Íslendingur


Íslendingur - 26.05.1954, Qupperneq 4

Íslendingur - 26.05.1954, Qupperneq 4
4 f SLENDINGUR Miðvikudagur 26. maí 1954 'Hl' 3blcndm0nr jri— Útgefandi: Útgáfujélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1 Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354. Skrifstofutími: Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.j. Sögulegar kosningar á sögulegum stað Öll börn, sem lokið hafa barnaskólanámi í íslandssögu þekkja örnefnið Kópavogur, þar sem hin alræmda erfðahylling var látin fara fram fyrir hart nær 300 árum. Kópavogur hefir því lengi verið talinn til okkar sögustaða, og mun að sjálfsögðu verða það áfram. Þar er nú síðustu árin að rísa upp mannmargt sveitarfélag, •— í lang'um örari vexti en títt er um sveitarfélög á landi hér. Nefn.st það Kópavogshreppur. Og á þessum sögulega stað hafa í vetur og vor farið fram sögulegar sveitarstjórnarkosningar. Var þetta sveit- arfélag fyrst viðskila við hinn alntenna kosningadag til sveita- og bæjastjórna, en síðar varð að endurtaka kosn.nguna þar eð hin fyrri var úrskurðuð ólögmæt. Það þótti sögulegt við hina fyrri kosningu, að á lista Alþýðu- flokksins fékk 4. maður listans hæsta atkvæðatölu, en skorti þó tvö atkvæði til að ná kosningu. Varð af þessu mikill úlfaþytur innan flokksins er endaði með klofningi félagssamtakanna þar. En við síðari kosninguna, þar sem listarnir voru úrskurðaðir óbreyttir frá fyrri kosningu, gerðist sá alburður, að sex menn af lista Alþýðu- flokksins, þar á meðal þrír ejstu menn listans, lýstu því opinberlega yfir, að þeir teldu listann ehki lista Alþýðuflokksins og þeim sj álf- um „með öllu óviðkomandi“. Hins vegar gaf formaður flokksfélags- ins á slaðnum aðra yfirlýsingu um það, að listinn væri áreiðanlega flokkslisti! Allt þetta hefir vakið drjúga athygli og yfirlýsingarnar reynzt ó- kunnugum hin erfiðas'a krossgáta. En þó mun afstaða Alþýðublaðs- ins til síðari kosninganna hafa vakið mesta furðu. Enda þótt rit- stjóri þess sé bróðir efsta mannsins á lista kommúnista í Kópa- vogshreppi, þá munu allir hafa re.knað með, að blaðið fylgdi lista Alþýðuflokksins, enda þótt meiri hluti frambjóðendanna leldi cér hann óviðkomandi! En svo varð ekki: Á laugardaginn 15. maí, daginn fyrir cíðari kosninguna segir blaðið: „Verkefni Alþýðuflokksfólks í Kópavogshreppi ge‘ur því orðið það eitt í þessum kosningum, að vinna gegn ihaldsflokkunum báð- um, og útstrikunarstjóranum, sem eftir s'.endur á A-l:stanum.“ M. ö. o., Alþýðuílokkskjósendum er fyrirlagt að kjósa kommúnista. Og til frekara öryggis eru fyrirmælin endurtekin í leiðara blaðsins að morgni kosningadagsins. Þessi afstaða flokksblaðs mun ekki eiga sér neina hliðstæðu, og þó't kosningaúrslitin beri með sér, að hún hefir verið að engu höfð, hefir hún gert sitt til að gera hreppsnefndarkosninguna í Kópavogi enn sögulegri en ella. Hiisnæðismálin og kommunistar Allir, sem lesa blöð kommúnista, hljóta að komast á þá skoðun, ef þeir á annað borð taka eitthvert mark á þelm, að kommúnistar beri öðrum fremur fyrir brjósti hag húsnæðisleysingja og vilji af alhug vinna að því, að allar fjölskyldur búi í mannsæmandi hús- næði. Þet'a mun hafa rifjast upp fýrir mörgum, er litu í Verka- manninn s.l. föstudag og skoðuðu fallegu myndina af stórhýsinu Tjarnargötu 20 í Reykjavík, sem kommúnistar hafa fest kaup á og ætla að gera að „samkomuhúsi og starfsmiðstöð fyrir íslenzka al- þýðu og flokk hennar, SósíalistafIokkinn“ eins og bl^ðið orðar það. Þetta er ekki fyrsta íbúðarhúsið, sem kommúnistar kaupa í höf- uðs'aðnum og breyta í funda- og klúbbhús fyrir sellur 6Ínar og margvíslega starfsemi. Hvað orðið hef.r um þær fjölskyldur, sem þannig hafa verið hraklar út á götuna til að rýma fyrir flokksstarf- semi kommúnista, er ekki vitað. Kannske hafa þær fengið inni til bráðabirgða hjá ættingjum og vinum, eða braggaíbúð hefir losnað í einhverjum „campinum“ handa þeim. Hitt dylst engum, er mynd- ina sér, að all-margar fjölskyldur gælu rúmast undir þaki „Sigfús- argarðs“ við Tjarnargötu, sem Þjóðviljinn ætlar að láta verkafólk í Reykjavík „splæsa“ einni milljón króna í fyrir 17. júní n. k. Og að því er hann sjálfur segir hefir þegar safnazt fjórðungur þeirrar upphæðar. Ekki þarf heldur að efast um, að milljónin verður hand- bær á tilseitum tíina, hvað sem samskotum líður, því <að enn er ekki Þekking Svía á íslandi og íslend ingum .... Undarleg tilvitnun. í Ijóð .... í Víai var nýlega skjrt fri tiiraun, er sænsk ungfrú hefir gert til að kanna þekkingu landa sinna á íslandi og ís- lendingum. Er frásðgn blaðsins á þcssa leiff: Ungfrú Ulla Sandström Gjörtvellí- gatan 15 Stokkhóhni, hefir sér til gam- ans athugað þekkingu 10 landa sinna á íslandi. Spttrningarnar, scm hún bar upp viff þá alla voru þessar: 1. Hversu stórt er ísland? 2. Hvaff heitir stærsti stjórnmála- flokkurinn? 3. Hvaff heitir forsætisráðherrann? 4. Hver er affalatvinnuvegur íslend- inga? 5. Ilvern teljiff þér me tan rílhöfund íslendinga? 6. Hvaffa íslenzkt kvæffi dettur yffur fyrst í hug? 7. Hvað heita tveir stærstu bæir ís- lands? 8. Hvaffa mál cr talaff á íslandi? 9. Hvaff heitir stærsta dagblaff ís- lands? 10. Nefniff 10 þekkta fslendinga. Menntaskólakennari, 32 ára, svarar þannig: 1. Eins og helmingur Spánar. 2. Lýff- ræðisflokkur. 3.— 4. Fiskveiffar. 5. Snorri Sturluson. 6. Reykjavík, eru fleiri til? 8. íslenzka. 9.— 10. Snorri Sturluson, Laxness. Húsmóffir, 24 ára, hefir barnaskóla- menntun: 1. Eins og Skán. 2. Sósíal- demókratar. 3.— 4. Fiskveiðar. 5.— 6. — 7. Reykjavík. 8. Danska. 9.— 10.—. Bókavörður, 58 ára. Menntun fll. cand.: 1. Eins og Norrland. 2. Sósíaldemó- kratar. 3.— 4. Fiskvelðar. 5. Snorri Sturluson. 6. Edda. 7. Reykjavík. 8. fslenzka. 9.— 10. Snor.-i Sturluson, Laxness, Gunnar Gunnarsaon, Krirt- mann Guffmundsson. Stúdent frá verzlunarskóla, 27 ára. Nemur ensku og þýzku f háskóla: 100.000 km.a 2. íhaldsflokkur. 3.— 4. Fiskveiffar. 5. Laxness. 6. Ó, guff vors lands. 7. Reykjavík og Akureyri. 8. íslenzka. 9.— 10. Snorri Sturluson, Ásgeir Ásgeir son, Laxness, Kjarval, Stefán íslandi, Sveinn Björnseon. Pylsusali á götunni, 62 ára. Barna- skólamenntun: 1. Eins og Suffursvíþjóff. 2.— 3.— 4. Fiskveiffar. 5.— 6.— 7.— 8. Danska. 9.— 10.—. Smásali, 28 ára. Barnaskólamenntun: 1. Eins og Gotland. 2. Sósíaldcmó- kratar. 3.— 4. Síldveiffar. 5.— 6.—. 7. Reykjavík. 8. íslenzka. 9.— 10.—. Verkstjóri í Iðnfyrirtæki, 65 ára. Barnaskólamenntun: 1. Eins og Gotland. 2.— 3.— 4. Fisk- veiffar. 5. Snorri Sturluson. 6. Edda. 7 Reykjav.'k. 8. íslenzka. 9.— 10. Snorri Sturluson og Leifur Eiríksson. Skrifstofustúlka í banka, 26 ára Stúdentspróf: 1. Eins og Svealand og Gautland. 2 Sósíaldemókratar. 3.— 4. Fiskveiðai 5. Snorri Sturluson. 6. Edda. 7. Reykjt vík. 8. Fornnorræna. 9.— 10. Njál Snor.i Sturluson, Sveinn Björnssoi Gunnlaugur ormstunga, Kraka. Menntaskólanemi, 18 ára: 20.000 km.2 2. Sósíaldómókratar. 3 bors. 4. Fi kveiffar. 5. Snorri Sturlu- son. 6. Kveðja Gunnars til Hh'ðarenda. '. Reyjcjavík og Akureyri. 8. íslenzka ?. — 10. Laxness, Jón Sigurðsson, Om ’lausen. Huseby, Ásgeir Ásgeirsson. Blaffamaffur, 47 ára. Lýðháskóla- nenntaður: 1. Eins og helmingur Svíþjóffar. 2. iósíaldemókralar. 3. Jón Sigurffseon . Fi kveiðar. 5. Snorri Sturluson. 6. 'dda. 7. Reykjavík og Siglufjörður. t slenzka. 9.— 10. Sveinn Björnsson ’áll ísó'fsson, Laxness, Ifelgi Brien inorri Sturluson. Ulla Sandström lætur þess getið að iólkiff hafi verið spurt áður en sænsku blöðin fóru aff skrifa um forsetaheim- sóknina. MARGT ER eftirtektarvert í þessum niffurstöffum, svo sem þaff, aff 18 ára unglingur veit einn, hvað forsætisráff- herrann heitir og að hann kannast viff fleiri íslendinga en bókavörffurinn (enda takmarkast þekking hans ein- vörffungu við rithðfunda). En hvað tkyldum við svo vita um Svíþjóff og Svfa, ef eftir væri leitaff á svipaffan "hátt? f SÍÐASTA NORÐANFARA er nokkuð vitnaff í ljóff, og tekst þar ein- hverjum A. A. 6érstaklega vel upp, er endar grein sína á þessari ívitnun: „Þcgar í voffa er þjóðarsómi, þá á í§- land eina sál.“(!) ' ÞÁ HAFA MENN verið aff rita um hrafninn í dálka Hannesar á horninu í Alþýffublaðinu, og þar bregffur einn upp svohljóðandi vísu um krumma: En krummi er meðbiffill manna til matarins, þaff er nóg, og svo er hann ekki ætur, sem út yfir tekur þó. Sá galli er hér á, að þessi vísa Arn- ar Arnarsonar er tim refinn en ekki hrafninn, og hefst svo: Því hann cr meðbiðill manna til matarins, o. s. frv. LJÓTT þyklr mér aff sjá jafn kunn- an rithöfund og Hannes á horninu (V. S. V.) þrástagast á orðinu „einkanir" eins og hann gerir nýlega í dálkum sfn- um. Þessi málvilla er ótrúlega munn- töm mörgnm, en flestir gæta þcss aff skrifa „einkunnir". ♦_______ Félagar t I. O. G. T. Vinna við litla golfvöllinn hjá Varðborg er aff hefjast. Stúkufélagar eru beffnir aff koma og "eggja þar fram sjálfboðavinnu. Þeir. sem það vilja gjöra, eru beffnir að mæta hjá Varffborg íöstudaginn 28. þ. m. kl. 8 síðdcgis. Gott aff hafa með sér reku. — Vallarnefndin. vitað að kommúnistum verði íjár vant, hvort sem þeir telja sig vanta huntlruð þúsunda króna eða milljón til kaupa á otórhýsuin eða til útgáfustarfsemi. Vísnabálkur Skagfirðingar eru margir jnjallir hagyrðingar eins og kunn- igt er. Margar stökur frá þeim íafa birzt hér í bálkinum á síð- istu 18 árum, jafnt eftir karla jem konur. Meðal skagfirzkra kvenna er Ólína Jónasdóttir kunn- íst á vettvangi alþýðukveðskapar- ins, eins og lesendur Vísnabálks- ins ættu að geta vottað, en fleiri skagfirskum konum liggja snjall- ar stökur -á tungu. Ein þeirra er Guðlaug Guðnadóttir, sem um mörg ár hefir verið búsett hér í bæ. Þegar hún leit út að morgni 17. maí varð henni þessi vísa af munni: Sóliu kyndir klakatind, kætist vindabragur. Dregur í skyndi dýrffarmynd dagur yndisfagur. Þar sem staka þessi er gerð á þjóðhátiðardegi Norðmanna, væri gatnan að, ef einhver hagleiks- maður snaraði henni á norska tungu, en hver vill reyna það og láta stuðla og „hendingar“ hring- hendunnar halda sér? Fyrir nokkru var skýrt frá því í blaði Þjóðvarnarmanna í Rvík, að utanríkisráðuneytið væri að senda tvo unga menn vestur um haf til að inna stjórn Bandaríkj- anna eftir því, hvort hún ætlaði ekki að fara að láta álit sitt i ljósi um samningsuppkastið að nýja herverndarsamningnum. Tók Al- þýðumaðurinn þessa fregn sem góða og gilda vöru og birti frétt- ina, en ritstjóri Dags (formaður Íslenzk-ameríska félagsins á Ak- ureyri) brást iíla við og birti á forsíðu blaðsins fréttagrein um að sagan væri tilhæfulaus og „eng- ir sendimenn á vesturleið“, eins og fyrirsögnin hljóðar. Þá var kveðið: Lítt er að marka fréttir „Frjálsrar þjóffar", þótt finnist Braga sumar vera góffar. Eg gæti jafnvel lagt út á þaff eiff, aff engir piltar séu á vesturleiff. Fyrir mörgum árum siðan voru menn nokkrir í vegavinnu að glíma við bragraunir. Einn þeirra sem ók mölinni. á „tippinn“ lagði þenna fyrripart stöku fyrir „grús- armann“, meðan mokað var upp í kerruna og bað hann hafa botn við, er hann kæmi næst: Hefji drengir hróffrarsöngl, hugsi lítt um ástarvingl. Er hann kom aftur var botninn ekki tilbúinn, og lái það hver sem vill, en sjálfur hafði frummælandi bolnað þannig: Moka þetta malarhröngl margra setur vit á ringl. ___*_____ NÝ FRÍMERKI Samkvæmt tilkynningu í Lög- birtingarblaðinu 15. þ. m. verða 1. júní gefin út 3 frímerki til minningar um það, að 1. febrúar s.l. voru liðin 50 ár frá þvi að fyrsti íslenzki ráðherrann tók við embætti. Verður mynd fyrsta ráð- herrans, Hannesar Hafstein, á merkjunum, og gilda þau kr. 1.25, 2.45 og 5.00. Af lægsta merkinu verður upplagið 1 milljón en 250 þús. af hvoru hinna.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.