Íslendingur - 25.01.1956, Síða 1
XLII. árg. Miðvikudagur 25. jan. 1956 4. tbl.
Reglugcrð nm ðtrýmingu heilso-
SDillandi hMis
Framkvæmdir faldar Húsnæöismálastjórn
Félagsmálaráðuneytið hef-
ur hinn 10. þ. m. gefið út
reglugerð um útrýmingu
heilsuspillandi íbúða. Er
reglugerð þessi sett samkvæmt
II. kafla laga um húsnæðis-
málastjórn, veðlán til íbúða-
bvgginga og útrýmingu heilsu
spillandi íbúða.
Samkvæmt xeglugerð þess-
ari skal húsnæcTismálastjórn
af hálfu ríkisvaldsins vera að-
ili að ráðstöfunum til útrým-
ingar heilsuspillandi íbúðum,
þar með taldir herskálar, og
hafa um það samvinnu við
bæjar- og hreppsfélög, er
heita sér fyrir slíkum fram-
kvæmdum.
Húsnæðismálas'jórn skal
beita sér fyrir því, að sveitar-
félög safni sem ýtarlegustum
skýrslum um það, hversu mik
ið heilsuspillandi húsnæði sé
notað til íbúðar og með hvaða
hætti og á hve löngum tíma
hlutaðeigandi sveitarfélög
telja auðið að útrýma því.
Sveitarfélög, sem hafa á-
kveðið að gera ráðstafanir til
útxýmingar heilsuspillandi
íbúðum og óska eftir að njóta
aðstoðar ríkisvaldsins, skulu
Boðinn til Indlands
Nóbelsverðlaunahöfundin-
um Halldóri Kiljan Laxness
hefir verið boðið að heim-
sækja Indland sem gestur rík-
isstjórnarinnar. Ekki mun
fullráðið, hvort Kiljan tekur
boðinu.
sækja um slíka aðstoð til hús-
næðismálastjórnar.
Með umsóknum þessum
skulu fylgja eftirtalin gögn:
a. Kostnaðaráætlun fyrir
fyrirhugaðar framkvæmdir
ásamt teikningum.
b. Upplýsingar um það,
hvenær framkvæmdir hafa
hafizt og munu hefjast og
hvenær þeim skuli ljúka.
Taka skal fram á hvaða stigi
slíkar framkvæmdir kunna að
vera, þegar umsókn er send.
c. Upplýsingar um, hvaða
húsnæði á að útrýma, lýsing
á því svo og hversu margt
fólk býr í því húsnæði.
d. Ef um annað húsnæði er
að ræða en herskála, vott-
orð viðkomandi héraðslækn-
is, í Reykjavík borgarlæknis,
um að húsnæði það, sem út-
rýma á, sé heilsuspillandi.
Nú samþykkir húsnæðis-
málastjórnin áætlanir sveitar-
félaga um útrýmingu heilsu-
spillandi húsnæðis, og getur
hún þá veitt lán af því fé, sem
ríkissjóður leggur fram í
þessu skyni, þó eigi hærra en
nemur samanlögðu framlagi
og láni frá hlutaðeigandi sveit
arfélagi.
Slík lán skulu veitt til 50
ára með 4% ársvöxtum og
skulu vera jafngreiðslulán.
Afborganir og vextir af lán-
um þessum skulu renna í
varasjóð hins almenna veð-
lánakerfis. Skal veðdeild
Landsbanka íslands sjá um
afgreiðslu lánanna, innheimtu
og reikningshald.
Lán, sem veitt eru sam-
kvæmt reglugerð þessari,
skulu veitt sveitarfélögum, og
er þeim heimilt að verja þeim.
A. Til bygginga íbúða, er
síðan verði seldar einstakling-
um, fullgerðar eða ófullgerð-
ar.
B. Til byggingar leiguhús-
næðis.
Ef um fyrra tilfellið er að
ræða, skulu eftirfarandi regl-
ut' gilda um íbúðina. unz lán
ríkissjóðs er greitt að fullu:
Framhald á 2. síSu.
I. A. neitað um »Nm
oý koiu< til sýningir
Leikfélag Akureyrar hefir
haft hug á því, að taka sjón-
leikinn „Mann og konu“ eftir
Emil Thoroddsen til sýningar
nú á næstunni, og var vali í
hlutverkin langt komið, að
því er formaður félagsins
hefir upplýst. Var sótt um
leyfi fyrir sýningu hans til
Þjóðleikhússins fyrir nokkr-
um vikum, en það ekki feng-
izt, og mun því ekki geta orð-
ið af sýningu hans. Kvað for-
maður ekki tímabært að skýra
frá frekari fyrirællunum fé-
lagsins.
Eins og kunnugt er, sýnir
Þjóðleikhúsið Mann og konu
um þessar mundir, og verður
ekki séð, að sýning leiksins
hér hefði dregið nokkuð frá
Þjóðleikhúsinu. Þurfti L. A.
ekki að leita til þess með leik
tjöld eða búninga, sem komið
gæti í bága við sýningar þess
syðra. Það er þó á allra vit-
orði, að Leikfélag Akraness
hafði sýningarleyfi og liefir
sýnt Mann og konu undanfar-
ið, en ætla má, að sýning þar
gæti fremur dregið úr aðsókn
hjá Þjóðleikhúsinu en þótt
leikurinn væri sýndur norður
á Akureyri.
Einhvern tíma mun því
hafa verið haldið fram, að
Þjóðleikhúsið ætti m. a. að
greiða fyiir leiksýningum fé-
laga úti um land, en eftir þess-
um fregnum að dæma virðist
það mjög hafa misskilið það
hlutverk sitt.
'\
.... • ....... 'V.Vfl
Hér sézt lœknir bera auromychin í augu drengs, sem hald-
inn er hinum útbreidda augnsjúkdómi „trachoma“, en liann
er landlægur í Marokkó. Læknar frá Alþjóðaheilbrigðis-
stofnuninni hafa á þrem sumrum tekið til lækninga 340 þús-
und manns, sem lialdnir voru þessum sjúkdómi.
lursen hejir I vinning yfir í
hílfnuiri heppni
Skákeinvígi Friðriks og Larsens aðal-
umræðuefnið um land allt
r
Shdhíélags Ahureyror
Skákfélag Akureyrar hélt
aðalfund sinn 16. þ.m.
Formaður var kosinn Jón
Ingimarsson, ritari Haraldur
Ólafsson, gjaldkeri Friðgeir
I'iguibjörnsson. Áhaldavörður
Anton Magnússon og spjald-
skrárritari Guðmundur Eiðs-
son.
Varaformaður Júlíus Boga-
son, vararitari Ilaraldur
Bogason og varagjaldkeri
Margeir Steingrxmsson.
Gert er íáð fyrir að félagið
tefli bi'áðlega símskák við
Taflfélag Húsavíkur.
Skákeinvígi þeirra meist-
ara Friðriks Ólafssonar og
Bent Larsens um skákmeist-
aratitil Norðuxlanda hófst í
Sjómannaskólanum í Reykja-
vík 17. þ .m., og var svo margt
áhorfenda fyrsta kvöldið, að
maigir urðu frá að hverfa, cn
húsrými mun vera þar fyrir
700 manns. Aðstaða til að
fylgjast með skákunum, er
mjög góð. Um allt land er
fylgst með þessu einvígi, og
má víða sjá uppsett taflborð
á heimilum, skrifstofum og
hverskonar öðrum vinnustöðv-
um, þar sem taflstaða bið-
skákar er athuguð og rædd,
en útvarpið hefir í fréttum
sínum lesið leikina jafnótt og
fréttir berast af einvíginu.
Larsen harður
í horn cð íalca.
Það kom fljótt í ljós, að hinn
tvítugi skákmeistari Dana er
enginn aukvisi í skákmennt og
skák'ækni. Og er keppnin var
hálfnuð í fyrrakvöld liafði
hann 2Vz viiming gegn lVá, og
voru þá margir fainir að spá
honum öruggum sigri.
Fyrsta og þriðja skákin
(Larsen hafði hvítt í báðum)
fóru í bið og voru tefldar á
laugardaginn, og vann Larsen
báðar. Aðra skákina vann
Friðrik með yfirburðum, en
sxi fjórða, er tefld var í fyrra-
dag varð jafntefli. Næsta skák
verður tefld annað kvöld, en
Framhald á 2. síðu.
AKUREYRARBÆR
GEFUR f
FRIÐRIKSSJÓÐ
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti á síðasta fundi sínum
tillögu, flutta af Jóni Sólnes,
Þorst. M. Jónssyni og Stein-
dóri Steindórssyni, unx að
^veita Friðriki Ólafssyni skák-
meistara 5 þús. kr. heiðurs-
|
gjöf vegna hinnar frábæru
I frammistöðu á Hastingmól-
; inu.