Íslendingur - 25.11.1953, Síða 2
9,
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 25. nóvember 1953
FRÁ ALÞINGl:
Rehstur strandferöa og lióoMto. - [ndurshoiun
ií gjaldshrd héraðsrafveitua. - llm jriðun rjúpu ojl.
Tve'ir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, Gísli Jónsson og Sig-
urður Ágústsson, flytja á Alþingi
tillögu til þingsályktunar um
rekstur strandjerða og flóabáta,
svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að leita nú þegar samn-
inga við Eimskipafélag íslands
og Samband ísl. samvinnufélaga
um, að þau taki að sér frá næstu
áramótum, eða svo fljótt sem
verða má, allar strandferðir og
flóabátaferðir umhverfis landið.
Skal rmða samninga Við það,
að aðilar skuldbindi sig til að
halda uppi ferðunum á sinn kostn-
að næstu 25 ár, að þær verði eigi
óhagkvæmari almenningi en nú
er og uppfylli jafnan þær kröfur,
sem gera verður til slíkra ferða á
hverjum tíma, enda taki þá fé-
lögin við öllum þeim skipastól,
er Skipaútgerð ríkisins hefur nú
yfir að ráða og ríkissjóður er
eigandi að.
Þingsályktunartillögunni fylgir
vel rökstudd greinargerð, og er
slðari hluti hennar á þessa leið:
Skipaútgerð ríkisins hefur nú
yfir að ráða tveimur stórum, ný-
legum, vel útbúnum og góðum
skipum, sem beinlínis voru smíð-
uð í því skyni að fullnægja fólks-
flutningaþörfinni umhverfis land-
ið vetur og sumar, og einnig að
nokkru leyti vöruflutningaþörf-
inni á sörtiu staði. Skipaútgerð-
in hefur auk þess yfir að ráða
tveimur smærri skipum, sem aðal-
lega er ætlað það hlutverk að
flytja vörur og fólk til þeirra staða
á landinu, er eigi hentar hinum
stærri skipum að sigla á. Þá var
enn fremur hugsað að bæta síðar
víð tveimur skipum af smærri
gerðinni og leggja þá niður að
fullu eða að mestu leyti allar flóa-
bátaferðir. Var þá gert ráð fyrir,
að hvort tveggja væri öruggt, að
þjóðinni yrði séð fyrir viðunandi
samgöngum meðfram ströndum
landsins og að kostnaðurinn við
slíkar ferðir yrði ekki tilfinnan-
lagur baggi fyrir ríkissjóð, sbr.
nefndarálit forstjóra Skipaútgerð-
arinnar, þegar verið var að undir-
búa skipulag þessara mála til
frambúðar. Var þá og gert ráð
fyrir því, að kostnaður við flóa-
bátaferðir íélli að langmestu nið-
ur.
Reynsla undanfarinna ára hef-
ur falað sínu máli og sýnt aðra
og lakari niðurstöðu en gert var
ráð fyrir, þegar lagt var í þann
kostnað að smíða hin nýju skip.
Annað hinna stærri strandferða-
skipa og það skipið, sem betra
er, hefur árlega verið tekið út úr
strandferðunum, svo að mánuð-
um skiptir, til þess að sigla með
fólk í skemmtiferðir landa á milli,
er sumar hverjar hafa kos'að
þjóðina allmikinn erlendan gjald-
eyri. Hafa þessar ferðir þó engan
veginn staðið undir útgjöldum,
svo að þjóðin hefir orðið að
leggja á sig skatta beinlinis þeirra
vegna. Á sama tíma hefur svo
Skipaútgerðin oirðið að leigja
alls konar skipakost í strand-
ferðirnar, sem á engan hátt
hefir uppfyllt lágmarkskröfur,
sem gera verður til slíkra flutn-
ingatækja, og þetla kostað þjóð-
ina enn meira fé en þótt strand-
ferðaskipin hefðu verið notuð til
ferðanna, eins og ávallt var lil
ætlazt. Beinlínis vegna þessa fyrir-
komulags hefir fólkið orðið að
nota önnur flu'ninga- og sam-
göngutæki til þess að fullnægja
aðkallandi þörf á hverjum tíma.
Flutningsgjöld hafa þegar ver-
ið ákveðin það há, að ýmsir aðr-
ir aðllar hafa af því ágælan arð
að sigla árum saman fyrir lægri
flutningsgjöld á hinar ýmsu hafn-
ir landsins, án þess að hafa til
þess nokkurn styrk úr ríkissjóði.
Á fjárlögum fyrir árið 1952
'roru áætlaðar um 5 millj. kr. til
'trandferðanna, en upphæð þessi
hefir á því ári orðið rúmlega 10
rtllj. samkvæmt því, sem frá er
skýrl í ríkisreikningnum, eða hef-
'r meira en tvöfaldazt, miðað við
áætlun. Höfðu þó á þessu ári eng-
r umbætur verið gerðar á sam-
göngukerfinu, nema síður sé.
Itanda engar vonir til þess, að
dregið verði úr þessum kostnaði,
nema þá að samfara því verði
þjónustan gerð enn lakari en nú
er að óbreyttu fyrirkomulagi. Er
þess ekki að vænta, að þjóðin uni
þessu öllu lengur. Á sama tíma
sem þannig hallast meira og
meira á ógæfuhliðina hjá Skipa-
útgerðinni, auka aðrir aðilar,
svo sem Eimskipafélagið og Sam-
band ísl. samvinnufélaga skipa-
kost sinn og fjölga um leið all-
verulega viðkomum á hina ýmsu
staði á landinu, er skip Skipaút-
gerðarinnar sigla einnig á. Er því
sýnilegt, að hér skapast sam-
keppni um flutninga á fólki og
vörum á milli allra þessara aðila
og að Skipaútgerðin er dæmd til
þess að tapa í þeirri samkeppni
því meira, því lengur sem hún
stendur. Ekkert er því eðlilegra
og sjálfsagðara en að leita eftir
samkomulagi við báða þessa að-
ila, Eimskipafélagið og Samband
ísl. samvinnufélaga, um að þeir
'aki að sér þessa þjónustu við
fólkið, sem Skipaútgerðin hefir
enn á hendi, og tryggja það jafn-
framt, að hún verði hæði betri og
ódýrari fyrir alla aðila. Má í
þessu sambandi benda á, að skip
þessara aðila sigla oft hvert á eíí-
ir öðru eða samtímis á sömu
hafnirnar, hvert með sinn slatta
af vörum, öllum aðilum til óhag-
ræðis.
Það sýnist í alla s'aði bæði
sanngjarnt og eðlilegt, að skipta
tilteknum siglingasvæðum á milli
þessara aðila, jafnframt því sem
þá væru látnir fylgja þeim þeir
farkostir, sem þeim bezt henta og
Skipaútgerðin hefir nú yfir að
ráða og eru eign ríkissjóðs, gegn
því, að samningsaðili taki að sér
ákveðnar skuldbindingar um
Iangt árabil. Ætti þetta að gera
samningana auðveldari fyrir alla
aðila.
Að síðustu skal á það bent, að
um langan tíma stóðu um það
deilur, hvort einstaklingar eða
ríkið ættu að halda uppi sérleyfis-
ferðum á milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur og á milli Akureyrar
og Reykjavikur. Var því lengi vel
haldið' fiam af þeim, er vildu, að
ríkið annaðist slíkar ferðir, að
með ríkisrekstri fengi fólkið ólíkt
betri, ódýrari og öruggari þjón-
ustu en ef einslaklingar önnuðust
reksturinn. Því sama hefir og ver-
ið haldið fram um strandferðirn-
ar. Reynslan hefir hins vegar
sýnt það svo, að ekki verður á
móti mælt, að síðan sérleyfisferð-
irnar komust aftur í hendur ein-
staklinga, hefir ríkissjóður ekki
einasta spaTað hundruð þúsunda
árlegan rekstrarhalla á þeirri
þjónustu, heldur hafa fólkinu ver-
ið látnar í té slíkar umbætur, að
undrun sætir, og það án þess að
þjónustan verði því dýrari.
Mundi nú engum koma til hugar
að láta ríkið taka á ný við þess-
ari þjónustu. Það sama verður
um árangurinn af skipulagsbreyt-
ingu á strandferðunum, ef farið
er eftir því, sem hér er lagt til.
Það ber því brýna nauðsyn til
þess að vinna að því nú þegar að
losa ríkissjóðinn að fullu og öllu
við lekslur strandferðanna, ekki
einasta til þess að létta af þjóð-
.nni þeirri 10 milljóna króna
byrði, sem þetta kostar ríkið ár-
lega nú orðið, heldur og til þess
að tryggja þjóðinni betri og ör-
uggari þjónustu í sambandi við
flutninga á fólki og vörum um’
land allt.
Þá flytja þeir Jón Sigurðsson,
Pétur Oltesen og Jörundur Bryn-
jólfsson till. til þ. ál. um endur-
skoðun á gjaldskrá héraðsraj-
magnsveilna ríkisins, í því skyni
að lækka fastagjald af gripahús-
um og fastagjald vegna vélanot-
kunar, samkv. C 5, t. d. þannig,
að það miðist við notkunartíma
vélanna og greiðist ekki fyrir þá
mánuði, sem vélarnar eru ekki
notaðar.
í greinargerð segja flutnings-
menn:
í gjaldskrá fyrir héraðsraf-
magnsveitur ríkisins er svo fyrir
mælt, að af gripahúsum og öðr-
um húsum, sem notuð eru við bú-
skap, skuli greiða fastagjald eins
og af félagsheimilum, skólum,
sjúkrahúsum, gistihúsum og þess
háttar. Hefir þetta gjald valdið
því, að þorri bænda treystist ekki
til að taka rafmagn í útihús, nema
það minnsta, sem komizt verður
af með.
Þá finnst bændum ósanngjarnt
að verða að greiða auk gjalds
fyrir raforkuna fastagjald, er nem-
ur 1200 kr. á ári. af hverjum raf-
magnsmótor, sem notaður er til
heyblásturs eða annarra starfa
um sumartímann. Skiptir það
engu, hvort mótorinn er notaður
í 1 mánuð eða t. d. 6 mánuði á
ári hverju. Hefir þetta orðið til
þess, að sumir hændur hafa horf-
ið frá að afla sér slíkra mótora,
en leitað í þess stað annarra úr-
ræða. Að fenginni þessari reynslu
teljum við flutningsmenn þessarar
tillögu tímabært að taka þessi
umræddu ákvæði til endurskoð-
unar og leiðréítingar.
Þá flytur Jón Pálmason frv. til
laga um samþykktir um friðun
rjúpu. Leggur hann til, að sýslu-
nefndum verði með lögum heim-
ilað að friða rjúpu innan héraðs
um lengri eða skemmri tíma, og
geti tvær eða fleiri samliggjandi
sýslur ákveðið sameiginlega frið-
un.
í greinargerð segir flutnings-
maður:
Um það hefir oft verið deilt,
hve langt eigi að ganga í því að
leyfa rjúpnadráp, og einnig, hver
Bstur d
Samkvæmt lögum um gengis-
skráningu, stóreignaskatt o. fl.,
nr. 22 1950, 13. gr , svo og bráða-
birgðalögum 20. apríl 1953, á að
verja 10 milljónum króna af skatti
þeim, sem innheimtist samkvæmt
lögunum til þess að bæta verð-
fall, sem orðið hefur á sparifé ein-
staklinga.
Landsbanka íslands er með
fyrrgreindum lögum falin fram-
kvæmd þessa máls.
Frestur sá, sem settur var upp-
haflega til að sækja um bæturnar,
hefur nú, skv. ákvörðun viðskipta-
málaráðuneytisins, verið fram-
lengdur til næstu áramóta.
Hér á eftir er gerð stutt grein
fyrir reglum þeim, er gilda um
greiðslu bóta á sparifé.
SKILYRÐI BÓTARÉTTAR.
1) Bótarétt hafa aðeins ein-
staklingar, sem áttu sparifé í spari-
fjárreikningum innlánsstofnana
eða í verzlunarreikningum fyrir-
tækja á tímabilinu 31. desernber
1941 til 30. júní 1946. Innstæður
á sparisjóðsávísanabókum eru
bótaskyldar, en hinsvegar greið-
ast ekki bætur á innstæður í
hlaupareikningum og hliðstæðum
reikningum.
2) Bœtur greiðast á heildar-
spariffáreign hvers aðila í árslok
1941, svo framarlega sem heildar-
sparifjáreign hans 30. júní 1946
er að minnsta kosti juínná heild-
arupphæðinni á fyrri tímamörk-
um. En sé heildarspariféð lægra
30. júní 1946 en það var í árs-
lok 1941, þá eru bæturnar mið-
aðar við lœgri upphæðina.
áhrif það hafi á stofninn. Hefir
reynslan sýnt, að á Alþingi geng-
ur illa að ná samkomulagi um
viðunandi lagasetningu á því efni,
því að margvísleg annarleg sjónar-
mið grípa inn í. Þeir atburðir ger-
ast líka nokkuð oft, að rjúpnadráp
er rekið sem þjófnaður, þannig
að óviðkomandi menn vaða leyf-
islaust um lönd einstaklinga og
héraða, og eru mörg dæmi um
slíkt virðingarleysi fyrir eignar-
rétti landeigenda á þeim sviðum.
Þeir, sem hagsmuna hafa að
gæta á þessu sviði, eru fyrst og
fremst þeir, sem rjúpnalöndin
eiga. Má og ætla, að þeir hafi
réttari skilning á málinu en aðrir,
sem meta það úr fjarlægð. Þess
vegna þykir flutningsmanni þessa
frumvarps rétt að færa valdið á
þessu sviði yfir í hendur héraðs-
stjórnanna, og gæti farið vel á
því, að svo væri gert á fleiri svið-
um.
Loks flytur ríkiss'jórnin frum-
varp til laga um réttindi og skyld-
ur opinberra starfsmanna. Er það
allmikill lagabálkur, sem ekki er
rúm til að rekja hér, e’n það munu
flestir mæla, að slík löggjöf sé
fyllilega timabær. Er lagabálkur
þessi í IX köflum, alls 38 grein-
um, og fylgja honum ýtarlegar
athugasemdir.
___,*_____
sporife
3) Ekki eru greiddar bœtur á
heildarsparifjáreign, sem var lœgri
en kr. 200.00 á öðru hvoru tíma-
markinu eða þeim báðum.
4) S/ciIyrði bóta er, að spariféð
hafi verið talið fram til skatls
á tímabilinu, sem hér um rœðir.
Þetta skilyrði nær þó ekki til
sparifjáreigenda, sem voru yngri
en 16 ára í lok júnímánaðar
1946.
5) Bótarélt hefur aðeins spari-
fjáreigandi sjálfur á hinu um-
rœdda timábili eða ef hann er
látinn, lögerfingi hans.
6) Bótakröfu skal lýsl í síðasta
lagi hinn 31. des. 1953, að vio-
lögðum kröfumissi, til þeirrar
innlánsstofnunar (verzlunarfyrir-
tækis), þar sem innstæða var á
tímamörkunum, 31. des. 1941 og
(eða) 30. júní 1946.
Umsóknareyðublöð fást í öll-
um sparisjóðsdeildum bankanna,
sparisjóðum og innlánsdeildum
samvinnufélaga. Sérstök athvgli
skal vakin á því, að hver umsækj-
andi skal útfylla eitt umsóknar-
eyðublað fyrir hverja innláns-
stofnun (verzlunarfyrirtæki), þar
sem hann átti innstæðu eða inn-
stæður, sem hann óskar eftir að
komi til greina við úthlutun bóta.
Að öðru leyti vísast til leið-
beininganna á umsóknareyðublað-
inu.
Heimilt er að grciða bætur þess-
ar í ríkisskuldabréfum.
Eftir lok kröfulýsingarfrestsins
verður tilkynnt, hvenjer bóta-
greiðslur hefjast og hvar þær
verða inntar af hendi.
Landsbanki fslands.