Íslendingur - 01.04.1953, Side 8
Messur í Akureyrarprestakalli um
páskahelgarnar: Skírdag á Akureyri
kl. 5 e.h. P. S. Föstudaginn langa á
Akureyri kl. 2 e.h. F. J. R. Sama dag
í Glerárþorpi kl. 2 e.h. P. S. Páskadag
á Akureyri kl. 2 e.h. P. S. Sama dag i
Lögmann hlíð kL 2 e.h. F. J. R. Annan
í páskum á Akureyri kl. 2 e.h. F. J. R.
(Séra Jóhann Hlíðar prédikar.)
Sunnudagaskóli Alcureyrarkirkju er
á annan páskadag kl. 10.30 í.h. 5—(
ára börn í kapellunni. 7—13 ára börn
í k'.rkjunni. Afhcnt verðlaunaspjölc
fyrir seinni helming vetrarins. Bekkja
stjórar! Mætið kl. 10.10.
Æskulyðsfélag Akureyr-
arkirkju. Fundur í Y.-,
M.- og E.-deild páska-
dagskvöld kl. 8.30 í kap'
ellunni. Sveilarforingjar beðnir um aí
minna félaga á fundinn. Stjórnin.
□ Rún 5953417 — Frl:.
Fegrunarfclag Akureyrar heldur að-
alfund sinn kl. 2 á morgun (skírdag)
að Túngötu 2.
A'œsla blaS kemur út fimmtudaginn
9. apríl.
Nýja Bíó. Sameinaðar samkomur
föstudaginn langa og páskadaginn, kl
5 báða daga. Söngur, hljóðfærasláttur
vitnisburðir, ræður. Allir velkomnir. —
Sjónarhæðarsöfnuður. — Hjálpræðic
herinn.
ASalfundur Verzlunarmannafélag ins
á Akureyri var haldinn í fyrrakvöld
Formaffur var kjörinn Tómas Björns
son kaupmaður, en með honum
stjórn: Gunnar H. Kristjánsson, Har-
aldur Sigurgeirsson. Jón E. Sigurðs-
son og Páll Sigurgeirsson.
Piskasarykomur í kristniboðshúsinu
Zíon: Föstudaginn Ianga kl. 8.30 e.h
Pá kadag kl. 8 f.h. og kl. 8.30 e.h. 2.
páskadag kl. 8.30 e.h. — Ræðumenn:
Gunnar Sigurjónsson, cand. theol. og
síra Jóhann Hlíðar. Allir velkomnir!
Filadelfía. Opinberar samkomur
verða í Lundargötu 12. Á sk.'rdag kl.
8.30 e.h. Föstudaginn langa kl. 8.30
e.h. Laugardaginn 4. apríl kl. 8.30 e.h.
Páskadag kl. 8.30 e.li. 2. í páskum kl.
8.'30 e.h. Sigurmundur Einarsson frá
Reykjavík og fleiri tala. Mikill söngur
verður á öllum samkomunum. Allir
velkomnir. .
SjálfstœSisfélag Akureyrar heldur
aðalfund n. k. þriðjudag að Hótel
Norðurlandi, eins og auglýst er á öðr-
um stað í blaðinu í dag. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa verður þar tekin
ákvörðun um ráðstöfun Naustaborga-
eignarinnar. Er þess vænzt, áð félagar
muni eftir að mæta á fundinum.
Kirkjukór Ákureyrarkirkju heldur
kirkjuhljómleika í Akureyrarkirkju
annað kvöld kl. 8,30. Einsöngvarar:
Jóhann Konráðsson og Kristinn Þor-
steinsson. Undirleikari frú Margrét
Eiríksdóttir. Á söngskrá eru innlend
og erlend verkefni.
(cnclkattr
Miðvikudagur 1. apríl 1953
Annáll Islendings
KAÚPIÐ miða i Happdrœtti
SjálfstœSisflokksins. 50 vinning-
ar, aS verðmœti samtals 130
þúsund krónur. Miðinn kostar
aðeins 5 krónur. Miðarnir fást
á afgreiðslu íslendings, í Verzl.
Drifu, Bókaverzl. Axels Kristj-
áhssonar h.f-. og í Verzlun Vísi.
Þnð/ sem hin bföðin segja
Samvinnuverzlunin íær hlutiails-
lega meira lánsfé í bönkum en
önnur verzlunarstarísemi
Eftiríarandi grein birtist 12.
p. m. í blaðinu „Ný tíðindi":
Dagblaðið Vísir birti þann 3.
narz s. 1. forystugrein utn lánsfé
ambands ísl. samvinnufélaga,
tar sem upplýst var, að heildar-
jtlán Landsbankans og Utvegs-
jankans til verzlunar eingöngu,
aætnu nokkuð á þriðja hundrað
nillj. króna, miðað við s. I. nóv-
)mbermánuð. Af þessari upphæð
refir SÍS og samvinnufélögin
tengið 38%. í þessu sambandi
gat blaðið þess, að allur innflutn-
ingur til landsins 1951 hefði
rumið röskum 900 milljónum.
Heildarinnflutningur SÍS í heild-
,ölu og umboðssölu hefði sama
ír numið í innflutningsdeild þess
>g véladeild um 213 millj. kr. eða
jm 24% af heildarinnflutningn-
nn. „Vísir“ segir út af þessu:
„Dœmið litur þannig út, ctð
lamvinnuverzlunin fœr 38% af
'óllu lánsfénu til verzlunar til
þess að annast 24% af innflutn-
'ngnum, en kaupmannaverzlunin
œr 62% til þess að annast 76%
if innflutningnum.“
Þær tölur. sem „Vísir“ birtir,
nunu vera nærri lagi, enda hefir
,Tíminn“ ekki treyst sér til að
.nótmæla þeim, en segist ekki hafa
„aðstöðu til að sannprófa“ 'þær.
Sýnist þó vera hægurinn hjá fyrir
„Tímann“ að fá Eystein Jónsson
til að „sannprófa“ þessar upplýs-
ingar, ef það kærir sig um, en af
skiljanlegum ástæðum mun blað-
ið ekki kæra sig um slíka prófun.
Það var vitað, að samvinnu-
1 reksturinn hefir lengi notið for-
éltinda um lánveitingar í bönk-
rm. Þegar hagfræðingarnir Dr.
3erijamín Eiríksson og Ólafur
Björnsson rituðu fyrir fáum ár-
am á vegum rikisstjórnarinnar,
álit sitt um fjármál landsins^
löldu þeir f járfestingu samvinnu-
félaganna eina af þremur höfuð-
áslœðum til verðbólgunnar. —
Vitað er, að verulegur hluti þess-
arar fj árfestingar var fram-
kvæmdur fyrir lánsfé úr bönkum.
— Síðan hefir verið haldið upp-
teknum hætti og samvinnurekst-
urinn notið meira hagræðis um
lánsfé en efni standa til.
„Tíminn“ afsakar skuldarekst-
ur samvinnufélaganna með því
að þau þurfi að „sjá landbúnað-
inum fyrir rekstrarlánum“. Þetta
er algerlega rangt. Samvinnufé-
lögin sjá landbúnaðinum alls ekki
fyrir rekstrarlánum og allra sízt
af því fé, sem þessi rekstur fær í
bönkum.
Eins og getið var um í síðasla
bl. N. T. lýsti landbúnaðarráð-
herrann, Hermann Jónasson því
yfir við setningu Búnaðarþings,
að bændur ættu hvergi athvarf,
þegar um rekstrarlán væri að
ræða, og kemur það heldur illa
við skrif Tímans um að sam-
vinnureksturinn standi undir
rekstri bænda með lánastarfsemi
og taki það fé af því, sem bankar
láni þeim til verzlunar.
I þessu sambandi er vert að
minna á, að innlánsdeildir kaup-
félaganna haja sogað til sín spari-
fé bœnda í stórum slíl. Þella fé
haja samvinnujélögin að lang-
mestu leyti notað til verzlunar-
reksturs síns en alls ekki til að
standa undir rekstrarfjárþörf
landbúnaðarins.
Það er alkunnugt mál, að svo
virðist að samvinnureksturinn
hafi úr iniklu að spila, þegar um
er að ræða, að leggja fé í annað
en landbúnað. Nægir í því sam-
bandi að benda á fjárfestingar
þessa reksturs í skipum, húsum
og ýmsu öðru, sein ekki snertir
landbúnað. Þó að samvinnu-
reksturinn geti ekki veitt bænd-
um nauðsynleg rekstrarlán, þá
getur hann þó rekið aðra lána-
starfsemi.
Nýjasla dœmið um slíka lána-
starfsemi eru lánveitingar Sarn-
vinnutrygginga til bílstjóra í
Reykjavík. Það mun vera rétt, að
þetta samvinnujyrirtœki bjóðist
tiLað Jána bilsljórum 38 þúsund
krónur út á hvern bíl, sem fluttur
er inn frá ísrael gegn því, að
bílstjórarnir tryggi hjá fyrirtœk-
inu og útvegi tryggingar frá öðr-
urn að auki.
Þessi lánastarfsemi mun stappa
nærri því að teljast ólögmætir
viðskiptahættir, en það er önnur
saga.
Meginalriði málsins er að sam-
vinnureksturinn sýnist hafa fé
svo hundruðurn skiptir til að
lána bílstjórurn í Reykjavík i
sarna tíma og kvartað er með
réttu um fjárskort bœnda til
rekstrarþarfa.
Lánastarfsemi Samvinnutrygg-
inga er þó aðeins smáræði hjá
öðrum fúlgum, sem samvinnu-
reksturinn hefir haft ráð á og
ekki hefir þótt rétt að verja til
þess að styrkja íslenzkan land-
búnað.
Það er viðurkennt af þeim, sem
hafa málsvar fyrir sainvinnurekst-
urinn, að eðlilegt sé og sjálfsagt,
að venjulegur einkarekstur í
verzlun og iðnaði og samvinnufé-
lög starfi hlið við hlið í landinu
í frjálsri óg heilbrigðri sam-
keppni. Þessir aðilar eiga að sitja
við sama borð, njóta sömu rétt-
inda og bera sömu skyldur. —
En meðan samvinnurekstur,
hverju nafni sem nefnist, nýtur
skattfríðinda, sem nemur milljón-
um árlega og býr auk þess við
pólitíska sérstöðu, sem kemur
fram á margan hátt, meðal annars
í sérstöðu hvað viðvíkur rekstrar-
fé, er ekki um að ræða eðlilega
samkeppni í verzlun og iðnaði
hér á Iandi.
Ingóljur Kristjánsson:
SYNDUGAR SÁLIR
Ingólfur Kristjánsson hefir áð-
ur komið fram á ritvellinum.
Fyrir nokkrum árum gaf hann út
sinásagnasafnið „Eldspýtur og
lítuprjónar“ en auk þess Ijóða-
bækurnar „Dagmál“ og „Birki-
lauf“.
í þessari bók eru 10 smásögur.
I Ekki geta þær talist stórbrotinn
^ skáldskapur, en margar þeirra
eru lipurlega skrifaðar. Einna
bezt er sagan „Frelsishetjur“.
Yfirleilt virðist höf. búa yfir
góðri kímnigáfu, sem nýtur sín
Hins vegar er beiting þeirrar gáfu
í fyrrnefndri sögu og annarri, er
nefnist „Undir rauðri regnhlif“.
misheppnuð í fyrstu sögunni
„Vistaskipti“.
Heimili og skóli,
1. hefti þessa árs, sem er 12. ár-
j gangur ritsins hefst á styttu út-
I varpserindi Guðmundar Þorláks-
t sonar magisters uin nám og
kennslu á Norðurlöndum. Albert
Jóhannesson ritar um tömstunda-
heimili, Eiríkur Stefánsson um
byrj unarkennslu í skrift, ritstjór-
inn grein um uppeldismál, ei
hann nefnir „Þar liggja ræturn-
ar“, og sitthvað fleira er þar að
finna.
M A R Z :
Nýtt félag, Neytendasamtök Reykja-
víkur, stofnað' í Reykjavík. Tilgangur
þess er að gæta liagsmuna neytenda í
Reykjavlk almennt. Formaður kjörinn
Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur.
Ólafur Ottesen sjómaður í Reykja-
vík, sem varð fyrir hrottalegri árás í
Keflavík um miðjan marz, læzt f Land-
spítalanum af ineiðslunum, án þess að
koma nokkurn tíma svo til meðvitund-
ar að geta skýrt frá atburðinum. Is-
lenzkur sjómaður, 17 ára gamall , og
tingur Bandaríkjamaður, sem játáð
höfðu árásina á Ólaf, teknir höndum á
ný.
Fjórir menn 6æindir Fálkaorðuhni:
Jón Þ. Björnsson, fyrrv. skólastjóri á
i Sauðárkróki, Hannes Jónsson Núpstað,
j fyrrv. póstur, Gísli G. Ásgeirsson fyrrv,
: lireppstjóri Álflamýri og Einar Gí la-
I son málarameistari Reykjavík.
j Hesthús og heyhlaða að Bakkakoti í
I Staflioltstungum hrenna að nælurþeli,
og fa.ast þar 6 hcstar. Ekki varð elds-
voðans vart fyrr en allt var brunnið að
morgni.
Hermann Jónasson endurkosinn for-
maður Framsóknarflokksins á flokks-
þingi, liöldnu í Reykjavík dagana 22.
—25. marz.
Togarar Ú.A. h.f.
koinu allir af veiðura í s. 1. viku.
Kaldbakur nieS: 143,250 kg.
sallfisk, 54,370 kg. í herzlu og
51,770 kg. í frystingu.
Svalbakur meS: 159,720 kg.
saltfisk, 30,520 kg. í herzlu og
15,855 kg. í frystingu.
Harðbakur meS: 139,885 kg.
saltfisk, 17,770 kg. í herzlu og
45,020 kg. í frystingu.
í fiskverkunarstöS félagsins
unnu s. 1. viku á annaS hundraS
raanns.
TIL FRÉTTAMANNA
BLAÐSINS.
MuniS aS senda blaSinu
fregnir af því helzta, sem
gerist í umdæmi ykkar.
HAPPDRÆTTI
fyrir Dýraverndunarfélag Akur-
eyrar. — Vinningar til sýnis í
Verzl. Axel Kristjánssonar h. í.
Brekkugölu 1. — Allt uppstopp-
aSir fuglar (eftir Kr. G.) — MiS-
arnir fást þar og víSar —- kosta
kr. 3,00. — DregiS 15. apríl n.k.
Sjólfstæðisfélag Akureyrar:
Aðalfundur
verSur haldinn í SjálfstæSisfélagi Akureyrar n. k. þriSjudag
(7. apríl) aS Hótel NorSurlandi, er hefst kl. 20,30.
Fundarefni:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Venjuleg aSalfundarstörf.
3. Tekin ákvörSun um ráSstöfun Naustaborga-
eignarinnar.
4. Félagsmál.
Félagar, fjölmenniS og raætiS stundvíslega.
Stjórnin.