Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 01.04.1953, Blaðsíða 2

Íslendingur - 01.04.1953, Blaðsíða 2
t ISLENDINGUR MiSvikudagur 1. apríl 1953 -♦ Daggardropar ... ♦------------------------ »Fyrst er spýta, “ svo er spýta« Ritstjóri annarar siðu Dags finnur hjá sér hvöt til þess að minnast á andúð ungra Sjálfstæð- isinanna á kommúnislum í þætti sínum „Laust og fast“ s. 1. laug- írdag. Það var varla við öðru að búast úr þeirri átt. „Litla Fram- sókn“ hefir löngum fundið til skyldleikans við „arfleifð Stalíns á íslandi“, þótt hagkvæmt þyki ekki að láta nú bera á því um of svona fyrir kosningar. Enn er ekki lengra liðiö en svo, að mönnum er í fersku minni, þegar vart mátti á milli sjá hverjir voru hinir raun- verulegu þjónar Moskvuvaldsins, „Litla Framsókn“ eða kommúnist- ar og hinir nytsömu sakleysingjar þeirra, Þj óðvarnarmenn. Og úr því farið var nú að minnast á flokksformenn, er ekki úr vegi að „rifja upp með sér(!) í einrúmi“ hver það var, sem hatramast barð ist gegn stjórn Stefán Jóhanns, og hver það var, aem jafnvel í hinum örlagaríkustu utanríkis- málum, varð viðskila við flokk sinn, til þess að særa ekki um of hina austrænu vini sína. Hermann sá, að Ólafi Thors hafði tekist að nota kommúnista í ríkisstjóm með ekki lakari árangri en raun ber vitni. Honum hafði meira að segja tekizt að fá þá til þess að lýsa því yfir, að þeir störfuðu ekki á sósialistiskum grundvelli. En háttvirtur formaður Fram- sóknar Hermann Jónasson ætlaði að gera þeim betur til, hann ætl- aði að renna skeiðiö með vinun- um úr austrinu á fimmtuherdeild- argrundvelli þeirra. Og sökum þess, að Þjóðleikhús-Snoddas-rit- stjórarnir viröast ekki hafa feng- ið nóg af umræðum um nýsköp- unarstjórnina, þá er rétt að rifja upp afstöðu formanns þeirra til nýsköpunartogaranna og kaup- anna á þeim. Hermann Jónasson sagði í ræðu, er hann flutti á Al- þingi 26. apríl 1946: „Rikis- stjórnin kaupir 30 nýja togara fyrir allt að tvöföldu verði. — Líkur benda því til, að þessi ný- "iköpun sé jafnvel þegar úrelt. Þessi flausturslegu kaup afsakaði ríkisstj ómin með, að ef þessu boði væri ekki tekiÖ, mundi ekki hægt að fá skip smíðuð næstu árin. Það er full sannaö, að þessi slaðhæfjng er röng.“ Eða kannske muna þeir betur orð Skúla Guð- mundssonar, þar sem hann ræðir togarakaupin. „Þetta nefndahrúg- ald ríkisstjómarinnar, minnir á mannvirki, sem einu sinni var Iýst á þessa Ieið: Fyrst er spýta, svo er spýta, svo er spýta í kross — svo er spýta upp, svo er spýta niður og svo fer allt í ganginn. Munurinn er bara sá, að það er stórkostleg hætta á því, að nýju togararnir fari aldrei í ganginn.“ Þannig mælti skörungurinn Skúli. Alþjóð er nú kunnugt um gang togaranna og ennfremur það, að þegar Framsókn komst í stjórnar- sængina voru keyptir 10 nýir tog- arar, en þá var verðið orðið 30% -----------------------♦ hærra en á hinum fyrri. Þá sagði Hermann ekki eitt aukatekið orð mn „tvöfalt verð“. Nei, það væri hollt fyrir ritsmiði „Dags“ að muna, að það er að nefna snöru í hengds manns húsi, að tala um verk nýsköpunarstjórnarinnar í herbúðum Framsóknar. Málefnasnauðir andstæðingar Nú eru Tómasarháliðarnar liðnar hjá í bili, og getur nú hinn amerísklærði Esso-sérfræðingur helgað sig ritsmíðunum af full- um krafti. Enda skortir nú ekki efni á síðuna, þótt ekki birtist ræðurnar, sem hann hélt á Þorra- blólum og sveitahátíðum hér í firÖinum. Þó tekur hin mjög svo gáfulega stefnuyfirlýsing ekki meira rúm en svo, að Tóraasi, eða heiðursborgaranum, gefst rúm til svolítilla hugleiðinga lit af síðasta Akureyrarbréfi Mgbl. Minnir rit- smíð þessi ofurlítið á hina frægu grein Jónasar frá Hriflu um bíla- kaup og sölu Hermanns Jónasson- ar á sínmn tima. Orð og setning- ar eru slitnar úr samhengi og þeim raðað upp eftir geðþótta ritsmiðsins. Annars virðist hafa komið felmtm á Dagsritstjórana, er þeir rákust á „málefnasnauða andstæðinga“ Sj álfstæðisflokks- ins, og rennur nú upp úr þeim stefnuskrá Framsóknarflokksins daginn eftir að flokksþing Fram- sóknarmanna er sett í Reykjavík. Ekki er nú verið að bíða eftir því að flokksþingið marki slefnuna, heldur er leitað í gömlum stefnu- skrárn og af þeim dustað rykið, og þær siðan sendar á þrykk út til lærdóms og lestrar fyrir fram- sóknaræsku Tómasar. Að vísu voru Framsóknarrnenn hvergi nefndir á nafn í fyrr- greindu Akmeyrarbréfi, en taugaóstyrkur Tómasar er nú svo mikill orðinn, síðan heil hér- uð tóku að hlæja að brölti hans og bægslagangi, að hann má ekki sjá svo getið um andstæðinga Sjálfstæðismanna að hann ekki aki það allt til sín. X , —--- ■■ » ðlvoiiir M sendir ít neyðarhall Þau fordæmalausu tíðindi gerð- ust í bátnum Sigurfara á Akra- nesi nýlega, er hann var í blíð- viðri á leið heim frá Reykjavík, að ölvaður farþegi komst í tal- stöð bátsins og sendi út neyðar- kall, þar sem hann tók fram, að báturinn væri að sökkva út af Garðskagavita. Nokkur skip, er heyrðu neyðarkallið, fóru þegar á vettvang og leituðu bátsins en auk þeirra 3 flugvélar. Fljótlega komst þó upp, að hér hefði verið um gabb að ræða og hvernig á því stóð. Fékk hinn ölvaði mað- ur þegar húsaskjól hjá lögregl- unni á Akranesij er þangað kom. Gabb þetta mun hafa kostað 15—20 þúsund krónur, og verð- ur það að teljast dýrt „spaug“. TUNGURNAR TVÆR. „Verzlunin stynur annars veg- ar undan lánsfjárleysi, hins vegar síminnkandi umsetningu og ágóða“. Hvar skyldu þessi orð standa? Þau standa í Alþýðumanninum 17. f. m. á forsíðu i ritstjórnar- grein. Hún stendur í blaði þess flokks, sem jafnan áður hefir haldið því fram, og heldur því að sjálfsögðu ennþá fram, að verzl- unin dragi undir sig mestallt láns- féð, og að verzlunarálagningin sé svo óhófleg, að nauðsynlegt sé að koma sem fyrst á aftur ströngu verðlagseftirliti til að fyrra fólk- ið í landinu okri verzlunarstéttar- innar, sbr. skrif Gylfa Þ. Gísla- sonar í Alþýðublaðinu. Þetta er í daglegu máli kallað að hafa tvær tungur og tala sitt með hvorri. BETLISTAF URINN. í sömu grein segir: „Við gullinn betlistaf banda- rískrar hjálpar hefir þessi auðnu- leysisstjórn stutt s:g í 4 ár ....,“ og er þar átt við núverandi ríkis- stjórn. Já, það er leiðlnlegt til þess að vita, að fyrrverandi formaður AI- })ýðufIokksins, sem fékk þenna gullbúna staf hjá Bandaríkja- stjórn, þegar hann var forsætis- ráðherra íslands og notaði hann drjúgum betm en núverandi sljórn, skyldi hafa sleppt íangar- haldi af honum. En ekki varð annars vart en hann gerÖi það ótilkvaddur og óneyddur. ÓHAGSTÆÐUR SAMAN- BURÐUR FYRIR FRAMSÓKN. Á æskulýðssíðu „Dags“ er vik- ið að því, hvor myndi verða heppilegri þingfulltrúi fyrir Ey- firðinga, Magnús Jónsson eða Tómas Árnason. Að sjálfsögðu kemst greinarhöfundur að þeirri niðurstöðu, að Tómas yrði snöggt um drýgri, þar sem hann sé hlynntur KEA og einlægur sam- herji Jakobs Frímannssonar kaup- félagsstjóra. Dugnaður og góður vilji Tóm- asar skal hér ekki dreginn í efa. Hins vegar skiptir það megin máli um þingsetuhorfur Tómasar, að sýslubúar munu yfirleitt vera á allt annarri skoðun en „Dagur“ varðandi þetta atriði. Líta flestir svo á, að æskilegra sé fyrir kjör- dæmið að hafa fulltrúa á Alþingi frá báðuni stærstu flokkum þjóð- arinnar. Með þeim hætti verði hagsmunum héraðsins bezt borg- ið. Þá er það og almennt viður- kennt, að Magnús Jónsson hafi reynzt óvenju duglegur þingmað- ur fyrir sýsluna þann skamma t'ma, sem hann hefir setið á Al- þingi. Hugsa menn úr öllum flokkum gott til samstarfs við liann og treysta hæfileikum hans og dugnaði. Það er nokkuð síðan að Fram- sóknarmenn hófu kosningaundir- búninginn hér í sýshmni. Henda Vísnabálkur INNGANGUR. Víkja skal á vísnaþing, vana hlíta fornum. Egna fyrir íslending ögn af mærðarkornum. ÓSAMRÆMI. Mjög er lánað misjaínt pund mönnum, þ;átt er veldur grandi. Ósamræmið alla stund er og verður þjóðar fjandi. IflSMIÐ. Þegar grunns ei þekkjast skil, þrotin sóknar rök og varna, harla mörgum hættir til hismið velja fyrir kjarna. EÐLISHNEIGÐ. Ólík tjái t öllum hjá eðlis-rótin greypta. Aldrei sá ég íta þrjá í einu móti steypta. IIANNES FRÁ HLEIÐARGARÐI. Lengi Hannes inarkverð mál minnis farm í glæðum. Víst er hann af hug og sál heill i sannleiksfræðum. ? TIL „DAGS“. Svinni „Dagur“, seg þú mér, sárt er þekking brestur; Hvort nuin bjarga betur þér hrúnn eða rauður hestur? SVO ER ÞAÐ. Framsegjenda fátt er val, firna hart á dalnuni. Halt og bjagað holgómstal hrín í útvarpssalnum. EF------ Yrði margt til bóta breytt, bæði dag og kvöldin, væri aldrei óhreint neitt unnið bak viff tjöldin. BALDVIN SKÁLDI. Baldvin kvað og brosti hýrt böls í naða þjarki. Vísnablað hans skartar 6kýrt skáldsins aðalsmarki. EYÐIBÓL. Hér við íslands eyðiból endar þrautasaga. Enn þó skín þar sama sól sein í fyrri daga. Hvar í flokk sem festist þú, fræðist viðhlítandi, ef þú helgar ást og trú eigin þjóð og landi. Lykta stöku Ijóðið skal: logn og rosaveður. Þröngum lífs í Þorradal þetta Svartur kveður. 8. marz 1953. Leiðrétting. í siðasta blaði Islend- ings og síðustu vísu í Vfsnabálki stendur: sem þú vísur -------, fyrir Sem fiví, eins og Lggur í augum uppi. sýslubúar orðið gamati af öllum bægslaganginum, þar sem allir kunnugir vita, að kosning Tóm- asar er gersamlega vonlaus. KROSSAREGN. Háskólarektor upplýsti nýlega, að 350 Danir hefðu verið sæmdir riddarakrossi fálkaorðunnar, og munu þar finnast inargir sauðir innan um, sem ltafa lítið til þess- arar vegsemdar únnið og aðrir, setn beinlínis hafa unnið í óhag íslands. Það er niörgum farið að verða áhyggjuefni, hve veiting þessa heiðursnterkis hins unga lýðveld- is liefir verið gálauslega fram- kvæmd á undanförnum árum, bæði hvað snertir innlenda sem erlenda aðila, og getur orðið til athlægis, verði ekki betur aðgætt en verið hefir. Stutt er að minnast, að útlend- ur söngvari, sem sungið hafði tvisvar opinberlega í Reykjavík, var sæmdur stórkrossi íálkaorð- unnar! Hvaða orðu fær Snoddi? S. FLOKKSHAGSMUNIR — ÞJÓÐARHAGSMUNIR. Tómas lögfræðingur Árnason, frambjóðandi Framsókuarflokks- ins í Eyj afj arðarsýslu, skrifaði fyrir skömmu siðan í „Dag“ greinarkorn um lýðræðið og framtíð þess. Af jafn langskóla- gengnum ntanni og Tómasi hefði mátt búast við annarri og betri ritgerÖ um þetta merka efni. En það er aðeins eitt atriði í þessari hugvekju Tómasar, sein ég vildi gera athugasemdir við. Tómas fullyrðir, án þess að hafa fyrir því að rökstyðja þaÖ nánar, að Sjálfstæðisflokkurinn sé reyndur að því að taka hags- riiuui flokksins fram yfir hags- muni þjóðarinnar. Ég vil þá spyrja, hvernig getur Framsókn- arflokkurinn, sem alltaf lítur á hagsmuni þjóðarinnar (ekki hagsmuni S. í. S.) unnið með sl kum flokki í ríkisstjórn? Hvernig má það vera, að Fram- sóknarmenn hér í bæjarstjórn. sem eingöngu líta á hagsmuni bæjarfélagsins (ekki K. E. A.) geta haft nokkurt samstarf við Sjálfstæðismennina, sem ein- göngu hafa flokkshagsmuni fyrir augum, eflir því, sem Tómas seg- ir? Spurull. fyrirliggjandi Bílamiðstöðvar Þokuluktir Afturljós Hliðarljós og margs konar annar Ijósaútbúnaður. Verzlun Axels Krisfjánssonar h.f. Brekkugötu 1. Sími 1356

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.