Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 25.01.1956, Qupperneq 2

Íslendingur - 25.01.1956, Qupperneq 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 25. jan. 1956 Úr Skagafirði: »Ofan gefur snjó li snjó« Sauðarkróki 23. jan. 1956. j Hér er fátt til titla og ííð- inda og sízt það er fréttnæmt sé til fjarlægra staða. Deyfð skammdegisins grúfir ennþá yfir mönnum og málleysingj- um. Þeir, sem einhver inni eiga, halda sér til þeirra. Ó-, sjúkt og mannheilt má þó ^ heita yfirleitt. En athafna- semi úti við má lílil íeljast. Engri fleytu ýtt á sjó, engin ^ branda þaðan fengin. Helzt eru þeir athafnasamir Norðri^ og Snjólfur, og eru fæstir hrifnir af, nema þá helzt Þorri, sem í dag gengur í garð. „Ofan gefur snjó á snjó“ daglega. •— Þá má þó eigi síður geta þess frá sjón- armiði hins bjartsýna manns, að sólin blessuð hefir fyrir hér um bil þrem vikum aftur birzt í dýrð sinni. Og nú þeg- ar gengur hún það hátt, að hún krýnir Mœlihnjúk á sig- urgöngu sinni vestur yfir há- lendi Skagafjarðardala. En brátt verður hún einnig yfir þá krýningu hafin, því að: „Alltaf hærra en í gær, upp á loftið sólin rennur.“ Ur lífi „mannfélagsins“ hér (sbr. orðalag vestur-ísl. blaðanr.a) skal þó getið einna tíðinda: Torfi Bjarnason læknir er burtfluttur úr Skagafirði til Akraness, ásamt fjölskyldu sinni. Héraðslæknir 03 fjölskylda hans kvödd. Torfa lækni Bjarnasyni og fjölskyldu hans var haldið kveðjusamsæti á Sauðárkróki 11. þ.m. Hófst það með því að kirkjukór Sauðárkróks söng í Sauðárkrókskirkju fullskip- aðri eftir fullri söngskrá und- ir stjórn Eyþórs Stefánssonar, en læknisfrúin, Sigríður Auð- uns, aðstoðaði með undirleik á slaghörpu. Sig. P. Jónsson söng einsöng með tveim lið- um söngskrárinnar. í sönghléi var frú Sigríði færður fagur blómvöndur frá Kirkjukórn- um og karlakórnum Heimi. En þá kóra báða hefir frúin mjög oft aðstoðað á undan- förnum árum með undirleik sínum og á annan hátt. •— I lok söngsins afhenti söngstjóri Sigríði myndabók af listaverk nm Einars Jónssonar. Var þá gengið til Bifrastar til samsætis þar og kaffi- drykkju. Bæjarstjóri, Björgv- in Bjarnason veizlustjóri, á- varpaði heiðursgestina með ræðu. — Voru þarna mættir um 209 manns, flestir af Sauðárkróki, því að margir héraðsbúar, sem við var bú- izt, gátu eigi mætt sakir hins mikla fannkingis. Ræður voru þarna flu tar margar og ýms- ' ar snjallar. Stjórnaði Eyþór! Stefánsson fjöldasöng á milli | ræðuhalda. Var lœkni þakkað fyrir dugnað og samvizku- semi í erfiðum læknisstörfum hins víðlenda héraðs í 17 ár. Ennfremur fyrir störf hans í Rauða krossinum hér og fyrir ýmis önnur félög á staðnum, og þá einnig fyrir bæjarstjórn- arstörf. En forseti bæjar- stjórnar hefir hann verið síð- ustu árin. Var honum fært mikið og fagurt málverk af Skagafirði, gjört af Sigurði Sigurðssyni listmálara frá Sauðárkróki. Er það aðallega gjöf frá Rotaryklúbb Sauðár- króks, er hann hefir starfað í, og um skeið sem forseti hans. Læknisfrúnni var þá og gold- in heil þökk fyrir margvíslega lijálp og þátttöku í félagsmál- um hér ýmsum. Sérstaka þökk færðu henni sóknarpresturinn og formaður sóknarnefndar fyrir mikið og fagurt hljóm- listarstarf hennar í söfnuðin- um, bæði í samvinnu við söng stjóra og organleikara kirkj- unnar, og fyrir stjórn hennar oftlega á þessum málum í fjarveru og öðrum forföllum hans. — Að lokum þakkaði læknirinn, frú hans og eldri dóttir með ræðum. — Fylgir hlýhugur og þökk kaupstað- ar- og héraðsbúa læknisfjöl- skyldunni við búferlaflutn- inginn, og fram á leið — inn i hið óþekkta. /. Þ. Bj. StÁifiriðdrmót Ahure/rar Síðastliðinn sunnudag fór fram skíðamót í Búðargili og var keppt í 2 flokkum. Urslit urðu þessi: A og B jl. (9 keppendur): 1. Skjöldur Tómasson 34.0 sek. 2. Kristinn Steinsson 34.8 sek. 3. Valgarður Sigurðsson 35.3 sek. 4. Gísli B. Hjartar- son 36,3 sek. 5. Hjálmar Stef- ánsson 38.3 sek. 6. Reynir Pálmason 40,4 sek. C-jlokkur (10 keppendur): 1. Matthías Gestsson 32.1 sek. 2. Gunnl. Sigurðsson 32.6 sek. 3. Tómas Sigurjónsson 34.0 sek. 4. Ottó Tulinius 43.3 sek. 5. Stefán Jónasson 48.6 sek. 6. Jóh. Haraldsson 53.5 sek. Auglýsið í íslendingi. Reglugerð Frnmhald af 7. sitfu. a) Ef eigendaskipti verða að íbúðum þessum, skal hlut- aðeigandi sveitarfélag eiga forkaupsrétt að hinni seldu í- búð, og er því skylt að leysa íbúðina til sín og selja hana eða leigja eftir reglum 6. gr. reglugerðar þessarar, sbr. 3. mgr. þessarar greinar. Sölu- verð slíkrar íbúðar má ekki vera hærra en síðasta kaup- verð hennar að viðbæ:tri verð hækkun, sem orðið hefir sam- kvæmt vísitölu byggingar- kostnaðar á þeim hluta kostn- aðarverðs íbúðarinnar, sem fallið hefir í gjalddaga og ver j ið greiddur af seljanda, þegar sala fer fram. Ennfremur skal bæta við virðingarverði þeirra endurbóta, sem gerðar hafa verið, meðan íbúðin var í eigu seljanda, og draga frá hæfilega fyrningu, hvoru tveggja samkvæmt mati dóm- kvaddra manna. Fyrir endur- bætur skal þó ekki greiða meira en kostað hefir að full- gera samsvarandi íbúð. Ekki má leigja slíka íbúð eða hluta hennar án samþykkis sveitar- stjórnar, sem hefir forleigu- rétl. b) íbúðir þessar má aðeins selja þeim, sem búa í heilsu- spillandi húsnæði, enda verði það jafnframt tekið úr notk- un, sbr. 7. gr. reglugerðar þessarar. Ef um byggingu Ieiguhús- næðis er að ræða, skulu eftir- farandi reglur gilda um það, unz lán ríkissjóðs er að fullu greitt: a) Leiga eftir húsnæðið má ekki vera hærri en sem nemur afborgunum og vöxtum þeirra lána, sem á íbúðinni hvíla, og kostnaði vegna eðlilegs við- halds. b) Leiguhúsnæði má aðeins leigja þeim, sem búa í heilsu- spillandi húsnæði, enda verði það jafnframt tekið úr notkun, sbr. 7. gr. reglugerðar þess- arar. Sveitarfélögum er skylt að láta þær fjölskyldur, er í lök- ustu húsnæði búa og mesta ó- megð hafa eða eiga sam- kvæmt vottorði læknis við verulega vanheilsu að stríða, sitja fyrir við úthlutun þes^ húsnæðis, sem byggt er sam- kvæmt reglugerð þessari. Lán samkvæmt 4. gr. korm ekki til úthlutunar fyrr en við komandi ónothæft húsnæð hefir verið tekið úr notkun samkvæmt vottorði viðkom- andi lögreglustjóra, enda sé húsnæði það, sem lánað er ti]; orðið íbúðarhæft sam- kvæmt vottorði matsmanna hins almenna veðlánakerfis. Oheimilt er að taka aftur til Dýrt að byggja í síðustu Hagtíðindum ei gerð grein fyrir bygginga- kostnaði og byggingavísitölu, er þar kvað vera 904. Koslnaður við byggingu húss er sundurliðaður og bor- inn saman árin 1939 (1954) og 1955. Skulu hér teknar upp tölurnar frá 1939 og 1955: 1939 1955 Trésmíði 3375,00 52249,00 Múrsmíði 4684,00 43691,00 Erfiðisvinna og akstur .. 4004,00 52247,00 Málun 1309,00 13492,00 Raflögn 2415,00 18463,00 Miðstöð, eldf 4964,00 27626,00 Veggfóðrun og dúkur . . 2002,00 11373,00 Járn. vír 0. fl 2328,00 11667,00 Hurða- og gluggajárn, saumur, gler 0. fl 689,00 5596,00 Timbur 1975,00 16314,00 Hurðir og gluggar .... 1275,00 10119,00 Sement 2623,00 18777,00 Sandur og möl 563,00 11041,00 Ymislegt 1077,00 8272,00 Af hinum einstöku kostnaðarliðum eru þrír hinir fyrstu hreinir vinnuliðir, 4 næstu blandaðir (efni og vinna), 6 næstu hreinir efnisliðir, en hinn síðasti blandaður, eins og segir í skýrslu Hagtíðinda. Skákeinvígið Framhald af 1. síðu. á morgun verður Friðrik 21 árs. Fer hér á eftir 2. skák ein- vígisins: Friðrik: Larsen Hvítt. Svart. 1. e2-e4 c7-c5 2. Rgl-Í3 d7-d6 3. d2-d4 c5xd4 4. Rf3xd4 Rg8-f6 5. Rbl-c3 a7-a6 6. Bfl-c4 Dd8-c7 7. Bc4-b3 e7-e6 8. 0-0 Rb8-c6 9. a2-a3 Bc8-d7 10. Kgl-hl Bf8-e7 11. f2-f4 0-0 12. Í4-Í5 Rc6xd4 13. Ddlxd4 b7-b5 14. Dd4-d3 Dc7-b7 15. Bcl-g5 Ha8-e8 16. Dd3-h3 e6xf5 17. e4xf5 Bd7-c6 18. Hal-dl h7-h6 19. Bg5-e3 Be7-d8 20. Be3-d4 a6-a5 21. Hdl-d3 b5-b4 22. a3xd4 a5xb4 23. Hd3-g3 Kg8-h7 24. Rc3-dl Bc6-b5 25. Hfl-gl Bd8-b6 26. Bd4xf6 g7xf6 27. Dh3-h4 He8-e4 ^8. Dh4xf6 Hf8-g8 29. Hg3-h3 Hg8-g6 J0. f5xg6f f7xg6 31. Df6-f8 gefið. búðar húsnæði, sem tekið hefir verið úr nolkun sam- kvæmt reglugerð þessari, íema fyrir liggi vo'.torð hér- aðslæknis (í Reykjavík borg- arlæknis) um, að það sé eigi iengur heilsuspillandi. Fréttir frá S Þ Norskir læknar, hjúkrunar- konur og tæknisérfræðingar, sem starfað hafa á vegum S.Þ. í Kóreu, hafa gengizt fyrir byggingu barnaspítala í Seo- ul. Spítalinn hefir rúm fyrir 30 börn. Nýlega komu fyrstu 17 sjúklingarnir. Þeir voru á aldrinum 2—12 ára. X Hreinar tekjur Alþjóða- bankans sl. fjárhagsár námu 6,2 milljónum dollara (5,4 milljónir dollara árið áður). Kostnaður við rekstur bank- ans nam 9 milljónum dollara. X Suður-Kórea hefir gerst' meðlimur í Alþjóðabankan- um og Gjaldeyrissjóðnum.Eru meðlimir þá samtals 58 þjóð- ir. X Á fyrstu sex mánuðum þessa árs nutu 17 milljónir barna aðstoðar frá Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). X Tuttugu prósent meiri bóm- ull og hrísgrjón er nú fram- leitt í heiminum en fyrir stríð. Framleiðsla hveitis, feitmetis og kjöts er 30% meiri, 50% meira er fram- leitt af sykri og 80% meira gúmmí. — Haldið þér, að það sé til 6• heilla að gifta sig á föstudegi? — Auðvitað. Iiví skyldu föstu• dagar vera nokkur undantekn- ing? * — Það sem þér þarfnist, frú, er dálítil tilbreyting. — O, það er ekki hægt, lœkn- ir, hann Guðmundur er svo af- brýðisamur.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.