Íslendingur


Íslendingur - 26.05.1954, Síða 1

Íslendingur - 26.05.1954, Síða 1
XL. irgaogur Miðvikudagur 26. maí 1954 23. tbl. »Lá aldrei rúmfastur, nema i misling:um« Smali hjá fríkirkjupresti. — Seinna bryggjuformaður og íshússtjóri Rætt við áttræðan borgar a, Konráð Sigurðsson. Þegar mér barst til eyma, að Konróð Sigurðsson, verkstjóri, Glerórgötu 8 hér í bæ yrði ótt- ræður ó íöstudaginn, nóði ég tali af honum og bað hann að segja lesendum blaðsins í stórum drótt- um író því, sem hann heíði feng- izt við ó langri ævi, er ég hafði hugboð um að mundi vera marg- víslegt, og varð hann vel við. Fyrst vildi ég frétta um uppruna hans og uppvöxt. — Ég er fæddur að Kollaleiru í Reyðarfirði 28. maí 1874, segir Konróð. Voru foreldrar mínir Eygerður Eiríksdóttir og Sigurð- ur Oddsson smiður og útvegs- maður. Þegar ég var níu óra, dó móðir mín, en órið eftir bró fað- ir minn búi. Eftir það vann ég hjá vandalausum, þar til ég fór sjálfur að fást við útgerð. Hjá séra Lárusi og Eiríki ríka. Faðir minn seldi búið á Kolla- leiru séra Lárusi Halldórssyni fri- kirkjupresti á Eskifirði, en hann var þá jafnframt þingmaður Sunnmýlinga. Réðst ég smali til séra Lárusar og varð því eflir á Kollaleiru fyrsta árið. Séra Lárus þjónaði fríkirkjusöfnuði á Eski- vildi vistráða þau áfram. En er hann heyrði, að ég væri þá ráð- inn, spurði hann mig hvort ég vildi vera hjá sér áfram fyrir 250 króna árskaup, ef hann gæti feng- ið mig lausan úr vistinni, og hét ég góðu um það. En hann fékk mig ekki gefinn eftir, og bauð þó bróður mínum 300 krónur í bæt- Þorskveiðar og nótabrúk. Ég fór svo um vorið til Bjarna bróður míns og stundaði hjá hon- um þorskveiði í 4 tnánuði. Siðan var ég í nótabrúki hjá Friðrik Wathne á Seyðisfirði frá 4. sept. til 12. marz um veturinn. Fiskuð- um við 14 þúsund ináltunnur af síld. Eftir nýárið ísuðum við oild- ina og seldum til Bretlands. Fluttu enskir togarar hana út. Eigin útgerð. — Kvonfang. Eftir að ég fór frá Wa'.hne, þá um tvítugt eða J.tið eitt eldri, fór ég að fást við útgerð sjálfur. Gerði ég út í 10 ár, ýmist einn eða tvo báta, frá Búðum í Fá- skrúðsfirði. Og á þeseura útgerð- arárum kvæntist ég frænku rninni, firði og Reyðarfirði en bjó a GuSkugu ólafsdóUur frá Breið- Eskiíirði. var svo til ætlast, að Roregsfðr Birnohirs ikurcymr dhveöin ég færi þangað til hans um haust- ið og lærði kristinfræði og fleira hjó honum um veturinn, en ráðs- maður hans á Kollaleiru vildi ekki sleppa mér, heldur hafa mig með sér við fjárgæzlu um vetur- inn, og fór svo, að hann réð. Vorið eftir fór ég að Litlu- Breiðuvík í Reyðarfirði og var þar smali næstu 4 ár hjá Páli Jónssyni bónda, en að því loknu réð bróðir minn mig 6em \dnnu- mann til Eiríks ríka Björnssonar á Karlsskála og konu hans. Spyr Eiríkur mig, er ég kem, hvað ég vilji hafa í kaup, en ég bað hami haga þvi eftir því sem hann væri vanur að borga vinnumönnum og teldi sanngjarnt. Greiddi hann mér 130 krónur og þrjár flíkur yfir árið, og þótti það ágætt kaup. Ég var fjármaður hjá karlinum á vefrum. Þar var ég í tvö ,ár. Seinni veturinn réð ég mig snemma til bróður míns frá naistu kross- messu, án þess0 Eiríkur vissi, en hann var vanur að tala við hjú sín þrem nóttuin fyrir jól, éf hann [Siglufjai ðar, og réðst ég þar dulsvík, og steig ég þar mitt mesta happaspor. Síðustu árin, sein ég gerði út, var nær fiskilaust, svo að ég hætti. Fór ég þá til Tuliníusarverzlunar og vann þar við salt- og fisk- flutninga og fleira hjá Jóni Dav- iðssyni verzlunarstjóra. Þar var ég til 1917. Flytur til Reykjavílcur. Árið 1917 flutti ég með fjöl- skyldu inína til Reykjavíkur. Réðst ég þar til Th. Thorsleins- son, er rak Liverpool-verzlun, og var um sumarið bryggj uformað- ur við síldarsöltun hans á Hjalt- eyri. Síðar var ég þrjú sumur við sania starf hjá honum á Siglu- firði. Árið næsta á eftir réðst ég til Ólafs Benjamínssonar í Við- ey. Verkaði ég þar 4300 okippund af íiski á átta mánuðum. Og svo var haldið norður. Vorið 1923 fluttumst við til bryggj uformaður hjá Ásgeir héitnum Péturssyni. Þá um haust- ^ ið fluttum við til Akureyrar og vorum þar siðan. Byggði ég hús- ið við Glerárgötu 8 á næsla vori. Eftir þetta vann ég hjá Ásgeir í 20 ár samfley’tt, fyrst frainan aí sem bryggjuformaður en síðan sem ishússtjóri. Eftir að ég hætti hjó honum hef ég unnið 6em verkstjóri við netagerð óla heit- ms sonar míns allt fram á síðustu ár. Aldrei rúmfastur nema í mislingunum. — Og hvernig befir heilsan verið um dagana? —- Hún hefir verið góð. Ég minnist þess ekki að hafa legið rúmfastur nema þegar ég fékk mislingana. Og ennþá er ég við beztu heilsu. Það eru þá helzt fæt- urnir. Þeir eru farnir að bila. Og við röbbum enn saman nokkra stund. Konráð heíir lagt liönd að mörgu og befir því frá ýmsu að segja. Og mimiið er enn- þá trútt. Og ég kemst fljótt að raun um, að Konráð hefir verið óvenju heppinn sjósóknarmaður, eftirsóttur til starfa allt frá bernsku, kappsfullur og óvæginn við sjálfan sig og ófús á að láta hlut sinn, hvort sem við óvægna menn eða náttúruöfl var að raiða. Allt þetta má og lesa úr svipmóti hans. Enn hefir ellin ekki komið honum á kné. Enn er hann árla á fótum dag hvern og býður henni byrgin. Megi ævikvöld hans verða honum bjart og milt. J. 6. P. Barnakór Akureyrar hefir að undanförnu æfl af kappi undir ut- anför sína. Bæjarbúum gefst nú kostur á að hlusta á kórinn á uppstigningardag. Mun hann syngja í Nýja-Bíó kl. 3. Einsöngv- arar kórsins eru tveir: Anna G. Jónasdóttir og Arngrímur B. Jó- hannsson. Söngstjóri er Björgvin Jörgensson. Kórinn hefir nú þegar 6ungið á Húsavík við góða aðsókn og fékk þar mjög góðar viðtökur. 'Um nasstu helgi mun kórinn syngja bæði á Dalvík (á laugar- dag) og á Sauðárkróki (á sunnu- dag). Enn van'ar nokkuð á, að kór- inn hafi fengið nægilegt fé til fararinnar, og munu því börnin bjóða happdrættismiða kórsins í síðasta sinni í dag, en á morgun (uppstigningardag) verður dreg- ið í happdrættinu. Þar sem söngför barnakórsins er nú fullráðin, ættu bæjarbúar að gera sitt til að greiða fyrir för hans með því að sækja sam- söng hans og kaupa happdrættis- miða. Áburðarverksmiðjan vígð Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var vígð s.I. laugardag við há- tíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. Ræður flu'tu við það tæki- færi: Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, Vilhjálmur Þór for- stjóri, Steingrímur Steinþórsson landbúnaðarráðherra, Ing- ólfur Jónsson iðnaðarmálaráðherra. Þá flutti borgarstj órinn í Reykjavlk ávarp og íleiri gestir, en Hjálmar Finnsson framkvæmda- stjóri lýsti verksmiðjunni og sýndi hana gestum. Lúðrasveit lék og Karlakórinn Fóstbræður 6Öng. Með áburðarverksmiðjunni í Gufunesi er stórt spor stigið til eflingar tveim af höfuðatvinnu- vegum þjóðarinnar, iðnaði og landbúnaði, og hefir þetta mikla mannvirki komizt upp á undra- skömmum tíma. Það má heita fyrsta sporið til stóriðju, sem byggð er á orku fallvatnanna hér á Iandi og væntanlega undanfari annarra og meiri mannvirkja. Scxtugasti hlutinn virkjoður. í ræðu 6Ínni gat Ingólfur Jóns- son iðnaðarmálaráðherra J>ess, að talið væri að virkja mætti í landinu við sérstaklega góða að- stöðu um 6 milljónir hestafla. Af því væru nú virkjuð um 100 þús. hestöfl, eða aðeins sextugasti hlutinn. Til heimilisnota þyrftu íslendingar ekki fyrst um sinn nema lítið brot af þeirri orku, er býr í fossum landsins. Þess vegna verði að koma upp efnaiðnaði í stórum stíl, er byggist á virkjun fallvatnanna, ef sá dýrmœti auður eigi að koma að notum. Þótt vígsluathöfnin færi ekki fram fyrri en þetta, hóf verk- smiðjan áburðarvinnslu 7. marz s. 1., og er nú áburður fráTienni kominn víða um land. En siðasta sólarhringinn fyrir vígsluna fram leiddi hún 1320 poka af áburði, e.r nægja mundi á 650 dagsláttur túns, eftir því sem Villijálmi Þór forstjóra fórust orð í ræðu sinni.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.