Íslendingur - 27.01.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudagui 27. janúar 1954
1
ISLENDINGUR
Þýzku
Terkfærin
komin
Snittkassar
Rörklúbbar
Rörtengur
Naglbítar
Skrúflyklar
Gatatengur
Síðubítar
Pumputengur
Sagarútleggjarar
Pakkningahnífar
Smiðjutengur
Jórnsagir og blöð
Skrúfstykki
Smergelhjól
Þverskerar
Bakkasagir
Jórnheflar
Stólmólbönd, 10 m.
Sporjárn
Skrúfjárn
Hjólsveifar
Tré-og járnborir
Kjötsöx
Axir
Hamrar
Sleggjuhausar
Kíttisspaðar
Meitlar
Höggpípur
Ziklingar
Lyklaþjalir
Bátasköfur
Verzlun
Eyjaf jörður h.f.
MÁLN I NG
Og
VEGGFÓÐUR
Agstur vetur i fljótum
Bílfært úr Reykjavík að Siglufjarðarskarði
Saurbæ i Fljótum 5. jan. 1954.
Veturinn, sem af er, hefir verið
með eindæmum pnldur hér í
Fljótum. Oftast auð jörð og þíð.
Fé hefir þess vegna verið mjög
fóðurlétt hingað til og heyeyðsla
í fullorðið íé mjög lltil. Hross
hafa ekki koruið í hús. Hinn 30.
desember gerði hér hvassviðri af
suðvestri með snjóéljum. Felldi
veður þetta strigaþakin hey á
nokkrum bæjum, og ódrýgðust
þau dálítið. Nú um jólin og ný-
árið hefir bílfæri verið hér ágætt
og skemmtanalíf fólks gengið að
óskum. Akfæri hefir verið frá
Reykjavík alla leið í Fljót að
Siglufjarðarskarði og Lágheiði.
Merkisafmæli.
Á nýársdag átti merkisbóndinn
Þorlákur Stefánsson frá Gauta-
stöðum í Stíflu, nú bóndi að Gaut-
landi í Vestur-Fljótum, 60 ára af-
mæli. Fjörutíu ára starfsafmæli
átti Þorlákur þenna dag sem for-
P E N S L A R
teknir upp í dag —
fjölbreytt úrval.
Verzlun
Axels Kristjónssonar h.f.
Brekkugötu 1. Simi 1356
Bsndur!
Ný sending af vatnsknúnum
MIELE þvottavélum
kemur næstu daga.
— Sendum gegn póstkröfu.
Brynj. Sveinsson h.f.
:Sími 1580 Pósthólf 225
söngvari í Barðs- og Hnappa-
s'aðakirkjum í Fljótum. Kvæntur
er hann Jónu Ólafsdótlur frá
Gautastöðum í St.'flu. Á heimili
þeirra hjóna var fjölmenni þenna
dag, og færðu Fljótamenn afmæl-
isbarninu að gjöf vandað stofu-
orgel, en í ætt Þorláks eru söng-
menn miklir langt aftur í tímann.
Þorlákur heldur vel þeim ættar-
einkennum. Er söngmaður og org-
anleikari. Nálega öll börn þeirra
hjóna leika á hljóðfæri. Eru
nokkrir bræðranna (10 að tölu)
þekktir víða um land undir nafn-
inu „Gautlandsbræður“.
Á nýársdag var hér óhagstætt
veður. Þrátt fyrir það skemmtu
menn og konur sér ágætlega á
Gautlandi við ræðuhöld, drykkju
og dans. Munu einnig þeir, er
heima sátu af sveitungum þeirra
hjóna hafa hugsað til þeirra
þenna dag og óskað þeim heilla
og blessunar á komandi æviárum.
Jón Guðbrandsson.
ALF ERLING
16
Hér og þar
FramhalJ aj 2. siðu.
sem fæstum orðum um húsnæðis-
mál bæjanna, og ekki s'zt fyrir
kosningar. Ferill Framsóknarfl.
er ekki svo glæsilegur í því efni.
Sitja þeir uppi
með Bórð?
Eins og kunnugt er óskaði
Bárður Danielsson, efsti maður
á Iista Þjóðvarnarflokksins
(Nauðvarnarfiokksins) í Reykja-
vík, eftir því að hverfa af listan-
um, er blaðið Tíminn hafði borið
hann þeim sökum að hafa mis-
notað aðstöðu sína sem opinber
starfsmaður til hagsbóta fyrir
sjálfan sig og þannig ekki reynst
sá vörður siðgæðis í opinberu
lífi, sem fremstu menn Þjóðvarn-
arflokksins teja sig vera.
En er farið var fram á við yfir-
kjörstjórn að nema nafn Bárðar
brott af listanum, neitaði hún, og
taldi sig ekki hafa lagaheimild til
að þurrka nöfn manna brott,
nema um dauðsfall væri að ræða,
enda meira en vika liðin frá því
kosning hófst, er beiðnin um út-
þurrkunina kom fram. Lítur því
helzt út fyrir, að listinn verði að
sitja uppi með Bárð, þrátt fyrir
það að stjórn Þjóðvarnarflokks-
ins ællaði „fyrir sitt leyti“ að lofa
honum að hverfa!
Þola þeir
samanburð?
Einhver Framsóknarmaður
hellir nokkrum fúkyrðum yfir
Sjálfs'æðisflokkinn í laugardags-
útgáfu Dags hinni síðustu og tel-
ur hann „einn harðvítugasta
íhalds- og afturhaldsflokk, sem
um getur“. Það verður nú orðið
mörgum á að brosa, þegar ungir
Framsóknarlegátar tala um ihald
og afturhald, minnugir þess, að
Framsóknarflokkurinn einn skarst
úr leik í hinni stórkostlegustu
uppbyggingu atvinnuveganna og
samgangnanna, sem um getur í
sögu þjóðarinnar. Einnig er gam-
an að piltinum. þegar hann er að
tala um fylgistap Sjálfstæðis-
flokksins úr 48% heildaratkvæða
í 38%, þótt ÞRÍR NÝIR
STJ ÓRNMÁLA FLOKKAR HAFI
VERIÐ STOFNAÐIR Á ÞVÍ
TÍMABILI. Og ekki hvarflar það
að honum að alhuga stöðu síns
flokks í því efni, sem er tiltölu-
lega sýnu óhagstæðari, þar sem
fylgi hans lekur á þessu tímabili
úr fullum 30% atkvæða í 21.9%.
Vilja enga stefnuskró.
Dagur 23. þ. m. kveður 4
stjórnmálaflokka í bænum hafa
birt bæjarmálastefnuskrár, og
séu öll þau „plögg nauðalík, og
vafasamt að almenningur geri
nokkurn greinarmun á þeim“.
Samt virðist blaðið vera annarrar
skoðunar en það lætur, því að
það ver löngu máli í að útlista,
hve stefnuskrá Sjálfstæðisflokks-
ins sé hálfvoig og óafgerandi, þar
sem hlutunum sé ekki ákveðið
lofað, heldur aðeins lofað „að
vinna að“ eða stuðla að ýmsum
framkvæmdum eða menningar-
málum. Hins vegar minnist blað-
ið ekkert á stefnuskrá þeirra
flokka, er lofa tugmilljónabygg-
ingum og öðrum framkvæmdum
á næsta kjörtímabili án þess að
benda á tekjuöflunarleiðir sem
staðið gætu undir þeim.
Þá segir blaðið: „Framsóknar-
menn hafa aldrei soðið saman
plagg af þessu tagi fyrir bæjar-
stjórnarkosningar og munu held-
ur ekki gera það nú“. Nei, vissu-
lega er auðveldast að hafa enga
s'efnuskrá, heldur afgreiða málin
„eftir því sem aðstæður leyfa“.
Þeim, sem ekki heitir að vinna að
neinu framfara- eða menningar-
máli né „stuðla að“ nokkrum
Bræður myrkursins
Það var hávaxinn, þreklegur maður með liðað hökuskegg og
leiftrandi augu, sem voru á stöðugu flökti, og gáfu þannig til kynna,
að maðurinn væri stöðugt á verði fyrir einhverju.
„Sjakalnum“ þótti maðurinn grunsamlegur. Hann vildi því bíða,
unz maðurinn færi út úr „Syni Póllands".
Það lelð enn nokkur stund, unz knæpunni var lokað og gestirnir
hurfu á bro'.t þaðan.
Ivan Disna sá, þaðan sem hann lá í leyni, að menn söfnuðust í
smáhópa úti fvrir dyrum veitingahússins og kvöddust þar með
handabandi, en fóru síðan hver sína leið.
Maðurinn, sem Sjakalinn hafði kosið að fylgiast með, gekk nið-
ur göluna með nokkrum gestanna, og Ivan Disna fylgdi þeim eftir.
Þeir höfðu ekki gengið langt, er maðurinn staðnæmdist og sneri
sér við. Með eldingarhraða smeygði Disna sér niður í kjallara-
gryfju, sem varð rétt á vegi hans í sama bili, og úr því fylgsni sá
lögreglunjósnarinn, að maðurinn, sem sannfærzt hafði um að gatan
væri mannlaus, beygði sig niður og stakk hendinni inn í skolp-
leiðsluop, er lá frá einu húsinu.
Ivan Disna sá hann taka eitthvað út úr skolprörinu og hraða sér
með það að næsta götuljóskeri, en mennirnir fylgdu honum fast
eftir.
Hann rakti pappírsmiða sundur undir Ijósinu og las eitthvað af
honum. Síðan sneri hann sér að fylgdarmönnum sínum, og Ivan
Disna sá, að hann gaf þeim fyrirskipanir. Nokkrir fylgdarmann-
anna héldu niðiur næstu götu, en sjálfur hvarf hann niður pólsku
smuguna ásamt einum manni.
Disna sá þetta allt saman úr fylgsni sínu, og þegar allt var orðið
hljótt í „smugunni“, áræddi hann að fara úr því. Hraðaði hann
sér að skolpleiðsluopinu og stakk hendinni inn í það. Það var
tómt.
— Einn hinna leynilegu bréfkassa Nihilis'anna, tautaði Sjakal-
inn. Þetta var þýðingarmikil uppgötvun. — Næst verður það ég,
sem tæmi hann.
„Bréfakassi Nihilista" var alþekkt hugtak á þeim stöðum, er á-
hangendur neðanjarðarhreyfingar Rússlands sóltu sínar fyrirskip-
anir í. Nihilistar áttu marga slíka felustaði, og í margs konar furðu-
legum formum tóku meðlimir þeirra samtaka við skipunum og að-
vörunum þar, sem síðan voru látnar berast.
Einn þessara staða var þá skolpleiðslan frá gamla kofanum í
pólsku smugunni.
Sjakalinn var ánægður yfir þessari uppgötvun, og hann hljóp á
eftir mönnunum tveim til að ná þeim, en sá þá hvergi. Ef til vill var
hinn leynilegi samkomustaður Nihilis'anna þar í nánd, eða þeir
höfðu horfið inn í einhverja hinna þröngu ranghala.
Sj akalinn mundi ekki geta veitt bráð sína þá nótt, en hann var
glaður yfir þeim niðurstöðum, er hann hafði náð. Það, að finna
einn af leynilegu „bréfakössunum“ þeirra Nihilista, var mikilvæg
uppgötvun fyrir lögregluna.
Og Sj akalinn gekk ánægður heim í herbergi sitt í gistihúsinu. í
nótt skyldi hann sjá, hvort „bréfakassinn“ geymdi honum eitthvað
nýtt og spennandi.
Um miðnætti var Sjakalinn því staddur á ný í pólsku smugunni.
Hann stóð við skolpleiðsluopið og Iitaðist um. Eins og að venju
var smugan mannlaus, og enginn sá, er Sjakalinn stakk loppunni
inn í skolpleiðsluna.
Ivan Disna lá við að æpa af fögnuði, þegar hann fann pappírs-
miða milli fingra sinna.
Hann gekk að ljóskerinu, fletti miðanum sundur og las:
í nótt. Göngin undir altarinu. Mikilsverðar fréttir. Greifinn kem-
ur. Mætið! Grafhvelfingin.----Innsiglaða bandalagið.
Hann kreisti miðann í hendi sér.
— Grafhvelfingin, tautaði hann. — Hvað er grafhvelfingin? Og
hvar er hún?
Hann stóð þarna hugsandi um hrlð, og svo breiddist skilnings-
ríkt bros yfir andlit hans.
— Ójá, hélt hann áfram að tala við sjálfan sig, — nú veit ég
það. Með grafhvelfingunni er aðeins átt við Maríuhvelfinguna, litla
bænhúsið utan við borgina. Hm. Skyldi Innsiglaða bandalagið hafa
stöðvar sínar þar? Það væri mikil uppgötvun. Hm. Það lítur sem
sagt út fyrir, að Oslo greifi ætli að koma í heimsókn í grafhvelfing-
una, ef trúa má miðanum. Ætti ég að hringja í Sarkas fursta og
láta hann vita um þessa uppgötvun? Eða ætti ég fyrst að njósna á
staðnum og kalla á aðstoð, ef ég sé tækifæri á að handsama hættu-
legasta óvin ríkisins og keisarans, Oslo greifa?
Hann ætlaði að fara til grafhvelfingarinnar til að ganga úr
skugga um, hvað aðhafzt væri í bænahúsinu að næturþeli.
sköpuðum hlut, verður aldrei
brugðið um að hafa gengið á orð
s.'n. Og í trausti þessarar vissu
ællast Framsókn til, að hinir
gömlu fylgismenn sínir kalli hana
enn til starfa fyrir bæjarfélagið
með hinn gamla húsgang í huga:
Komdu kísa mín, kló er falleg
þín, og grátt þitt gamla trýn, o. s.
frv.