Íslendingur


Íslendingur - 27.01.1954, Síða 2

Íslendingur - 27.01.1954, Síða 2
2 lSLENDINGUR Miðvikudagur 27. janúar 1954 »Orrustan Enska borgin Hastings við Erm- arsund er sögufræg, enda gerðust þar í nánd þeir atburðir, sem skiptu sköpum um framtíð Bret- lands, og efamál hvort áhrif orr- ustu þeirrar, sem háð var skammt norðan borgarinnar árið 1066, hafa ekki markað dýpri harðspora í sögu Vestur-Evrópu, en nokkur annar atburður einn. En það er ekki ætlunin að rekja sögu Hast- ings, að öðru en því, að nú um áramótin var háð þar alþjóða- skákmót, hið 29. í röðinni. Pótt fyrirsögnin nefni „orrustu“, þá er ekki vilað um blóðsúlhellingar að þessu sinni, því að nú börðusi prúðmenni til siguis á skákborð- um og kiæddust ekki brynjum, skutu af bogum né beittu egg- vopnum. bg irétti að hinn ungi skák- ineistari lslauds og Noröurlanda, Eriðrik Oiaísson, væri í Hastings, og stríddi þar við heimskunna berserki skáklistarinnar. Pað mun haía verið miðsumars 1951, sera Fnðrik leíldi á ungmennaskák- nióii i Birnyngham, Lngiandi, og var það víst íyrsta sinni, sem hann keppti á erlendum vettvangi, þa menntaður maður til kennslunn- ar. Pangað var Rafveitu Akur- eyrar boðið að senda menn. Hún sendi menn, — tvo gervimenn, er lítið sem ekkert höíðu unnið að þessum störfum. Nú skyldu menn ætla að fag- lærðum mönnum hefði verið boð- in þálttaka í téðu námskeiði, á eigin kostnað- Því fór víðs fjarri, enda þótt forráðamönnum Rafveitunnar væri fullkunnugt um, að hópur rafvirkja héðan úr bænum væri staddur í Reykjavík á þeim tíma, sem námskeiðið stóð yfir. Eflir þetta hafa þátltakendur frá R. V. A. ekki snert á streng'.engingum. Hafa sömu gervimennirnir sem fyrr annazt þær, og virðist því á- rangur af þessu námskeiði hafa orðið ærið vafasamur fyrir Raf- veitu Akureyrar. Ókunnugir mættu nú ætla, að þarna kæmi fram lofsverð sparn- aðarviðleitni forráðamanna þess- ara mála, en svo er ekki. Þessir gervimenn eru fastlaunaðir og hafa því sem næst fullkomið fag- mannakaup. Það er því auðsætt, að ekki er haldið á þessum málum með hagsmuni bæjarbúa fyrir augum. Vér teljum því kröfu vora mjög sanngjarna, en hún er sú, að R. V. A. fari inn á þá braut að taka faglærða menn svo fljótt sem unnt er til þeirra starfa, sem þeim eru ætluð, og að Rafveitan hafi nánari samvinnu við rafvirkja- stétt bæjarins í þessum málum, svo að þau megi leysast á viðun- andi háít bæjarbúum til öryggis og hagsbóta. En til þess að svo megi verða, verður stjórn þess- ara mála að vera í höndum manna, sem hafa skilning á mál- unum. „Með lögum skal land byggja." í Hastiip 16 ára. Við það tækifæri kynntist ég Friðriki litið eitt, og fannst mér, ef svo má segja, að ég „ætti“ eitthvað í piltinum. Svo lék mér hugur á að vila, hvernig íslenzk- um taflborðskóngi reiddi af á þessum þekkta vígvelli skákheims- ns í Hastings, svo að ég dró mig dangað. Bjóst þó ekki við, að ég ,-rði erindi feginn, þar sem ég íugði vera þar íslenzka kumpána, iem betur væru við hæfi íslands- meistarans í skák, heldur en ég, sem rétt kann „mannganginn“. £n það var öðru nær, eins og síð- ir verður vikið að. Ég bjóst við, að hinn tæplega 18 ára íslendingur mundi standa i ströngu á þessu móti, því að þar i'oru andstæðingarnir hans á tafl- borðlnu engir aukvisar. En Frið- riki Ólafssyni er ekki fisjað sam- an, svo mikið sá ég og heyrði. Brezki meistarinn mr. Alexand- der og rússneski s'órmeistarinn Bronstein skiptu með sér 1. verð- .aunum. Mr. Alexander sagði mér, að Friðrik hefði dugað sérlega vel, og hefði e. t. v. vakið hvað mesta athygli þeirra, sem kepptu, ef Rússarnir tveir, Bronstein og Tolush, hefðu ekki keppt. En þeir skyggðu á flesta, enda eru „rauð- ir hrafnar“ næsta sjaldséðir á Vesturlöndum um þessar mimdir. Mr. Alexander taldi þá skák, sem Friðrik tefldi siðasta á mót- inu, vera snjalla, jafnvel bezt leiknu skák mótsins, og heyrði cg sömu skoðun hjá fleirum. Skák þessi var tefld að morgni 8. jan. og stóð um fjórar stundir. Ég læt hana fylgja hér með. Skýringar eru Friðriks, en hann gat þess, að þær væru til „bráðabirgða“, þar sem honum hefði ekki gefizt tóm til að „stúdera“ skákina nægilega. Hvitt: R. G. Wade. - Svart: Frið- rik Ólafsson. 1. d2—d4, Rg8—f6. 2. c2—c4, g7—g6. 3. Rbl—c3, Bf8—g7. 4. e2—e4, 0—0. 5. Bcl—e3, d7— d6. 6. h2—h3, e7—e5. 7. d4—d5, Rb8—d7. 8. Bfl—d3, Rf6—h5 (g2—g4 betra). 9. g2—g3, Rd7 —c5. 10. Rd3—c2, a7—a5. 11. Ddl—e2, Bc8—d7.12. O—O—O, a5—a4. 13. Rgl—f3, Dd8—c8. 14. Hdl—gl, a4—a3. 15. b2— b3. 16. De2—d2, Hf8—e8. (Leik- ið til þess að geta svarað: B—h6 með B—h8.) 17. Rf3—h4, Ra6— b4. (Rel og s'ðarmeir Rd3, cr heppilegra bæði til sóknar og varnar). 18. Bc2—dl, Rh5—16. 19. g3—g4, c7—c6. 20. g4—g5, Rf6xd5! (Ef: R—h5, þá (21. leikur: Bxh5: g6xh5; 22. g5—g6! og það er hvítur, sem fórnar ridd- ara, ekki svartur). 21. Rc3xd5, Rb4xd5. 22. r4xd5, c6xd5. 23. Dx d5, b7—b5. 24. Bdl—f3, e5—e4. 25. Bf3xe4, Ha8—a6! 26. Dd5— b7, He8xe4! 27. Db7xe4, b5xc4. 28. b3—b4, Bg7—b2+. 29. Kcl —bl, d6—d5. 30. De4xd5, Ha6 —d6 (betra var að láta peðið eiga sig og leika: D—f4). 31. Dd5—e4, c4—c3 (ef drottning drepur hrók, þá: B—Í5+, og svart má'ar). 32. Hgl—cl, Bd7— c6. 33. De4—c4, Dc8—b7. 34. Í2 —f3, Bc6—b5. 35. Dc4—f4, Bb5 —d3+. 36. Hcl—c2, Db7—d5. 37. Hhl—h2, Bd3—c4 (D—h2 er svarað með: Dxa2+, og (38.:) KxD, B—c4+, og (59.:) K—bl, a2 + og mát). 38. Hc2xb2, a3x b2. 39. Hh2xb2, Dd5—dl+. 40. Be5—cl, Bc4—d3+. Gefið (því að hvítur er mát eftir að cxb2+ og (42.:) Kxb2—D—c2+, (43.:) K—a3, H—a6 og mát). Ég spurði bæði þátttakendur mótsins og aðra um Friðrik Ól- afsson og hvaða álit þeir hefðu á hæfileikum hans og skákferli framvegis. Svörin voru greið, þótt ekki verði rakin að sinni, en öll á þá lund, að ég varð grú*montinn af því að vera landi Friðriks. Ein- hver varð að vera montinn, en sjálfur virðist Friðrik heldur illa heima í þeirri „list“, ef hann kann þá nokkuð fyrir sér þar. (Og kannski ég geti „skákað“ honum á því sviði!) Hinn kunni skákmaður, dr. Tartakower, hefir oft keppt í Has- tings. Þegar hann kom þar fyrst. bar hann sigur af hólmi. Að þessu sinni tapaði hann fyrir Friðriki. Þegar dr. Tartakower vann fvrst s!gur í Hastings, voru óliðin 10 ár þar til núverandi skákmeistari íslands sá dagsins Ijós! Sic tran- sit gloria ....! Eins og ég drap á, bjóst ég við því, að íslendingar væru með Friðriki í Hastings. Ég varð þvi h.’ssa, þegar hann sagði mér, að hann hefði ekki heyrt né séð ís- lenzkan mann fyrr en ég álpaðisl á mótið næst síðasta dag þess. Við íslendingar eigum fáa „kónga“ á heimsmælikvarða. — Höfum við efni á því, að vera svo snauðir, að senda án „hirð- manna“ á erlenda „v!gvelli“ þá, sem eru okatækir á alþjóðavett- vangi? „Ber er hver að baki nema bróður eigi“ og er satt, svo langt, sem nær. Það skal styrk til þess að halda á lofti fast, hátt og með fullum sóma merki lands og þjóð- ar, og það þótt öflugri þjóð sé en íslendingar. Ég veit að Friðrik Ólafsson er bráðsnjall skákmað- ur og drengur góður, það ég þekki bezt. En er hér ekki lagt fullmikið og erfitt á ungan ein- stakling? Björn úr Mörk var ekki herði- maður. Kári var í senn bæði nægi- lega vitur og drengur góður til þess að virða og launa aðstoð Bjarnar. Þetta er ekki sagt vegna Friðriks Ólafssonar. Honum er, að ég hygg, e. t. v. ekki eins mikil þörf á „Birni“ að baki sér og mörgum öðrum, þótt ungur sé. En því miður flaska íslending- ar æði oft, oftar en skyldi, á því að æ!la einstaklingi meira, vænta meiri afreka, en hyggilegt er — stundum til skapraunar og tjóns fyrir alla aðila. Svo að ég stæli ummæli mikils sjómanns og afla- manns: Það siglir enginn snjallt né aflar vel, ef háseta vantar eða þeir cru liðleskjur, sem verra er að hafa til fylgis en ekki. London í janúar 1954. bjak. ____*____ „Að verma sitt hrae---" Það er auðséð á „Degi“ að bæjarstjórnarkosningar eru skammt undan. Ver blaðið nú miklu rúmi til þess að telja kjós- endum trú um „forgöngu“ Framsóknar í ýmsum hagsmuna- málum kaupstaðanna. Meðal ann ars æ'.Iast blaðið til þess, að smá- íbúðarhúsamálin reiknist Fram- sóknarflokknum til tekna. Allir vita þó, að ekki verður í alvöru talað um „forustu“ Framsóknar í byggingarmálum kaupstaðanna. Skriffinnar framsóknarblaðanna eru því að henda gaman að sínum eigin flokki og afrekum hans. í byggingarmálum kaupstað- anna hefir Sjálfstæðisflokkurinn einn haft forustu í mörg ár. Það voru Sjálfstæðismenn, sem fengu samþykkt lögin um skattfrelsi eignaauka, er stafar af aukavinnu, sem einstaklingar leggja fram ut- an reglulegs vinnutíma við bygg- ingu íbúða til eigin afnota. Sjálf- stæðisflokkurinn beitti sér fyrir því, að frjálst yrði að byggja smáíbúðarhús og ráðherrar flokks ins í ríkisstjórninni hafa ekki hvað sízt komið því lil leiðar, að fé fengist til þess að lána út á 2. veðrétt í húsunum. „Dagur“ spyr, hvar húsin séu, sem byggð hafi verið samkvæmt Iögunum frá 1946 um útrýmingu á heilsuspillandi húsnæði. Veit ekki 4. maðurinn á lista Fram- sóknar, að Akureyrarbær fékk fyrir skömmu að láni hjá ríkinu 800.000.00 krónur til húsbygg- inga með því fyrirkomulagi, sem gert er ráð íyrir í lögunum frá 1946? Það er áreiðanlega heppilegast fyrir Framsóknarmenn að fara Framh. á 7. síðu. Fra onrðyrkjurflðunflut Akureyrarbsjnr Vegna þess að ég hef orðið var við talsverðar skemmdir á kartöflum í nokkrum kössum í kartöflugeymslunni í Slökkvistöðinni og hér í geyraslunni í Grófargili, einnig líka í Rangárvalla geymslunni, þó það sé miklu minna, vil ég láta menn vita af því í tima, og vil því mœlast til þess, að þeir sem eiga kartöflur geymdar i viðkomandi geymsl um, athugi þær sem fyrst, og taki allt það úr, sem skemmt er, því annars er mikil hætta á, að þær kartöflur, sem sýktar eru, eyðileggi mikinn hluta af þeim kartöflum. 6em í viðkomandi kössum eru, en það er alltaf mikill skaði, fyrir mjög litla vinnu eða trassa- skap. Ég vil taka það fram, að hitastig í fyrrnefndum geymslum er mjög æski- legt, og get ég því ekki kcnnt geymsl- unum um skemmdir þessar, enda er þetta ekki nema í íáum kössum enn, er ég bezt veit. En vegna þess að meira bar á sjúk- dómum á síðasta sumri í kartöflugörð- um bæjarbúa liér en undanfarin ár, kemur rnér það ckki á óvart, þó nokk- ur brögð verði að skemmdum á kart- öflum í vetur, þó geymslurnar 6éu nú með bezta móti. Þá má einnig kenna óvandvirkni manna um skemmdir þess- ar, því menn búa kartöflurnar ekki undir vetrargeymsluna sem skyldi, því þeir koma með þær blautar, sýklar og ósorteraðar í geymsluna, og ætlast til að þær geti varðveizt vel og lengi í geymslunum, þó engir möguleikar séu til þess, vegna írágangs þeirra sjálfra. Ég hef margoft bent mönnum á það, að stöngulsýki sé hér talsvert algeng, og því sé mikil nauðsyn að ganga um garðana nokkrum sinnum í júlí og ágúst, og fjarlægja öll þau grös, sem bera á sér einkenni stöngulsýki,, því votrotnun kartaflna í geymslunum stafar oft á tíðura af stöngulsjúkum kartöflum, sem ekki hefir verið passað að fjarlægja úr garðinum yfir sumarið. Einnig getur votrotnun stafað af myglu o. fl., en það er einkum þessi. votrotnun, sem gerir mestan skaða við geymslu kartaflna, og þó sérstaklega ef geymslurnar eru rakar og heitar. Ég er alltaf að sjá það bctur, hve nauð- synlegt það er að þurrka kartöflurnar vel, áður en farið er með þær í vetrar- geymslu, því að það hefir komið glöggt fram, að þær kartöflur, sem settar eru inn blautar, vilja fúna, mygla og lin- ast, og allir sýklar vinna miklu fremur bug á þeim en hinum, sem vel er frá gengið, þó þær séu í næsta kassa við. Það er heldur ekki sama, hvernig þurrkun kartaflanna er hagað, því að það getur varla talist þurrkun að kasta þeim út í sterkt sólskin, eða að þurrka þær inni, við mikinn hita, eins og ég veit til að gert er. Víða ber talsvert á fúsarium þurr- rotnun í. kartöflum, en hún stafar af skyldum bakteríum og votrotnunin, en hún kemur yfirleitt ekki fram fyrr en við geymsluna, en er engu síður skað- leg. Munurinn á votrotnun og þurrrotn- un er sá, að við votrotnun verða blettir þeir, sem á kartöflurnar koma blautir og dökkir, og að lokum verður kartafl- an að blautri klessu, en þegar er um þurrotnun að ræða, verða blettir þessir þurrir og krílarlitir, innfallnir og hrukkóltir, og öll kartaflan verður að lokum hrukkólt og gegnrotin. Það er sameiginlegt við báðar þessar tegundir, að þær skemma út frá sér, og geta valdið stórtjóni, ef ekki er að gáð í tíma. Þó vlð hér höfum verið svo Jánsamir að losna við hnúðorminn, þá álít ég að við höfum nóg samt, því í sumar var ég; var við þessa kvilla: Stöngulsýki,. myglu, þrúgusveppi, vírus og rótar- flókasvepp, en hann veldur eins og kunnugt er visnun á kartöflurenglum þeim, sem nýju kartöflurnar myndast á, og verður því orsök þess, að kart- öflurnar vaxa upp um allan stönguL Ég hef oft heyrt fólk hér kalla svepp þennan stöngulsýki, sem ekki er und- arlegt, þó þessar tegundir sjúkdóma eigi enga samleið á nokkurn hátt, nema að rýra uppskeruna. Eins og áð- ur er auglýst, þá er kartöflugeymslan í gilinu opin á miðvlku- og laugar- dögum frá kl. 5—7 e.h., en geymslan í Slökkvistöðinni er opin á þriðju- og; .föstudögum frá kl. 5—7 e.h. Nánari upplýsingar er mér ljúft að veita. Einnig mun Friðrik Jóhannesson, en hann gætir Slökkvistöðvargeymsl- unnar, greiða götu nianna eftir getu. Finnur Árnason.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.