Íslendingur


Íslendingur - 26.04.1950, Blaðsíða 7

Íslendingur - 26.04.1950, Blaðsíða 7
miðvikudagur 26. apríl 1950 ÍSLENDINGUR 7 Konan mín, Guðný Árnadóttir, Glerárgötu 4, sem andaðist 18. þ. m., verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 27. apríl kl. 1.30 e. h. Árni Árnason. Inn'legt þakklæti viljum við votta öllum þeim, sem sýnt hafa sam- úð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar, Jónasínu Sigurðardóttur. Sérstaklega þökkum við yfirlækni, hjúkrunarkonum og sjúkling- um á Kr'stneshæli fyrir nærgætni og alúð, sem hún naut þar í lang- varandi veikindum. Börn hinnar látnu. Innilegus'.u þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð við and- lát og jarðarför móður okkar Nikolínu S. Sölvadóttur Sigurður, Anna og Erna Árnadóltir .......... iii11 imtowiwwm—M———ra—ir^ ÍBÚÐ til leigu í fullgerðu nýju húsi á norðurbrekkunni er til leigu gegn fyrir- framgreiðslu eða láni, að upphæð 20—30 þúsund kr., tvær stórar stofur og eldhús, lítið herbergi getur komið til greina. — Listhaf- endur leggi nöfn sín í lokuðu umslagi inn á afgreiðslu íslendings, merkt ÍBÚÐ, fyrir 29. þ. m. Jörð til sölu Jörðin YZTIBÆR í Hríseyjarhreppi er til sölu nú þegar. Ábúð á jörðinni, án sölu, getur einnig komið til greina. Semja ber við undirritaðan eiganda. _ Oddur Ágústsson, Yztabæ, Hr.sey. ) FISKIÐJUVER | ÓLAFSFJ ARÐAR Ólafsfirði framleiðir eftirtaldar niðursuðuvörur úr beztu fáanlegum hrá- efnuni: SÍLD í TÚMAT 450 gr. dósum S í L D I 0 L í U reykt í smádósum GAFFALBITA í olíu, smádósum GAFFALBITA í kryddpækli, smádósum REYKTAN FISKí oliu i/2 kg. dósum S J Ó L A X í ol u, smádósum (og fl. tegundir síðar) Ofangreindar tegundir fyrirliggjandi hjá einkaumboðs- manni vorutn utan Reykjavikux*. Heildverzl. Valgarðs Stefánssonar Sími 332 Akureyri °I I TILKYNNING fró Skóverzlun M. H. Lyngdal. Þær skóvörur sem berazt kunna verzlun minni, verða eftirleiðis til sölu í Verzlursinni L O N D O N Firmakeppni Bridge- félags Akureyrar Verðlaunagripur Firmakeppninnar. Fyrsta umferð Firmakeppni Bridgefélags Akureyrar var spiluð sl. sunnudag. Átta stigahæstu firmun taka þátt í úrslitakeppninni, sem frarn fer n. k. sunnudag ásamt þeim átta, er stigahæst verða í annarri umferð. Urslit I. umferðar urðu þau, að þessi firmu komust í úrslit: 1. Smjörlíkisgerð KEA (Jón Þor- steinsson) 54% stig. 2. Efnagerð Akureyrar (Ragnar Skjóldal) 54 stig. 3. Flugfélag íslands (F. Hjaltalín) 52% stig. 4. Byggingarvöruverzlun Akureyr- ar (Jón Ólafsson) 51% stig. 5. Hótel KEA (Halldór Helgason) 51 stig. 6. Brauns-verzlun (Jóhann Snorra- son) 50% stig. 7. Kaffibætisverksmiðjan Freyja (Árni Sigurðsson) 48 s ig. 8. Sápuverksmiðjan Sjöfn (Sæm. Jóhannsson) 47 stig. Þessi firmu féllu úr: 9. Verzlun Eyjafjörður (Mikael Jónsson) 42% stig. 10. —11. B.fröst (Jóh. Gauti) 42 stig. Nýja-Kompaníið (Hjörtur Gísla- son) 42 stig. 12.—13. Hafnarbúðin (Árni Ingi- mundarson) 38% stig. Ferðaskrifstofan (Stefán Reykja- lín) 38% stlg. 14. B. S. A. (Jón Sólnes) 37 stig. 15. 01 og gosdrykkir (Jónas Stef- ánsson) 36 stig. 16. Elec'.ro Co. (Jóhann Þorkels- son) 34% stig. # \ þótt fjórum ágætum hestum væri beitt fyrir, þá fannst mér nú hver míla sem síbersk dagleið. En loks var ég þó kominn alla leið, og er ég hafði komið farangri mínum fyrir, hélt ég af slað til þess að leita að Pau- line og hjarta mitt barðist ákaft að eftirvæntingu. Ég leilaði uppi hús það, er Prissilla hafði gefið mér upp í bréfi sínu. Það var lítið og kyrrlátt hús á skógi vaxinni hæð og garður í aflíðandi halla fyrir framan það, alþakinn síðsumarsblómum. Meðan ég beið þess,. að komið væri til dyra, virti ég umhverfið fyrir mér og dáðist að því, hve vel Priscilla hefði vandað val dvalarstaðarins. Eg spurði eftir frú Drew, en mér var sagt, að hún væri ekki heima — að hún hefði farið út fyrir nokkru síðan ásamt ungu stúlkunni, og að þær væru ekki, væntanlegar Iieim fyrr en um kvöldið. Eg hélt því brott og fór að leita þeirra. Það var enn skammt liðið á haust, og laufið var ekki farið að fölna á trjánum. Allt var grænt, fagurt og hressandi. Himinninn var heiður og mild golan lék um andlit mér. Ég staðnæmdist og litaðist um til þe$g að ákveða, í hvaða átt ég skyldi halda. Langt fyrir neðan mig lá litla fiskiþorpið við ósinn á niðandi ár- sprænu, sem rann niður dalinn. Hinum megin voru há- ir klettar og að baki þeim, lengra inn í landið, voru skógi varnar hæðir, svo langt sem augað eygði. Fram- undan lá aftur á móli sjórinn, dimmgrænn og sléttur. Utsýnið var vissulega fagurt, en ég naut þess ekki, ég þráði Pauline. Mér virlist að á degi sem þessum myndi skuggasæll skógurinn og svalandi ársprænan hafa mest aðdráttar- afl. Ég hélt því niður hlíðina og gekk niður með ánni. Er ég liafði gengið með henni um mílu vegar, klifrað yfir mosavaxna kletta og rutt mér braut gegnum hesli- gerði, er ég sá unga stúlku sitja í rjóðri hinum megin á bakkanum, með teiknibók fyrir framan sig. Hún sneri haki að mér, en ég þekkti vaxtarlag hennar og hreyfingar nægilega vel til þess að vera þess fullviss, að þeFa væri konan mín. Hefði ég þurft frekari vitna við, þá nægði fyrir mig að líta á fylgdarkonu hennar, sem sat nálægt henni og virtist dotta yfir bók. Ég skyldi hafa þekkt sjalið henn- ar Priscillu í mílufjarlægð, annað eins hefir aldrei verið lil á jörðinni. Þótt ég ætti erfitt með að sitja á mér, þá ákvað ég samt að láta þær ekki sjá mig núna. Ég vildi geta rætt við Priscillu og þegið ráð af henni, áður en ég hitti Pauline. En þrátt fyrir þessa ákvörðun mína, lét ég undan freistingunni að færa mig nær, þar sem ég gat enn ekki séð andlit konu minnar, ég læddist því hægt og hægt nær, unz ég var kominn beint á móti henni, faldi mig þar í kjarrinu og virti hana fyrir mér. Hún var hraustleg útlits og heilbrigði lýsti sér í hverri hreyfingu. Þegar hún leit til hliðar og sagði nokkur orð við Priscillu þá kom svipur hennar og bros hjartanu til að hoppa í brjósti mér. Konan, sem ég kom hér til var allt önnur en stúlkan, sem ég hafði kvænzt. Hún leit nú yfir ána. í fögnuði mínum hafði ég alveg gleymt mér og hafði komið fram úr felustað mínum. Augu okkar mæltust því yfir ána. Hún hlýtur að hafa munað óljóst eftir mér. Þótt það hafi aðeins verið sem í draumi, þá hefir andlit mitt komið henni að einhverju kunnuglega fyrir sjón- ir. Hún missti blýantinn og teiknibókina og spratt á fætur, áður en Priscillu vannst tími til að reka upp undrunar- og fagnaðaróp sitt. Hún stóð og horfði á mig eins og hún byggist við að ég mundi ávarpa hana eða koma til hennar, en Prisrilla kallaði til mín og bauð mig velkominn. Nú var of seint fyrir mig að snúa við. Ég komst brátt yfir ána og náði til þeirra á skammri stundu. Pauline hafði ekki hreyft sig, en Prisrilla hljóp á rnóti mér og hristi hönd mína ákaft. „Man hún eftir mér — þekkir hún mig?“ hvsílaði ég um leið og ég losaði hönd mína og gekk í áttina til konu minnar. „Ekki ennþá, en hún mun brátt gera það. Eg er full- viss um það, herra Gilbert.“ Ég óskaði þess innilega, að hún yrði sannspá. Eg gekk nú til Pauline og rétli henni hendina. Hún tók í hana og leit um leið framan í mig. Hve heitt ég þráði þá að mega þegar grípa hana í faðm mér. „Pauline, þekkirðu mig?“ Hún leit niður. „Priscilla hefir talað um þig. Hún hefir sagt mér, að þú sért góður vinur, en að ég yrði að sætta mig við vitneskjuna um það þar til þú kæmir og ekki spyrja neinna spurninga.“ „En manstu ekki eftir mér? Mér fannst það fyrir víst nú áðan.“ Hún andvarpaði. „Ég liefi séð þig í draumum — einkennilegum draumum.“ Um leið og hún sagði þetta, hljóp snögglega roði fram í kinnar hennar. „Segðu mér þá drauma,“ sagði ég. „Ég get það ekki. Ég hefi verið veik, mjög veik í langan tíma. Ég hefi gleymt miklu — öllu sem gerðist á því tímabili.“ „Á ég að segja þér frá því?“ „Ekki núna — nei ekki núna,“ kallaði hún í ákefð.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.