Íslendingur


Íslendingur - 27.01.1954, Side 4

Íslendingur - 27.01.1954, Side 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 27. janúar 1954 r-*- keotttz ét mufMtmU*. Útaeiradi: ÚtféfnféUf ÍtUnáém^í. RiUtjóri o* ábyrfSarœatnr: JAKOB Ó. PÉTURSSOBi, Fjól—ftu 1 «» 1375. Skriintoia of aigreiSala i Gjánn(óU|na>ita 4, «aw UM. HíRuifíeXait KJ. 10—22. 1—4 <* 4—4. á leagardöfMro aSens 10—11. PrmumíBj* Bfimt Jin kJ Hver blekkir í skattamálunum ? Forystugrein Dags síðasiliðinn laugardag fjallar um „pólitískar blekkingar í sambandi við skattamál“, og tekst rits'jóranum þar skemmtilega upp. Að sjálfsögðu snýr hann máli sínu til íslendings, og telur hann fara með blekkingar í sambandi við skatta- og út- svarsgreiðslur samvinnufélaga. En sjálfur gefur hann í skyn, að ís- lendingur sé farinn að halda því fram, að það sé á valdi bæjar- stjórnar eða niðurjöfnunarnefndar að breyta ska'talögunum, þvert ofan i það, sem blaðið hafi haldið fram fvrir nokkrum árum. Þarna er annað hvort blekking eða misskilningur á ferð. íslending- ur heldur því enn fram, að bæjarstjórn og niðurjöfnunarnefndir séu varnarlausar gegn skattfríðindum samvinnufélaganna. Þar þurfi breytta löggjöf til. Þrjótíu og sex króna stríðsgróðaskattur. Dagur vill kenna löggjöfinni um stríðsgróðaskattinn, hve litlu út- svari Akureyrarbær nær af slarfsemi KEA og íeitletrar því klausu um það, að meðan ákveðið sér i lögum, að greiða skuli 90% sam- tals í tekjuskatt og stríðsgróðaskatt af skattskvldum tekjum yfir 200 þús. kr. sé óheimilt að leggja tekjuútsvör á þann hluta tekna gjaldandans sem fram yfir séu 200 þús. krónur, og að íslendingur leyni þessum staðreyndum fyrir lesendum sínum. Enn fer Dagur villur vegar í því, að íslendingur hafi þagað við löggjöfinni um stríðsgróðaska'tinn. Hann þefir oftar en einu sinni deilt á það, hve ríkið seilist eftir að rýra tekjustofna bæjar- og sveitarfélaga, meðal annars með áminnslri löggjöf. En svo að við snúum okkur að því, hve stríðsgróðaskattgreiðslur KEA komi harkalega niður á AkureyraTbæ, má gjarna benda á það, að árið 1951 var str.'ðsgróðaskattur KEA kr. 36.00 — þrjátíu og sex krónur — og verður ekki séð að sú upphæð hefði breytt neinu verulegu til lækkunar á útsvörum almennings, þótt hún hefði öll verið lögð við útsvarsupphæðina, er KEA var gert að greiða það ár. Síðastliðið ár var skatfurinn rúmar 5 þús. kr., og verður ekki séð að sú upphæð hefði riðið mikinn baggamun. Fleiri tölur til athugunar. Dagur telur hásköttun ríkisins valda mestu um það, hve KEA getur lítið útsvar greitt til Akureyrarbæjar, og vitnar því til stuðn- ings í útsvar Kveldúlfs í Reykjavík, sem eitt sinn hafi ekki borið nema 100 þús. króna útsvar, vegna þess að ríkið hafi hirt mestallar tekjur félagsins. Menn skyldu því ætla, að KEA greiddi einhverjar svimandi fjárfúlgur í sköttum til ríkisins. Hin-, vegar sýnir skatt- skrá Akureyrar fyrir s. 1. ár, að einn einstaklingur í bænum greiðir um 3 þús. kr. hærri upphæð í stríðsgróðaskatt en KEA, og að tekju* skattur félagsins er ákveðinn 8540 krónur. A sama tima greiðir Klæðagerðin Amaro kr. 10293 í tekjuskatt,. Véla- og plötusmiðjan Atli 12372 krónur og Axel Kristjánsson h.f. 10150 krónur. Ekkert haldreipi er því í óbilgjarnri skattheimtu ríkisins af félaginu. Greiðir KEA haerra en einstaklingur? Einhver fáránlegasta staðhæfing blaðsins er þó sú, að raunveru- lega sé útsvarsinnheimtan af K£A harkalegri en af einstaldingnum, þ. e., að „einkaverzlunin ber hlutfallslega minni skatta en kaupfé- Iagið“, eins og blaðið kemst svo, „viturlega“ að orði. Allir skalt- borgarar bæjarins vita, að meðan veltuútsvar er lagt á. eftir núgild- andi reglum, sleppur KEA að verulegu leyti við það en einstaklings- fyrirtæki aldrei. Jafnvel þótt einstaklingsfyrirtæki hafi verið rekið með tapi, fær það sitt veltuútsvar til jafns við þau er grætt hafa. Og samkvæmt uppgefinni umsetningu KEA á síðustu árum, mundi einstaklingsfyrirtæki hafa orðið að greiða í veltuútsvar 500—800 þúsund krónur (eftir því hvernig veltan skiptist milli vörusölu og iðnaðarframleiðslu), en allt útsvar KEA er hins vegar tæpar 190 þús. krónur. Það þarf mikinn kjark til að segja Akureyringum, að KEA beri hlutfallslega meiri skatta en einstaklingsfyrirtækin, en Skattfrelsi í skjóli oris, oreiddur Nú eins og áður kveða blöð Framsóknar sama sönginn. Uppi- staða Ijóðs og lags er æfinlega sú sama, að Sjálfstæðisflokkurinn sé að níða niður samvinnuhreyfing- una, en Framsóknarflokkurinn sé þar til varnar. Það er því ekki úr vegi fyrir kjósendur þessa bæjar að gera sér ljóst, einmitt fyrir þessar íhöndfarandi bæjarstjórnar kosningar, hvernig þessum máb um raunverulega er varið. Misnotkun Framsóknar. Sjálfstæðisflokkurinn hefir aldrei haldið því fram að sam- vinnuhreyfingin sé óholl íslenzk- um almenningi, heldur hefir hann haldið því fram, að Framsóknar- flokkurinn hafi breytt ^amvinnu- hreyfingunni svo, að nú getur hann notað bæði kaupfélögin og Sambandið í sína eigin þágu og látið þessi v erzlunarsamtök al- mennings vinna að framgangi Framsóknarflokksins, bæði með fjárframlögurn til flokksins beint til blaðanna og með vinnu laun- aðra starfsmanna félaganna. Sjálf stæðisflokkurinn litur svo á, að gengi Framsóknarflokksins sé ekki sama og heill almennings. Það er kannske til of mikils mælst, að ætlast til að blöð Framsóknar skilji þetta. Breytt viðhorf Rekstur og skipulag samvinnu- félaganna er ekki það sama og var, þegar þingeysku hugsjóna- mennirnir skipulögðu félagsskap- inn í upphafi. Þegar samvinnuhreyfingin hóf staifsemi sína hér á landi, átti hún í höggi við erlendar selstöðu- verzlanir, og var sú barátta mjög hörð. Þá átti hreyfingin óskipta samúð alls almennings í landinu. Þá var skipulagið byggt upp á félagsþroska félagsmanna og allt úrslitavald var hjá þeim. Nú berj- ast kaupfélögin hvorki við inn- lenda eða útlenda kaupmenn. 'Nú taka þau kaupmenn sér til fyrir- myndar. Nú er allt vald tekið úr höndum félagsmanna og látið í hendur nokkurra forstjóra í Reykjavík. Nú getur ekkert kaup- félag einu sinni ráðið sér kaup- félagsstjóra án samþykkis Sam- bandsins. Áður börðust þau við að gela boðið félagsmönnum sínum betri kjör en aðrir. Nú berjast þau um sálir almennings með múgsefjan og allskonar á- róðri. Arðurinn ó pappírnum Upphaflega var gert ráð fyrir að félagsmenn legðu 3% í stofn- sjóð félagsins og 1% í varasjóð. Þannig átti félagsskapurinn að afla sér fjár. Að öðru leyti áttu íélagsmenn að fá vöruna fyrir kostnaðarverð. Á grundvelli þessa skipulags voru svo kaupfélögun- um veitt útsvars- og skattfríðindi, sem engin önnur félög hafa feng- ið. Það má með sanni segja, að skattfríðindin voru rél tlætanleg, byggð á framanrituðum forsend- um, en hvernig hefir svo þe’ta verið framkvæmt? Skattfríðindin hafa kaupfélögin haft fram á þennan dag, en allur grundvöllur- inn, sem þau eru byggð á, hefir verið um mörg ár og er enn, þver- brotinn. Auðvitað er það sniðug- lega gert, en sama er. Tökum dæmi frá því næsta. Um daginn keypti maður se’m oft- ar matvörur hjá KEA, fyrir sam- tals kr. 120,00. Af þessum 120.00 kr. voru 6.00 kr. — segi 6 krónur — ágóðaskyld vara, hitt var saigt vera án ágóða. Hvað þýðir þettæ? Það að arður, hvort heldur er til útborgunar, í stofnsjóð eða í varasjóð er aðeins greiddur af sex krónum en ekki af kr. I20.'00, eins og. verzlunin var í þfítta sinn. Þannig hafa kaupfélögin þverbrotið' grundvöll skattfríðind- anna, með því að telja að'íins nokkurn hluta viðskiptanna á- góðaskyldan. Þessi vara, sem ekiki er talin ágóðaskyld, er yfirleitt seld með svipuðu verði hjá kaup- félögum og kaupmönnum. Kaup- félögin þurfa ekki að greiða veltu útsvar af neinum viðskiptum við félagsmenn, eins og einkaverzlaji- ir þurfa að gera af allri sinni vörusölu. Með því að flokka vör- una eins og lýst er hér að ofan, þann kjark virðist ritstjóri Dags hafa áunnið sér nú í kosningabar- áttunni. Óskað eftir jafnrétfi. Framsóknarblöðin eru oft með þá blekkingu, að Sj álfstæðismenn. krefjist tvöfalds skatls á samvinnufélög. Sjálfstæðismenn hafa aldrei krafizt annars en þess, að skattalöggjöfin gerði öllum atvinnurekstri sem jafnast undir höfði, hvort sem hann væri rekinn af einstakling- um, samvinnufélögum, sameignarfélögum eða hlutafélögum. Ef við eigum að játa trúna á frjálsa verzlun og samkeppnisrétt einstaklinga og félaga um hana, megum við ekki búa að þeim keppendum eins og skíðamönnum í göngukeppni, þar sem annar keppandinn fengi að nota gönguskíði en hinn aðeins tunnustafi. Við viljum jafnan rétt en engan órétt eða fríðindi. m thhi er losna kaupfélögin einnig við að greiða félagsmönnum arð af miklum hluta viðskiptanna, og þannig eru fallin burt öll rök, sem skatlfríðindin hafa verið byggð á. — Hvert fer arðurinn? KEA selur óágóðaskyldar vörur til félagsmanna fyrir milljónatugi á hverju ári. Bæjarsjóður fær engan skatt, kaupendurnir fá eng- an arð. Hvert fer verzlunararður- inn? Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að verzlun og hverskonar önnur starfsemi í bænum, verður annað hvort að greiða ska'.t til bæjarsjóðs, eða að vera til fjárhagslegs léttis fyrir bæjaTbúa, nema hvorttveggja sé, annars er starfsemin ómagi á bæj- arbúum. Kjósendur ættu að gera sér það ljóst, hvort pyngja þeirra eða bæjarkassinn þeirra myndi þyngjast eða Iéttast, ef einka- ’verzlanir tækju við af KEA að selja þessar vörur, sem það 6elur án ágóða. Þá kannske geta Fram- sóknarmenn skilið það, að al- menningur er ekki alveg það sama og flokkurinn þeirra. Eina ráðið til þess að fá forustumenn kaupfélaganna, sem allir eru Framsóknarmenn til þess að end- urskoða rekstur kaupfélaganna, er að fella þá frá þátttöku í störf- um, sem almenningur velur í með almennum kosningum. ___*____ Ný ttpd t} ullorgaroi ( F réttcUilkynning.) Ullarverksmiðjan Gefjun á Ak- ureyri hefir nú byrjað fram- leiðslu á nýrri tegund af ullar- garni, sem blandað er með sviss- neska undraefninu Grilon, að því er Harry Frederiksen, framkvstj. SÍS skýrði blöðum og útvarpi frá nýlega. Er þetta nýja garn bæði mýkra og mörgum sinnum sterk- ara en venjulegt ullargarn. Gefjun hefir undanfarið gert margvíslegar tilraunir með blönd- un hinna nýju efna, sem nú ryðja sér til rúms víða um heim, við ís- lenzku ullina. Það virðist ætla að verða niðurstaðan um notkun þessara efna, svo sem nylon, ray- on o,g fleiri, að þau séu hentugust í blöndum við ull, enda haldizt beztu eiginleikar beggja í blönd- unni. Þessar tilraunir hafa leitt til hins nýja Giilon-ullargarns, sem komið er á markaðinn. Grilonefnið er svissnesk upp- finning, og hefir það alla kosti nylon,. nema hvað það er öllu sterkara. Auk þess tekur Grilon venjuléga ullarliti, sem nylon ger- ir ekki, »g er það mikill kostur. Af hinu nýja Grilon-Gefjunar- garni eru þegar komnir á markað- inn 14 litir. Þetta nýja garn, og fl'kur, sean úr því verða prjónað- ar, hafa alla kosti íslenzku ullar- innar: sterkar, hlýjar'og hrinda vel frá sér. Auk þess bætast nú við

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.