Íslendingur

Issue

Íslendingur - 01.04.1953, Page 4

Íslendingur - 01.04.1953, Page 4
I ÍSLENDINGUR MiSvikudagur 1. apríl 1953 stciidmðwr Útgefandi: Ú tgáfujélag íslendings. Ritstjórí og ábyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1 Simi 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Cráuufélagsgötu 4, sími 1354. Skrifstofutími: KL 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Þingmeirihluti Sjálfstæðisflokksins. tryggir öryggi í stjórnarháttum Síðan á útmánuðum árið 1950 hafa Sj álfstæðisflokkurinn og Frainsóknarflokkurinn faiið tneð stjórn sarnan. Hefir sú stjórnar- samvinna gengið tiltölulega misfellulaust og árekstralítið, þótt tals- vert hafi gætt hnútukasts í Tímanum í garð ráðherra Sjálfstæðis- flokksins af gömlum vana, en lítt hefir verið um fengist. Það var löngu vitað, að þeir, sem þar halda helzt á penna, dreymir enn stóra dramna um „vinstri samvinnu“, enda er aldrei gengið svo tiJ kosninga til Alþingis, að ekki séu gefin fyrirheit um hana, ef kjós- endur vilji auka þingmannatölu Framsóknarflokksins. Þegar litiír-er um öxl til liðna tímans og reynt að ná heildarsýn yfir þátt Framsóknarmanna í stjórnmálum, síðan samstjórn þeirra með Alþýðuflokknum einuin gufaði upp (og Framsóknarmenn I ta alJtaf með sölcnuði til), fer ekki hjá því, að mönnum virðist loftvog flokksforustimnar allan þann tíma hafa staðið „á óstöðugu“. í önd- verðum marzmánuði árið 1942 rýfur formaður Framsóknarflokks- ins, Hermann Jónasson,»stjórnarsamsíarf við Sjálfstæðisflokkinn, og fer þá Sjálfstæðisflokkurinn einn með stjórn um hríð. Árið 1949 er Framsóknarflokkurinn enn aðili að stjórn landsins, — þá ineð Sjálfstæðisflokbium og Alþýðuflokkiium. I ágústmánuði það ár, er tæpt ár var eftir af kjörtímabili þáverandi þingmanna, Bendu ráðlierrar Framsóloiarflolcksins samráðherrum sínum úr hinum flokkunum úrslilakosti, og hótuðu þingrofi og nýjum kosningum, ef ekki yrði skilyrðislaust að þeim gengið. Samráðherrarnir etóð- ust ógnunina og höfnuðu úrslitakostunuin, en Framsóknarráðherr- arnir slitu þá samstarfi, og varð að efna til kosninga í byrjun vetr- ar það ár, nokkrum mánuðum áður en kosningar áttu að fara fram að eðlilegum hœtli. Sátu þeir þó uin kyrrt í ríkisstjórninni fram yfir kosningarnar. Strax að þeim kosningum loknum hóf formaður Framsóknar- flokksins að leita eftir samvinnu um ríkisstjóm við vinstri flokk- ana, en varð lítið ágengl. Konnnúnistar virtust vel viðmælandi, en forystumenn Alþýðuflokksins, sem goldið hafði verulegt afhroð við kosningarnar, vildu nú umfram allt draga sig í hlé og komast í stjórnarandstöðu, ef það mælti verða til þess að stöðva flóttann úr flokknuin. Gekk á þessu þófi nokkrar vikur, og endaði sú stjórnar- kreppa á því, að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði einn stjórn. Var sú stjórn minnihlutastjórn og því of veik til frambúðar. Samt sem áður Iagði hún fyrir Alþingi eitt merkasta lagafrumvarp síðari ára — gengisskráningarfrumvarpið, en áður en það hlyti afgreiðslu þingsins, gekk Framsóknarflokkurinn til 6amvinnu um ríkisstjórn þá, sem nú situr að völdum. En nú*á nýafstöðnu flokksþingi Fram- sóknarmanna er samþykkt svohljóðandi tillaga „í einu hljóði“, að því er Tíminn segir: „Flokksfnngið telur rélt, að núverandi stjórnarsamvimiu sé lokið með alþingiskosningum þeim, sem nú fara í hönd, og ríkisstjórnin segi af sér að kosningunum afstöðnum“. Með öðrum orðuin: Flokksþing annars stjórnarflokksins, þess flokks, er átti drýgstan þátt í stjórnarkreppunni í árslok 1949, bið- ur um nýja stjórnarkreppu að nœstu kosningum loknum. Þessi alvarlegi skrípaleikur getur haldið áfram að endurtaka sig, meðan enginn einn flokkur nær meirihluta á Alþingi. Eini flokkur- inn, sem gæti náð þar meirihluta án sameiningar við aðra flokka, er Sjálfstœðisflokkurinn. Hann er líka eini flokkurinn, sem lagt hef- ir sig fram við að leysa úr þeim stjórnarkreppum, sem hinir fiokk- arnir hafa stofnað til af fádæma ábyrgðarleysi. Þjóðin hefir haft góða aðstöðu til að fylgjast með því, hve vinstri flokkunum er gjarnt að hlaupast frá þeirri ábyrgð, sem stjórnendum landsins er lögð á herðar, þegar illa árar. Það þarf vissulega kjark og mann- dóm til að sitja í rikisstjórn, þegar aflaleysi, markaðsleysi og lcúg- unartilraunir erlends stórveldis (löndunarbannið) leggjast á eitt við að torvelda okkur sæmilega afkomu. En þann kjark og mann dóm hefir forustumenn Sjálfstæðisflokksins enn ekki brogtið. í þeim efnum hafa þeir 6ýnt Iofsverða ábyrgðartilfinningu, Þegar aðrir flokkar finna sér upp tylliástæður til að víkjast undan vand- anum og skapa þar með stjórnarkreppur, hefir Sjálfstæðisflokkur- Tiiini 09 unyir Sjdifstœiismeni »Fenomen«, »komplex«, »buisness« Tímamönnum líður illa og eru nú talsvert uggandi um hag sinn, enda full ástæða til. Minnimáttar- kennd þeirra gagnvart ungum Sjálfstæðismönnum sýndi sig ljós- lega í grein, sem birtist í Tíman- mn 19. marz og nefndist „Um unga Sjálfstæðismenn". — Þessi minnimátíarkennd þeirra virtist vera á svo háu stigi, að íslenzk tmiga ælti ekki orð yfir, og not- uðu þeir orð eins og t. d. „feno- men“, „komplex“ og buisness“, til þess að tjá þessa vandlæting sína á ungiun Sjálfstæðismönn- um, sem þeir sögðu að stæðu eins og múrveggur gegn öllum fram- förum og heilbrigðu þjóðlífi, og svo ryðja þeir úr sér rakalausum ópum um handjárnaða hand- bendla svindilfyrirtækja. En hjá þeim vantar allan rökstuðning, enda varast þeir staðreyndirnar og fara í kringum þær eins og köttur heitan graut af góðmn og gildum ástæðuui, vegna þess að staðreyndirnar eru migum Sjálf- stæðismönnum í hag og sýna hið gagnstæða. Lækkun skatta á íágtekjum áhrifalaus — og þó ............ Og eitt af því, sein þessi auð- mamiahandbendi hafa unnið, sem Framsóknarpennanum unga finnst svona hræðilegt, er að bera fram frumvarp um lækkun skatta á lágtekjum. Slikar um- bætur eiga ekki upp á pallborðið hjá Framsóknarafturhaldinu og þeim vefst tmiga um tönn. Þeir segja, að með þessu frumvarpi hafi Sjálfstæðismenn rofið gerða samninga milli stjórnarflokkanna um hallalaus fjárlög og úllista svo með mikliun fjálgleik, að þarna myndi ríkissjóður inissa talsverð- an lékjustofn og þetta myndi jafn- vel setja halla á fjárlögin. En svo seinna í söinu grein er reynt að gera lítið úr frumvarpi Sjálfstæð- ismanna og sagt, að þetta frum- varp muni hafa sáralítil áhrif, vegna þess að þetta lágtekjufólk greiði svo lága upphæð í skatt. Þ. e. a. s. fyrst finnst þeim að frumvarpið muni svipta ríkiskass- ann stórri fjárupphæð og liafa talsverð áhrif á fjárlög, en seinna í sömu grein rennur út í fyrir Framsóknarmanninum, og þessi stóra fjárupphæð verður að breytingu, sem hefði sáralitil á- hrif. Sást yfir fjárhagsáætlun Reykjavíkur Hve stór er ekki örvinglai Framsóknar og hve auðviröile; eru ekki baráttumál hennar. — Reynt er að þyrla upp moldviðr útúrsnúninga og slagorða til þess að hylja málefnaleysið og hrörn- unina. Og svo klykkir þessi unga Framsóknartunga út þaim 19. marz með því að segja að Sjálf- stæðismönnum ættu að vera hæg heimalökin og berjast fyrir lækkun útsvara á lágtekjum í Ileykjav.'k, þar sem þeir séu ein- ráðir, og segir að frá slíkri við- leitni hafi ekkert kvisast. En þessi kokhrausti Framsóknarmaður hefir ekki mikla ást á staðreynd- um og sannleika og reynir að sleppa í þoku falsana, því þann 5 febr. síðastliðinn var samþykkt f j Arhagsáætlmi Reykj aéikurbæj - ar. Og, þar sem Sj álfstæðismenn ráða, var samþykkt stórfelld lækkun útsvara á lágtekj um og 50% hækkun persónufrádráttar. Staðreyndirnar tala, og hinn ungi æsingamaður er ber að ósannind- um og fleipri einu. Og aftan í þennan samsnúning vitleysu er hnýtt slagorðum, sem minna ó- þægilega á konnnúnista, og enn á íslenzk tunga engin orð til að lýsa þessuvn „voðamönnum“, sem eru að reyna að bæta þjóðfélagið. GoH dæmi um málefnaleysi Þessi grein „Tímans“ er ekk- ert einsdæmi um málflutning og hringsnúning Framsóknar, heldur gotl sýnishorn. Athafnir þeirra á síðasta þingi sýndu Ijóslega, að þeir hafa engin baráttumál, held- ur fara imdan í flæmingi og hindra framgang þjóðnauðsyn- legra mála. Nægir í því sambandi að benda á, þegar þeir felldu á- fengislagafrumvarp stjórnarinnar inn í engu hvikað. Og við kjósendur höfuin það nú á valdi okkar, hvort við látmn Framsóknarflokknum cð.a öðrum fíokkum haldast uppi að skapa svipað stjórnmálaástand og ríkt hefir um .nokkurt skeið í Frakklandi, þar sem helta má að stjórnarkreppur séu aðra hverja viku. Við þurfum ekki annað en veita Sjálfstæðisflokknuin nægilegt kjörfylgi til þess, að hann nái hreinum þingmeirihluta við kosningarnar í sumar. Innan vinstri flokkanna þriggja ríkir nú margs konar óánægja og viðsjár. Þar er hver höndin uppi á móti annarri, og eru fiokk- arnir all-kvíðandi um sinn hag. Þeir finna, að fólkið er að þreytast á tækifærispólitíkinni, sein þeim er of gjarnt að reka. í sumar er tækifærið til að skapa festu og öryggi í stjórnarháttum. Sú leið er auðvalin. Styðjum öll að því, að sigur Sjálfstæðisflokksins í kosn- ingunuin verði með þeim glæsibrag, áð hann einn geti myndað meirihlutasljórn að kosningunum loknum. ig samþykktu þar með að láta íúgildandi áfengislög haldast. em þelr þó sjálfir viðurkenna ið eru illframkvæmanleg (er etta ekki afturhald?), en bera ,'o seinna fram frumvarp um að efa Iíótel Borg undanþágu frá eirra eigin lögum. lysteinn samþykkur, ,n samt á móti • 1 öðru lagi má minna á mmæli Eysteins Jónssonar, þeg- ar rætt var um frumvarp Sjálf- æðismanna um skattfríðindi sparifjár. Þar sagði hann að hann æri hlynntur tillögunni og liefði sjálfur verið að hugsa um að gera ikuttfríðindi sparifjár að tillögu sinni, en samt var hann á móti henni. Þarna er komin mynd af hinu rétta afturhaldi, þ. e. a. s. á umbótum lið í orði en ekki í erki. Slíkur er hringsnúningur g kosningagrímudans Fram- óknar. Málefnin, höft og hreppapólitík Við sjáum líka, hvernig Fram- sólcn hefir notað öll tækifæri til þess að smeygja helsi hafta, ein- okunar og skriffinnsku á athafna- og viðskiptalífið og hvernig þeir stöðugt hafa reynt að ala á andúð og tortryggni milli bæja og sveita, því á þeirri óvild byggist raunverulega tilvera flokksins, sem læzt vera flokkur bændanna en reyndi einu siuni í samstjórn „krata“ að þjóðnýta jarðir bænd- anna og gera þá að leiguliðum og hugðust nota jarðræktarlögin m. a. til þess (sbr. 17. greinin, sem þá var). Það er þess vegna ekki að ástæðulausu að Framsókn hefir tapað stöðugt að hundraðs- hlutum frá stofnun hennar, þó að hún tóri enn vegna óréttlátrar kosningaskipunar. Flokkur æskunnar Æskan hefir séð, hver er flokkur hennar, og þess vegna fylkir æskulýður Iandsins til sjávar og sveita sér ört um Sjálf- stæðisflokkinn og hina víðsýnu, frjálslyndu og þjóðlegu umbóta- stefnu lians. Nægir í því sambandi að minna á hina geysilegu fjölgmi í félagssamtökuin ungra Sjálf- stæðismanna á síðasta ári. Æskan hefir séð að það er Sjálfstæðis- flokkurinn einn, sem berst fyrir því að gefa framtaki hennar út- rás og gefa henni tækifæri til þess að Icoma sér áfram og Iifa, en leitast ekki við að gera hvern einstakan þjóðfélagsineðlim að tannhjóli í einhverri ríkis-áætl- unarvél og ræna hann persónu- leika sínum að hælti hinna sósial- isku flokkanna þriggja, Fram- sóknar, Krata og Komma. Sjálf- stæð.'sílokkurinn er eini flokkur- ,’nn, sem berst fyrir sætt og sam- vinnu stéttanna í Jandinu, en reynir ekki að ota stétt gegn stétt, sjálfum sér til pólilísks fram- dráttar, ems og hinir stétta- flokkarnir þrír. Þess vegna ber æsku landsins að sameinast und- ir merki Sjálfslæðisflokksins og vinria að meirihluta hans á lög- gjafarsainkmidu þjóðarinnar. — Þannig er hagsmunum æskmmar bezt borgið. Joð.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.