum, og hafi hann á'.t mjög erfitt með að koma honum í bílinn, bæði vegna þess, hve hátt er upp í hann að aflan og engin handföng til að styðja:t við. Hinn ölóði maður spyrnti við fótum, svo að ekki var á eins manns færi að koma honum upp í bílinn, og tókst það fyrst, er elnn óbreyttur borg- ari fann skyldu sína til að koma lögreglu- þjóninum til aðstoðar. En það er ekki nóg með það, að erfitt sé fyrir einn mann að koma ölóðum manni inn í þenna óhentuga bíl, heldur er ekkert skilrúm í bílnum milli þess, sem ekur honum og delinkvent- ins. Stofnar þetta lögreglunni í mikla hættu, ef um óðan mann er að ræða, og ar tunnur til á Akureyri, enda þótt verulegar tunnubirgðir væru þá í landlnu. Skömmu áður en tillaga þessi kom fram á þingi, hafði ég rætt við þá- verandi sj ávarútvegsmálaráðherra um möguleikana á, að tunnusmíði yrði hafln á Akureyri. Tók hann málaleitan minni vel, en kvaðst að sjálfsögðu þurfa að bera mállð undir Síldarútvegsnefnd, sem hefði stjórn tunnuverksmiðjanna með höndum. All-löngu síðar var mér tilkynnt sú ákvörðun Síldarútvegsnefndar, að smíða ætti á þessum vetri 10 þús. tunnur á Akureyri, og mun smíði þeirra þegar hafin. Þrátt fyrir þessa úrlausn, — og stefnubreytingu S.ldarútvegsnefndar, er bæði rétt og sjálfsagt, að iillaga þessi fái þ!nglega afgreiðslu, enda þótt hún héðan af breyti engu um tunnusmíðar á Akureyri í vetur. má því telja óverjandi að ætla einum lög- regluþjóni að taka mann úr umferð á þann hátt. Telur hann (Z), að full þörf sé fyrir að fá annan, hentugri lögreglubíl, sem auðvelt sé að kata ölæðingum inn í, og að „farþegarúmið" sé þannig umbúið, að ökumanni stafi ekki hætta af „farþeg- EINHVERN TÍMA ÁÐUR hefi ég minnst á keðjubréfadelluna, sem óþrosk- aðir unglingar og hjátrúarfullt fólk tekur oft alvarlega. Eg hefi orðið þess var, að nú mun eltt slíkt keðjubréf vera á ferðinni, sem leggur fó.ki sem bréfið fær, þær skyld- ur á herðar, að skrifa ein 5 slík bréf til þess að ó'ðlast hamingju á 3. eða 4. degi en mikla óhamingju eða jafnvel dauða, ef skriftunum er ekki tinnt. Þótt slík bréf kunni að* vera fundin upp af einhverjum pappírsframleiðanda eða pappírssala, þá er rétt að benda á það, að pappír er nú mjög af skornum skammti í landi voru og burðargjöld nýlega hækkuð að mun. Og ekki fleiri orð um það. I nýútkomnu Heimilisriti birtast tvö kvæði eftir einn af vorum ungu „Ijóða- smiðum", sem losað hafa sig undan fargi formsins (og efnis.'ns, er óhætt að segja). Ég geri ráð fyrlr, að þar sé ort eflir list- kröfum Kri tins E. And.éssonar, sem virð- ist hvorki krefjast ríms né efnis, og er leitt til þess að vita, að þessi kvæði skyldu ort of selnt til þess að komast í „Islenzka nútimalýrikk". Eiríkur blóðöx var ánægð- ur mcð Höfuðlausn og allir vildu Lilju kveðið hafa, en hvað er skáldskapur Egils og Eysteins á móti íslenzkri nútíma- Jyrikk" eins og hún birtist í dag? Set hér annað kvæð.ð til kynningar (og bíð svo relkningsins frá Jóni Lelfs): Rumba eins og hringurinn og eins og heimurinn eins og þú eins og augu þín cins og ég eins og allt og allt eins og rautt og blátt og blátt og rautt eins og að gleyma eins og að heyra . ckkert ekkert ekki ískrið í stirðum hjólunum á vagni dagsins eins og grænsápuvatn yfir rauðum eldinum ekki blása ekki blása (æ veiztu bara á morgun) Rumba Rumba eins og þú eins og augu þín eins og cins og eins og að. Þarna sjáið þið „tækni" nútímans í ljóðagerð, hina einu eftirsóknarverðu ný- rköpun í tjáningu og formi! Kunningi minn, er lesið hafði kvæðlð, og ekkert botnað í nútíma lýrikk, af því að vísnaskýrlngarnar fylgja ekki, sendi mér cftirfarandi vísu: Ekki rís nú andinn há* t, efnið finnst mér þunnt og snautt, eins og rautt, elns og blátt, eins og blátt og rautt.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.