Íslendingur


Íslendingur - 23.08.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 23.08.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg. Miðvikudagur 23. ágúst 1950 34. tbl. Hörmulegt slys Fimm manns iiýður nana í skriðulilaupi á Seyðistirði. Gífurlegt eignatjón varð þar einnig og á ýms- um öðrum stöðum á Austurlandi. Stórrigning- ar ollu skriðuf öllunum. Þau hörmulegu tíðindi gerðust á Seyðisfirði s.l. laugardagsmorgun, að aurskriða féll úr Strandatindi á yzta íbúðarhúsið á Fjarðarströnd, með þeim skelfilegu afleiðingum, að fimm manns beið bana, en tvennt meiddist nokkuð. Þau, sem fórust, voru Ingibjörg Magnúsdóttir, kona Aðalbjörns Jónssonar á Seyðisfirði, 36 ára að aldri, og fjögur Lörn þeirra hjóna, þau: Jónína lngibjörg, 18 ára; Baldur Þór, 12 ára; Bragi Már, 6 ára og óskírt stúlkubarn, sex mán- aða. Eina barnið, sem lifir. Eina barn þeirra hjónanna, Aðal- björns og Ingibjargar heitinnar, sem nú lifir, Guðrún Sigríður, 15 ára gömul, var einnig í húsinu, þeg- ar skriðan féll á það og fyllti það og braut. Luktist hún inni í rústun- um í . aurskriðunni, en var grafin upp eftir að hafa verið röska þrjá klukkutíma í skriðunni. Hún var eitthvað meidd, en líður nú sæmi- lega eftir atvikum. Fólkið ætlaði að yfirgefa húsið. Vegna hins gengdarlausa vatns- veðurs, sem gengið hafði, var fólk farið að óttast um að skriður kynnu að falla, og var Aðalbjörn þegar farinn inn í bæinn til þess að ná í bíl til þess að flytja fólk sitt og aðra þá, sem í húsinu voru, burt úr því. I . húsinu bjuggu einnig hjónin Gunnar Sigurðsson og Kristlaug Þorvaldsdóttir og tveir synir þeirra. Var konan farin úr húsinu pg út í rigninguna með yngri soninn um morguninn áður en skriðan féll, en feðgarnir björguðust, annar eitt- hvað meiddur. Annað tjón. Þegar sLk hörmungaslys sem þetta verða, þá falla minni hátíar atburðir í skugga þeirra, en ótal skriður féllu víðs vegar um Austurland og ollu miklu tjóni á mannvirkjum, en óger- legt er ennþá að gera sér fullkom- lega ljóst hversu miklum fjárverð- mætum tjónið nemur. MÁLVERKASÝNINGU opnar Garðar Loftsson í Rotary- salnum að Hótel KEA n.k. laugar- dag. Mun sýning þessi verða opin fyrir almenning eitthvað fram eftir næs'tu viku. Garðar Loftsson er Ak- ureyringum þegar að nokkru kunn- ur sem teiknari og málari og mun marga fýsa að kynnast frekar þess- ari iðju hans, sem hann hefir helg- að flesíar sínar tómstundir. Á sýningunni verða 50—60 mynd- ir, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar, frá Akureyri, Svarfaðar- dal, Mývatnssveit og víðar. Á sýn- ingum frístundamálara, sem hann hefir tekið þátt í, hafa myndir hans fengið mjög lofsamlega dóma. BALDUIN RYEL OG FRÚ BOÐIÐ TIL GRÆNLANDS Á mánudagskvöldið var fór héð- an frá Akureyri danska Grænlands-" farið Amdrup á leið til Grænlands. Danski konsúllinn hér, Balduin Ryel og kona hans voru meðal þeirra, sem fóru með skipinu. Danska stjórnin bauð þeim í þessa ferð, sem nckkurn vott ágæts starfs, og er gert ráð fyrir að ferð- in muni taka um bað bil viku tíma. Ætlunin er að fara til Scoresbys- sund og ef til vill annarra staða á Austur-Grænlandi. 65 ára afmæli iMM&TM^mm FTJNDUR verður haldinn í Sjálfstœðisfélagi Akureyrar annað kvöld (24. þ. m.) í bæjarstjórnarsalnum í Samkomuhúsi bæjarins. Hefst fundurinn stund- víslega kl. 8,30 e. h. Jónas G. Rafnar, alþm., ræðir fjárlagaaf- greiðslu síðasta alþingis og nokkur mál- efni, sem sérstaklega varða Akureyrar- kaupstað. Helgi Pálsson, bæjarfulltr., hefur þá um- ræður um atvinnumálin á komandi vetri. Um þessi mál verða vafalaust miklar um- ræður og eru félagsmenn því sérstaklega hvattir til að fjölmenna á fundinn. Með þessum fundi er hafin vetrarstarfsemi Sj álf s tæðisf élagsins. Þorsteinn M. Jónsson-, skólastjóri, varð 65 ára 20 ágúst s. 1. — Þorsteinn hefir gengt ýmsum umfangsmiklum opinberum störfum, auk þess .em hann hefur lengi stað.ð íyrir umfangaiuikilli bókaútgáfu og útgáfu tímarita. Iiann hefur verið alþing- ismaður, bæjarfulltrúi, sáttasemjari í vinnudeilum. Hann átti um skeið sæti í stjórn síldarverksmiðja ríkisins og 1918 var hann kosinn í ramninganefnd við Dani. Þá hefur hann og tekið virkan þátt í störfum góðtemplarareglunnar og ung- mennaféiagsskaparins. UM KJARNORKUVANDAMÁLIÐ SSJgSfifW^ * -^+ -. ^ Sameinuðu þjóðirnar haja gert mikið að þvi, að útvarpa uvi allan heim umræðum um helztu vandamálin, cem uppi eru hverju sinni. Ein slík útvarps- dagskrá var helguð kjarnorkuvandamálinu og vígbúnaðarkapphlaupi stórveld- anna. Þar kom meðal ai.nars jram vísindamaðurinn heimskunni, Albert Ein- stein. Kvikmyndaleikarinn John Garjield var þulur við upptöku dagskrárinn- ar, og sést hann hér á myndinni (til vinstri) ásamt öðrum starjsmönnum. Fjörúuiiysþiug NorOlend- iriga lialdið á Akureyri Dagana 20. og 21. ágúst s. 1. var haldið hér í bænum 5. Fjórðungs- þing Norðlendinga. Formaður f j ót ðungsráðs. séra Páll Þorleifsson á Skinnastað, setti þingið. Sigurður Sigurðsson, bæjarfógeti vár kjörinn forseli þingsins. en Þór- arinn Eldjárn vataforseti. Oll sýslu- og bæiarfélögin í Norð- lendingafjórðungi eru meðlimir í sambandinu, að undanskildum Siglu firði og V.-Húnavatnssýslu. Alls mættu 16 fulltröar- á þinginu. Þingið tók til meðferðar fjölmörg merkileg og þýðingarmikil mál, bæði fyrir landsfjórðunginn og land ið í heild. Að sinni verður ekki unnt að geia nema helztu málanna og birta aðrar en þær þingsamþykktir, sem gerðar voru í þýðingarmestu málunum. •— Aðrar verða að bíða betri tíina. STJÖRNARSKRÁRMÁLID. Um stjórnarsktármálið flutti Karl Kristjánsson. alþnt. frá Húsavík, framsögu. Fjórðungsmálanefnd. en i henni eiga sæti Karl Kristjánsson. Jónas G. Rafnar. Friðjón Skarphéðinsson. G'sl: Magnússon og Steingrímur Daviðsson. hafði svo málið til at- hugunar og var samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga frá nefndinni í því máli: „Fjórðungsþing Norðlendinga haldíð á 7\kureyti dagana 20.—21. ágúst 1950 lýsir víir því, að það tel- ur miVilsvert. að öll sýslu- og bæjar- félagasambönd. sem þegar hafa ver- ið stofnuð í landshlutunum, leitist við að sameina sin um tillögur til breytinga á stjóinarskránni. Þess vegna felur þingið fjórðungs ráði að gangast fyrir því, að sam- böndin haldi sem fyrst sameigin- lega fulltrúaráðstefnu um stjórnar- skrármálið, þar sem rétt hafi til þátt-.. töku 2 menn frá hverju sambandi. Samþykkir fjórðungsþingið að kjósa 2 menn og aðra 2 til vara til þess að mæta fyrir fjórðungssam- band Norðlendinaa á ráðstefnuna." Var þessi tillaga samþykkt sam- hljóða og voru' kjörnir þeir Karl Kristjánsson og Jónas G. Rafnar til þess að vera fulhrúar sambandsins. FRÆÐSLUMÁL lin fræðslumál voru flutt tvö ýtarleg erindi á þinginu. flutti ann- að Þórarinn Bjömsson. skólameist- ari. og hilt Snorii Sigfússon, náms- stjóri. Allsherjarnefnd fékk svo málið iil frekari meðferðar og lagði hún eftir Framh. á 6. síðu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.