Íslendingur - 24.08.1955, Síða 6
6
ISLENDINGUR
Miðvikudagur 24. ágúst 1955
HjnriM’rkurÁðstefnn
Snmeiou5u þjóðunou
Gefn, 18. ágúst. — Ráðstefna
Sameinuðu þjóðanna um frið-
samlega notkun kjarnorkunnar
er nú senn á enda.
Það virðist sameiginlegt álit
allra þeirra, sem taka þátt í ráð-
stefnunni og einhverja aðild eiga
að henni, jafnt lærðra sem leikra,
að hún hafi reynst mjög gagnleg,
og það jafnvel framar vonurn
bjartsýnustu manna.
í dag ræddu vísindamenn ráð-
stefnunnar aðallega um hin sí-
auknu not geislavirkra ísótópa til
ýmiskonar lækninga, vísindalegra
rannsókna á ýmsum sviðum og í
iðnaði. Segja má að notkun hinna
örsmáu atómagna og skýrslur
varðandi framfarir á orkufram-
leiðslu kjarnorkustöðva, hafi ver-
ið helztu umræðuefni fundarins,
enda þótt hann hafi komið víðar
við og ræddar hafi verið margar
aðrar greinar hinna víðfeðmu
kj arnorkuvísinda.
Clinton Anderson, öldunga-
deildarþingmaður, 6em er formað
ur kjarnorkunefndar Bandaríkja-
þings, lét þess getið á blaða-
mannafundi í dag að á ráðstefn-
unni hafi þjóðir þær, sem taka
þátt í henni þegar skipst á mjög
mikilvægum upplýsingum. Lét
hann í Ijós þá ósk að ráðstefna
svipuð þessari gæti komið saman
aftur áður en langur tími er lið-
inn.
Á fundi þeim, sem fjallaði um
notkun geislavirkra ísótópa spáði
einn af mikilhæfustu 6tarfsmönn-
um bandarísku kjarnorkustofnun-
arinnar, eðlisfræðingurinn dr.
Willard E. Libby, stórauknum
notum geislavirkra ísótópa til
hagshóta fyrir gjörvallt mannkyn.
Hann sagði að enda þótt not ísó-
tópanna væru nú þegar orðin svo
mikil, myndu þau ein réttlæta
allt það starf og allt það fjár-
magn, sem varið hefir verið til
kj arnorkurannsókna. Libby sagði
að enn biðu vísindamanna geysi-
mikil óleyst verkefni í sambandi
við notkun ísótópanna.
Dr. A. F. Rupp, sem starfar
við kjarnorkustöðina í Osk Ridge
í Bandaríkjunum, lét þess getið í
skýrslu, er hann flutti á ráðstefn-
unni, að fram að árslokum 1954
hafi þessi kjarnorkumiðstöð látið
frá sér fara 64,000 sendingar af
geislavirkum ísótópum til sjúkra-
húsa og vísindastofnana um heim
allan.
Vísindamenn frá Ástralíu,
Tékkóslóvakíu, Bretlandi, Kana-
da, Bandaríkjunum og Sovét-
Rússlandi hafa flutt ráðstefnunni
skýrslur um notkun ísótópa m.a.
við brottnám heilaæxla, lækningu
á krabbameini, til að finna galla
í málmum og til þess að mæla
þykkt og samsetningu ýmissa
efna.
Á fundum, sem fjölluðu um
framleiðslu rafmagns, þar sem
kjarnorka er notuð sem hinn upp-
runalegi aflgjafi, voru fluttar
skýrslur, er báru þess vitni að
bæði Sovét-Rússland, Bandarík-
in og Bretland hafa náð góðum
árangri í sambandi við tilraunir
þær, er miða að því að auka orku
magn það, 6em eldsneyti kjarn-
orkuofna framleiðir.
Fulltrúar bandarísku sendi-
nefndarinnar skýrðu frá tilraun-
um með notkun fljótandi bismut-
málms til kælingar, en fulltrúar
Sovét-Rússlands skýrðu frá á-
rangri af tilraunum þeirra með
notkun fljótandi sódíums og sódí-
umsaltpéturs í sama tilgangi.
Þessar tilraunir eru langt komn
ar með að leysa það vandamál,
sem felst í því að hafa öflugan
kæli, sem jafnframt ver kjarnorku
efnin fyrir tæringu.
Fyrir síðasta bæjarstjórnar-
fundi lá fundargerð bygginga-
nefndar, þar sem nefndin hafði á-
greiningslaust lagt til, að BSO
fengi bráðabirgða stöðuleyfi fyr-
ir byggingu bílaafgreiðslu vestan
við Bifreiðastöðina Stefni, þar
sem BSO hafði áður verið úthlut-
að stöðuleyfi fyrir bifreiðar.
Þessi tillaga bygginganefndar
var felld á bæjarstjórnarfundin-
um með eins atkvæðis mun, og er
ekki kunnugt, hvað valdið hefir.
Undanfarið hefir oft verið rætt
um það, að fjarlægja þyrfti bif-
reiðar af Ráðhústorgi, og götum
þeim, er að því liggja, og fá bif-
reiðastöðvunum, er þar hafa ár-
um saman verið, annað athafna-
svæði í bænum. í sumar lét bæj-
arstjórn loks verða af því að
bægja bifreiðunum af torginu,
en án þess jafnjramt að sjá þeim
fyrir viðurutndi slœðum annars-
staðar. Stjórn BSO hafði lagt til,
að bátakvíin við Strandgötu yrði
fyllt upp, og stöðinni fengið at-
hafnasvæði þar, og er bæjarstjórn
hafði látið stöðina flytja benzín-1
tanka sinn þangað og úthlutað |
henni bílastæðum á kantinum við j
tankann, mun ahnennt hafa verið
litið svo á, að málið yrði leyst á
þann hátt. En neitun bæjarstjórn-
ar á erindi stöðvarinnar um bygg
ingu afgreiðsluhúss á þessum
stað, bendir til, að henni sé eng-
inn samastaður ætlaður. Og þar
sem hér er um að ræða atvinnu
nær 30 manna, er afgreiðsla máls-
ins í bæjarstjórn hvorttveggja í
senn: furðuleg og óviðunandi.
Bæjarstjórn ber að greiða fyrir
því, að fólksbifreiðastöðvarnar
fái viðunandi samastað í stað
þess að hrekja þær út á húsgang.
Flutningur bifreiðanna af Ráð-
hústorgi mælist vel fyrir, enda
eykur það umferðaröryggi á fjöl-
förnustu götum bæjarins. Þó
skortir enn nokkuð á, að þar sé
nóg að gert. Þriðja bifreiðastöð-
in er staðsett við mikla umferða-
götu, og þarf að ætla henni annað
athafnasvæði. Og eins og nú
standa sakir, er ríkjandi umferð-
aröngþveiti við Kaupvangstorg
Vísindamennirnir, sem sótt
hafa ráðstefnuna, hafa verið í
essinu sínu, því nú hafa þeir
margir hverjir í fyrsta skipti átt
þess kost að hitta starfsbræður
sína frá öðrum löndum og ræða
við þá um sameiginleg áhugamál.
Ýmsir þeirra hafa látið í ljós
undrun sína yfir því hve vísinda-
menn, sem unnið hafa að lausn
sömu gátunnar á sitt hvoru land-
inu, án þess að hafa samband
hvor við annan, hafa komist að
sömu niðurstöðu, og á þetta sér-
s'aklega við um rannsóknir Breta,
Bandaríkjanna og Rússa í sam-
bandi við upphaf keðj uvirkj unn-
ar í kjarnorkuofnum. Yfirleitt
eru fulltrúarnir á ráðstefnunni
mjög ánægðir með árangur henn
ar, og vænta mikils af auknu
samstarfi á sviði kjarnorkuvís-
inda víðsvegar um heiminn.
og í neðanverðu Grófargili. Þar
er nú slysahælta mikil af of mik-
illi umferð, þar sem stórar flutn-
ingabifreiðir standa tímunum
saman alla virka daga á sjálfum
umferðagötunum, og eiga bæjar-
stjórn og stjórn umferðamálanna
þar óunnið verk, sem ekki má
dragast öllu lengur. Mjólkurflutn
ingabifreiðunum verður að sjá
fyrir stöðuplássi annars staðar en
á helztu umferðagötu bæjarins.
___*____
Þankabrot
Framh. af 4. síðu.
griðastaður hálfgerðra villimanna held-
fólks, sem leitar þangað fegurðar,
friðar og hvíldar.
UM LEIÐ OG ÉG birti þessa hug-
leiÖingu Loga, tel ég rétt að geta þess,
að sjálfur hefi ég nýlega átt tal um
þetta efni við sýslumann Þingeyinga,
Júlíus Havsteen. Hann sagði mér, að
nýlega hefði komið pistill um þetta í
dálkum Velvakanda Morgunblaðsins,
væri orðinn „versta kráin í allri Þing-
eyjarsýslu.“ Og þar í ættu Akureyring-
ar, sem jafnan væru þar fjölmennastir,
drýgsta hlutinn, þótt fleiri kæmu þar
við sögu. Upphaflega hefði Skógrækt-
arstjóri ríkisins ásamt nokkrum fínum
mönnum á Akureyri byggt bragga
þenna í Vaglaskógi, sem alltaf hefði
verið í æpandi mótsögn við fegurð
6taðarins, og rekið þar gisti- og veit-
ingahús urn skeið. En ráðsmaður fyrir-
tækisins hefði alltaf talið það rekið
með ærnu tapi, og mundi ríkisskatta-
nefnd hafa fallizt á þá skoðun. Og nú
væri svo komið, að Skógrækt ríkisins
ræki knæpu þessa, og væri það vissu-
lega í litlu samræmi við menningarlegt
hlutverk hennar og upphyggingarstarf.
„Pabbi, áktn ekki svona hart.“
„Af hverju ekki?“
„Lögregluþjónninn á mótor-
hjólinu kemst ekki fram úr þér.“
furöuleg mdlsnlðreiðsla
og áliti hann þar ekkert ofsagt. Vagla-
skógur (eða a. m. k. Brúarlundur)
ALF ERLING: 83
Bræður myrkursins
— Julie de Noel, segið þér, Disna, sagði hann og fletti bókinni.
— Nei, leyniþjónustan þekkir enga með þessu nafni.
VIÐKVÆMT EINTAL
Um kvöldið hélt Sjakalinn í óperuna. Hann var einn hinna fyrstu
er komu inn í áhorfendasalinn, því að hann vildi virða fyrir sér
alla, er þangað kæmu.
Honum fannst tíminn aldrei hafa verið svo lengi að líða, og
rannsakandi augnaráð hans leitaði gegnum kíkinn um allt áhorf-
endasviðið, en hvergi gat hann komið auga á hina fögru de Noel.
Skyldi hún hafa svikið? Hafði hún verið að gabba hann? Hann
vissi sjálfur ekki, hverju hann '®í/ldi trúa.
Er sýningin hófst, ávarpaði hann maður, sem hann þekkti, og
sat að baki honum. Hann leit um öxl andartak og skipti við hann
nokkrum orðum. Þegar hann neri sér fram aftur, gat hann ekki
varizt undrun.
Konan sat í geislandi fegurð sinni í afþiljaðri stúku. Hún sá
hann, brosti til hans, og Ivan Disna reis á fætur og hneigði sig.
Hún kinkaði kolli til hans. Hann var í sjöunda himni.
í sama bili var tjaldið dregið frá, og það var slökkt í áhorfenda-
salnum. Ef Ivan Disna hefði á því augnabliki getað stöðvað leik-
inn á sviðinu, mundi hann hafa gert það, því allan þáttinn huldi
myrkrið konuna fyrir honum.
Honum fannst þátturinn endast heila eilífð, og hann varð glað-
ur, þegar tjaldið var dregið fyrir og ljósin kveikt.
Hann leit upp í stúkuna, og augu hans mættu brosfögru augna-
ráði Julie de Noel.
Hann gat ekki staðizt þetta lengur. Hún varð í vitund hans huldu-
mær. Hann varð að tala við hana. Og hann stóð upp úr sæti sínu
og gekk yfir i stúku hennar.
— Leyfist mér að koma inn? spurði hann.
— Auðvitað, svaraði hún og dró tjald fyrir rimlaglugga stúk-
unnar.
— Þér töfrið mig, sagði hann og kyssti á hvíta hönd hennar.
Hún hló. Og Ivan Disna hugsaði með sér, að þannig mundu
englarnir hlæja. Rétt á eftir var hann setztur við hlið hennar og
tekinn að ræða við hana.
Ein veikasta hlið Sjakalsins var hégómagirni hans. Hann varð
upp með sér, ef einhver smjaðraði fyrir honum og lýsti undrun
sinni á hugrekki hans, og konan lét hann fyllilega skilja, að það
væri einmitt hugrekki hans, sem hún dáðist að og hefði komið inn
hjá henni þeirri fyrirætlun að kynnast honum persónulega. Hann
gekkst ákaflega upp við þetta. Konan var dásamlegt ævintýri. Ef
til vill elskaði hún hann, þegar allt kæmi til alls. Hvílík hamingja.
Hann var ófríður eins og erfðasyndin, en hann hafði heyrt, að
ljótir menn vektu oft áhuga og eftirlekt hins veika kyns.
Þegar sýningunni var lokið, og hann lagði loðkápuna óstyrkum
höndum á axlir henni, sneri hún sér að honum og sagði:
— Viljið þér gjöra mér þá ánægju að fylgja mér heim og borða
með mér kvöldverð?
Sjakalinn vissi ekki í gleði sinni, í hvorn fótinn hann átti að
standa, og að sjálfsögðu tók hann boðinu með þökkum.
— Og svo heitið þér mér því að segja mér nokkur æsilegustu
ævintýrin, er þér hafið ratað í, sagði hún með eggjandi brosi.
— Það skal verða mín mesta ánægja, fullyrti Ivan Disna.
Litlu síðar sátu þau í hinni fögru bifreið konunnar.
Hefði nokkur getað séð Sjakalinn á leiðinni við hlið þessarar
geislandi fegurðar, þá mundi orðrómurinn um harðlyndi Sjakals-
ins hafa lotið í lægra haldi.
Hann kyss'i hendur konunnar fögru og fullvissaði hana um að-
dáun sína og ást, en hún virtist ekki taka honum það illa upp.
Það var heppilegt, að lokaður vagninn skýldi þeim fyrir forvitn-
um augum og leyndi roðanum, sem áköf orð hans og skýringar
framleiddu á vöngum hennar.
Og hún játaði hlæjandi, að hún væri þess fullviss, að engin kona
gæti s'aðizt þá fossandi mælsku, er hann ætti yfir að ráða.
Þegar þau komu að heimili konunnar, ók bifreiðin inn í garð-
inn. Þau stigu út og gengu inn í dauflega lýst anddyri. Þaðan
gengu þau eftir skrautlýstum göngum inn í herbergi eitt, er var
ríkulega búið húsgögnum og baðað í Ijósum.
Þjónn kom þar á móti þeim og tók við yfirhöfnum þeirra, og
Sjakalinn var svo hugfanginn við að finna sig staddan hjá Evu
í Paradís, að hann tók ekki eftir, að hin fagra kona leit til þjónsins
þýðingarmiklu augnaráði um leið og hún bauð honum að bera á
borð svo fljótt, sem kostur væri.
Hún fékk sér sæti í þægilegum stól og krosslagði fæturna, svo að
hann gæti séð svörtu silkisokkana, sem féllu þétt að grönnum
öklum hennar og fagursköpuðum fótleggjum.