Íslendingur - 28.07.1954, Side 8
T.
Kirkjan. Mes:aS í Akureyrarkirkju
n.k. sunnudag kl. 11 árd. Séra Jósef
Jónsson, fyrrum prófastur að Setbergi
Snæfellsnesi messar.
Séra Jósef Jónsson, fyrrum prófastur
að Setbergi og frú hans eru komin
hingað til bæjarins, en séra Jósef hefir
verið ráðinn hingað að-toðarprestur
næsta mánuð og e. t. v. lengur. Heim-
ili hans hér verður að Munkaþverár-
stræti 3, s.'mi 1976.
Heslamannafél. Léttir fer skemmti-
ferð á hestum austur á Flateyjardal
um n.k. helgi. Farið verður með hest-
ana héðan frá Akureyri á laugardags-
morgun kl. 8 og verða þeir reknir au:t-
ur í Fnjóskadal. Kl. 13.30 verður farið
með fólkið í bíium áleiðis á efiir hest-
unum. Þátttakendur gefi sig fram við
formann félagsins, Arna Magnússon,
eða Guðmund Snorrason, sem gefa
nánari upplýsingar um ferðina.
Frá Ferðafélagi Akureyrar. Miðviku-
daginn 28. júlí n.k. verður kvöldferð í
Svarfaðardal og miðvikudaginn 4. ág.
til Grenivíkur. Farið verður frá Stefni
kl. 8.00. Farseðlar verða að vera teknir
fyrir kl. 5.00.
Gamalt áheit á Strandarkirkju kr.
120.00 frá S. E.
Guðni Þór Ásgeirsson flytur fyrir-
lestur um áfenglsmál í Samkomuhús-
inu í kvöld kl. 8.30.
100 ára varð 20. þ. m. ekkjan Val-
gerður Sigurðardóttir Hraukbæjarkoti
í Kræklingahlíð, móðir Valdimars Guð-
munds:onar bónda þar og Valmundar
járnsmiðs hér í bæ. Er hún nú elzti í-
búi Eyjafjarðarsýslu. Valgerður og
maður hennar, Guðmundur Árnason,
bjuggu lengt að Grísará í Ilrafnagils-
hreppi.
Áttrœður verður í dag Símon J.
Jónsson, fyrrum útvegsbóndi í Gríms-
ey. nú til heimilis að Norðurgötu 56
Akureyri. Ekki hefir ellin leikið Símon
harðara en það, að hann stundar í
sumar sjóróðra f.'á Grímsey á eigin
trillubát. ásamt sonarsyni sínum, og
mun hafa í huga að halda því áfram
fram á níræðisaldurinn.
Áttrœður verður 30. þ. m. Jón Jóns-
son Geislagötu 35, fyrrum bóndi að
Vatnsenda í Eyjafirði.
Áttrœður verður 2. ágúst Páll Mark-
ússon Norðurgötu 32.
Fimmtugur verður á föstudaginn 30.
júlí, Sveinn Tómasson varaslökkviliðs-
stjóri Laugargötu 3.
Hjúskapur. Ungfrú Solveig Kristj-
ánsdóttir verzlunarmær og Einar M.
Gunnlaugsson verzlunarmaður.
Ungfrú Margrét Magnúsdóttir hjúkr-
unarkona og Valgerður Ilaraldson
kennari.
Ungfrú Stefania Arnadóttir (frá
Hjalteyri) húsmæðrakcnnari Reykja-
vík og Bjarni Magnússon viðskipta-
fræðingur Akurf:yri.
Dánardægúr. Nýlega lézt hér í
sjúkrahúsinu írú Dagný Bogadóttir,
húsfreyja á Suirhamri í Eyjafirði, rúm-
lega fimmtug.
Ungfrú Guðrún Stefánsdóttir
(Guðnasonar læknis) hefhr nýlega lok-
ið prófi í blaijamennsku við háskóla í
Bandaríkjuni'j.n og var jafnf.-amt sæmd
melstaranafnb 5t (Ma:ter of Sciense).
Guðrún tók stúdentspróf við Mennta-
skólann á Akureyri vorið 1949 og lauk
B.A.-prófi viíi háskólann 1952.
tcudi«ðw
Miðvikudagur 28. júlí 1954
Frá aðalfundi Leikfélag:§
Akureyrar
Vignir Guðmundsson kjörinn formaður
Aðalfundur Leikfélags Akur-
eyrar (fyrri hluti) var haldinn í
„leikhúskjallaranum“ (hinum
gömlu bæjarskrifs'ofum) 16. þ.m.
Formaður félagsins, frú Sigur-
jóna Jakobsdóttir, gaf skýrslu yf-
ir starfsemi félagsins á liðnu leik-
ári, en afkoma félagsins varð
sæmileg, vegna ágætrar aðsóknar
að „Skugga-Sveini", er félagið
tók til sýningar. Tvö verkefni iók
félagið fyrir á leikárinu: Fjöl-
skylduna í uppnámi, þýddan gam-
anleik, undir leikstjórn Guðmund
ar Gunnarssonar, og hinn vinsæla
og klassiska leik Skugga-Svein,
undir leikstjórn Jóns Norðfjörð.
Var aðsókn að honum meiri en
nokkru sinni áður og meiri en að ^
nokkrum öðrum leik, er félagið
hefir sýnt. Alls voru á árinu 31
leiksýning og 7 þús. sýningargest-
ir. Auk þessara sýninga lék félag-
ið tvívegis í útvarpið (Johan
Ulfstjerne, leiks'j. Jón Nqrðfjörð
og Melkorka e. Kristínu Sigfús-
dóttur, leikstj. Agúst Kvaran).
Við stjórnarkjör baðst frú Sig-
urjóna Jakobsdóttir undan endur-
kosningu eflir tveggja ára for-
mennsku í félaginu, og var Vignir
Guðmundsson tollvörður kjörinn
formaður félagsins fyrir næsta ár.
í s’að Júlíusar Ingimarssonar,
sem er fluttur úr bænum, var
kjörin frú Sigríður Pálína Jóns-
dóttir, en aðrir í stjórn voru end-
urkjörnir, þeir: Björn Þórðarson
ritari, Sigurður Kristjánsson
gjaldkeri og Oddur Kristjánsson.
Varaformaður var kjörinn Jón
Kristinsson og varameðstjórnend-
ur frú Björg Baldvinsdóttir og
Jón Ingimarsson.
Að fundarlokum þökkuðu
Vignir Guðmundsson, Björn Þórð
arson og Jón Ingimarsson fráfar-
andi formanni, frú Sigurjónu
Jakobsdóttur, vel unnin störf í
þágu félagsins um langt árabil,
en frúin þakkaði gott samstarf á
stjórnaráruin sínum og árnaði fé-
laginu heilla um alla framtíð.
Leikfélag Akureyrar hefir tekið
á leigu hið gamla húsnæði bæjar-
skrifstofanna í kjallara leikhúss-
ins, og mun með því bætt úr
vandræðum félagsins um húsnæði
fyTÍr starfsemi sína, svo sem sam-
lestur leikrita og fyrstu æfing-
ar m. m.
Viii tifllin við Húidvej)
í sumar hefir norskur vega-
verkfræðingur athugað vegar
stæði fyrir Ólafsfjarðarmúla að
tilhlutan Sveinbjarnar Jónssonar
byggingameis'ara, og er álit frá
honum væntanlegt á hverri
stundu. Jarðýta er um þessar
mundir að ryðja veg Ólafsfjarðar
megin í múlanum, og er gert ráð
fyrir, að hún ryðji inn að Ófæru-
gjá ef þær 50 þús. kr. hrökkva til
þess, sem ætlaðar eru til þessa
verks af vegafé á þessu ári. Hafa
Ólafsfirðing ar fullan hug á að
hrinda þessari vegagerð í fram-
kvæmd til að stytta sér leiðina til
Akureyrar.
Dauft ylir síldveiðiuni
Aflamagn svipað og í fyrra, en minna
að verðmæti
Gfluifllt fólh I shcmmti-
fcrð dú IdHfflsi
Kvennastúkan „Auður“, sem
undanfarin sumur hefir boðið
gömlu fólki úr bænum til
skemmtiferðar, bauð því síðast-
liðinn fimmtudag að Laufási við
Eyjafjörð. Oddfélagar úr
stúkunni Sjöfn, er bifreiðar áttu,
lögðu til farartækin og óku gamla
fólkinu. Voru 18 bílar í ferðinni
og um 60 gamalmenni, sem boðin
voru. Var fyrst ekið að Laufási
og gamli bærinn og kirkjan skoð-
uð, en í bakaleið var s'aðnæmst
við samkomuhús Svalbarðsstrand-
arhrepps, þar sem Auðarsystur
buðu upp á veitingar af mikilli
rausn. Veður var hið bezta, og lét
gamla fólkið mjög vel yfir för-
ínni.
BREZKT OFBELDI
FYRIR 30 ÁRUM
Annáll Islendings
Fólksbíll með biluðum hemlum renn-
ur aftur á bak niður í Miðfjarðará.
Maður, sem kom að í jeppa, bjargar
mönnunum með snarræði, og voru þá
tveir meðvitundarlausir. Fluttir til
læknis að Hvammstanga og hjörnuðu
þar við.
*
Eldur kemur upp í vörugeymslu í
húsi í Reykjavík, sem fljótt er slökkt-
ur, en á efri hæð húszins finnst með-
vitundarlaus maður, er deyr skömmu
síðar af kolsýrlingseitrun. Hafði reyk
lagt upp á hæðina með miðstöðvarrör-
um. Ungur maður jálar að hafa kveikt
í vörubirgðunum, sem hann átti sjálf-
ur, en hann var í fjárkröggum, en
trygging varanna há. Maðurinn var við
öl, en kvaðst liaía álitið húsið mann-
laust.
*
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, Ismay lávarður, keinur í heim-
sókn lil Reykjavíkur.
*
Iðnaðarbanki íslands h.f. opnar úti-
bú á Keflavíkurflugvelli.
*
Mikið hlaup kemur í Skeiðará, og
leggur þaðan brennisteinsfýlu víða um
land, en fuglar drepast af eimnum.
Ekkert eldgos fylgdi hlaupinu.
*
Hemlalaus langferðavagn ekur á 4
bifreiðar við Elliðaárbrú, og stór-
skemmdust flestar.
*
Hús við Lindargötu í Reykjavík
stórskemmist af eldi. Manni bjargað
meðvitundarlausum af efri hæðinni, en
kemur til sjálfs sín eftir 15 mín. lífg-
unartilraunir, þó nokkuð brenndur.
*
íbúðarhúsið að Skeggjastöðum í
Fellum brennur. Innbú bjargast að
miklu leyti.
*
Maður verður bráðkvaddur í Sund-
höll Ilafnarfjarðar, er hann þreytir
sundraun norrænu sundkeppninnar.
Var bilaður á hjarta.
*
Drengur í Fljótshlíð fellur út úr bif-
reið föður síns og lendir undir henni.
S. 1. laugardag höfðu veiðst
tæpl. 108 þúsund mál síldar í
bræðslu, 33856 tunnur í salt og
4666 tunnur í frystingu. Er það
svipað aflamagn og á sama ííma
í fyrra, en þar sem meginhluti
aflans hafði þá verið saltaður, var
verðmæti hans meira en nú. er
mikill meirihluti hefir verið
bræddur. Síðan um helgi hefir
l til eða engin veiði verið vegna
óhagstæðs veðurs.
Þrjú aflahæstu skipin voru
Snæfell með 3709 mál og tunnur,
Jörundur með 3274 og Baldur
Dalvík með 2569. Yfir 2 þús. mál
og tunnur höfðu auk þess Súlan
(2089), Bára Flateyri, Kári Söl-
mundarson og Sigurður Siglu-
firði. Afli Akureyrarskipanna,
sem ekki hafa áður verið nefnd:
Akraborg 1363 mál og tunnur,
Auður 1233, Njörður 706 og Sæ-
finnur 813. Ingvar Guðjónsson
hafði 1187 mál og tunnur, Garð-
ar Rauðuvík 1367, Gylfi s.st.
1083, Vörður Grenivík 1633 og
Vonin 867. Hlutur eyfirzku skip-
anna er sýnu betri en annarra,
þar sem 4 þeirra eru meðal 7 afla-
hæstu skipanna, þar af 3 afla-
hæstu skipin.
190 skip munu nú farin til síld-
veiða, og höfðu 122 þeirra feng-
ið 500 mál og íunnur eða meira
um helgina.
Krossanes.
Krossanesverksmiðjan hefir nú
tekið á móti ca. 9500 málum í
bræðslu af 7 skipum, er þar leggja
upp afla sinn. Auk þess hefir bát-
ur Karls Friðrikssonar ú'gerðar-
manns lagt þar upp á 3. hundrað
mál af smásíld, sem hann hefir
undanfarna daga veitt á Akureyr-
arpolli og í Oddeyrarál.
*
Dolctor Sigurður Helgason (Skúla-
sonar augnlæknis) hefir verið ráðinn
stærðfræðikennari við einn stærsta og
kunnasta verkfræðihá kóla Bandar.kj-
anna, „Massaschusetts Institute of
Technology", t(l eins árs. Sigurður var
annálaður námsmaður og lauk nýlega
doktorsprófi í stærðfræði.
í íslendingi er svohljóðandi
fréltapis’ill þann 1. ágúst 1924:
„OFBELDI. — Blaðið Vestur-
land segir 21. f. m. frá ofbeldi, er
gæzluskip Vestfjarða, m.b. Enok,
hafði orðið fyrir 2 dögum áður
af enskum togara, er hann hitti
við veiðar í landhelgi. Enok setti
slýrimanninn og tvo háseta upp á
togarann. En togarinn neitaði að
hlýða og sigldi burt. Síðar kom
hann við á Hesteyri og vildi koma
mönnunum af sér. Hásetarnir fóru
þar í land, en stýrimaðurinn af
Enok neitaði að yfirgefa skipið,
og fór það þá með hann áleiðis
lil Englands. Varðskipin Fylla og
Þór voru send til þess að leita að
togaranum, en án árangurs. Tog-
arinn heitir Lord Carson og cr
frá Grimsby.“
Happdrœtti Landgrœðslusjóðs. Upp
komu þessi númer: 327, 2348, 17815,
22313, 22717, 33046, 33333, 35577 og
26223. Birt án ábyrgðar.
Athygli skal vakin á því, að rakara-
stofur bæjarins vcrða lokaðar n. k.
mánudag og þriðjudag, 2. og 3. ágúst.
Bíður bana samstundis.
*
Guðmundur S. Guðmundsson verður
Islandsmeislari í skák. Frlðrik Olafs-
son tók ckki þátt í keppninni um
meistaratitilinn, þar eð hann var ó-
kominn af alþjóðarnótinu í Prag, er
keppnin hófst.
*
Guðmundur Thoroddsen prófessor,
fyrrum yfirlæknir Landsspítalans, ræð-
ur sig sem skurðlækni til Grænlands
um nokkurra mánaða skeið.
*
Skipverji á togaranum Ólafi Jóhann-
essyni Patreksfirði fellur af brúarvæng
togarans og höfuðkúpubrotnar.
Minkur á leið til Eyjaffarðar. Laug-
ardaginn 17. þ. m. kom Valur Þpr-
geirsson brunavörður í Reykjavík á
lögregluvarðstofuna hér með dauðan
mink, er hann kvaðst þann sama
morgun hafa unnið skammt frá þjóð-
veginum vestan við Bakkasel. Lítur út
fyrir, að minkurinn hafi verið í sumar-
leyflsför á eyfirzkar slóðir, en slík loð-
kvikindi eru engir aufúsugestir norður
hér.