Íslendingur - 28.07.1954, Side 5
Miðvikudagur 28. júlí 1954
ÍSLENDINGUR
5
Leiðin frá Síberíu
Sasha Lebedev vissi, að það
var allt annað en þægilegt að
komast á brott frá Síberíu, en
hann var löngu búinn að fá nóg
af dvölinni þar, svo að hann var
farinn að hugsa skýrar. Þar að
auki kunni hann að búa til
gúmmístimpla, og það er hægt að
gera kraftaverk með gúmmí-
stimpli í Rússlandi — það er að
segja, ef hann er kringlóttur. Fer-
hymdir og þríhyrndir stimplar
koma ekki að miklu gagni, en
kringlóttir gúmmístimplar eru
innsigli, sem enginn má hafa
undir höndum nema með lögreglu
leyfi.
Og Sasha tók til óspilltra mál-
anna að búa til stimpilinn. Hann
var lengi að velta því fyrir sér,
hvað hann ætti að hafa á stimpl-
inum. Hann mátti ekki stæla MV
lögreglustimpilinn. Þeir mundu
taka hann fyrir það innan tíu
mínútna. Hann varð að finna eitt-
hvað upp, sem aldrei yrði sett á
neinn annan stimpil. Fyrst datt
honum í hug Vinnslusamsteypa
loftkenndra málma, en þá mundi
hann eftir því, að fyrir slríð hafði
einhver annar reynt þetta, en
hann hafði endað í Síberíu.
Þá fékk hann hugmyndina:
Sasha treysti á þá kenningu,
að þeir sem eru svo smásálarleg-
ir, að þeir fari að rannsaka
stimpla, væru ekki sérstaklega
skarpir gagnrýnendur. Þar að
auki gat hann bara kallað þetta
atomvinnu, ef einhver færi að
spyrja hann um þetta, og frekari
upplýsinga yrði þá ekki krafist.
Áætlun hans var að senda
bréf frá hinni. fölsku stofnun til
héraðslögreglunnar þar sem fyrir-
skipað væri, að hann skyldi send-
ur til starfa við stofnunina í
Moskvu. í bréfinu mundi verða
skýrt frá því, að hann væri mjög
mikill vísindamaður, sem þarfn-
ast væri til þýðingarmikilla
starfa. t
Næsta vandamál hans var að
póstleggja bréfið. Ef hann setti
það í héraðspóslkassann, mundi
kattareðlið koma upp í ritskoðar-
anum. Þá datt honum í hug, að
ef hann gæti fengið vinnu i póst-
húsi héraðsins, þá gæti hann
pósllagt bréfið sjálfur og rann-
sakað svarið líka, ef nauðsyn
bæri til. Það var slúlka, sem
stjórnaði pósthúsinu um ’ þetta
leyti, ekki nein fyrirmyndar-
stúlka, að því er Sasha skildist.
Hún hafði verið send hingað
vegna „vestræns hugsunarháttar“,
eftir að hafa verið tekin fyrir að
reka vafasama atvinnu í Baku.
„En samt sem áður gerði ég
hosur mínar grænar fyrir henni.
Ég fór með henni í gönguferðir
á frídögum út í skóg, tíndi ber
handa henni, hjálpaði henni að
bera póstpokana, og að endingu
varð ég aðstoðarmaður hennar.
Hún var letiblóð, og þegar mér
tókst að hafa ofan af fyrir henni
fram á nætur, þá lét hún mig ein
an um póstinn en 9vaf sjálf á bak
við ofninn.“
Sasha bjó til stimpilinn og
skrifaði bréfið frá fölsku stofn-
uninni til héraðsstjórnarinnar og
sagði þeim hve mikil þörf væri
fyrir hann og bað þá að gera svo
vel að senda hann þegar til
Moskvu. Fáum dögum síðar, þeg-
ar Sasha var að raða póstinum,
kom hann auga á bréf utanáskrif-
að til Framleiðslustojnunar ríkis-
ins á fjarstýrðum þrýstiloftsflug-
vélum frá héraðsyfirvöldunum.
Hann opnaði það og fann sér til
hinnar mestu skelfingar, að hér-
aðsyfirvöldin vildu fá undirritaða
og stimplaða fyrirskipun frá aðal-
sakamálaskrifstofunni í Moskvu
um að Lebedev skyldi snúa aftur
til Moskvu. Sasha varð hamstola.
„Þessir tortryggnu hundar!
Það þýðir að ég verð að falsa
annað bréf og búa til annan
stimpil. Og hvernig í ósköpunum
átti ég svo að ná í eftirlíkingu af
stimpli sakamálaskrifstofunnar ? “
En það leið ekki á löngu, áður
en hann hafði leyst það vanda-
mál. Hann falsaði bréf frá héraðs
yfirvöldunum til aðal sakamála-
skrifstofunnar og spurði, hvort
ekki myndi vera allt í lagi með að
nefna héraðið eftir Stalin.
„Mér datt í hug að bezt væri að
spyrja álíka bandvitlausra spurn-
inga og þetta. Að öðrum kosti
mundi sakamálaskrifstofan þurfa
að leita umsagnar annarrar skrif-
stofu um málið, og þá mundu
Iíða vikur áður en svarið bær-
ist.“
Og eins og lög gera ráð fyrir
voru ekki liðnir nema tíu dagar
þar til er bréf barst frá sakamála-
skrifstofunni og sagði þar, að
það væri ekki aðeins löglegt
lieldur og mjög æskilegt að nefna
héraðið eftir Stalin. í horninu að
neðan til vinstri var stimpillinn
sem Sasha vanhagaði um. Nokkr-
um dögum síðar fengu héraðs-
yfirvöldin einskonar fyrirskipun
frá sakamálaskrifstofunni, þar
sem fyrirskipað var að láta
Lebedev lausan þegar i stað. Með-
fylgjandi var mjög stuttaralegt
bréf frá Framleiðslustofnun ríkis-
ins á fjarstýrðum þrýstiloftsflug-
vélum, þar sem héraðsstjórninni
var hótað öllu illu fyrir að vinna
gegn ríkinu, ef Lebedev væri ekki
kominn til Moskvu innan tveggja
vikna.
„Ég viðurkenni, að þetta var
mjög harðort bréf. En ég var líka
reiður. Vetur var að skella á, og
ég vissi, að ég mundi verða brjál-
aður, ef ég ætti að dvelja þarna-
lengur. Auk þess var skassið á
pósthúsinu farið að gera sér ein-
hverjar hugmyndir um að ég ætl-
aði að eiga hana.“
Bréfið og það sem meðfylgj-
andi var hafði sín áhrif. Daginn
eftir var Sasha kallaður inn á
skrifstofu héraðsyfirvaldanna og
honum sagt, að hann ætti að fara
til Moskvu lil þess að vinna þar
fyrir Framleiðslustojnun ríkisins
á fjarstýrðum þrýstiloftsflugvél-
um.
Sasha lét sem hann hefði átt
von á þessu lengi og var í raun-
inni undrandi yfir því að ekki
skyldi hafa verið sent eftir sér
fyrr, þar sem hann væri færasti
maður á þessu sviði í öllum heim-
inum.
Héraðsyfirvöldin urðu dálítið
hundsleg á svipinn, því að skjöl
þeirra sýndu að Lebedev var vél-
virki, en þeir báðu innilega af-
sökunar, og sögðu að þetta væri
ekki þeim að kenna. Til þess að
bæta fyrir þetta ætluðu þeir að
senda hann með flugvél og láta
ríkislögreglumann fylgja honum,
svo að öruggt væri að hann kæm-
ist heilu og höldnu á leiðarenda.
Sasha sagði, að það væri hreint
ekki nauðsynlegt að senda lög-
reglumanninn með honum, því að
hann væri alvanur ferðamaður.
og auk þess vildi hann ekki vera
að gera þeim alla þessa fyrirhöfn.
En yfirvöldin kröfðust þess að fá
að gera þetta og Sasha taldi rétt-
ast að samþykkja, til þess að
forðast þá hættu, að þeir færu að
gruna hann.
Næsta dag héldu þeir af stað
með lest, Sasha og heiðursvörður
hans, stór klunnalegur hermaður,
sem kallaður var Stepenko, til
Novosibirsk þar sem þeir áttu að
taka flugvélina til Moskvu. Eftir
uppástungu Sasha höfðu Stepen-
ko verið gefnar nokkur þúsund
rúblur. „Það er ekki eins ódýrt
að lifa í Moskvu eins og hérna“,
sagði Sasha þóttalega við þá
Tveim dögum síðar komu þeir til
Moskvu, og að tillögu Sasha
fluttu þeir inn á hið nýja Moskvu
Hótel, hið bezta i borginni.
„Þessi lögreglumaður var vissu
lega þunnur! Hann vissi ekki
neitt og gerði yfirleitt allt, sem
ég sagði honum, hér um bil.“
Stepenko krafðist þess aftur á
móti að fá viðurkenningu frá
Framleiðslustofnun ríkisins á
fj arstýrðum þrýstiloftsflugvélum,
áður en hann skildi við Lebedev.
Það var ákaflega auðvelt. Sasha
sagði heiðursverði sínum að
skrifa fyrirtækinu bréf og til-
kynna komu þeirra og biðja um
frekari fyrirskipanir og við-
urkenningu. Daginn eftir lét
Sasha bréf í póstkassann til
Stepenkos þar sem hann fékk við-
urkenningu fyrir að hafa komið
„prófessor“ Lebedev til skila
heilu og höldnu. Ennfremur var
fyrirskipun til Stepenko um að
skilja prófessorinn eftir á vissu
götuhörni, þar sem hann mundi
verða tekinn og fluttur til höfuð-
stöðvanna, sem vissulega var rík-
isleyndarmál hvar voru. í bréfinu
stóð ennfremur, að Stepenko ætti
að snúa strax aftur til Síberíu af
öryggisástæðum. Þetta nægði.
Þetta kvöld fóru þeir báðir út
í borgina að skemmta sér og urðu
dálítið drukknir. Stepenko sagði
Sasha í trúnaði, hve leitt honum
þætti að þurfa að snúa aftur til
Síberíu, og hve hamingjusamur
Sasha væri að hafa vinnu í þess-
ari stóru borg. Sasha varð hrædd-
ur og lofaði að sjá til, hvað hann
gæti gert í því að útvega Stepenko
atvinnu í Moskvu. Þetta gæti tek-
ið nokkurn tíma, sagði Sasha, en
Stepenko gæti treyst honum til
þess að athuga allar leiðir.
„Ég var byrjaður að kenna í
brjósti um þenna kjána.“ Daginn
eftir yfirgaf Sasha verndara sinn
á áður tilteknu götuhorni, en
Stepenko hélt til Kazanski-stöðv-
arinnar.
„Það fyrsta sem ég gerði, þeg-
ar Stepenko var úr augsýn, var
að fara í langa gönguferð kring-
um mína gömlu, kæru Moskvu.
Ég hafði unnið laglegt verk, að
því er ég hélt, og allt virtist eins
og það átti að vera með viður-
kenningar og annað slíkt.“
Sasha brosti sjálfumglaður.
„Og hvað gerðist svo?“ spurði
ég-
„0, allt gekk vel í nokkurn
tíma. Ég fékk mér alvinnu sem
vélvirki, og brátt gerðu þeir mig
að verkstjóra, og ég græddi á tá
og fingri.“
Hann notaði stimpilinn aðeins,
þegar bráðnauðsynlega þurfti,
svo sem til þess að ná sér í íbúð
í Gorki-stræti, þar sem aðeins
hershöfðingjar og prófessorar
máttu búa, og stöku sinnum til
þess að ná sér í aðgöngumiða á
ballettinn eða óperuna.
„Allt gekk eins og í sögu
nærri tvö ár, þangað til da:
nokkurn, að ég var á gangi fram
hjá einum af þessum nýju og
glæsilegu skrifstofubyggingum,
og var litið á glampandi skilti á
forhlið einnar þeirra, þar se
stóð: Framleiðslustofnun ríkisins
á fjarstýrðum þrýsliloftsjlugvél-
um. Eg snarstanzaði. Hárin risu
á höfði mér. Ég varð máttlaus í
hnjánum eitt augnablik. En áður
en nokkur hafði tekið eftir þessu,
hressti ég mig við og gekk fyrir
enda sambyggingarinnar. Á horn-
inu stanzaði ég og sneri við til
að alhuga þetta betur. Ef til vill
hafði ég lesið þetta skakkt. En
mér hafði ekki skjátlazt.
„Og nú ,varð ég alveg vitlaus!
Hver var áð gabba hvern? Ég
þeytti dyrum byggingarinnar upp
á gátt og klifraði upp þrenna stiga,
þar til ég kom að skrifstofudyrum
stofnunarinnar og snaraðist rak-
leiðis inn. Og hvern heldurðu að
ég hafi fundið sitjandi í leður-
klæddum stól bak við spánnýtt
skrifborð, klæddan í tvíhneppt
blá föt — nema þenna stóra, fá-
vísa, óuppdregna Stepenko?"
Stepenko horfði næsta undr-
andi á Sasha snarast þarna inn,
en brosti svo og bauð honum að
fá sér sæti.
„Ánægjulegt að sjá yður, pró-
fessor Lebedev,“ byrjaði hann.
„Ég var einmitt að hugsa um,
hvort við mundum hittast aftur.“
Sasha var enn í uppnámi.
„Hvers vegna ert þú ekki í Sí-
beríu, þar sem þér ber að vera?“
„Hvað er þetta, prófessor? Ég
er undrandi yfir, að þér
skulið spyrja þannig. Eg
vildi aldrei fara. Þér sögðuð mér
sjálfur, að þessi staða væri al-
gjört leyndarmál. Og þegar ég
yfirgaf Síberíu, held ég að mér
hafi fundist hún álíka skemmtileg
og yður, sérstaklega eftir að þér
höfðuð sýnt mér dýrð Moskvu.“
„En — hvernig slappstu úr
MVD-lögreglunni og á þenna
stað?“ .
„Það er nú dálítið óþægileg
spurning, prófessor. En sannleik-
urinn er sá, að ég var ekki viss
um, að þér munduð verða eins
«W« HWMMU t-itt «*> ******
Austur-þýzka frelsið
Fanginn á myndinni er lákn Austur-Þýzkalands, en á plagginu, sem
rússneski jangavörSurinn rcttir undir hurSina stendur: „GleSjist. ÞiS
eruS nú jrjáls þjóS.“ — Mynd þessi var teiknuS í tilejni þess, aS Rúss-
ar lýstu yfir því 25. marz s.L, aS Atistur-Þýzkaland vœri jrjálst, en 300
þúsund rássneskir hcrmenn myndu verSa þar ájram til aS „vernda ör-
yggi“ þjóSarinnar.