Íslendingur


Íslendingur - 26.04.1950, Blaðsíða 8

Íslendingur - 26.04.1950, Blaðsíða 8
Heimilisritið — Hjartaásinn Allt — Sljörnur Litla blaðið (skemmtirit) , Bókaverzlun Björns Árnasonar. Gránuíélagsgölu 4 — Akureyri. 'BMWBtfMHMMHM H ¦»* ¦ ¦¦¦¦¦¦¦¦¦ ifewÉttiir miövikudagur 26. apríl 1950 V ANT A R S T Ú L K U til afgreiðslu. Helzt vana. Nýia kjörbúðin. Leiðrétting. í þakkarávarpi á 7. bls. í blaðinu í dag, 1. dálki, 2. auglýsing að ofan, stendur Jónasínu Sigurðardóttur, en á að vera Jónasínu Sigríðar Helgadóttur. Og í næsta þakkarávarpi fyrir neðan hefir misprentast Sigurður í stað Sigríður. Hiut- aðeigendur eru beðnir velvirðingar á þess- um leiðu mistökum. Akureyrarkirkja. — Messað n. k. sunnu- dag kl. 2 e. h. — F. R. I.O.O.F. — 1314288% — ? Rún:. 59504307 — Frl:. HULD, 59504266 — IV/V—2 Hjúskapur. Sesselja María Þorsteins- dóttir og Ásgeir Kristjánsson, bifvélavirki. Gift á sumardaginn fyrsta. Dánardœgur. Hinn 15. þ. m. lézt að heimili sínu í Grímsey Steinólfur E. Geir- dal póstafgreiðslumaður, 74 ára að aldri. Skýrsla um gjafir og áheit til Hríseyjar- kirkju árið 1949: Gjafir frá ónefndri ........ kr. 50.00 Gjöf frá Baldrúnu Árnadóttur — 30.00 Áheit frá ónefndri .......... — 100.00 — — ónefndum ...... — 75.00 — — ónefndum ...... — 100.00 — — ónefndri ........ — 50.00 Samtals kr. 405.00 Beztu þakkir. — Sóknarnefndin. Leikjélag Akureyrar frumsýnir sjónleik- inn Uppstigning eftir prófessor Sigurð Nordal n. k. laugardag þ. 29. þ. m. í Sam- komuhúsi bæjarins kl. 8. Leikstjóri Agúst Kvaran. — Aðgöngumiðar verða seldir í Samkomuhúsinu kl. 2—4 og 7—8 leikdag- ana. Auk þess má panta aðgöngumiða hjá gjaldkera félagsins Birni Sigmundssyni. Fastir frumsýningargestir vitji aðgöngu- miða sinna fyrir kl. 6 á föstudag 28. apríl í Bókaverzl. Eddu h.f. — Önnur sýning á sunnudag. lðnskólanum á Akureyri verður slitið n. k. laugardag kl. 6 síðdegis. Aflasala. Nýlega hafa tveir Akureyrar- togarar selt afla sinn í Bretlandi: Jörund- ur fyrir 8739 pund og Kaldbakur fyrir 6802 pund. Sölubúðum verður lokað kl. 12 á hádegi 1. maí, og frá þeim degi verður einnig lokað kl. 12 á laugardögum til 1. okt í haust. Höfnin. Skipakomur: 15. apríl Jörund- ur, 16. Svalbakur (báðir úr söluferð), 18. Hekla og Skeljungur, 22. Þyrill, 23. Straumey og Kaldbakur (úr söluferð). Ný yfirhjfíkrunarkona hefir verið ráðin að sjúkrahúsinu hér frá 1. júlí n. k. Er það ungfrú Ragnheiður Árnadóttir frá Hjalteyri. Köld tíð hefir verið hér á Norðurlandi síðan sumarið gekk í garð. Heilsaði það með snjókomu, er stóð þó eigi lengi, en síðan hafa verið allmikil frost, en bjart- viðri. Vinnustofusjóði Kristnechælis hefir bor- izt gjöf að upphæð kr. 2500.00 til minning- ar um Jónasínu Helgadóttur frá börnum hennar. — Beztu þakkir. Jónas Rafnar. Guðjón Samúelsson húsameistari lézt í gær í Reykjavík. Fe g r u n a rf é I ag i ð lætur gera brjósllíkan af frú • Margrethe Schiöth Þa'o á a5 staoda í Lystigarijiiiiim liér I Síðastliðið sumar samþykkti Fegr- unarfélag Akureyrar að hafa for- göngu um að fá gert brjóstlíkan af frú Margrethe Schiöth, sem síðan yrði komið fyrir á völdum stað í Lystigarðinum. Frú Schiöth hefir, úns og bæjarbúum er kunnugt, unn- Ið frábært starf við að koma upp Lystigarðinum, fegra hann og prýða, svo að hann er nú talinn, jafnt af Kvöldvaka í félagsheimili í. B. A. í íþróttahúsinu mið- vikudag (í KVÖLD) kl. 8.30 fyrir fél. eldri en 14 ára. Frá s'.arfinu í kri«'niho«sbúsinu Zíon næstu vlku: Sunnudag kl...-10.30 sunnn- dagaskóli, kl. 2 drengjafundur (eldri leild), kl. 8.30 atmenn samkoma, séra Jó- 'iann Hlíðar talar. Þriðjudag kl. 5.30 fundur fyrir telpur 7—13 ára. Miðvikudag 'cl. 8.30 biblíulestur og bænastund. — Fimmtudag kl. 8.30 fundur fyrir ungar itúlkur. Laugardag kl. 5.30 drengjafund- ur, Vngri deild. Barnastúkan „Samúð" nr. 102 heldur fund í Skjaldborg sunnudaginn 30. apríl n. k. kl. 10 e. h. Inn'aka nýrra félaga. Korning fulltrúa á Umdæmisstúku- og Stórstúkuþing. — >jónleikur. — Söngur. — Kvlkmynd. Barnastúkan „Sakleysið" heldur fund í Skjaldborg næátkomandi sunnudag kl. 1 e. h. — Fundarefni: Tilkynning frá stór- gæzlumanni. Kosning fulltrúa á Unglinga- regluþing og stórstúkuþing o. fl. — Leik- sýning, upplestur, kv^kmynd. — Það er áríðandi að allir mæti. BAZAR hjá Hjálpræðishernum þriðju- daginn 2. maí.. Kaffisala frá kl. 3. Barna- vinnubuxur, prjónavörur o. fl. nytsamlegt fæst á bazarnum. — Kl. 8,30 um kvöldið verður söngur og hljóðfærasláttur. Dregið um happdrætti o. :fl. Kvenfélagið Hlíf hefir beð:ð blaðið að geta þes:, að upp hafi komið þessi númer í happdrætti félagsins : Nr. 177 líkan, nr. 253 Ferðaminningar S. E., nr. 154 vegg- :eppi, nr. 18 uppsettur púði. Vinninganna sé vitjað í Brekkugötu 2 (uppi). Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg þriðjudaginn 2. maí kl. 8.30 e. h. Þar fer fram kosning fulltrúa á Stór- stúkuþlng og Umdæmisstúkuþing. Kvenfélagið Framtíðin heldur fund að Gildaskála KEA annað kvöld (fimmtudag 27. apríl) kl. 8.30. Rætt um Jónsmessuna og fleira. / nnlendum og erlendum gestum, höf- uðprýði okkar sumarfögru Akureyr- ar. Hefir frúin verið kjörin helðurs- borgari Akureyrar fyrst og fremst í viðurkenningarskyni fyrir starf hennar við garðinn. Nefnd úr Fegrunarfélaginu hófst skjótt handa um að vinna að fram- gangi hugmyndarinnar og fékk myndl.starmanninn Jónas Jakobsson til að móta líkanið. Var blaðamönn- um sýnt það í fyrrakvöld, þar sem það er nú næstum fullgert á verk- slæði listamannsins í Strandgötu 23. Félagið leggur nú kapp á að koma Iíkaninu til Reykjavíkur, þar sem þar er nú staddur erlendur málmsteypu- maður, sem fær mun til að gera málmsteypu af frummynd líkansins. Er þetta útlendingur, sem flytur af landi burt í sumar, og vill félagið nota tækifærið til að fá hann til að vinna verkið áður. Að öðrum kosti yrði að senda líkanið til útlanda, en auk þess sem afgreiðsla verksins mundi við það taka lengri t'ma yrði það mun dýrara og kosta erlendan gjaldeyri. Að sjálfsögðu skortir Fegrunarfé- lagið fé til þessa verks, og vill blaðið hér með hvetja þá. sem málinu eru hlynntir, hvort sem þeir eru félags- menn eða ekki, að hlaupa undir baggann með fjárframlög eftir getu, og koma framlagi sínu á framfæri fyrir miðjan næsta mánuð, því að þá mun verða að koma frummynd- inni suður, ef verkið á að fást unn- ið hérlendis. Framlögum geta menn komið til einhvers nefndarmanna, en nefndina skipa: frú Dagmar S^gurjónsdóttir, Jón Benediktsson yfirlögregluþj ónn og Finnur Árnason rækíunarráðu- nautur. Einnig taka vikublöðin á móti framlögum. ÝMSAR fREGNSR Nýkomið er til landsins nýtt eftir- lits- og hafrannsóknarskip, er hlodð hefir nafnið María Júlía. Á leið .jinni upp til Islands tók það hol- lenzkan togara að ólöglegum veiðum í landhelgi og hóf þannig starf sitt, áður en það kom til hafnar í fyrsta sinn. Fékk skipið hinar hátíðlegustu móttökur í Reykjavík, er það kom þangað annan sumardag. Alþingi hefir nú samþykkt að al- friða rjúpuna næstu 5 ár. Var mál il þess komið, áður en þessi fallegi fugl hlyti sömu örlög og geirfugl- Leikritið „Útlagar" eftir Tryggva Sveinbjörnsson sendiráðsritara í Khöfn hlaut I. verðlaun í leikrita- samkeppni Þjóðleikhússlns. Alls bárust 19 leikrit. Oskar Þjóðleikhús- ið að sýna 8 hinna innsendu leikrita. Samkomulag hefir nú náðst um kaup og kjör flugvirkja hjá ísl. flug- félögunum, en þá höfðu flugvirkjar verið í verkfalli síðan. um áramót eða rúnilega 3^2 mánuð. Slysavarnafélagið hélt nýlega árs- þlng sitt í Reykjavík. Voru 30 nýjar deildir íeknar í félagið. Alls hafði þá um 500 ma ns verið bjargað frá drukknun fyrir framgöngu Slysa- varnafélags íslands. STULKA óskast í vist á gott heimili í Reykjavík. — Hátt kaup — Sérherbergi — Upplýsingar í síma 181. Rit send blaSinu. ÁRBÓK ÍÞRÓTTAMANNA 1948 hefir blaðinu borizt. Hefir hún inni að halda skrá yfir öll íþróttamót, sem haldin hafa ver- ili á vegum f S í á því ári, og er þvi hin fróðlegasta fyrir alla þá, er fylgjast vilja tn'sð íþróttaaf- íekum og áröngrum í þeirri list. Bókin er prentuð á vandaðan papp'r og prýdd ótölulegum fjölda mynda af íþróttamönnum. Þe'ta er í 6. sinn, er slík bók kemur út. Ritstjóri hennar er Jóhann Bernhard, og ritar hann formála fyrir henni. Alls er hún 240 bls. í fremur litlu broti. FREYR, búnaðarblað, aprílhefci 1950, er nýlega komið. Helzta efni: Garnaveiki og fjárskipti, e. Guðm. Gíslason, Sauðfjárbú mitt, e. Jóh. Davíðsson, Bændahöfðingi og kenni- maður, e. Slgurð Bjarnason frá Vig- ur, þýdd grein um vandamál land- búnaðarins, Þorleifur Jónsson í Hól- um, e. Pál Þorsteinsson og Frá sam- bandi sænskra bændafélaga. Ritið er myndum prýtt og vandað að frá- gangi. Ritstj. er G.sli Kristjánsson. JURTAPOTTAR nýkomnir VÖRUHÚSIÐh.f HLAUPAHJÓL VÖRUHÚSIÐh.f Höíuin eniiþá til útlendar matarkartöflur á kr. 65,00 pokann neimsenr. 1 Kjötbúð K. E. A. Bilstjörar! Bilstjörar! Þeir meðlimir Bílstj órafélags Akureyrar, sem eru óráðnir og óska eftir að stunda akstur sem launþegar á komandi sumri, eru vinsam- legast beðnir að gefa sig fram sem fyrst við stjórn félagsins. Bílstjórafélag Akureyrar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.