Íslendingur


Íslendingur - 02.11.1955, Qupperneq 8

Íslendingur - 02.11.1955, Qupperneq 8
 »«|ii B B ■ KIRKJAN. Messað í Lögmannshlíð n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 471, 301, 480, 472, 222. Almennu: safnaðar- fundur eftir messu. (K. R.) MessaS í Akureyrark rkju sama dag dag kl. 5 e.h. Allraheilagramessa. Sálm- ar. 484, 461, 480, 472 og 222. Athugið breyttan messutíma. (K. R.) Sunnudagaskóli Akureyrark'rkju er á sunnudag'nn kemur kl. 10.30 f. h. — 5 og 6 ára börn í kapsllunni, 7—13 ára börn í kirkjunni. Drengjafundur á sunnu- daginn kemur kl. 2 e. h. í kapellunni. Allir 14 og 15 ára drengir velkomnir. Kriitneshœli 28 ára. I gær voru lið- in 28 ár frá vígslu Kristneshælis, og var þess minnst með guðsþjónustu í hælinu kl. 10 í gærmorgun. Sr. Pétur Sigurgeirsson predikaði. Sjúklingar minntust og afmælisins á ýmsan há'.t. Orgelsjoður Akureyrarkirkju. Gjöf frá ónefndum kr. 500 00. Kærar þakk- ir. — Fjáröflunarnefndin □ Rún 59551117 = 5:. I. O. O. F. 2 — 137114814 — l. O. G. T. St. Brynja nr: 99 heldur skemmtifund í Skjaldborg mánudaginn 7: nóv: n: k: Fundurinn hefst með inn- töku nýrra félaga kl. 8 e. h. Kvenjélagið Framtíðin heldur fund í Túngötu 2 mánudaginn 7. nóv. n. k. kl. 8.30 e. h. Áriðandi mál á dagskrá. Hafið með ykkur kaffi. — Stjórnin. Bridgefélag Akureyrar hefir ákveðið að hafa sérstakar æfingar fyrir félaga sfna í 1. flokki dagana 8., 15. og 22. nóv., þar sem meistaraflokksmenn veita þeim tilsögn ef.ir beztu getu. Það er því nauðsynlegt, að þeir, sem ætla að taka þátt i 1. flokks keppni félagsins, skipi íér þegar i sveitir, áður en æfing- ar þessar hefjast. Að sjálfsögðu cru ný- ir menn alltaf velkomnir í félagið. 1. flokks keppni hefst 29. nóv. Æfingar og keppni e:u spiiaðar á Hótel KEA uppi. — Stjórnin. Fljót skil. Afgreiðslu íslendings barst í vikunni sem leið greiðsla á á- skriftargjaldi blaðsins utan af landi, tem send var póstkrafa fyrir 4. sep'.em ber 1953! (innborgað 20. okt. 1955). Þakkar blaðið hér með góð og greið skil. Halldóra Bjarnadóttir, ritstjóri árs- ritsins „HIín“, flytur búferlum í Hér- aðshæli Austur-Húnvetninga á Blöndu- ósi um þessi mánaðamót. Hún hefir átt heima í Glerárþorpi undanfarin 15 ár, en býii sitt þar, Móland, hefir hún nú selt hjónunum Bergsteini Garðarssyni og Júdit Sveinsdóttur. Halldóra gerir ráð fyrir að halda á- fram útgáfu Hlínar, sem hún hefir nú annazt í 37 ár. Einnig er hún cnn for- maður Sambands norðlenzkra kvenna Hún hefir beðið blaðið fyrir kveðjur til Akureyringa cg Eyfirðinga með beztu óskum og þakklæti fyrir góða kynningu. Frá Bridgefélag’nu. Aðalfundur fé- lag ins var nýlega haldinn. f stjórn voru kosnir: Karl Friðriksson formað- ur, Sigurbjörn Bjarnason ritari, M'kael Jónsson gjaldkeri, Alfreð Pálsson og Miðvikudagur 2. nóv. 1955 ÁnDalI Islendings Rakarastofa Sigtryggs & Jdiis í nýjunt húsakynnum Síðastliðinn föstudag opn- aði Rakarastofa Sigtryggs & Jóns í Ráðhústorgi 3, þar sem áður var Bókaverzlun Axels. Hafa þar verið gerðar gagn- gerðar breytingar á innrétt- ingu, og unnu eigendurnir að miklu leyti að því sjálfir, en nutu við það leiðbeininga Jó- hanns Ingimarssonar hús- gagnameistara. Eru þessi nýju húsakynni stofunnar öll hin vistlegustu. A þessu ári eru liðin 25 ár, síðan Sigtryggur Júlíusson hóf nám í iðn sinni og hafa þeir félagar, hann og Jón Kristinsson, nú unnið saman í 20 ár og gerðist Jón fljótt meðeigandi rakarastofunnar. JÁ stofunni vinna auk eigend- anna einn fullgildur rakari og einn nemi. Björn Einarsson meðstjórnendur. — Tvímenningskeppni stendur nú yfir hjá féiaginu, og mun henni Ijúka í kvöld. Eftir næstsíðustu umfcrð, eru þess!r hæstir: Ilalldór og Ármann Helga ynir 258 stig, Mikael Jónsson og Þórir Leifs son 25314 stig og Alfreð Pálsson og Þórður Björnsson 24214 stig. Sjötugur varð 24. þ. m. Jón Jónsson bóndi á Skjaldastöðum í Oxnadal, orðlagt þrekmenni og glímumaður á yngri árum. N. L. F. A. Þeir félagsmenn, sem ætla sér að kaupa epli, gefi sig fram em fyrst við gjaldkera félagsins, Pál Sigurgeirsson. — Stjórnin. Skemmtiklúbbur Hestamannafélags- ins Léttis byrjar sína bráðskemmtilegu vetrarstarfsemi með félagsvist og dansi föstudaginn 4. nóv. n. k. kl. 8.30 í Al- þýðuhúslnu. Félagar beðnir að mæta vel og stundvíslega og taka með sér gesti. Austfirðingafélagið á Akureyri held- ur aðalfund sinn sunnudaginn 6. nóv. næstkomandi kl. 4 síðdeg.s í Varðborg. Venjuleg aðalfundarstörf. Skrifslofa djengisvarnanejndar Ak- ureyrar í Skjaldborg er opin á mið- vikudögum og föstudögum kl. 5—7 cíð- degis. Dánardœgur. Nýlega er látinn að heimili sínu Hesjuvöllum Akureyri Vil- hjálmur Jónasson fyrrum bóndi þar, 85 ára gamall. Þá er nýlega látinn að Mýrarkoti á Tjörncsi Há fdán Jakobsson bóndi, 82 ára gamall. Ilann var conur hins þjóð- kunna samvinnufrömuðar Jakobs Hálf- I dánarsonar cg konu hans Kristínar i Pélursdóttur frá Reykjahlíð. Fjölskák Pilniks Tefldi einnig klukkuskók við 10 meistara Togni'arnir Svalbakur seldi afla sinn í Bremerliaven í fyrradag, ca. 240 tonn fyrir 105300 mörk. Sléttbakur kom á sunnu- lagskvöld með um 275 ionn, 3r fóru í herzlu. Kaidhakur kom í eærmora- un með um 350 íonn (áætl- 3ð) og fer sá afli einnig 1 herzlu. Harðbakur kom úr sinni á- gætu söluferð Lil Þýzkalands sl. laugardag og fór aftur á veiðar í gærkvöldi. Tafsverð rjúpnaveiði i Þingeyiarsjrsfuin Friðunartíma rjúpna lauk 15. október s. L, og mun heimilt að veiða þær íil ára- móta. Hafa rjúpnaskyttur verið nokkuð á ferli undan- farið, þótt söluhorfur á rjúp- um séu ekki góðar og birgðir frá fyrra ári liggi enn óseld- ar. Mest mun rjúpnaveiðin í Þingeyjarsýslum, einkum Mý- vatnssveit, þar sem menn hafa skotið yfir 130 á dag, þegar bezt lét. Einnig mun rjúpna- veiði nokkuð stunduð í Bárð- ardal og fleiri uppsveitum Þingeyjarsýslna. __*___ Áttrœður varð Edvald G. Möller fyrrv. kaupmaður 28. okt. sl. O K T Ó B E R : Minnismerki um íslendlnga, cr far- izt hafa í flugslysum, afhjúpað v.ð há- tíðlega a höfn í Fossvog kirkjugarðl. Minnismerklð var eitt af síðustu verk- um Einars Jónssonar myndhöggvara. Forseti íslands fer í opinbera heim- sókn að Selfossi. Á haustmóti Taflfélags Reykjavíkur varð argentínski skákmeistarinn Pilnik ef tur með 7 vinninga, en hann tefldi þar sem gestur. Næstir urðu Guð- mundur Pálmason og Ingi R. Jóhanns- son með 614 vinning hvor. Mikið um bifreiðaslys og ár.kstra í Reykjavík. B frcið ekur á tvo drengi, sex og sjö ára, á Reykjanesbraut, og stórs asar þá. Annar deyr ckörnnm síð- ar í Landspí:alanum, án þes: að koma til meðvitundar. Fám dögum síðar ek- ið á danskan máhnsteypúmann á gölu í Reykjavík, og lézt liann einnig af slysinu, án þess að koma til meðvlt- undar. 5 ára drengur á Suðureyri í Súg- andaf rði fellur út af bryggju og drukknar. TriUubáturinn Súlutindur sekkur við lföskuldsey á Brciðafirði. Tveir menn, sem á honum voru, sluppu lífs, en þó með naumindum. Nýtt olíuflutningaskip, „Kyndill", eign Olíuvcrz'unar Islands og Shcll, kemur til landsins. Brezkur togari tekinn að ólöglegum veiðum suður af Bja gtöngum. Dæmt í máli hans á Patreksflrði. Sekt 74 þúsund krónur. M’kið heytjón verður af sjálfs- kveikju í hlöðu á Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu. Loftleiðir taka upp beint áætlunar- flug frá Reykjavík til Björgvinjar í Noregi. Argentíski skákmeislarinn Pilnik tefldi fjölskák við 37 menn í Landsbankasalnum s.l. sunnudag, og stóð viðureignin yfir í 5 klst. Vann Pilnik á 28 borðum, náði jafntefli á 5 en tapaði á 4. Hlaut þannig 30A2 vinning gegn ó1/^. Tapaði skákmeistarinn fyrir Albert Sigurðssyni, Birni Sigurðs- syni, Júlíusi Bogasyni og Róbert Þórðarsyni, en gerði jafntefli við Halldór Helga- son, Jón Aspar, Margeir Stein grímsson, Svein Jóhannsson og Þorgils Sigurðsson. í fyrrakvöld tefldi hann samtímis við 10 meistara- flokksmenn eftir klukku. Vann hann 8 skákir, en tapaði tveim, fyrir Jóhanni Snorra- syni og Júlíusi Bogasyni. Flugvél lendir í íyrsta sinn í Flatey á Skjálfanda Flaug þaðan á 14 mínútum til Akureyrar S. 1. sunnudag flaug flug- flugmálastjóri ríkisins, Agnar Kofoed-Hansen, lítilli flugvél, sem er í eigu flugmálastjórn- arinnar, út í Flatey á Skjálf- anda og lenti á nýja flugvell- inum þar, og er það fyrsta lendingin á vellinum. í för með flugmálastjóra héðan frá Akureyri var Arni Bjarnar- son ritsljóri, en hann var að- | alhvatamaður að flugvallar- gerðinni þar ytra og átti hlut að staðarvali fyrir völlinn eins og í Grímsey. Héðan var flogið út yfir Höfðahverfi, Leirdalsheiði og Fjörður, og tók ferðin út eftir 24 mínútur. Viðstaða var stutt í eynni. Lending tókst vel, og voru mættir við völlinn flestir Flat eyingar, ungir og gamlir, og fögnuðu þeir mjög þessum at- burði. Hafði flugvélin tekið póst þangað. Heim var flogið yfir Flateyjardal og Flateyj- ardalsheiði, — beinni leið en út, — og settist hún á Akur- eyrarvelli 14 mínútum eftir að hún hóf sig iil flugs úr Flatey. Binda Flateyingar miklar vonir við þessa nýju og þýð- ingarmiklu samgöngubót. Völlurinn er grasvöllur, 1000 m. langur og 40 m. breiður, én er ekki enn. að fullu gróinn. Verkstjóri við flugvöllinn var Haraldur Jóns son frá Einarsstöðum og var verkinu lokið á s. 1. vori og þá sáð í hann grasfræi. Kostnaður mun vera 120 þús. krónur.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.