Íslendingur - 26.05.1954, Page 6
6
lSLENDINGUR
Miðvikudagur 26. maí 1954
Súkkulaði-kakaó
í lausri vigt.
Verzlun
Eyjaf jörður h.f.
NÝKOMIÐ:
Barnaleistar
Hálfsokkar.
*
Verzlun
Eyjaf jörður h.f.
Kynþátlaskilnaður alnuminn í
Bandaríkjunum með hæsta-
reltardómi
Svartasti bletturinn á hinni
íjölmennu menningarþjóð,Banda-
ríkjum Norður-Ameríku, eru of-
sóknirnar gegn dökkum mönnum,
sem enn eru þar við líði, og þá
einkum í Suðurríkjunum, sem
töpuðu „þrælastríðinu“ á árum
áður. Það er óhugnanleg s'.að-
reynd, að á sama t.'ma og Banda-
ríkin teljast vera í brjóstvörn lýð-
ræðis og jafnréttis og verja mill-
jörðum dollara til að vinna að
frelsi þjóða og kynþátta um heim
allan, skuli innan þess ríkis vera
fjöldi fylkja, sem rís upp gegn
þeim hæstaréttardómi, sem kveð-
ur svo á, að hvít börn og þeldökk
skuli eiga rétt til náms í elnum og
sama skóla. Öllum mundi finnast
eðlilegt, að Bandaríkjamenn
hefðu þegar gert hreint fyrir sín-
um dyrum, áður en farið var að
boða öðrum jafnrétti og bræðra-
lag allra manna. En það er fyrst
nú í vor, 17. maí, að svohljóð-
andi fregn berst frá Washington:
WASHINGTON, 17. maí. —
(USIS) - Hæstiréttur Bandaríkj-
anna úrskurðaði í dag með sam-
hljóða atkvæðum allra dómara
réttarins, að aðskilnaður hvítra
barna og þeldökkra í opinberurn
skólum landsins skuli afnumhin.
Úrskurður réttarins, sein var
lesinn upp af forseta hans, Earl
Warren, lítur svo á, að aðskiln-
aður meini negrúm og öðrum
kynþáttum. sem eru í minnihluta,
þeirrar jöfnu verndar laga og
ré'tar, sem 14. breytingin á
stjórnarskrá Bandaríkjanna á að
tryggja öllum íbúum landsins.
Úrskurður réttarins, sem nær
til Bandaríkjanna allra, byggðist
á njálum, sem áfrýjað hafði vcrið
til hæstaréttar frá fylkj unum Kan-
sas, Suður-Karólína, Virginía og
Delaware. Á hinn bóginn mun á-
hrifa hans aðeins gæta í sunrum
fylkjum landsins, þar eð aðskiln-
aður í skólum hefir þegar verið
afnuminn í meir en helmingi
hinna 48 fylkja landsms.
í 17 fylkjum landsins er mælt
svo fyrir af stjórnarskrá viðkom-
andi fylkis, sérstökum lagaákvæð-
um eða hvorutveggja, að skólar
hvítra barna og þeldökkra skuli
Ameríkanar, að þeim líði betur
en foreldrum þeirra leið, er þeir
voru ungir. Einungis fjórða hverj-
um manni virðist, að um aflurför
sé að ræða á hinum siðari tímum.
Jóh. Scheving þýddi.
aðskildir. Einnig voru í gildi á-
kvæði sama eðlis í Columbiahér-
aðinu, en þar er höfuðborg lands-
ins Washington.
Þau fylki landsins, sem hér eiga
hlut að máli, eru eftirfarandi:
Alabama, Arkansas, Delaware,
Florida, Georgia, Kentucky, Loui-
siana, Maryland, Missisippi, Mis-
souri, Norður-Karólina, Okla-
homa, Suður-Karólína, Tennessee,
Texas, Virginia og Vestur-Virgi-
nia. Engar verulegar breytingar
munu eiga sér stað í fjórum fylkj-
um — Arizona, Kansas, Nýja-
Mexico og Wyoming — þar sem
negrar eru mjög fámennir og að-
skilnaðar hefir ekki gætt að neinu
ráði.
Hæstiréltur úrskurðaði einnig
í móli, sem áfrýjað hafði verið
frá Columbíahéraði. í sérstöku
dómsorði, sem ré'turinn lét frá
sér fara í þessu máli, var komizt
svo að orði, að þar eð stjórnar-
skrá landsins „bannar fylkjunum
að'reka aðskilda skóla hvítra og
þeldökkra, væri óhugsandi, að
hin sama stjórnarskrá legi sam-
bandsstjórn landsins léttari skyld-
ur á herðar."
„Það er því álit vort,“ heldur
úrskurðurinn áfram, „að aðskiln-
aður opinberra skóla í Columbía-
héraði brjóti í bága við eðlilegan
framgang laga og réttar eins og
hann er tryggður með 5. breyt-
ingu stjórnarskrárinnar.“
Mörg þeirra mála, sem hæsti-
réttur tók til meðferðar, fjallaði
um staði, þar sem komið hafði
verið á fót svo nefndum „aðskild-
urn en jöfnum“ skólum fyrir
negra. Um þelta sérstaka atriði
lét rétturinn m.a. svo ummælt:
„Vér höfum komizt að þeirri
niðurstöðu, að á sviði fræðslu og
menntunar eigi stefna sú, sem
hallast að ,aðskildum cn jöfnum1
skólum sér enga stoð. Aðskilin
aðstaða til að öðlast fræðslu og
mennlun er í eðli sínu ójöfn.
Það er því álit vort, að ákærend-
ur og aðrir þeir, sem svipað er á-
statt um og hlut eiga að þessari
málsókn, hafi eigi, sökum þess
aðskilnaðar, sem kært hefir ver-
ið yfir, fengið að njóta þeirrar
lagalegu verndar, sem 14. breyt-
ing stjórnarskrárinnar tryggir
öllum íbúum þessa lands.“
„Samkvæmt þessari niðurstöðu
mun óþarft að ræða, hvort slíkt
kynþáttainisrélti brjóti í bága við
framkvæmd 14. breytingarinnar
við stjórnarskrána.“
ALF ERLING —
29
Gæsadúnn
Hálfdúnn
Dúnhelt léreft
margir lilir
Fiðurhelt léreft.
Verzlun
Eyjaf jörður h.f.
Til Shóðrœhtarjélagíi
Fyrstu gróðurselningarferðir
Skógræktarfélags Eyfirð.nga og
U.M.S.E. í vor voru farnar laug-
ardaginn 22. þ. m. Var þá gróð-
ursett í þremur ekógarreitum
sam'ímis. Þátttakendur voru alls
113 og voru gróðursettar 5300
trjáplöntur. í Kjarnaskóg er búið
að gróðursetja 8000 plöntur og er
næsla ferð þangað á morgun
(uppstigningardag) kl. 7.20 e. h.
frá Hótel K.E.A.
Vegna aðalfundar K.E.A. verð-
ur sú breyting á, að næstu sam-
vinnuferðir verða sunnudaginn
30. þ. m. í stað laugardagsins 29.
Verður þá mætt á vinnus'.að kl. 2
e.h. Þá verður gróðursett í Vaðla-
skógi (gegnt Akureyri), Miðháls-
stöðum í. Öxnadal og Hvammi í
Arnarneshreppi. Þessar ferðir
verða tileinkaðar minningu Þor-
steins Þorsteinssonar og verður
þá byrjað að gróðursetja í sér-
stakan reit til minningar um hann
að Miðhálsslöðum í Öxnadal.
Gert er ráð fyrir þátttöku í
Vaðlaskóg frá Svalbarðsströnd,
Öngulsstaðahreppi, Saurbæjarhr.
og Hrafnagilshr., að Miðhálsstöð-
um frá Akureyri, Giæsibæjar- og
Öxnadalshreppum og að Hvammi
frá Arnarnes- og Árskógshrepp-
um og Svarfaðardal. Frá Akur-
eyri verður farið kl. 3.20 e.h. frá
Hótel K.E.A.
Hjarfaásinn,
5. hefti þ. á. hefir blaðinu bór-
izt. Flytur hann smásögur eftir
Val Vestan, Magnús Jóhannsson,
Anton Tsjekov, Maurice Leval o.
fl., dulrænar frásagnir e. Stefán
Loðmfjörð, grein um norska á-
fengÍ6menningu og aðra um nýj-
ar bifreiðar, þáttinn Fagrar og
frægar konur, grein um húð-
vandamál unglingsáranna, vísna-
ryrpu, kvikmyndaþátt, leynilög-
reglugátu og sitthvað fleira.
___*_____
Skinfaxi,
1. hefti þessa árs flytur tilhögun-
arskrá norræns asskulýðsraóts, er
halda á að Laugarvalni í byrjun
júlí í sumar, viðtal við Helga
Gluðmundsson um hópferð UMI' í
til Norðurlanda á s.I. sumri, tvö
kvæði eftir Guðmund Inga, söng-
Iag eftir Eyþór Stefánsson, grein
um Tækni og sjálfstæði e. Frið-
jón Guðmundsson, Bréf Indverj-
ans (af erlendum vettvangi), Tó-
baksnautn og heilsa e. Níels Dun-
gal próf., lýsingu á verkefnum í
starfsíþróttakeppni o. m. fl. —
Margar myndir prýða^ieftið. Rit-
stjóri er Stefán Júllusson.
Bræður myrkursins
— Vesalings maðurinn, tau'aði Arctof læknir. — Ég þori ekki
að fara frá honum, fyrr en ég hef gengið úr skugga um, hvernig á-
stand hans er í raun og veru.
Arctof læknir var álika fær að annast andlega sjúklinga og líkam-
lega. Hann kunni jöfnum hönduin að tala til hjartans og skynsem-
innar. Þegar hin venjulega læknislist hans brást, greip hann til
kunnáttu sinnar sem geðlæknir.
Hann reyndi að hressa upp á sjúklinga sína með því að tala vin-
gjarnlega og skynsamlega við þá og reyndi með viðræðum að vekja
viljakraft þeirra og andspyrnuþrótt gegn sjúkdómnum.
Arctof læknir tók nis'.ið, opnaði það og gekk að bekknum, þar
sem maðurinn lá og hafði af óviðráðanleguin ótta dregið leppið
upp fyrir höfuð.
— Sjáið hérna, sagði læknirinn og snerli öxl lians.
Nafnlausi maðurmn gægðist varlega og með óttasvip upp undan
teppinu, en læknirinn brá nistinu á loft fyrir augum hans.
í sama bili sendi sólin geisla sína inn um gluggann og stafaði
þeim á n.stið sem líktist við það lítilli skínandi sól í hendi Arctofs
læknis.
Maðurinn starði viðutan á mynd hinnar fögru konu í nistinu.
Svo settist hann seinlega upp í bekknum, án þess að víkja augunum
af nistinu.
Arctof læknir brosti ánægjulega. Hann liafði vakið athygli
mannsins. Fyrstu merki þess, að heilinn væri tekinn til slarfa, komu
í ljós.
Nafnlausi maðurinn seildist eftir nistinu í hönd læknisins og
starði á það. Svo lét hann sig falla aftur niður í bekkinn og fól and-
litið í höndum sér mjög hrærður.
í sarna bili koin Marta inn, og Arctoí læknir lagði fingurinn á
munn sér í aðvörunarskyni. Hún skildi hann. Það mátti ekki trufla
sjúklinginn.
Lengi lá maðurinn kyrr með hendurnar fyrir andlitinu. Svo
kyssli hann nistið og hv.'slaði:
— Irene! Elsku Irene!
— Getið þér nú munað nafn yðar? spurði Arctorf.
Ókunni maðurinn leit á hann, og það kom furðulegl líf í augu
hans. Svo kinkaði hann kolli og svaraði:
— Jú, nú inan ég það allt. Það var ráðizt á sleðann minn. Ég
var rændur og síðan kastað i snjóinn. Þar heppnaðist mér eftir ó-
trúlegustu þjáningar að losna við böndin, er ég var bundinn með,
en þá voru kraflarnir þrotnir, og ég lá þar sem varnarlaus bráð
fyrir úlfana. Nafn mitt er Sarkas fursti. Ég er aðstoðarforingi hans
há'ignar, keisarans.
Arctof lækni rak í rogastanz. Var þetta eintóm blekking? Víst
hafði hann íám dögum áðui lesið í blaði, að Sarkas fursti dveldi í
Pélursborg, og hinn ágæti læknir tók aftur að efast um, að maður-
inn væri með réttu ráði.
Hann leit á manninn, sem aftur hafði hallað sér á koddann, og
sagði við Mörtu:
— Annáðhvort er maðurinn geggjaður eða eitthvað dularfullt
er hér á seiði. Ég mun þó láta yíirvöldin í Pétursborg vita.
KLUKKAN UNDIR JÖRÐINNI.
Við erum aflur í Pétursborg.
Einmilt þegar Sjakalinn kleif á fjórum fótum yfir hliðgrindina
á þurfalingagrafreitnum, fór sam'alið fram milli Arctofs læknis og
mannsins, sem taldi sig vera Sarkas fursta.
Sjakalinn komst nú klakklaust yfir grindina og stóð nú í garði
hinna framliðnu.
Hann skyggndist um og hlustaði, og tunglið lélti honum cftir-
grennslanina.
Það hékk kringlótt og skært á himninuin og hjálpaði lil með
skæru ljósi frá sinni heimskulegu ásjónu.
Sjakalinn hafði hlaupið á bak við tré, og þaðan sá liann „parið“
beygja niður hliðarstíg og hverfa á milli leiðanna.
Ilann hætti sér fram úr fylgsninu og læddist gætilega á eftir því.
Skyndil^ga nam hann staðar. Ilann stóð við röð gamalla leiða,
þar sem illgresi, þyrnirunnar og brenninetlur uxu og heftu för
hans.
Hvar var konan og förunautur hennar?
Svo langl sem hin skarpa sjón Sjakalsins náði, varð ekkert til
“þeirra séð.
Hann stóð þarna nokkrar m.'nútur í fyllstu óvissu. AUt var kyrrt.
Yfir garði hinna framliðnu hvíldi friður, og liann stóð eins og
líkneski, hreyfingarlaus, og starði beint fram.
Hann hlustaði. Hvað var það, sem kom Sjakalnum til að leggja
eyrun við? Það var klukknahljóð. Ómur af klukkuslætti hér í
kirkjugarðinum?
Óhugsandi! Hann lagðist flatur og lagði eyrað við jörðina. Nei,
Sjakalinn vissi, að honum misheyrðist aldrei. Það var vissulega
klukknahljómur. Klukka undir jörðinni.