Íslendingur


Íslendingur - 22.12.1955, Blaðsíða 4

Íslendingur - 22.12.1955, Blaðsíða 4
4 Þankar í nálægð jóla (Framhald af 1. síðu.) þessum tímum vantrúarinnar, heldur en að ýta undir hana? Ég tel happascelasta reglu Ara fróða, að hafa ætíð það, er sannast reynist, í smáu sem sióru. Rannsóknaranda vísinda- og fræðimennsk- unnar þýðir heldur ekki að æ'da sér að stöðva, né halda leyndum niðurstöðum hans, hversu sem þær kunna að brjóta í bága við gamla hefð. Jafn- vel ritningarnar hljóta að verða rannsakaðar. Það er gagnlaust að segja við vísindamanninn: Þetta hefur Guð sjálfur skrifað, við því má þess vegna ekkert hrófla. Hann mundi aðeins brosa að slíku, gera sínar athuganir eftir sem áður og umturna öllu, ef niðurstöður athugana hans leyfðu það. Vitanlega skjátlast þessum mönnum stundum og getur því verið gott að taka niður- stöðum þeirra með gát. Og ef þeir vaða reyk, verður það að engu, eins og Gamalíel komst að orði forðum daga, en séu þeir sannleikans meg- in, megnum vér ekkert á móti þeim. Óþarfa við- kvæmni gætir því stundum gagnvart rannsókn Rilningarinnar. Annað hvort leiðir sú rannsókn til staðfestingar á orðum hennar, og ekki er það að óttast, eða þá að komizt verður að réttari nið- urstöðum en áður var byggt á, og það er heldur ekki svo illt til að liugsa. Sá rannsóknarandi, sem leiddur er af sann- leiksást, vinnur engum málstað tjón, heldur hið gagnstœða, hann vinnur með Guði, aldrei á móti honum. Sá, sem er sannleikans megin, heyrir mína raust, sagði Jesús. í viðbót við það, sem sagt hefir verið, má svo benda á þá staðreynd, að rannsóknir á Biblíunni beinast sjaldnast gegn nokkru því, sem máli skiptir fyrir trú vora. Það, sem hæst ber, er reist á öruggari grundvslli en svo, að því sé hœtta búin. Himinn og jörð munu líða undir lok, sagði Jesús, en mín orð munu aldrei undir lok líða. Víst mundi oss þykja fróðleikur í því að vita um fœðingardag Jesú. Oss mundi finnast það tíð- indum sæta, væri oss allt í einu sagt, að fund- izt hefði í helli einum einhvers staðar úti í lönd- um, œvaforn handrit, sem upplýst hefði þetta atriði. Þó verðum vér að viðurkenna það, að vér finnum ekkert til jjessarar eyðu í þekkingu vora á œvi Jesú. Oss finnst það viðkunnanlegt, já alveg sjálfsagt, að afmælisdagurinn hans sé einmitt á þeim tímamótum, þegar „sólin heim úr suðri snýr“ og „aftur lengist sólskinið“. Raunar fer vel á því að vita ekkert um hinn eiginlega fæðingardag Jesú, Hans, sem hafinn er yfir allan tíma, en heyrir öllum kynslóðum og tímum jafnt. Oss er nóg að vita með óbrigðilegri vissu, að Jesús fœddist hingað á jörð og er sá, sem hann er. Eins lítum vér á það sem aukaatriði, hvort hann sá fyrst dagsins Ijós í Betlehem eða Nazar- et, hvort hann átti Davíð að forföður eða ei. Biblían er merkileg sem sögulegt rit, en aðal- gildi hennar er samt ekki í því fólgið, sömuleiðis er hún ekki heldur merkust fyrir náttúrufræði sína. Það, sem gerir Biblíuna að bók bókanna er sú staðreynd, að hún geymir stórfengleg, inn- blásin trúarrit, sem hvergi eiga sína líka. Sem slík mun hún standa af sér öll veður, þó að eilt eða annað verði þar gagnrýnt. En góði minn, kann einhver að segja. Sé t. d. ekki farið rétt með þessi atriði í jólaguðspjall- inu, sem þú hefir drepið á, þá sé ég ekki betur en að allt, sem þar er sagt, sé í hættu. Eða livar eru takmörkin? Er þá fremur hægt að trúa þar einu en öðru, eða nokkru í hinni helgu bók? Hvarvetna erum vér sett andspœnis þeim vanda að velja og hafna, hann verður ekki um- Jólablað íslendings flúinn, jafnvel ekki með tilliti til þess, að geta lesið biblíuna sér lil sálubótar einvörðungu. Suma hluti er hægt að rannsaka og færa full- gild rök með eða móti. Vandinn að velja og hafna er þá tiltölulega lítill. En til eru svœði, þar sem engum verulegum rannsóknum verður við komið, þar rœður trúin. Trúin hlýtur því að takmarkast af þekkingunni. Vér tölum ekki um trú, þar sem þekking er. Annað er þctð, sem hlýt- ur að vissu leyti að takmarka trúna, en það er skynsemin. Trúin bendir oss vissulega langt upp og útfyrir það, sem skilningur vor og skynsemi nœr, en hinsvegar getum vér ekki trúað því, sem skynsemin (eða heimskan) afdráttarlaust hafn- ar, svo sterkt vald er hún. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir því, að skekkjur eru í Biblíunni og jafnvel jólaguð- spjallinu sjálfu, en það flytur oss jafn sannan og gleðilegan boðskap fyrir því. Þar talar stað- reyndin mikla og óumræðilega: Yður er í dag frelsari fæddur. Hvers þörfnumst vér annars? Einskis nema þess að TAKA VIÐ ÞEIM BOÐ- SKAP. „Svo lítil frétt var fæðing hans“. Þó að fæð- ingardagur hans týndist, þá er það ekki rétt hjá skáldinu að fréttin hafi þótt lítil. Ekki fannst fjárhirðunum það. Þeir „fóru með skyndi og fundu bœði Maríu og Jósef, og ungbarnið liggjandi í jötunni“. Og þeir vegsöm- uðu og lofuðu Guð fyrir það, er þeir höfðu heyrt og séð hina helgu nólt. Heródes fannst þetta heldur ekki „lítil frétt“, þótt með öðru móti væri. Og vitringarnir „glöddust harla mjög“ er þeir sáu stjörnuna, er vísaði þeim veginn að jötunni. Þeim fannst fréttin ekki lítil. Þeir gjörðu sér langa leið til þess að veita hinum nýfædda kon- ungi lotningu, og færðu honum dýrar gjafir. En ennþá miklu meiri var þó gleðin á himnum 3 fir för þessa einstæða sendiboða niður til hinna lágu jarðardala. Hersveitir himnanna lofuðu Al- föður hárri raustu og sungu, um þenna undur- samlega atburð, um frið á jörð og dýrð upp- hæða, „unaðssöng, sem aldrei þver“. Hvílík stórkostleg lýsing á hingaðkomu drottins vors og frelsara, Jesú Krists. Hvernig gat sú lýsing sannari og yndislegri verið? Hvergi mun í bókmenntum heimsins annað eins að finna og frásögn Lúkasar af undursamlegu ævintýri lúnnar fyrstu jólanœtur. En þetta eru ekki bók- menntir, heldur sannindin um gæzku vors himn- eska föður, sem sendi son sinn í heiminn til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Hinar helgu jólafrásagnir sýna oss á sviði fulllrúa ýmssa manntegunda og afstöðu þeirra til jólabarnsins. Vér sjáum hina frumslœðu, barnslega einföldu hirðingja, sem fögnuðu fæð- ingu Jesú. Vér sjáum vitringana koma að jötu hans. Þessir tveir hópar, svo ólíkir en þó svo líkir, fengu fyrst vitneskjuna um gleðitíðindin og tóku báðir þátt í fögnuði liinnar fyrstu jóla- nœtur. Ovinir Jesú koma einnig fram á sviðið. Heró- des situr í höll sinni og bruggar grimmileg vél- ráð. Meðalmennskunnar er að engu getið í sam- bandi við þennan atburð, NEMA ÞÁ, AÐ I1ENNAR FULLTRÚI HAFI ÁTT HEIMA í GISTIHÚSINU. Menning vor er hvork hrá né soðin. Vér erum komin nógu langt lil þess, að hafa glatað hinu barnslega og einfalda hugarfari, sem eitt getur veitt viðtöku boðskap jólanna. En vér eigum hins- vegar óraleið framundan, til þess að ná stigi vitringanna, þeirra, sem aftur hafa öðlast hug- arfar barnsins og láta stjörnu Hans vísa sér veg- inn. Fimmtudagur 22. des. 1955 Jónas Rafnar: Borðgögn Meðal allra sæmilega siðaðra þjóða þykir svo sem sjálfsagt nú á tímum, að við máltíðir sé þörf ýmiss konar áhalda til þess að geta neytt natar síns á óaðfinnanlegan hátt. En svo hefir ekki verið frá aldaöðli. I fyrstu hafa mennirnir notazt við tennur og fingur, og svo gera frum- stæðustu þjóðirnar enn í dag. Löngu áður en sögur hófust, kom hnífurinn íil sögunnar og hef- ir haldið velli sem nauðsynlegas'.a borðgagnið fram á þenna dag. Spóninn komust menn upp á að nota löngu síðar, og enn þá þykjast t. d. Kín- verjar geta alveg án hans verið og láta sér nægja eins konar prjóna, sem þeir tína með upp í sig bita og grjón. Ekki verður með neinni vissu af heimildum ráðið, hve mikið forfeður vorir á söguöld not- uðu spóninn. Egill Skallagrímsson og félagar hans „drukku“ skyrið, þegar þeir gistu Armóð skegg, og Sneglu-Halli „át“ grautinn í Niðarósi forðum. Þannig er til orða tekið, og líklegt er, að spónninn hafi ekki verið mjög vanalegt borð- gagn á söguöld, heldur hafi menn fremur sopið fljótandi fæðu úr skálum og bollum. Þó verður ekki neitt um það fullyrt. Oldum saman komust menn af með hnífinn, fingurna og tennurnar, og allt fram á 16. öld verður furðulítilla framfara vart á þessu sviði í Norðurálfunni. Þetta var líka svo ofureinfalt, að engum fannst neinna breytinga þörf. Allir, háir sem lágir, gengu með hníf við belti, karlar með skeiðahníf, en konur vanalega með sjálfskeiðing I beltispússi sínum, og þegar farið var til veizlu, slakk hver gestur á sig auk þess spæninum sín- um, sem ýmist var úr tré, horni eða beini. Höfð- ingjar og efnamenn no'.uðu þó snemma silfur- skeiðar, sem voru með alveg sama lagi og horn- spænirnir okkar gömlu, blaðið kringlótt, skaftið fremur mjótt og stutt og oft hnúður á enda þess. — Kjöt, fiskur og spónamatur var á borð bor- inn í stórum tré- eða tinfötum, margir voru um hvert fat og hver bjargaði sér eflir beztu getu með hníf, spæni og fingrum. Gafflar og diskar þekktust ekki lengi vel. Mundlaugar og þerri- dúkar voru bornir gestum fyrir og eftir máltíðir. svo sem sjá má í fornritunum. Borðdúkar urðu ekki algengir á Norðurlönd- um fyrr en í byrjun 16. aldar. Voru þeir ýmist hafðir einfaldir, tvöfaldir eða þrefaldir, eftir því hve höfðinglega fram var reitt; en þá var efsti dúkurinn aldrei hafður hvítur, heldur mis- litur, enda veitti ekki af því, sem nærri má geta, þegar engir sérdiskar eða gafflar voru notaðir við borðhaldið. Slettunum rigndi yfir borðin. — Nokkru síðar, eða um miðja öldina, komust pentudúkar í tízku. Var þeim stungið í hálsmál- ið, til þess að verja brjóstið slettum og þerra á sér fingurna. Silfurskeiðunum fjölgaði því meir sem lengra 'cið á öldina. Aðalsmenn og efnaðri borgarar eignuðust smátt og smátt tugi þeirra, og jafnvel meðal efnalítils almúgans streittist hver og einn við að eignast silfurskeið. Auðvitað notaði al- menningur þær ekki á hverjum degi, heldur að- eins við hátíðleg tækifæri, en lét sér annars nægja tré- eða hornspæni, Við nútímamenn furðum okkur á, hve seint forfeðrum okkar kom til hugar að nota diska og gaffla. Áð ur en diskar komu til sögunnar, hafði um langan aldur tíðkazt að nota „skerborð“, en (Framhald á 12. síðu.)

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.