Íslendingur


Íslendingur - 02.11.1955, Síða 2

Íslendingur - 02.11.1955, Síða 2
! SLENDINCUR 2 kirkjuvörður MINNINGARORÐ Kristján S. Sigurðsson var orðinn hálfsextugur, þegar ég kynntist honum fyrst, og þó fannst mér þá, að við hefðum hlotið að þekkjast lengi. Mun það hafa komið til af því, hvað hann var strax alúðlegur og aðgengilegur í allri kynn- ingu. Við áttum síðan eftir að vinna saman í ýmsum félags- málum, og get ég fullyrt það, að hvar sem Kristján starfaði í þeim málum, þá lagði hann sig allan fram til að verða að sem mestu liði. Það var aðdá- unarvert, hvað vilji hans var sterkur og lund hans þjál, hvað hugur hans var sístarf- andi fyrir þau málefni, sem hann taldi að mundu leiða til bóta fyrir land sitt og þjóð. Kristján var hófsmaður á öllum sviðum, og fyrirmynd annarra í daglegri umgengni, ævinlega í jafnvægi, alltaf hlýr og þægilegur, tillögugóð- ur í öllum málum og fórnfús með afbrigðum, hvar sem hann lagði lið, ef honum fannst málstaðurinn vera góð- ur. Af öllum þeim mörgu félög um, sem Kristján starfaði í, mun honum þó hafa verið einn kærast að vinna fyrir Góðtemplararegluna, enda var það sannast mála, að ekkert var honum jafn hugstætt eins og að vinna gegn neyzlu á- fengra drykkja og bæta úr því böli, sem ofdrykkjan skapar hinni uppvaxandi kynslóð. Hann vildi eins og margir aðrir Templarar, bvrgja brunninn, áður en barnið dytti í hann. Hann hafði fyrir löngu fylkt sér undír það merki, að vinna af alhug að bindindismálum, og í þeirri baráttu var engin fórn of stór. Hann var góður fulltrúi sinna reglubræðra hvar sem hann mætti, enda var hann oft bú- inn að mæta á stórstúkuþing- um sem fulltrúi templara á Akureyri. Aðrir munu verða til að minnast Kristjáns sem kirkju- varðar, og hvað hann verður mörgum hugstæður frá því starfi, hversu hann vildi leysa á sem beztan hátt úr hvers manns vandræðum, hvað hann var boðinn og búinn til að liðsinna, og taldi ekki eftir sér sporin, þó hann þyrfti að ,,,fara margar aukaferðir upp kirkjutröppurnar. Hann var ætíð á sínum stað, þegar ein- hver kirkjuleg athöfn skyldi framkvæmast. Þar mætti hann Miðvikudagur 2. nóv.1955 öllum með sama glaða yfir- bragði, hlýr og traustvekj- andi. Hann flaustraði engu starfi af, en var alltaf jafn ró- lyndur og samvizkusamur. Mörgum þótti gott að leita til Kristjáns á verkstæði hans í Brekkugötu 5 B, þegar þeir þurftu að fá eitthvað gert í flýti. Þar var ævinlega um góða afgreiðslu að ræða. Hvernig sem á stóð hjá hon- um, reyndi hann að liðka þannig til, að hægt væri að verða við tilmælum þeirra, sem til hans komu. Við slíka menn er gott að eiga sam- skipti. Heimili Kristjáns var öllum >pið. Þar var gott að mega ylla sér, ef tóm var til, og .pjalla við húsbóndann, sem /ar ræðinn og kunni frá nörgu að segja af langri og starfsmikilli ævi. Við vinir þínir þökkum þér, Kristján, fyrir dugmikið og fórnfúst starf á liðnum ár- um. Við þökkum hinn brenn- andi áhuga þinn í bindindis- málum, og öllum þeim félags- málum, sem þú starfaðir að. Megi þjóðin eignast marga slíka. B. Mdtr Kiljon... Frarnhnld aj 1. síðu. /yrsta bók hans vakti strax eftirtekt. Halldór Kiljan Laxness ólst upp að Laxnesi í Mosfells- sveit og hóf þegar á unglings- árum skáldsagnaritun. Fyrsta bók hans, „Barn náttúrunn- ar“, kom út, er hann var að- eins 17 ára gamall, og vakti hún óvenjulega athygli. Þá var hann vart fullorðinn, er hann ritaði skáldsöguna „Und ir Helgahnúk“ og „Vefarann mikla frá Kasmír“. Síðan þær bækur komu út, hefir Laxness víða farið. Hann hefir lagt leið sína suð- ur um alla Evrópu, austur um Garðaríki og um þvera og endilanga Ameríku og ber því öll einkenni heimsborgarans. Um engan íslenzkan rithöfund hefir staðið meiri styrr. Hann á fjölda aðdáenda, er ekki sjá til sólar fyrir honum, en hefir einnig skapað sér andstöðu. Á engan íslenzkan rithöfund hefir verið borið væmnara lof, en þeir eru líka til, sem ekki vilja lesa rit hans né eiga þau í skáp sínum. En slíkar andstæður skapast ekki utan um meðalmennskuna. 600 þúsund krónur. Bókmenntaverðlaun Nóbels 4. tlnldkar Tínlistarfélogsíns Tónlistaxfélag Akureyrar! Stokkhólmi, þar sem hún hef- heldur 4. og síðustu tónleika ir æft hjá hinni þekktu, rúss- sína á þessu ári, fimmtudag- nesku söngkonu, Madame inn 3. nóv. kl. 9 e. h. í Nýja Skilondz, og munu bæjarbúar Bíó. Mun ungfrú Ingibjörg J fagna því að fá að heyra til Steingrímsdóttir þá syngja hennar á ný. Á söngskránni fyrir styrktarmeðlimi félags- ins og gesti þeirra. Dr. V. Ur- bancic aðstoðar. Ingibjörg útskrifaðist frá Konunglega Tónlistarskólan- um í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum áxum og hefir síðan verið fastráðin söngkennari hjá Sambandi ísl. karlakóra. Að loknu námi hélt hún tón- leika í Reykjavík, ísafirði og hér á Akureyri, við mjög góða dóma. Nú er hún nýkomin frá eru lög m. a. eftir Björgvin Guðmundsson, Þói'arin Jóns- I son, dr. Urbancic, Brahms, Handel, Mozart o. fl. Tónlistarfélagið væntir þess, að styrktarmeðlimir greiði gjöld sín að fullu við mót- töku aðgöngumiðanna, sem verið er að bera út til þeirra eða til gjaldkera félagsins, Haralds Sigurgeirssonar. — Nokkrir aukamiðar fást við innganginn. Vctrarslarfsemi Æskulvðshelmilis templara að hefjast Undanfarna tvo vetur hefur Góð- templarareglan á Akureyri rekið Æsku- lýðsheimili í húsakynnum sínum í Varðborg. Eins og mörgum er kunnugt er starfsemi þessi aðallega tvennskon- ar, þar sem annar hluti hennar fer fram í námskeiðum en hinn í leik tarf- semi við leikáhöld og dægradvalir. Nómskeiðin, sem aða'.lega hafa verið verkleg, hafa verið nijög fjölbreytt og þar hefur far .ð frani kennsla í myndskurði, leirmót- un, módelsmíði, föndri, bast- og tág- arvinnu og dansl, svo eitthvað sé nefnt. Námskeið þessi hafa náð miklum vinsældum, sérs.aklega meðal unglinga, og hafa þau ávalt verið vel sótt, enda :r þar leita t við að þelr sem þau sækja geti fundið verkefni við 6itt hæfi og hinar ýmsu námsgreinar svari áhuga- málum þeirra. Margur unglingurinn hefir, á undan förnum námskeiðum, búið til íallega muni, svo sem hillur, körfur, jólaskraut, myndastyttur og hver veit nema að við þessa iðju hafi hann lagt hornstein að sínu eigin framtíðars.arfi. Með fjöl- breyttum námskeiðum og skemmtileg- uin viðfangsefnum ættu unglingar að geta unað sér vel innan veggja, þar sem unnið er að slíkum menningarmálum. Næsta námskeið hefst mánudaginn 7. nóv. og er það nánar auglýst á öðr- ura stað í blaðinu. Lcikstofurnar, Um leikstofurnar í Æskulýðsheimili templara í Varðborg þarf lítið að fjölyrða. Margur unglingurinn hefur kynnst þeim að eigin raun og hafa þær orðið sérstaklega vinsælar mcðal yngstu ges'.anna. Þær taka til starfa þann 10. nóvember og verða opnar þann dag milli kl. 8 og 10 c. h. ÍSLENDINGUR fæst í lausasölu í Bókaverzlun P.O.B., Bókabúð Rikku. Bóka- verzlun Eddu og Blaða- og sælgæti gölunni við Káðhús- tnrg. þús. krónur sænskar, eða nál. 600 þús. íslenzkar krónur, og verða afhent á árlegri Nóbels- hátíð í Stokkhólmi í desember n. k. Þetta ei’ álitleg fúlga, — en sæmdin, — heiðurinn, er þó meira virði, og verður ekki til fjár metinn, hvorki höfund inum sjálfum né landinu, sem ól hann og fóstraði. Ríkisstjórnin hefir tilkynnt, að hún muni beita sér fyrir lagasetningu, er friði Nóbels- verðlaunin fyrir skattheimtu SKJALDBORGAR BÍÓ — Simi 1124 — Mynd vikunnar: S A B R í N A byggð á leikritinu Sabrína Fair, scm g.kk mánuðum saman á Broad- way. Frábærlega skemmtileg og vel leikin amerísk verðlaunamynd. Að- alhlutverkln þrjú eru leikin af Humphrey Bogart, sem hlaut verð- laun fyrir leik sinn í myndinni „Af- ríku drottningin", Audrey Hep■ burn, :em hlaut verðlaun fyrlr leik sinn í „Gleðidagur í Róm“ og loks W'illiam Holden, verðlaunahafi úr „Fangabúðir nr. 17“. Leikstjóri . er Billy Wilder, sem hlaut verðlaun fyrir leikstjórn í Glötuð helgi og Fangabúðir nr. 17. — Þessi mynd kemur áreiðanlega öllum í gott skap. 17 amerísk tímarit mcS 2.500.000 á- skrilendum kusu þessa mynd sem mynd mánaðarins. ATHUGIÐ AÐ SÝNINGARNAR ERU í SKJALDBORG. NÝJA BIO / kvöld kl. 9, síðasta sinn: ALLT í LAGI NERÓ Á föstudag, laugardag og sunnudag: Synir skyttuliðanna Amerísk stórmynd í litum eftir Alexanders Duma. um hinar frægu söguhetjur Þrír fóstb.æður. Aðalhlutverk: CORNEL VILDE MAUREEN O’HARA. Hvílíkt lostæti! eru að þessu sinni rúml. 190J ríkis og sveitarfélaga. Sláturtíðin er nú löngu liðin, með Ijúfar, sætar minningar. Þeir virðast undur ánægðir með sviðin, þessir akureyrsku borgarar.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.