Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 09.04.1953, Síða 4

Íslendingur - 09.04.1953, Síða 4
I ISLENDINGUR Fimmtudagur 9. apríl 1953 slcautmöttr hvern miðvikudag. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1 Simi 1375. Skriistofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354. Skrifstofutími: Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. PrenlsmiSja Björns Jónssonar h.f. Vantar okkur fleiri flokka? | Ein af meinsemdum lýðræðisskipulags'ns er hið ótakmarkaða frelsi til myndunar stjórnmálaflokka. Meðal Iýðræðisr.kja eru ekki settar takmarkanir fyrir því, að einstakar stéttir eða hagsmunahóp- ar geti myndað pólitísk samtök, og hefir þetta frelsi verið mikið notað og þó misjafnlega. Dætni eru lil, að stjórnmálaflokkar verði 8—10, er allir bjóða fram til löggjafarþingsins, og heflr þetta ástand leitt til alvarlegrar stjórnarkreppu oft og mörgum sinnum, þar sem enginn einn flokkur eða tveir málefnalega skyldir flokkar hafa náð hreinum meiri hluta við kosningar. Er Frakkland eitt ljós- asta dæmi þessa, enda má heita, að stjórnarkreppur myndist þar ár- Iega og stundum oft á ári. Hér á landi höfum við lengi búið við fjögurra flokka kerfi, og hefir það reynzt nægilegt til að valda erfiðleikum um myndun ríkis- stjórnar. Enginn þessara flokka hefir enn náð hreinum meiri hluta, og hafa því tveir eða fleiri flokkar orðið að bræða sig saman uni stjórn landsins, og það þá jafnframt valdið afsláttarpólitík og hrossakaupum. Það hefir næstum aldrei verið unnt að vita í lok kosninga, hverjir þessara fjögurra flokka mundu verða aðilar að stjórn landsins næsta kjörtímabil, og hefir stj órnarmyndun oft geng- ið seint og erfiðlega. Á síðustu 12 árum höfum við orðið að búa við utanþingsstjórn, sem ekki var í neinum beinum tengslura við AI- þingi, tveggja og þriggja flokka stjórn og minni hluta stjórn eins flokks. Svo að segja við hverjar Alþi.ngiskosningar hafa orðið breyt- ingar á stjórn landsins, eða a. m. k. á forustu hennar. Vlð höfum engan veginn farið varhluta af því, að nýir stjórn- málaflokkar eða „landsmálahreyfingar“ skytu upp kollinum. Allar hafa þær þó orðið sjálfdauðar. Þroskaðir kjósendur vita það, að er þeir greiða slíkum nýblásnum sápubólum alkvæði sitt, er því á glæ kastað. Og öllum er eðlilega lítt um það gef.ð að gera atkvæði sitt ónýtt. Kosningarétturinn er of dýrmætur til að fyrirgera honum í fljótræði. Sá iéttur er svo mikils virði talinn, að ein hin þyngsta refsing, sem refsilöggjöf landsins heimilar að beita afbrotamenn, er svipting þess réttar. Ætti því öllum að vera ljóst, hve mikilsverð mannréttindi eru íólgin í kosningaréttinum. Fyrir skömmu síðan hafa okkur borizt fregnir af stofnun tveggja nýrra stjórnmálaflokka, og eru stofnendur þelrra og forgöngumenn úr öllum hinum eldri stjórnmálaflokkum landsins, — menn, sem ekki hafa komizt til þeirra mannviiðinga á vegum flokkanna, er þeir hafa sjálfir kosið. Það virðist orðlð nokkuð ríkjandi venja hér á landi, að hinir óánægðu einstaklingar innan flokkanna kjósi held- ur að leita nýrra flokksmyndana en að gangast fyrir umbótum inn- an flokka slnna. Fyrri flokkurinn, sem hér skaut upp höfðinu fyrir skemmstu, nefnir sig „Þjóðvarnarflokk“. Telur hann stefnu sína „sósíaldemó- kratiska“, en aðalverkefni hans telst vera að vinna gegn vörnum landsins á viðsjárverðum tímum. Þann flokk fylla einkum vinstri- sinnuðustu Framsóknarmenn, en auk þess óánægðlr kommúnistar og Kratar. Ber þar mjög á nöfnum manna, sem aldrei hafa verið við eina fjöl felldir í stjórnmálalífinu og ekki hafa getað samþýðst aðra samferðamenn á hinni ströngu vegferð lífslns. Síðari flokkurinn nefnir sig „LýðveldIsflokk“, og er hann byggð- ur upp af nokkrum fésterkum kaupsýslumönnum og hlutabréfaeig- endum, sem hafa efnahagsleg skilyrði til að halda úti málgagni og leggja í eina kosningabaráttu sér tll skemmtunar. Hafa forgöngu- menn hans góða von um að geta dregið að landi nokkra menn, sem hafa orð.ð viðskila við aðra flokka og ekki hafnað í Þjóðvarnar- flokknum. Munu báðir þessir flokkar hafa hug á að bjóða fram við næstu Alþingiskosningar í Reykjavík, og ef til vill vlðar, ef þeim tekst að ná saman tylft manna sem meðmælendum með framboði þeirra. Þótt hér hafi enn ekki verið myndaðir nema tvelr nýir stjórn- málaflokkar á hálfum mánuði, er langt frá því, að loku sé skotið fyr- ir fleiri. Það er orðið deginum ljósara, að Alþýðuflokkurinn er klofinn í tvær andstæðar fylkingar, enda gengur engum flokkanna jafn seint að ákveða framboð vlð kosningarnar í sumar. Vel mætti því ætla, að við ættum eftir að sjá framan í sjöunda stjórnmála- flokkinn, áður en til kosninga verður gengið. Biðraðir í stórhríð. — Því ekki ajgreitt á fleiri stöðum? — Bílar torvelda snjóruðning aj götum. „Malarbúi“ liefir slcrifað mér eftirfar- andi línur: ÞaS var leiðinlegt a'ð líta út í glugg- ann á föstudagsmorguninn langa. Þóti þetta væri hátíðisdagur, þu.fti ég að æða út í iilviðrið og sækja mjólk handa yngsta barninu að minnsta kosti. Ég ætlaði beint í útibúið, en þar var ekkert að hafa. Þá var það Sam- lag/ð. Þegar þangað kom, var löng biðröð vestan við bygginguna. Með öðrum orðum —, það var aðeins af- greidd mjólk á einum stað í bænum. Það er að vísu svo, að ekki fær nema einn að.li að selja mjólk í bænum, og því ekki um neina samkeppni að ræða um afgreiÖsluna, en mér finrnt þó, að hér hefði mátt hafa betri skipan á. Vissulega var erf.ðleikum bundið að koma mjólk til útsölustaðanna eins og veður og færi var þenna morgun, en ég get ekki séð, að neltt hafi verið því til fyrirstöðu að afgreiða einnig úr þeirri sölubúð, sera er í húsakynnum Samlagsins, til að dreifa hópnum og draga nokkuð úr þeim langa tíma, sem börn og konur urðu að norpa vestan við Samlagið skjálfandi í stórhríð og frosli, en ég vi si dæmi þess, að sú bið tók suma allt að tveim stundum. i '///{(• HVERT BEINIST „ÞRIÐJA AFLIГ? „Dagur“ fer fram á það við kjósendur í forystugrein nýlega, að þeir styðji þriðja aflið. En þe'.ta „þriðja afl“ er Framsóknar- flokkurinn, sem Dagur telur að sé „lýðræðisleg millifylking“, sem -úmi innan sinna vébanda „nægi- egt athafnasvið fyrir framtak jinstaklingsins“. Þetta er nú kannske gott og jlessað, hvað sem líður svigrúmi ánstaklingsframtaksins undir itjórn SÍS og KEA. En þarna er ón á veginum, sem kjósandinr. erður að taka með í reikninglnn V hinu nýafs aðna flokksþing "ramsóknar var samþykkt „i einu iljóði“ ályktun þess efnis, a? ■'ramsókn segði upp núverandi ■.tjórnarsamvlnnu að sumarkosn ngunum Ioknum. Ekkert var á ’iað minnst, hvert leita skyldi um stjórnarsamvinnu á eftir. Ekkert minnst á það, hvort vinna ætti til 'rægri eða vinstri. Það er rétt eins g Framsóknarforustan haldi, að .jósendum þess flokks sé það :kkert atriði, hvort þingmenn Framsóknar halla sér á koddann með Krötum eða Kommum eða halda svipaðri stefnu fram og þeir hafa gert sl. kjörtímabil. — Slíka fyrirlitningu hefir enginn 'byrgur flokkur levfi til að sýna jósendum sínum. Þeir eiga full- n rélt og heimtingu á að fá því ivarað áður en þeir ganga að 'cjörborði, hvert hugur flokkslns i’efnir til samstarfs að kosningum loknum. i , j j d | .T!‘Tnjr! miT'í AÐ VÍSU er það viðurhlutamikið að senda börn, jafnvel yngri en 10 ára, til mjólkurkaupa í slíku veðri. En sums staðar er ekki annarra kosta völ. Oft er fyrirvinna heimilisins fjarverandi í atvinnu, t. d. á togurum eða öðrum skipum, og þá ekki um annað að gera fyrir húsmóðurina en að fara sjálff - kannske frá ungum börnum, eða áð senda það barnanna, sem bezt er vax- inn fiskur um hrygg. Og það hlýtur að rikja fullkomin óvis a um það, hvort börn hafa gott eða illt af að norpa úti í slíku veðri, sem var á langa frjádag, í klukkustund eða Iengur.“ I* ÞAÐ FÓR SVO ALDREI SVO, að veturinn gleymdi að heimsækja okkur. I minnum yngri kynslóðarinnar hefir sjaldan eða aldrei getlð að líta jafn mikinn snjó og nú. Heiðarlegar til- raunir hafa þó verið gerðar með að ryðja göturnar, svo að vélknúnum far- artækjum yrði þar við komið, og hef ég litið svo til, að þar hafi jafnvel sjálfboðavinna komið til greina. En EINKISVERT f AUGUM BRAGA. Nýlega komst Alþýðumaðurinn wo að orði, að ungir Sjálfstæðis- menn á Alþingi hefðu þar ekkert gert nema að leggja fram frum- vörp og þingsályktunartillögur til sýnis, en „bókstaflega“ engu máli komið fram. Var hér í blaðinu u'ðar rakið nokkuð af þeim mál- um, er þeir höfðu flutt og náðu Fram að ganga, en Bragi telur það allt einskisvert. Hann telur það n. ö. o. engu máli skipta, hvort stuðningur er veiltur af opinberri hálfu til fiskiveiða (síldveiða) á fjarlægum iniðum. Honum er það einnig hégóininn einber, að leitað sé síldar fyrlr Norðurlandi og -annsóknarskip sé fengið^ til það er erfitt fyrlr jarðýtur að hreinsa götur, þar sem bílum er lagt út á göt- urnar og látnir festast þar, er stórfenni gerir, en slíkt heflr maður daglega fyr- ir augum. Það er nauðsynlegt, að kjósendur geri sér grein fyrir því í tæka tíð, hvað af því gæti hlolizt, ef slíkar dægurflugur, sem hér er um að ræða, næðu því fylgi við kosningarnar, að þær kæmu manni að í einhverju kjördæmi. Svo erfiðlega sem gengið hefir til þessa að mynda starfhæfa r'kisstjórn undir fjögurra flokka kerflnu okkar, er ekki líklegt, að þeir erfiðlelkar væru úr sögunni, ef sex eða sjö flokkar kæmu til skjalanna. Eina jákvæða svarið við „frönsku“ eftiröpuninni er það, að slyðja þann flokk til að ná meiri fúuta á Alþingi, sem EINN hefir möguleika til þess, — en það er Sjálf- stœð is jlokkurinn. stuðnings stærsta atvinnuvegi þjóðarinnar. Hvort lánsstofnun iðnaðarmanna á að hafa fé til að lána er honum líka einskis virði, jg þá er breytingln á lögutn um menntaskóla lítilsverð (enda barðist Hannlbal gegn henni). Ætli smáíbúðabyggingarnar eigi ikki eftir að verða lítils virði í augum Braga, þegar hann hug- e ðir, hverjir áttu frumkvæði að því máli? HVAÐ ER AÐ GERAST E RÚSSLANDI? Það hefir vakið mikla athygli m allan helm, að blaðið „Prav- da“ í Sovét-Rússlandi hefir ráð- ?t með talsverðri hörku á þá að- la, er stóðu að ákærunum á eknahópinn, sem flestum eru enn i fersku minni. Voru margir af rægustu vísindamönnum lækna- s.éttarinnar í Rússlandi sakaðir m samantekin fjörráð vlð ýmsa helztu ráðamenn Sovétríkjanna, vegna þess að þeim tókst ekki að koma í veg fyrir að þeir lykju einhvern tíma sínu hérvistarlífi sem aðrir dauðlegir menn. Þá vekur það einnig athygli, að stjórnir Kína og Norður-Kóreu hafa lagt fram tillögur um fanga- sk'pti og vopnahlésviðræður ný- 'ega, sem ganga mjög í sömu átt Jg indversk tillaga, sem áður hafði verið hafnað skilyrðislau6t. Hyggia margir, að um nokkur veðrabrigði sé að ræða í viðhorfi Sovét stjórnarinnar til alheims- mála eftir fráfall Stalíns og til- homu Malenkovs í sæti hans. \vjar kvikntyndir um uppeldismál Nýlega fékk Barnaverndarfélag Reykjavíkur leigðar kvikmyhdir um uppeldismál frá Samelnuðu þjóðunum. Hafa þær verið sýnd- ar fyrir almenning í félögum syðra og fenglð góða aðsókn. Nú er í ráði að fá þesar myndir hingað til Akureyrar um næstu helgi og sýna þær í sambandi við aðal- fund Barnaverndarfélags Akureyr ar í Alþýðuhúsinu n. k. sunnudag. Mun dr. Matlhías Jónasson, upp- hafsmaður harnaverndarhreyfing arinnar hér, koma norður að for- fallalausu og skýra myndirnar. Aðalfundur Barnaverndarfélags ins hefst. í Alþýðuhúsinu kl. 4, og verður honum flýtt svo að kvik- myndasýningin geti byrjað kl. 5. Allir eru velkomnir á kvikmynda- sýninguna meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeyp.'s. Er þess vænst, að foreldrar í bænum not- færi sér þetta eina tækifæri til að sjá þessar myndir. KAUPIÐ miða í Happdrœtti Sjálfs'œðisflokksins. 50 vinning- ar, að verðmœti samtals 130 þúsund krónur. Miðinn kostar aðeins 5 krónur. Miðarnir fást á afgreiðslu íslendings, i Verzl. Drífu, Bókaverzl. Axels Kristj- ánssonar h.f. og i Verzlun Vísi.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.