Íslendingur


Íslendingur - 02.11.1955, Side 4

Íslendingur - 02.11.1955, Side 4
4 fSLENDINGTin Miðvikudagur 2. nóv. 1955 r**--------— — ----------—-------------------------------- Kemur út hvern miðvikudag. Útgefandi: Útgájujélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1. Sími 1375. Skrifstofa og afgreið.la í Gránufélagsgötu 4. S.'mi 1354. Skrifstofutími: Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Misbeiting á valdi verkalýðsfélaganna Blöð stjórnarandstöðunnar hafa stundum að undanfömu talað um „dýrtíðarstefnu ríkisstjórnarinnar“, án þess að hafa rökstutt þetta nýyrði sitt nánar. Þau hafa aðeins stað- hæft, að hver sú verðhækkun, sem fram hefir komið sem af- leiðing af kauphækkununum á sl. vori, væri verk ríkisstjórn- arinnar, sem stefndi vitandi vits að því að koma hér öllu á vonarvöl. Stefna ríkisstjórnarinnar var skýrt mótuð í málefnasamn- ingi flokkanna, sem að henni standa, og birt landslýð í blöð- um og útvarpi, þegar er stjórnin var mynduð. Það var stefna uppbyggingar og framkvæmda en þó um leið efnahagslegs jafnvægis. Dýrtíð hafði verið stöðvuð, og atvinnulífið var blómlegra en nokkru sinni, — allir sem vildu vinna og gátu unnið höfðu að einhverri vinnu að ganga, — að vísu ekki ætíð á heimaslóð, svo sem í sumum sjávarþorum og bæjum á Norðurlandi, vetrarmánuðina, — en þá annars staðar. Og fjölmargir áttu ekki aðeins kost á fullri vinnu í 8 stundir á dag, heldur og aukavinnu svo sem þeir framast kusu. Hið eina, er á skorti, en þó var stefnt að, var atvinnujafnvægi milli einstakra landshluta og héraða. Menn höfðu öðlazt nýja trú á gildi peninga, og stórum vaxandi innlög í banka og sparisjóði sýndu, að sparnaðarviðleitnin var að vakna 1 ný meðal almennings. En nú grípa hin verri öfl í taum. Kommúnistar ná yfir- ráðum í samtökum verkalýðsins og hefja þegar baráttuna fyrir því að rífa niður þá sljórnarstefnu, er mikill meiri hluti kjósenda fylgdi, og var til þess notað hið viðsjála vopn: verkfallsrétturinn. Með misbeitingu hans tókst kommúnist- um á skömmum tíma að koma í veg fyrir, að áætlanir ríkis- stjórnarinnar um efnahagslegt jafnvægi, rafvæðingu lands- ins og íbúðabyggingar gætu staðizt. I ýtarlegri ræðu, er Bjarni Benediktsson dómsmálaráð- herra flutti á Varðarfundi í Reykjavík nýlega, lýsir hann skilmerkilega þessum niðurrifsþætti stjcrnarandstöðunnar. Hann segir þar svo: „Misbeiting á hinu mikla valdi verkalýðsfélaganna hefir gert kommúnistum fært að koma áformum sínum fram. Þeim hefir heppnazt að magna dýrtíðina beinlínis í því skyni að kenna öðrum um þann vanda, sem af henni staf- ar . .. . .... Meinsemdin, sem nú grefur um sig í þjóðlífinu, er ofurvald kommúnista í verklýðshreyfingunni og misbeiting þeirra á því valdi verkalýðnum til óþurftar en upplausnar- áformum þeirra sjálfra til framdráttar. Mikill meiri hluti verkalýðsins skilur og þekkir óþurftar- starf kommúnista, en misvitrir foringjar hafa leiðst til und- ansláttar, sundrungar og þrekleysis, þar sem sannsögli, sameining og barátta fyrir réttu máli mundu hafa leyst vand- ann. Um sinn er hægara að skrökva því til, að allir geti fengið allt fyrirhafnarlaust, aðeins ef milliliðunum væri slátrað. Nú sem fyrr mun þó sannast, að hænan, sem húið er að háls- höggva, hættir að verpa, og að verzlunarkostnaðurinn hjá KRON mundi ekki minnka, þótt samkeppni smákaupmanna yrði úr sögunni. Slíkar tiltektir mundu eigi leiða til far- sældar, heldur aukins vanda. Þess vegna hvílir vinstri- stjórnar-hjalið á blekkingum og fláræði allra þeirra, er þar mæla ákafast með. Þeir stjórnmálamenn, sem eyða tíma sín- um í það skraf, gefa mönnum sannarlega steina fyrir brauð, þegar þeir láta svo, sem eyðing milliliðanna eða upptaka gróða þeirra mundi leysa dýrtíðarvandann. Ef þessir menn einhvern tíma ná völdum, verða þeir að grípa til annarra úr- Þar kom að því — Salka og Bjartur og Afi á Knerri — 12 rithöfundar á Norðurlönd- um hafa hlotið verðlaunin — Onnur bókmenntaverðlaun til Akureyrar. — Enn um verð- laun. Norðlenzk vindhana-blaða- mennska. ÞAR KOM LOKS AÐ ÞVÍ, að ís- lenzkur rithöfundur hlyti bókmennta- verðlaun Nóbels, og munu kannske ein hverjir segja: Mikið var. Um þann möguleika hefir mikið verið rætt, og hafa þá tveir höfundar komið til um- ræðu: Gunnar Gunnarsson og Halldór ^ Kiljan Laxness. Talið var, að Laxness stæði mjög nærri því að hljóta verð- launin 1954, er banda.íski rithöfund- urinn Ernest Ilemingway hlaut þau. En nú, meira en há.fri öld eftir að þe sum þýðingarmiklu bókmenntaverð- launum er úthlutað í fyrsta sinn, hefir slenzkur höfundur hlotið náð fyrir augum sænsku akademíunnar, og er þjóðinni og höfundinum sá heiður væntanlega verðskuldaður. HEYRT HEF ÉG, að einhvtr hafi verið með þá tillögu, að skipta Nóbels verðlaununum að þessu sinni milli Laxness og Gunnars. Ekki veit ég hvort tillagan er innlend eða erlend, en varla hefir hún komið fram í sænsku aka- demíunni, — eða ekki hefi ég heyrt það. En mér finnst til agan fráleit. Ilví ættum við að þurfa að leggja til tvo rithöfunda á móti einum amerík- ana? Hér er ekki um það að ;æða, að ísland ætti tiðferðilegan rétt á, að C00 þúsund krónur kæmu þangað, jafnvel þótt ætti að úthluta þeim eins og hverj um öðrum listamannastyrk milli rit- hiifunda. Verðlaununum hefir aðeins einu sinni verið skipt, og finnst mér ekki viðkunnanlegt. Mér finnst ekki skipta meg nmáli fyrir okkur sem ís- lendinga, hvort þessi rithöfundur cða hinn fær verðlaunin. Þeim er það öll- um heiður, að þau hafa nú fallið í skaut íslenzks rithöfundar. Og hefði ég átt tillöguré.t um þessa verðlaunaveit- ingu, hefði Gunnnar Gunnar son löngu fengið mitt atkvæði fyrir K rkjuna á Fjallinu. Því að einhver eftirminnileg- asta sögupersóna í íslenzkum bók- menntum er Ketilbjörn gamli á Kne:ri. EN LAXNESS HEFIR LÍKA SKAP- AÐ minnisstæðar persónur, og þær cru ræða, því að blekkingarnar mundu þá verða léttar í maga. Hitt hefir þessum óþurfiarmönnum tekizt að trufla mjög efnahagslíf landsmanna með misbeiting sinni á verklýðs- hreyfingunni. Hin pólitísku verkföll, sem kommúnistar og fylgismenn þeirra beita sér fyrir, megna að vísu að draga úr hinum góðu áhrifum af stefnu ríkisstjórnarinnar og yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Síðan hælast eyðilegg- ingarmennirnir yfir því, að stjórninni hafi mistekizt um sum áform sín, einmitt þau, er þessir sömu menn hafa gert allt er þeir gálu til að reyna að láta fara út um þúfur. Æðsta vald í stjórnmálum þjóðarinnar er hjá kjósendum, og þeir beita því við kosningar til Alþingis. Þar og í ríkis- stjórn er síðan stjórnað í samræmi við þann vilja kjósenda, er fram kemur við almennar kosningar. Ef vel á að fara verða samtök allra borgara í landinu, sjálft ríkið, að vera sterkasta aflið í landinu. Framferði kommúnista og handbenda þeirra er þess vegna bein ögrun við lýðræðið í landinu. Eðlilegasta úrræðið gegn þessum hermdarverkum er, að allir lýðræðisunnendur taki saman höndum og komi yfirráðum í verklýðshreyfingunni úr höndum þeirra ofbeldis- og ævintýramanna, sem þar fara nú með völd, í hendur þeirra, sem eingöngu láta sig varða hag verkalýðsins og fara þar ekki eftir annarlegum sjónar- miðum. Þessi leiðrétting á starfsháttum verklýðshreyfingar- innar verður að koma að innan, frá henni sjálfri. Valdboð í þeim efnum stoða lítt. Hinir lýðræðissinnuðu, frjálshuga verkamenn hafa nægan meirihluta í verklýðsfélögunum, að- eins, ef þeir láta ekki sundrungarmenn innan og utan félag- anna villa sér sýn. — Þetta er eitt mikilvægasta viðfangs- efnið í íslenzkum stjórnmálum nú, því að ef ekki er að gert, eykst sú hætta slöðugt, að löglegir stjórnarhættir séu brotnir niður undir yfirskyni launabaráttu, sem á þó ekkert skylt við hagsmunabaráttu verkalýðsins, heldur er þáttur í upp- lausnaráformum kommúnista. Meinsemdirnar, sem þjóðfélagið þjá, eru alvarlegar, en þó engan veginn banvænar, ef menn snúast til varnar. Þar þarf bæði vit og djörfung til að gera sér grein fyrir orsökun- um og læknisráðunum og þora að framfylgja þeim. Flest af því, sem hér þarf að gera, er þess eðlis, að ekki ælti að vera ágreiningur um meðal þjóðhollra manna, en þó mun hér enn sem fyrr reynast svo, að Sjálfstæðismenn verða að hafa forystuna.“ sjálfsagt kunnari Svíum en gamli Ket- ilbjörn, a. m. k.. Salka, sem þeir kvik- mynduðu. En mér þyklr þó Bjartur í Sumarhúsum bera hærra. Ef ég ætti að velja mér til eignar eina bók eftir Laxness, kysi ég Bjart (Sjálfstætt fólk). Ef ég ætti ræðu hans yfir Rauðs- Framhald á 6. síðu. _______________*_____ Vísnabálkur Frá Arna Helgasyni í Stykkishólmi hefir bálkinum borizt eftirfarandi, og vill hann jafnframt þakka send- inguna: Líf að spcki heimur hlær, hræsnis rík'r nað.a. það sem byr hjá fólki fær er fánýtt tal um aðra. Þér ef gengur eitthvað að, ekki skal u gráta, perlur fyrir svín í svað sízt er þörf að láta. Svo er örlílil kveðja til I Vignis vinar míns: Kveðjuna ég þakka þér, en það er ekkert sk.ílið, mörgu hætt við ofvexti er, þótt upphafið sé l.’tið. Meðalhófi margoft því menn og konur glata. Mannsins vilitu veröld í vont er oft að rata. Hófdrykkjan er heldur flá, henni er valt að þjóna. Hún er bara byrjun á að brey:a manni í róna. Auðnu þinnar ald.ei mát óska ég að verði. Hafðu vel á vcgum gát, ver þig andans sverði. Reg’ustarfi legðu Lð, leiddu snót og rekka, tuktaðu þann tæpa sið, sem telur „fínt“ að drekka. Teitur Hartmann var einu sinni á Norðfirði búsettur. í þann tíma var mikill áhugi á Norðfirði og Eskifirði í tafl- málum og starfandi félög á báðum stöðum. Eitt sinn þreyttu þeir símakappskák sín | á milli Eskfirðingar og Norð- j firðingar, og lék Hartmann móti lækninum á Eskifirði. Til að styrkja taflstöðu (sína, lék Hartmann einum manni sínum í dauðann. Var Iæknir ekki lengi að kála hon- um en missti um leið styrk taflsins. Þá orti Teitur: Þig hefir „offrun“ þessi blekkt, það verð ég að segja. En skratti var það læknislegt að láta manninn deyja. Þá hefir eftirfarandi vísa Teits víða farið: Drykkur er mannsandans megin, margþætt er jarðlífsins glíman. Sá, er sér ekki veginn, sér stundum langt fram í tímann.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.