Íslendingur


Íslendingur - 22.12.1955, Qupperneq 5

Íslendingur - 22.12.1955, Qupperneq 5
Fimmtudagur 22. des. 1955 Jólablað íslendings 5 Eiuar Sigfússou frá Ærlæk: Jón Irousti 09 sögupersónur hans Rilhöfundurinn Jón Trausti var búinn að fást all-mikið við ritstörf, áður en hann hóf skáld- sagnagerðina. Hafði hann sent frá sér ljóðakver og leikrit, auk ýmissa ritgerða. En skömmu eftir aldamótin kom út skáldsagan „Halla“ og nokkr- ar smásögur. Um leið tók hann upp rithöfundar- nafn sitt og notaði það síðan íil dauðadags. Um sinn vissu menn ekki almennt, hver höíundur- ii’Ji vai-. En vorið 1907 er þess getið í „Oðni“, að hér væri um Guðmund Magnússon að ræða. En auðvilað var það þegar orðið all-kunnugt, einkum í átthögum höfundar. Það varð hrátt almennt umtalsefni, hvaðan höfundur hefði fyrirmyndir að sögupersónum sínum og sögusviðum. Nokkur ógætni með nöfn í fyrstu smásögum hans varð til þess, að menn gerðu of mikið úr notkun á söguefnum úr hérað- inu. En hann bar löngum á móti því, að hann notaði yfirleitt nokkuð „aðfengið“ efni. Allt væri sín eigin smíði. Um slíkt þýðir ekki að deila. Hið eina, sem hér er um að ræða, er að geta álits nokkurra, sem til þekkja um þessi efni, og fyrsta viðfangsefnið er spurningin: Hver var fyrirmynd Höllui’ Bezt mætti trúa því, að þar hafi Reykvík- ir.gar orðið fyrstir til að svara, og það á þessa leið: Það var sjálf móðir höfundarins, Guðbjörg Sigurðardóttir. Guðbjöxg var af góðu fólki komin og talin snemma gáfuð og gervileg. En hún varð fyrir því ung að eignast barn með kvæntum manni. Var þar með framtíð hennar að meira eða minna leyti eyðilögð. Sennilegt, að frá föðurins hálfu hafi ekki verið um neinn styrk að ræða barninu til uppeldis en hún orðið að berjast áfram í vinnumennsku, sem hún raunar var flestum fær- ari til, vegna þess, hve dugleg hún var og vel verki farin. En barnið, sem var drengur, and- aðist ungur. Mun hún hafa gifzt eftir lát hans Magnúsi Magnússyni, ættuðum úr Prestshóla- hreppi. Þau bjuggu nokkur ár við hrakning og fátækt, síðast á Hrauntanga á Axarfjarðarheiði. Þar andaðist Magnús, en ekkjan fór með börnin á sveitina. Um Guðbjöigu er það að segja, að hún giftist á ný og bjó með manni sínum að Núpskötlu austan við Rauðanúp í nokkur ár. Síðan brugðu þau búi og fluttu að Snartastöðum í Núpasveit. Varð Þorkell rnaður hennar þar fjái'maður en Guðbjörg í húsmennsku. Eflaust hafa kjör Guð- bjargar verið langbezt síðari hlula ævi hennar, einkum eftir að hún kom að Snartastöðum. Það var ágætis heimili, og húsbændurnir kunnu að meta, hvers virði það var að liafa sauðféð í höndum slíks manns, sem Þorkell var, að dugn- aði og írúmennsku. í rauninni var saga Guðbjargar ekki annað en saga óteljandi kvenna, sem hafa barizt við fá- tækt og einstæðingshátt. Höfundur Ilöllu kynnt- ist slíkurn kjörurn strax í barnæsku. Og hin hlýja lund hans, sem var honum dýrmæt eign, gjöiði honum unnt að koma sögum sínum í hinn glæsi- lega — og um leið sanna —— búning, sem veldur þ-ví, að þær verða lengi taldar með dýrgripum íslenzkra bókmennta. Um allt ritverkið „Heiðarbýlið“ er hið sama að segja og „Höllu“, að þar blasa hvarvetna við fyrirmyndir þeirra atvika, sem sagan lýsir. Sann ari lýsing á íslenzku sveitalífi á þeim árurn, er Guðmundur hcitinn Magnússon ólst upp, er hvergi til. Það var þjóðinni lán, að hann var sveitamaður nægilega lengi til að kynnast slíku niður í kjölinn. Það vakti víða athygli, þegar lýsing Heiðar- býlisins á láti Ólafs kom út, að faðir höfundar- ins andaðist líka í heiðarbýli, þar sem Guðbjörg var ein eftir með börnin. En svipað atvik gerðist líka í Þistilfirði á dögum höfundar. Þar vai'ð móðirin að skilja eflir börnin hjá líki mannsins og fara í stórhríð langa leið niður í sveit til að leita hjálpar. Var þar veruleikinn nær því rétta en hjá Guðbjörgu, því að er maður hennar var nýlátinn, kom þangað ferðamaður, sem kom beiðni liennar um hjálp niður í sveitina. Niðurstaðan verður sú, hvað snertir hinar lengri sögur Jóns Trausta, að hann þurfti alls ekki að nota heimildir hið næsta sér. Þar var nóg að velja hjá heildinni. En þegar að því kemur að athuga, hvað nátt- áran liafi kgt honum til fyrirmyndar, virðist talsvert öðru máli að gegna en með fólkið. Það er alkunna, hversu íslenzk náttúra er rík af tilbreytingum. Og þar var urn auð að ræða í héraðinu, er ól Guðmund Magnússon. Enginn, sem til þekkir, dregur í efa, að liéruð þau, sem eru fyrirmyndir við ritun Höllu og Heiðarbýlisins, eru Presthólahreppur og Þistil- fjarðarbyggðin vestan fjarðarins. Skáldsagan Halla hefst á prestssetri, sem stendur á hrauni. Þar er gömul stofa og svefnherbergi inn af henni. Allt eru þetta gamlir kunningjar þeirra, sem til þekkja í Presthólum. Aðeins hverinn er viðbót höfundar. Austan Núpasveitar, einkum meðfram fjall- garði þeim, sem liggur þar til sjávar, eru mjög grösug og fögur heiðalönd. Þar var um skeið talsverð byggð, og rnest á þeim árum, sem G. M. var að alast upp. Af þeim mönnum, sem við rit- störf hafa fengizt, var hann þarna allra kunnug- astur. Vinur hans, H. Erkes, sagði, að inngang- ur Heiðarbýlisins væri ein af perlum íslenzkra bókmennta. Vissulega var G. M. rétti maðurinn til að gera þau þjóðinni kunn. Enda gerði hann það á þann hátt, að seint mun gleymast. Þegar þau Halla og Ólafur flytja sig að Heið- arhvammi, sem þau fengu til ábúðar, liggur leið þeirra yfir allbreiðan heiðarfláka en síðan yfir all-stóra á, og er þaðan skammt til bæjarins, sem stendur við fjallgai'ðinn. En þar er skarð, sem sýnt var á káputeikningu Heiðarbýlisins. Sá, sem kemur á þessar slóðir, kannast fljótt við allt landslag úr Ileiðarbýlinu: Fjallgarðinn, Ormsá, víðáttumiklu engjasvæðin nreð fjölda stöðuvatna, hraunið og fleira. Hér er ónumið land fyrir unn- endur íslenzkra fræða og náttúrufegurðar. Hreppstjórasetrið Hvammur er sá staðui’, sem er þungamiðja flesti'a atburða í Heiðarbýlinu. Þeir, sem koma að Kollavík í Þistilfirði, munu veita eftirtekt stöðuvatninu, sem nær heim að túninu, hlíðinni ofan við bæinn, klettabeltunum o. fl. Þess gætir víða, hve náttúran hefir rík ítök á höfundinum. Hann ferðaðist um land sitt eins og ástæður leyfðu og var nýkonrinn úr einni slíkri, er hann andaðist. r Ymsir þóttust kenna sumar persónur Heiðar- býlisins, þótt sennilega sé slíkt ástæðulaust. Þarna er verið að lýsa íslendingum eins og þeir koma höfundinum fyrir sjónir. Og mannþekkjari var hann með afbrigðum. Því neita fáir. í sumum smærri sögum Jóns Trausta er auð- sætt, að landslag Melrakkasléttu vakir fyrir höf- undi (Á fjörunni, Strandið á Kolli). En þar með er ekki sagt, að persónur væru af sömu stöðvum. Sennilegt er, að ef G. M. hefði lagt meiri stund á ljóðagerð, hefði náttúran orðið höfuð-viðfangs- efnið. Ungur orti liann unr Herðubreið, Jökulsá og Rauðanúp, en skipti siðan um viðfangsefni. Það varð hlutverk Einais Benediktssonar að víð- frægja náttúrufegui'ð Norður-Þingeyjai'sýslu. „Leysing“ er sú aí sögum Jóns Trausta, sem vakti mest uppnám meðal þeirra, sem töldu að sér sneitt í sögunni. Voru það einkum kaupfé- lagsmenn, sem töldu, að Þorgeir verzlunarstjóri Lenti til Þórðar Guðjohnsen verzlunarstjóra á Húsavík. Hins vegar væru leiðtogar K. N. Þ. fyrirmynd bændaræflanna, sem sagan lýsti. Einn hinna æslustu sagði, að það færi að koma sér betur að hafa í lagi vátryggingar kaupfélaganna, þegar skáldin væru farin að í'ita um það, að ekki þyrfti annað en að kveikja í húsum kaupfélag- anna til þess að þau enduðu með „brauki og bramli“. En G. M. lét þenna úlfaþyt, er Leysing vakti, sem vind um eyrun þjóta, og féll svo allt i logrikyrrð. Má vei'a, að síðar hafi ýmsum kom- ið til hugar, að áminning sú, sem G. M. gaf kaup- félagsmönnum í Leysingu, hafi ekki vei'ið með öllu óþörf. Mikilsvirtur íslenzkur rithöfundur lét þau orð falla, að G. M. sæi kaupstaðarbúana jafnan í spé- spegli. Leysing hefir vart notið þeiirar viður- kenningar, sem hún á skilið. Gæti það ekki staf- að af því, að þar sá höfundurinn helzt til marga í spéspegli? Þegar Guðmundur Magnússon lagði leið sína út í heiminn, hélt hann fyrst til Austfjarða og dvaldi þar um nokkurra ára bil. Til vistar hans þar má rekja eina af höfuð-sögum hans, „Borg- ix“, og nokkrar smásögur. Sem vænta má, telja margir, að ýmsir alkvæðamenn á Austurlandi komi fram í þeim ritum. Hinir alkvæðamiklu prestar, sr. Björn Þorláksson á Dvergasteini og sr. Daníel Halldórsson á Hólmum birtist í sr. Torfa en Ottó Wathne í Jónasi Pramma. Hætt er við, að ýmsurn þyki sem Wathne liafi verið fínni jjei'sóna en Prammi. En í þessum sögum kemur frarn sem víða hjá Jóni Trausta snjöll lýsing á hinni fögru náttúru Austfjarða, er hlýtur að hrífa hvern mann, sem til þekkir í þeim lands- hluía. Sú tíð kemur, að íslenzka þjóðin reisir Jóni Irausta veglega standmynd. Ætti ég að gera til- lögu um, hvar sú mynd stæði, þá nrælti ég með Rauðanúp, — hjá vitanum. Þaðan sér allt það svæði ,sem voru æskustöðvar Guðmundar Magn- ússonar og mætli kalla ættarstöðvar sagna lians. Skrítlur Frún (við vinnukonuna): Er það ekki rétt, að systir yðar ætli að gifta sig á morgun? Viljið þér ekki fá frí til að fara í veizluna? Vinnukonan: Nei, hún var ekki svo myndarleg að hjóða mér í skírnarveizluna í vor, svo að ég stíg ekki fæti mínum inn fyrir dyr hjá henni á brúðkaupsdaginn. —X" — Varst þú í afmælisveizlunni hans Björns? — Já. — Tókstu nokkuð eftir, hvort ég var þar? — Til hamingju með hjónabandið, Pétur. Ert þú ekki hamingjusamur? — Jú, orð fá því ekki lýst. — Jæja, kannske þú getir frekar skýrt það með íölum.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.