Íslendingur


Íslendingur - 24.08.1955, Side 4

Íslendingur - 24.08.1955, Side 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 24. ágúst 1955 Kemur út hveru miðvikutUs. Útgefandi: Útgáfufélag ítlendingt, Ritstjóri og ábyrgðarmaðar: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 1375. SIcrif8tofa og afgreiðsla í Cránufélagsgötu 4, simi 1354. Skrifstofutíma: KL 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. Prentsmiðfa Björns Jónssonar h.f. »Kjarabaráttan« stjórnmálalegs eðlis Alþýðusamband íslands hefir nýlega gefið út ávarp til að mót- mæla verðhækkunum, sem komið hafa í ljós sem bein afleiðing af launahækkunum efíir verkfallið í vor. Hefst ávarp þetta með þess- um orðum: „Alþýðusamband íslands mótmælir harðlega þeim staðlausa á- róðri, að þær gífurlegu verðhækkanir, sem nú eru tilkynntar dag- lega, standi í nokkru rökrétlu sambandi við þá 10% kauphœkkun (lbr. hér), sem fékkst með lausn verkfallsins í vor. í ýmsum íilfell- um nemur hin auglýsta verðhækkun 20—30%, en vinnulaun flestra fyrirtœkja eru aðeins lítill hluti (lbr. hér) af samanlögðum rekst- urskostnaði þeirra . . .. “ Þá segir síðar í ávarpinu, að verðhækkanir leiði til nýrra kjara- deilna og stofni vinnufriðnum í bráðan voða. Strax í upphafi ávarpsins leyfir stjórn ASI sér að bera á borð blekkingar og hreinar firrur. Þar er talað um eina memlausa 10% kauphækkun, þó að blöð vinstri flokkanna teldu kjarabæturnar 17% að loknu verkfallinu i vor, er þau voru að skýra lesendum cín- um frá „sigrinum“ í vinnudeilunni. Og vissulega er hér um meira að ræða fyrir atvinnurekandann en 10% kauphækkun. Jafnframt henni urðu þeir að taka á sig lengt orlof og fjárframlag í atvinnu- leysistryggingasjóð, er nemur verulegum upphæðum. Og sú full- yrðing ávarpsins, að vinnulaun séu aðeins „lítill hluti“ af fram- leiðslukostnaði vöru, er svo fráleit, að ekkert fullorðið fólk getur tekið mark á. Það er einnig tilgangslaust að halda þeirri firru fram, að almennar launahækkanir komi ekki fram á neinum kostnaðar- liðum atvinnufyrirtækja öðrum en greiddum vinnulaunum til verkamanna og iðnverkafólks. Þær koma óhjákvæmilega fram á ýmsum öðrum kos'naðarliðum, t. d. í öllum flutningsgjöldum, hreingerningu, og verðhækkun vara, er atvinnufyrirtækin þurfa að kaupa til rekstursins. Allir heilskyggnir menn vissu það fyrir, að hið pólitíska verk- fall í vor og afleiðingar þess mundu hleypa af stokkunum nýrri dýr- tíðarskriðu, er gæti endað með enn einni gengislækkun islenzks gjaldmiðils. Og þó'.t reynt væri að halda því fram í blöðum komm- únista, að hér væri um það eitt að ræða að samræma kjör verka- fólks við ríkjandi verðlag í landinu, þá sýndu útreikningar hag- fræðinga, er Alþýðusambandið hafði fengið til að reikna út kaup- mátt launa, að hann hafði verið óbreyttur um nokkurra ára skeið. Með öðrum orðum: Það var búið að ná efnahagslegu jafnvægi eftir meira en tíu ára kapphlaup stéttanna um að gera íslenzkan gjald- miðil verðlausan. í ávarpi ASÍ er talað um, að vinnufriðnum sé s'efnt í bráðan voða, ef framleiðsluvörur hækka í verði eftir kauphækkanirnar í vor. En ekki verður séð, að ASÍ undir stjórn Hannibals og komm- únista fari vel að tala um vinnufrið. Eftir að samningar náðust í vor, og ætla mátti að vinnufriður gæti haldizt um skeið, er gripið til hins gamla skæruhernaðar. Vélstjórar í Vestmannaeyjum ríða á vaðið. Konur í Keflavík og á Akranesi hafa nú, fám mánuðum eftir að vinnufriður var saminn, sagt upp samningum og hafið verkfall til þess að fá hærra kaup en um hefir verið samið í Reykjavík og Akureyri. Það er því augljóst mál, að þau óþjóðhollu öfl, er nú ráða fyrir launas’éttum þjóðarinnar, vilja engan vinnufrið og rjúfa hann hvenær sem þeim henta þykir. Og það má telja fyllilega ljóst, að þótt kommúnistar hefðu fengið fram allt að 70% kauphækkun eins og þeir gerðu kröfur til, þá væri enginn vinnufriður í landinu. Svo augljóst mál er það orðið, að verkfallið í vor var ekki kjara- bótaverkfall, heldur tilraun til að koma ríkisstjórninni frá völdum. Jafnvel Alþýðublaðið hefir ekki getað selið á sér með að viður- kenna það. Síðastliðinn fimmtudag segir svo í forystugrein blaðs- ins um „kjarabaráttu“ Hannibalistanna: „Sú barátta getur ekki einskorðazt við átök atvinnurekenda og vinnuþiggjenda, því að hún er raunverulega háð gegn núverandi stjórnarslejnu, ríkisstjórninni og meirihluta hennar á Alþingi. Bar- áttan er því stjórnmálalegs eðlis ....“ (lbr. hér). Mikið var, að þeim skyldi verða á að játa það, sem allir vissu áð- ur. En það ber hvorki vott um þjóðhollustu né þegnhollustu, er á- byrgir menn draga verkafólk landsins nauðugt viljugt út í sex vikna X>0»00'00000000000000000000000'»00000i>0000'00000000< Raddir kvenna Goðar eig:inkonur Lítil skýring vegna athugasemd- ar. — Griðastaðurinn í Vagla- skógi. „Versta kráin í Þingeyjarsýslu“. Ól. ]. skrifar: ÞEGAR ÉG skrifaði íslendingi bréf- korn það, er birtist í 31. tbl., þ. 17. þ. m., var mér að vísu kunnugt um hinar mörgu útgáfur af þar um gelinni stað- hæfingu bæði í mæltu og rituðu máli. En mér virtisl umsögn íslendings einna táknrænust og líklegust til að vekja athygli vegna myndarinnar, og þess vegna sendi ég einmitt því blaði l.'nu. Hafi ég hneykslað ritstjórann eða aðra starfsmenn blaðsins með orðalagi mínu, vil ég biðja afsökunar á því. E. t. v. „furðaði" mig enn meira ummæli sumra annarra, einkurn þegar þess er gætt, að ég var áður búinn að vekja athygli tveggja mælra borgara þessa bæjar á því, hve veikar og hald- lausar sannanir væru fyrir því, að UMFA væri elzta (fyrsta) UMF lands- ins. Og nú vildi ég mega spyrja, hvaða heimildir það voru, sem allir þeir, er staðhæfðu þetta, fóru eftir? Var það bók Geirs Jónastonar? Hafi svo verið, livers vegna tóku þeir þá aðeins tillit til annarrar staðhæfingar bókarinnar en gengu alveg fram hjá hinni? í ÁÐUR UAÍGETINNI BÓK er á bls. 93 stór og glæsileg mynd af 14 ungum mönnum, og stendur þar með breyttu letri: „Stofnendur UMF Akur- eyrar sjöunda janúar 1906“. Fletti maður bókinni "ftur á bak verður fyrir manni_ á 342. bls. þetta: „UMF Dagsbrún í Höfðahverfi. I. UMF Dags- brún var stofnað 4. júní 1905, og var því eitt af fyrstu ungmennafélögunum á íslandi, sem sett var á fót. Stofnend- ur 14“. Allir hljóta að sjá og viðurkenna, að 4. júní 1905 er fyrr en 7. janúar 1906, og er því UMF Dagtbrún eldra, þ. e. a. s. stofnsett fyrr en UMFA. Þarna er líka á næstu síðu mynd, ekki þó af stofnendum Dagsbrúnar, heldur af öll- um forráðamönnum félagsins fram til þess tíma, sem söguágripið er ritað. ÞAU UMMÆLI SÖGURITARANS, að Dagsbrún hafi verið „eitt af fyrstu ungmennafélögunum á íslandi, sem sett var á fót“ gætu bent til þess, að höf. heíði verið kunnugt urn, að ein- hver UMF hefðu þó verið stofnuð fyrr. Ég hef að vÍ3u heyrt eina skýringu borna fram á þessu máli, og hún er sú, að stjórnendur UMFÍ hafj staðfest það, að UMFA væri elzta, þ. e. a. s. Allmikið hefir nýlega verið skrifað í blöð og tímarit um það fyrirbrigði, að amerískir her- mienn í Evrópu virðist miklu fremur kjósa sér að kvonfangi Evrópukonur en sínar eigin sam- löndur; nú er svo komið, að á hverjum mánuði kvænast að jafn- aði 500 hermenn Evrópukonum. Ennfremur virðast þessi hjóna- bönd endast betur, heldur en yfir leitt á sér stað í Bandaríkjunum, þar sem hjónaskilnaðir eru mjög tíðir. Nýlega fór blaðakona til Evrópu til að grennslast eftir hver orsökin sé til þess að þannig er komið í þessum málum. Hitti hún liðsforingja einn, er ekki var myrkur í máli; hafði hjónaband hans og amerískrar konu endað með skilnaði, en nú var hann gifi- fyrst stofnaða UMF landsins, og þess vegna þýddi ekki að benda á sannanir fyrir neinu öðru. Sé þevsu þannig far- ið, þá er komið langt frá þeim hug- sjónum, er mest voru í heiðri hafðar, þegar ungmennafélagsskapurinn var fyrst „myndaður" í Öxnadal um alda- mótin síðustu, ef forráðamenn hans nú telja sér ekki lengur „skylt að hafa það, er sannara reynist." Logi skrifar: „HÉR ER GRIÐASTAÐUR" stend- ur á skilti við innkeyrslu í Vaglaskóg. Og sannarlega ættu tkógarnir okkar að geta verið griðastaðir. En hinir mörgu kvöld-dansleikir Skógræktar ríkisins í Brúarlundi bregða þar nokkrum skugga á. „Hljómsveit leikur í Brúar- lundi," segir í lilkynningu útvarpsins. En í kringum þessa hljómsveit dansa ölóðir menn og konur, því að þetta er einskonar „sveitaball“, og flestir þekkja framkomu og umgengnisvenjur þeirra, er þangað sækja ákafast. Ég fer ekki á skógarböll, en ég er búinn að heyra svo margar sögur af þeim, að ég veit, að fullyrðingin um griðastað- inn er komin úr móð. Ilann er áreiðan lega ekki að finna umhverfis Brúar- lund á laugardagskvöldum. Skógrækt ríkisins þarf vissulega á miklu fé að halda. Hún fær 10 aura af flestum sígarettupökkum, er við kaup- urn. Það mun verða talsverð fúlga í heild. Og mér er sagt, að „hljómleik- arnir“ að Brúarlundi séu einn liður í því að klæða landið. Það er út af fyrir sig ekki annað en golt eitt um það að segja, eða a. m. k. ef við það safnatt meira fé en nemur í spjöllum á gróðri og menningarlausri umgengni ölóðra ballgesta í skóginum. Og óneitanlega væri æskilegra, að skógurinn væri ekki Framhald á 6. síðu. ur enskri stúlku, og var mjög hamingjusamur. Hann sagði: „Þegar maður kvænist heima, þ. e. í Bandaríkjunum, ætlast konan ekki einungis til að eiginmaður- inn sjái sér farborða það sem eft- ir er æfinnar, heldur að hann láti sér í té miklu betra heimili og aðra hluti en vinkonur hennar eiga, jafnvel þótt hann hafi ekki efni á því. Og hvað lætur hún honum svo í té í staðinn? Sam- kvæmt skýrslum, er birtar voru nýlega í tímariti, verða 60 pró- sent eiginmanna í Bandaríkjun- urn að búa til morgunverð sinn, nteðan konan sefur vært. Þó hann útvegi henni alls konar heimilis- vélar, verður hann oft að hjálpa henni við að ljúka við heimilis- störfin eftir að hann kemur heim að loknu sínu dagsverki, og fara s.ðan með henni út á einhverja skemmlun til að umbuna henni fyrir að hafa verið innilokuð all- an dagrnn á heimilinu, sem hann vinnur fyrir baki brotnu. Jafn- rétti með hjónunum er ekki til að dreifa; konan tekur allt, sem eig- inmaðurinn getur veitt henni, en finnur lítið til þess að hún hafi jafnframt skyldur að rækja gagn vart honum. Hér er þetta öðru- vísi; konurnar gefa mönnum sín- um nokkuð, sem amerískar konur gera ekki: Þær gefa þeim full- vissu um það, að þeir séu hús- Vísnabálknr Fellur elfa foldu á, flestir helveg bruna. Ó, hver skelfing er að' sjá upp í hvelfinguna. Ókunnur höf. Kuldahlátur hafa má, hryggð ei látast bera. Þó að bjáti eitthvað á, eg skal kátur vera. T orfmýrar-Jónas. Hug til vendum varhygðar, virðum bending fremur, fyrr en endi ævinnar oss að hendi kemur. Sami. Hæsta þing í heimi eg veit harmar kring þótt geisi, — til að ringa tárin heit — tilfinningaleysi. Ókunnur höf. Um kringluleita stúlku. Hvað á ég svo til að taka tign sem þína votti? Andlit þitt er eins og kaka undan fjórðungspotti. Jón Sigurðsson Skúfsstöðum. Tvær eru sveitir, Flói og Fljót, er flestir saman jafna, að þeim fylgir ein sú bót þar öngvir í viti kafna. Ókunnur höf. (Gömul). verkfall í þeirri einu von, að það geti veikt ríkjandi stjórn. Og Varla er rétt að láta sér á óvart koma, þótt málgögn slíkra manntegunda bíti höfuðið af skömminni með því að saka ríkisstjórnina um, hvernig komið sé. Hinn nýi skæruhernaður kommúnista í launamálum hefir opin- berað svo, að enginn getur á villzt, að kjaramál verkafólks skip'a þá ekki máli. Afkomu fólksins, er þeir þykjast ráða yfir, á að fórna á altari pólitískra íyrirætlana.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.